Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. Utiönd Babrak Karraal má muna tímana tvenna frá því að vera uppáhald Kremlverja og þeirra maður í Kabúl til þess núna fyrir helgina að vera skákað inn á geymsluloft eftirlauna- þega, rúnum áhriiúm og völdum í Afghanistan. Ofurliði borinn í valda- taflinu í þessu stríðshrjáða landi. í áiiti hjá Bréznef Sovéska innrásarliðið hóf Karmal til valda í desember 1979. Þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Leonid Bréz- nef, hlóð miklu lofí á þennan félaga frá Afghanistan þegar Karmal sat flokksþing sovéska kommúnista- flokksins sem haldið var í Moskvu 1981. Fimm árum og þrem Sovétleið- togum síðar var Mikhail Gorbatsjov ekki einu sinni til viðtals fyrir Kar- mal þegar hinn síðamefndi kom til Moskvu vegna flokksþingsins 1986 í febrúar. Þá þegar var kominn upp kvittur um að Karmal gengi ekki heill til skógar en hann vitnaði óspart í Len- ín þegar hann las yfir Rússunum sem halda úti 115 þúsund manna her í Afghanistan til þess að styðja áiram stjóm hans í baráttunni við „muja- hideen" (stríðsmenn íslams). Þrem mánuðum síðar hafði Karmal samt vikið úr sæti fyrir Najibullah sem hafði um sex ára bil verið yfirmaður leynilögreglunnar og tilheyrir þeim armi PDPA sem hollari þykir Moskvulínunni. Byrjaði í stúdentasamtökun- um Karmal byrjaði að vekja á sér at- hygli í stjómmálum Afghanistans sem stúdentaleiðtogi og síðar einn af stofnfélögum PDPA. Sat hann tvivegis í fangelsi og varð einu sinni að flýja í útlegð stjómmálaafskipta sinna vegna. Fyrir innrás Sovét- hersins 1979 hafði tveim forverum Karmals tekist að æsa múslima til andspymu og skæruhemaðar með því að knýja fram róttækar kom- múniskar umbætur. Þær róstur vom svo átyllan sem Kremlherramir fúndu sér til hemaðarafskiptanna til þess að verða við hjálparbeiðnum flokksbræðranna i Afghanistan. Var Karmal ekki höndum seinni að sleppa pólitískum föngum úr fangelsi og draga að nýju að hún gamla afghanska fánann sem fyrir- rennarar hans höfðu kastað fyrir nýjan rauðan þjóðfána. Hann þreif- aði fyrir sér um sættir og frið við gömlu ættarhöfðingjana og múha- Hafði völdin í sjö ár • Endirinn á sjö ára valdaferli Kar- mals var sá að Kabúl-útvarpið tilkynnti á fimmtudagskvöld að hinn 57 ára gamli Karmal hefði óskað þess að verða leystur frá störfum vegna heilsubrests og að þótt hefði gustuk að verða við þeirri beiðni. Skýrt var frá því að honum yrðu veitt eftirlaun fyrir dygga þjónustu við þessa sextán milljón manna þjóð. Strax í maí síðastliðið vor mátti sjá teikn á lofti þegar hann vék úr sæti aðalritara kommúnistaflokks- ins fyrir yfirmanni leynilögreglunn- ar, Najibullah. Enda fór ekki leynt að Karmal naut ekki lengur trausts valdaherranna í Kreml. Þó virtist Karmal njóta áfram einhverra áhrifa og stuðnings einhverra flokks- bræðra í lýðveldisflokki alþýðunnar (PDPA) því að hann hélt áfram nokkrum trúnaðarstöðum hjá flokknum og var áfram leiðtogi þjóð- Eirinnar sem forseti byltingarráðsins. Mujahideen, eins og múslimar kalfa striðsmenn trúarinnar. Þeir mynda kjarna skæruliðafyfkinganna í Afghanistan og þrátt fyrir ofurefli liðs i and- stöðunni hafa þeir haldið uppi andspyrnunni i sjö ár. Sól Karmals hnigin Karmal í ræðustól en Gorbatsjov að baki í klappliðinu. Siðasta vetur veitti Gorbatsjov honum þó ekki einu sinni viðtal. stjóri. Þetta unga ljón varð fljótt mjög virkur félagi í stúdentasamtök- um háskólans í Kabúl þótt hann félli þar á inntökuprófi. Var hann fyrst handtekinn 1951 og raunar aftur síð- ar það sama ár. Hefur Karmal alls setið átta ár í fangelsi. Hann útskrifaðist úr lagaskóla 1960 og starfaði næstu fimm árin í ráðuneytum menntamála og áætla- nagerðar. 1965 var Karmal kosinn á þing, sama árið og PDPA var stofii- aður. Tveim árum síðar hafði flokk- urinn klofriað í tvær fylkingar og reis Karmal upp í fremstu raðir þeirrar fylkingar sem meir lét að sér kveða í þéttbýli. Róstutímar Nú fór í hönd tími upplausnar og róts í Afghanistan. í júlí 1973 velti Mohammad Daoud, fyírum forsætis- ráðherra og frændi Zahir Shah konungs, konungsstjóminni og lýsti yfir stofnun lýðveldis. Hinir klofnu flokksarmar PDPA sameinuðust 1977. Rændi flokkurinn völdum 1978, kom Taraki til valda og bjargaði Karmal frá því að lenda enn einu sinni í fangelsi. Aftur kom upp klofh- ingur í flokknum í júlí og Karmal lenti úti í kuldanum. Hann var gerð- ur að sendiherra í Tékkóslóvakíu og hafður þar í eins konar