Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Viðskipti dv Norðmenn leggja mikla áherslu á Japansmarkað Á mánudaginn fékk Snorri Sturluson 9,5 milljónir króna fyrir 170 tonn af karfa i Bremerhaven. Á miðvikudaginn fékk Ottó N. Þorláksson 4,3 milljónir króna fyrir 190 tonn af þorski. Reykjavík Að þessu sinni mun ég geta um verð það sem frystihús, sem eru í viðskipt- um við Samband ísl. samvinnufélaga, fá greitt íyrir framleiðslu sína að frá- dregnum kostnaði, svo sem frakt, vátryggingu og sölulaunum. Ekki er hér um endanlegt verð að ræða. Við þetta verð munu bætast 5% og jafnvel meira þegar endanleg greiðsla fer fram. Ekki hef ég enn fengið verð hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og er því ekki hægt að gera því skil. Verð á heilfrystum hausuðum þorski er samkv. verðskrá kr. 26,45. Heilfryst- ur fiskur með haus er á kr. 24,45. Samkvæmt töflu nr. 11 frá verðlags- ráði sjávarútvegsins er verð á slægð- um fiski með haus kr. 27,20. Þetta verð miðast við stóran fisk. Hér er sjálfsagt um smáfisk að ræða. sem heilfrystur er, en mikill mismunur er á verði stórfisks og smáfisks. Verð á flökum roðlausum og beinlausum er kr. 158 kílóið og hærra á sérpökkuðum flökum. Togarar I Reykjavik lönduðu eftirtalin skip hjá Granda hf.: Bv. Ásþór landaði 10. nóv. alls 91 lest, mest af aflanum var þorskur. Aflaverðmæti kr. 2 millj. Bv. Asgeir landaði 11. nóv. alls 87 tonnum af þorski. Aflaverðmæti var kr. 1,884 millj. Bv. Ottó N. Þorláksson landaði 12. ffóv. alls 199 lestum af þorski. Afla- verðmæti nálægt kr. 4,3 millj. Allgóður ýsuafli hefúr verið hjá smærri bátum frá Reykjavík að undanfömu þegar gefið hefur á sjó. Bremerhaven Bv. Snorri Sturluson landaði 10. nóv. 170 tonnum af karfa. Aflaverð- mæti kr. 9,5 millj., meðalverð kr. 55,93. 11. nóv. landaði bv. Happasæll 78 tonnum, aflaverðmæti kr. 4 millj., meðalverð kr. 53. Hull 10. nóv. landaði bv. Guðmundur 101 lest. Aflaverðmæti kr. 7,8 millj., meðal- verð kr. 71,23. Seldar vom alls 210 lestir úr gámum 10. nóv. í Hull og Grimsby, meðalverð var kr. 69,78. Þann 11. nóv. var meðalverð á fiski úr gámum kr. 67,59 en alls vom seldar 188 lestir í Hull og Grimsby. Boulogne Meðalverð á grálúðu var þar í gær kr. 71 kílóið. Madrid I síðustu viku október var frekar dauft yfir Mercantmadrid. Töldu menn að fólkið hefði verið búið með mánað- arkaupið og þess vegna verið lítið keypt af fiski. Ekki vom allir sam- mála þessari skýringu á málunum, en hvað um það, eftirspum var í lág- marki. Ekki var norskur lax til sölu þessa daga en aftur á móti var á mark- aðnum skoskur og færeyskur lax. Laxinn var orðinn feginn á markaðn- um og ekki góð vara, enda lítil eftir- spum eftir honum. Peningamajkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara. 70-74 ,ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtrvggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10*%> en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. ^Arsávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13.64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,5% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- iirgu. 18 mánaða reikningur Metbókin, er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 16,25% nafn- vöxtum og 16,9% ársávöxtun, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxtum reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningur er óverðtryggður reikningur og ber 15% vexti. Verðtryggð bónuskjör eru 2,5%. Á sex mán- aða fresti eru borin saman verðtryggð og óverðtryggð bónuskjör og ávöxtun miðuð við þau kjör sem eru hærri á hverjum tíma. Vext- ir eru færðir á höfuðstól tvisvar á ári. Samanburðartímabil eru þau sömu og vaxta- tímabil. Heímílt er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tímabili. 18 mánaða bundinn reikningurer með 16% ársvöxtum. