Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 23 íþróttir Bjami var ekki nógu "Mawnm og Anderson sókndjarfur í Japan - á sterku júdómóti sem fór þar fram skoruðu á Wembley Eins og við sögðum írá á dögunum tók Bjami Friðriksson þátt i miklu júdómóti sem fram fór í Tokýo í Jap- an. Þar vom mættir til keppni allir bestu júdómenn heims og gekk mikið á í mótinu. Bjami fór í þetta mót tii þess eins að komast í keppni við sér betri menn og til að fá keppnisreynslu í stórmót- um, eins og hann sagði i DV fyrir ferðina. Nú er hann kominn heim úr þessari ferð en með honum fór þjálfari hans, Gísli Þorsteinsson. Við spurðum Bjarna að því hvort ferðin hefði verið eins og hann hefði búist við fyrirfram. „Já, svona i og með. Ég vissi að ef ég fengi mjög sterkan mótheija í fyrstu umferð yrði þetta strembið en ef ég fengi jafningja minn þá gæti allt gerst.“ Nú, ég fékk silfurhafann frá síðasta Evrópumóti og Evrópumeista- rann frá 1984 - Frakkann Rodges Vachon. Hann er með þeim betri. Það vom dæmd á mig refisstig fyrir að sækja ekki nóg gegn Frakkanumi Hann kom aldrei bragði á mig og ég heldur ekki á hann. Hann vann mig því á þessum refsistigum," sagði Bjarni. Vachon tapaði síðan fyrir þeim besta í Evrópu, Van de Walle frá Belgíu, á dómaraúrskurði, en Van de Walle keppti til úrslita á mótinu við heims- meistarann í 95 kg flokki, Sugai. Fór sá japanski þar með sigur af hólmi á stigum. Bjami sagðist einnig hafa notað ferðina til að æfa í Kodoka - alþjóð- lega júdóhúsinu i Tokýo, sem er átta hæða bygging. „Það var gott, svo og að sjá og fylgj- ast með því sem var að gerast á þessu móti. Ég lít á þetta mót og þau næstu mest sem æfingamót fyrir heimsmeist- arakeppnina sem verður í Essen í Vestur-þýskalandi í september á næsta ári,“ sagði Bjami. Næsta stórmót sem hann tekur þátt í er opna skandinavíska mótið sem verður i Finnlandi eftir þrjár vikur. Bjarni Friðriksson var ekki nógu sókndjarfur i bardaganum við Vachon á mótinu sterka í Japan. Birgir Sig. skor aði sjo mork - þegar Fram lagði Ármann, 25-20 „Þetta hefði getað verið miklu betra hjá okkur en raun bar vitni en við höfðum þó tvö stig upp úr krafsinu og það er fyrir öllu. Ég er mjög bjart- sýnn á framhaldið og við stefnum alfarið á íslandsmeistaratitilinn," sagði Birgir Sigurðsson, hinn snjalli línumaður úr Fram, eftir að Framarar höfðu sigrað Ármenninga með 25 mörkum gegn 20 á íslandsmótinu í handknattleik í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Leikurinn var mjög slakur þegar á heildina er litið og gleymist ömgglega fljótt fyrir þá sárafáu áhorf- endur sem lögðu leið sína á leikinn. Ármenningar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 3-0 á sama tíma og ekkert gekk upp hjá Fram. Vöm Ár- manns var sérlega sterk og komust Framarar lítið áleiðis gegn henni. Þegar um tíu mínútur vom liðnar af leiknum var staðan orðin 4-1 fyrir Ármann, en þá er. eins og Framarar vakni upp við vondan draum og um miðjan hálfleikinn jöfnuðu þeir leik- inn, 4-4. Eftir það skiptust liðin á forystu og þegar tvær mínútur em til loka hálfleiksins var staðan 8-8 en Framarar áttu góðan sprett og skor- uðu þrjú síðustu mörkin og staðan í hálfleik var 11-8. Framan af seinni hálfleik hélst þessi Þangað hafa Finnar boðið bæði Sovét- mönnum og Japönum til að styrkja mótið vemlega. Hafa þeir þegið boðið og þýðir það að aðrir góðir júdómenn frá löndum utan Norðurlandanna mæta þar einnig og verður þetta þvi mjög sterkt mót. -klp Gary Mabbutt og Viv Anderson trvggðu Englendingum sigur, 2-0, yfir Júgóslövum í Evrópukeppni landsliða í gærkvöldi. 60 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem fór fram á Wembley. Englendingarem efstir í fjórða riðli EM með fjögur stig, Júgóslavar hafa tvö og N-írar og Tyrkir eitt. Allar þjóðfrnar hafa leikið tvo leiki. Enska landsliðið vai- þannig skipað: Woods, Anderson, M. Wright, Butcher, Sansom, Waddle (T. Steven), Mabbutt, Hoddle, Hodge (Wilkins), Lineker og Be- ardslev. Það þurfti að sauma níu spor í augabnín Hodge sem lenti í sam- stuði við Hoddle. Það varð einnig að sauma saman skurö á höfði Hoddle. -sos munur á liðunum en um miðjan hálf- leikinn verða þáttaskil i leiknum og Framarar ná sex marka forystu, 16-10, og skoraði Birgir Sigurðsson þijú mörk í röð af línunni. Ármenningar reyndu allt hvað þeir gátu til að minnka muninn en bilið var orðið allt of stórt til að það tækist. Síðustu mínútumar i leiknum vom endaleysa, mikil mistök á báða bóga og virtist sem svo að leikmenn væm fegnir þegar dómarar leiksins flautuðu til leiks- loka. Framarar spiluðu þennan leik ekki vel þótt sigur hafi unnist, en i liðinu býr margt gott og liðið er til alls lík- legt í vetur. Birgir og Skaarnp áttu einna skástan leik. Ármanns-liðsins bíður eflaust erfið- ur vetur og þurfa leikmenn þess heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef ekki á illa að fara í vetur. Guðmund- ur Friðriksson markvörður átti góðan leik í markinu og bjargaði því sem bjargað varö. Mörk Fram: Birgir 7, Egill 6/3, Her- mann 4, Skaarup 4, Agnar 2, Jón Ámi 1, Ólafur 1. Mörk Ármann: Friðrik 5/1, Bragi 3, Einar 3, Óskar 3/2, Haukur 2, Einar 2, Þráinn 1, Atli 1. -JKS 2 áva ibVV9ð> M260. Tvískiptur, alsjálfvirkur. Verð aðeins kr. 16.650,- stgr. i '} F~~ 1 ' —. í J L - '5 ^ > 120 FM. 120 lítra frystiskápur. Verð aðeins kr. 12.990,- stgr. 280 DL. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr. 14.495,- stgr. DL 150. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr. 9.985,-stgr. Það býður enginn betur. Umboðsmenn um land allt. Kælitæki, Njarðvík Árvirkinn, Selfossi Mosfell, Hellu Kaupfélag Vestmannaeyinga Vestmannaeyjum Hátíðni, Höfn, Hornafirði Rafvirkinn, Eskifirði Myndbandaleigan, Reyðarfirði Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupf. Þingeyinga, Húsavík KEA, Akureyri Valberg, Ólafsfirði Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki Oddur Sigurðsson, Hyammstanga Póllinn hf., ísafirði Kaupf. Stykkishólms, Stykkishólmi Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi Húsprýði, Borgarnesi Skagaradíó, Akranesi JL-húsið, Hringbraut, Rvk. Skipholti 7, símar 20080 og 26800.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.