útlegð. Vinstristefna Tarakis leiddi til uppreisnar úti á landsbyggðinni og var Taraki drepinn í valdastreytu innanflokks í september 1979. Við tók Hafizullah Amin. meðsklerkana. En honum tókst hvorki með hertækni Sovétmanna né eigin stjómkænsku að brjóta á bak afitur hina múhameðsku upp- reisnarmenn sem séð höfðu til þess að bæði stjómarher Karmals og eins innrásarliðið hefðu ærið að starfa í skærustríðinu. Ljón og vinur verkamannsins Babrak er dari-mállýska (Afghan- afbrigði af persnesku) og þýðir ljón. Karmal er pashtu-mállýska og þýðir vinur verkamannsins. Þetta „ljón“ er fætt í Kabul 6. janúar 1929 og var faðir hans hershöfðingi í hinum kon- unglega her Afghanistans og héraðs- Fallvölt hylli Kremlar Sovéskar hersveitir réðust inn í landið 27. desember og aðstoðuðu Karmal við að velta Amin úr stóli en hann hafði verið of þjóðemissinn- aður að dómi Kremlverja. Amin var tekinn af lífi. Kvæntur og fjögurra bama faðir er Karmal sagður hafa meymað með ámnum. Þeir sem þekkt hafa hann lengi segja að hann sé ekki lengur sami eldprédikarinn og á stúdentsár- unum. Hann er annálaður málamað- ur og talar ensku og þýsku eins og innfæddir, auk pashtu-mállýsku og móðurmálsins, dari. Vaxandi umræða um ofbeldi á heimilum í Noregi Novska lögreglan skipar í sérstakar stöður til að rannsaka kærnr um ofbeldi á heimilum Pál VHhjáknssan, DV, Osló: Önnur hver kona sem myrt er í Noregi er myrt af eiginmanni eða sambýlismanni. Átta af hverjum tíu morðum á konum eru framin af fjöl- skyldu konunnar. Það heyrir til undantekninga ef konur eru myrtar af ókunnugum. Þetta kemur fram í rannsókn á morðum á konum í Noregi á árunum 1977 til 1981. Á þessum árum voru sextíu og átta konur myrtar í Noregi. Hliðstæð rannsókn í Svíþjóð gefur svipaða niðurstöðu. Óttast aö missa valdið í Svíþjóð voru firamin hundrað tutt- ugu og sex morð á síðasta ári. I þriðjungi tilfella var um að ræða morð eiginmanns á eiginkonu sinni. Félagsfræðineminn Ame Dritt- lemmen rannsakaði morð á kven- fólki á árunum 1977 til 1981. Hún segir að í mörgum tilfellum hafi kon- ur verið myrtar sökum þess að morðinginn, er var eiginmaður eða sambýlismaður, óttaðist að missa vald sitt yfir konunni. Af þeim sextíu og átta morðum á konum er rannsökuð voru voru ftmm afleiðingar barsmíða eða limlest- inga. Önnur fimm voru framin í afbrýðiskasti og tvær konur voru myrtar af eiginmönnum sínum eftir að fara fram á skilnað. Átta konur voru myrtar eftir að hafa verið nauðgað eða eftir mis- heppnaða tilraun til nauðgunar. „I þeim tilfellum þar sem við þekkj- um ástæður morðanna er ljóst að sjötíu prósent kvennanna voru drepnar vegna þess að þær voru konur. Morðinginn leit á konuna sem kynferðisveru og oftast hafði hann átt mök vð fómarlambið,“ seg- ir Drittlemmen. Annar félagsfræðingur, Evelyn Dyb, segir það þekkt að flest of- beldisafbrot em framin af karlmönn- um. Dyb vill setja það í samband við karjhlutverkið. „Á meðan konur ásaka sjálfar sig er illa fer, til dæmis í einkalífinu, þá leita karlmenn að fómarlömb- um,“ segir Dyb. Sívaxandi umfjöllun Ofbeldi á heimilum fær sívaxandi umfjöllun í Noregi. Það eru einkum samtök um kvennaathvarf sem beita sér fyrir þeirri umfjöllun. Samtökin héldu ráðstefiiu nýverið. Þar kom meðal annars fram að sjötíu og sex prósent af kærum vegna ofbeldis á heimilum fara ekki fyrir dómstólana. í kjölfar þessara upplýsinga hefúr verið ákveðið að lögregluumdæmin ráði menn í sérstakar stöður sem eingöngu eiga að rannsaka kæmr vegna ofbelda á heimilum. Rannsókn mála skal einnig hraðað eins og kostur er. hver kona, sem myrt er i Noregi, er myrt af eiginmanni sinum eoa sambýlismanni. Átta af hverjum tíu morðum á konum í landinu eru framin af fjölskyfdu fómarlambsins. Kvennaathvarf bjargar mannslífum Nýjar reglur kveða á um að sak- sóknarí geti höfðað opinbert mál á hendur þeim sem er grunaður um ofbeldi gagnvEirt konu og bömum. Þetta er gert sökum þess að það kemur gjaman fyrir að konur em beittar þrýstingi í því skyni að fá þær til að draga kærur til baka. „Fyrir niargar konur erum við ein- asti útvegurinn," segir Britta Mölven í kvennaathvarfinu í Osló. „Hvort tveggja, lögregla og læknar, senda konur hingað. Það er enginn vafi á að kvennaathvarfið hefúr bjargað lífi kvenna. Samt sem áður er fjárhagsaðstaða okkar hvergi nærri trygg. Við eigum sífellt yfir höfði okkar að dregið verði úr fram- lagi hins opinbera."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.