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 15% nafnvöxtum og 15,6% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings með 3,5% ársvöxtum, reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxta- leiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 9%, 3 mánuði 9,5%, 4 mánuði 10%, 5 mánuði 10,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% eftir 18 mánuði 14%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðiryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 15,49%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings, sem reiknuð er eftir sérstökum reglum, sé hún betri. Saman- færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðsvextir, 8,5%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings, nú 13.5%, eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú 2%, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann árs- fjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársíjórðungs, hfai reikningur notið þessara „kaskókjara". Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfir- standandi ári. Uttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almenn- ir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlut- fallslegar verðbæturm.v. dagafjölda í innlegs- mánuði, en ber síðan kaskókjör úr fjórðung- inn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofnadegi að uppfylltum skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3,5% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 9%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 15% nafnvöxtum. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Borgamesi, á Siglufirði, ólafsfírði, Dalvík, Akureyri, Nes- kaupstað, og Sparisjóður Reykjavíkur, bjóða þessa reikninga. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á óverðtryggðum skulda- bréfúm vegna fasteignaviðskipta eru 20%. Þau eru seld með affollum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggíngarsjóði ríkis- fjórðungi 1986, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á síðustu þrem árum, annars 1.588.000 krón- um. Út á eldra húsnæði getur lán numið 1.588.000 krónum, hafi viðkomandi ekki átt íbúð á sl. þrem árum, annars 1.111.000 krón- um. Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna. Lánin eru til allt að 40 ára og verðtryggð. Vextir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aðeins verðbætur og vextir, aíðan hefjast af- borganir af lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóðum, starfst- íma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5-6,5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónumar inni í 6-f 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í nóv 1986 er 1517 stig en var 1509 stig í október. Miðað er við grunn- inn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1986 er 281 stig á grunninum 100 frá 1983. Húsaleiguvísitala hækkaði um 9% 1. okt- óber en þar áður um 5% 1. júlí en þar áður um 5% 1. apríl og 10% 1. janúar. Þessi vísi- tala mælir aðeíns hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samningum teigusata og leigjenda. Hækkun vísitólunnar miðast við meðaltalshækkun launa næstu INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 8-9 Bb.Lb.Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10 Ab.Lb.Sb. Sp.Vb 6 mán. uppsögn 10-15 Ib 12mán. uppsögn n-iS.75 Sp Sparnaður - lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávísanareikningar 3-7 Ab.Sb Hlaupareikningar 3-7 Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3úi mán. uppsögn 6tnán.uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb 2.9-4 Úb Innlán með sérkjörum 8,9-17 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 9-7 Ab Sterlingspund 8,79-10.5 Ab Vestur-þýsk mörk 3,9-4 Ab Oanskar krónur 7,9-9 Ib.Vb ÚTLÁNSVEXTIR % lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 15,29-16,25 Ab.Úb.Vb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kge/19.5 Almenn skuldabréf(2) 15,9-17 Ab.Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kge Allir Hlaupareikning.(yfirdr.) 15,29-18 Ab.Sp.Vb Utlán verðtr/ggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4-6,75 Ab Til lengri tima 9-6.75 Ab Útlán til framleiðslu ísl. krónur 15-16,25 Ab.Lb. Sp.Úb.Vb SDR 8 Allir Bandaríkjadalir 7.5 Allir Sterlingspund 12,75 Allir Vestur-þýsk mörk 6,25 Allir Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttan/extir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1517 stig Byggingavisitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 216 kr. Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðuaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum miðað við 19,5% ársvexti. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs van- skilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubanka og Versiunarbanka. Skammstafanir: Ab=Alþýðubankinn, Bb=Búnaðarbankinn, Ib=Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbartkinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb=Versl- Verðbólga var talin vera um L0% á Spáni á síðasta ári. Til þess að hamla gegn henni hyggjast stjómvöld flytja inn vömr til að hafa samkeppni á markaðnum og ætla þannig að ná nið- ur verðbólgunni. Ekki kemur verð- bólgan fram á fiskmörkuðunum, fiskur hefur lækkað í verði um 2% síðan í ágúst. Frá því í september 1985 hefur meðaltalsverð á fiski hækkað um 7%. Verðlækkun á fiski í september stafar meðal annars af því að aukning á framboði fisks nemur 25%, það hefur markaðurinn ekki þolað. Jafnvægi ætti að komast á í næstu framtíð. Verð á laxi hefur verið að undanförnu kr. 200 til 304 kr. kílóið. Hátt verð er á skötuselshölum eins og áður eða kr. 290. Meðalstór öfugkjafta seldist á kr. 200 kílóið. Slægður þorskur kr. 110. Frosin þorskflök kr. 188 kílóið. Fiskmarkaðimir Ingólfur Stefánsson París Þrátt íyrir að nokkuð mikið hafi borist af fiski á markaðinn hjá Rungis hefur verðið verið vel viðunandi. Inn- flutti fiskurinn, sem verið hefur á markaðnum, hefur borist aðallega frá Noregi og um að ræða ufsa, karfa og lýr. Lýr er fiskur sem við þekkjum bara af afspum, en hann líkist mjög ufsa, en er alltaf á hærra verði en hann. Nokkuð var af norskum laxi á markaðnum, mjög góðu hráefni, einn- ig var færeyskur lax á markaðnum, en seldist á aðeins lægra verði þrátt fyrir ágæta vöru. Verð á ufsa hefur verið kr. 99 til 124 kílóið, karfi kr. 122 kílóið, skötuselshalar kr. 340 til kr. 432 kílóið, lax kr. 200 til kr. 324 kr. kílóið. Markaðurinn hjá Rungis var lokaður 10. og 11. nóvember, en þá vom frídag- ar til miftningar um vopnahléið 1918, en var opnaður á ný 12. nóvember. London Nokkur tmflun varð á fiskflutning- um til markaðarins á Billinggate um síðustu mánaðamót. Var það meðal annars af því að ekki fékkst fólk til að losa fiskflutningaskip í Grimsby um mánaðamótin og þar að auki gerði ill- viðri sem tafði ferðir skipsins einnig. Af þessum ástæðum barst minna af fiski á markaðinn en ella og vom kaupmenn heldur óhressir með það, sérstaklega smærri kaupmennimir, sem selja aðallega ferskan fisk. Verðið var sem hér segir: hausaður þorskur kr. 150 kílóið, rauðspretta kr. 68 til kr. 113 kílóið, þorskflök kr. 200, ufsa- flök kr. 72 til 85 kílóið, ýsufl. kr. 180 kílóið, síld kr. 54 kílóið, lax kr. 255 til 330. Japönsk matvælakaupstefna Ein stærsta matvælakaupstefna, sem haldin hefur verið hjá Hoberes & Fo- odex, verður í Japan dagana 10. til 14. mars 1987. Slíkar kaupstefhur em haldnar árlega. Noregur hefur til- kynnt um þátttöku. Auk fram- kvæmdastjórans, Richard Petersen, sem er fyrir Japansáætluninni, hafa margir fiskframleiðendur tilkynnt um þátttöku. Norskir framleiðendur sýna kaupstefriunni mikinn áhuga því Ja{>- anir em vaxandi viðskiptavinir. Japansmarkaðurinn gerir miklar kröf- ur til vömnnar og ömggrar afhend- ingar á henni. Á þessi atriði leggur Petersen mikla áherslu við framleið- endur. Nauðsynlegt er að þessi atriði verði virt að áliti hans. Bendir hann á að Norðmenn séu þekktir fyrir góða framleiðslu og ágætar vömr en alltaf lULUiX' tm X.LU.111 M I H IIMIil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.