Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1986, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1986. 27 íþróttir Brian Clough sektaði son sinn um 25 pund - eftir að hann kom of seint í langferðabifreið Fafa Rafrissan, DV, Engiandi; Brian Clough, framkvæmdastjóri Nottingham Forest, sektaði son sinn Nigel á laugardaginn eftir að hann kom of seint í langferðabifreið þá sem flutti Forest-liðið til Wimbledon. Nigel var sektaður um 25 pund. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef þurft að sekta Nigel. Hann var greinilega ekki á- nægður með það því að hann talaði ekkert við mig allan laugardaginn," sagði Brian Clough. • Gordon Cowans, fyrrum leikmað- ur Aston Villa, sem leikur nú með Barin á Italíu, segir að það sé kominn tími til fyrir hann að snúa heim. „Ég er gleymdur hér á ftalíu," sagði Cow- ans, sem Barin keypti á 900 þús. pund. Það er reiknað með að félagið vilji fá sama verð fyrir hann. Spumingin er því hvaða félag vill kaupa Cowans á 900 þús. pund. Howe fastráðinn? •Bobby Robson, landsliðsþjálfari Englands, hefur óskað eftir því að Don Howe, aðstoðarmaður hans og fyrrum framkvæmdastjóri Arsenal, verði ráð- inn í fast starf hjá enska knattspymu- sambandinu. „Howe, sem er besti þjálfari heims, hefur unnið mjög gott starf. Hann hefúr hafhað tilboðum frá Spáni og S-Arabíu til að starfa með mér með enska landsliðið," sagði Rob- son. • Belgíumaðurinn Nico Claesen hjá Tottenham mun ekki leika með félag- inu gegn Cambridge í ensku deilda- bikarkeppninni á miðvikudaginn. Claesen meiddist í leik Tottenham gegn Oxford og varð að fara af leik- velli. -sos • Nigel Clough var sektaður. GuðjóntilFH FH-liðið í knattspymu hefur fengið góðan liðsstyrk. Guðjón Guðmunds- son er kominn aftur í herbúðir FH eftir að hafa leikið með Þór á Akur- eyri og þjálfað Kópavogsliðið ÍK. Guðjón er snjall miðvallarspilari og fær ömgglega það hlutverk að stjóma miðvallarspili FH-liðsins. -sos ÍR lagði Þór ÍR-ingar unnu góðan sigur, 80-71, yfir Þór í 1. deildar keppninni í körfu- knattleik í gær. Akureyrarliðið gerði ekki góða ferð suður um helgina því að Þór tepaði einnig fyrir Grindavík. Jón Öm Guðmundsson skoraði flest stig fyrir ÍR eða 28. ívar Webster var stigahæstur hjá Þór með 22 stig. Clough er munurinn Nottingham Forest er komið á sigur- braut á ný eftir nauman 3-2 sigur á Wimbledon. Wimbledon tók forystuna strax á 2. mínútu er Carlton Fair- weather skoraði mark eftir mistök hjá vöm Nottingham Forest. Nigel Clo- ugh jafnaði úr vítaspymu á 20. núnútu og síðan skoraði Thom, leikmaður Wimbledon, sjálfsmark. Barátta Wimbledon var mikil og mikið um harðar tæklingar. Glyn Hodges tókst að jafna fyrir Wimbledon strax í upp- hafi síðari hálfleiks. Staðan 1. deild Nærvera framkvæmdastjóra Nott- ingham Forest, Brian Clough, gerði það að verkum að leikmenn Forest gáfúst aldrei upp og Hollendingurinn með aukaspymumar fljúgandi skor- aði mark beint úr aukaspymu, glæsi- legur snúningsbolti í hom marksins. Fréttamenn BBC em sammála um það að nærvera Brian Clough hafi gert gæfúmuninn fyrir leikmennina því slík er virðingin fyrir honum að aldrei er slakað á né gefið eftir. Mikið munstur er á frammistöðu Wimbledon. Nú er liðið búið að tapa þremur leikj- um í röð, vann áður tvo leiki en þar á undan töpuðust þrír í röð. Notting- ham Forest náði sér úr lægð með þessum sigri og er við toppinn áfrarn -ej Fyrirliggjandi í birgðastöð PIPUR einangraöar með plasthúð. Þær eru sérlega með- færilegar og henta vel til notkunar við margs konar aðstæður, t.d. á sjúkrahúsum. Pípurnar fást í rúll- um, 10-22 mm sverar. Auk þess höfum við óein- angraðar, afglóðaðar eirpípur, 8-12 mm í rúllum og óeinangraðar eirpípur 10-54 mm í stöngum. - Aukin hagkvæmni - minni kostnaður - auðveld vinnsla. SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Arsenal 16 9 4 3 23-8 31 Nott. For. 16 9 2 5 35-22 29 .'ie-Liverpool 16 8 4 4 34-20 28 ';4*West. Ham. 16 7 6 3 26-23 27 Luton 16 7 5 4 18-12 26 Coventry 16 7 5 4 16-12 26 Norwich 16 7 5 4 24-23 26 Everton 16 7 5 4 24-17 26 Sheff. Wed. 16 6 7 3 30-23 25 Tottenham 16 7 4 5 19-16 25 Watford 16 6 4 6 30-22 22 Oxford 16 5 6 5 17-26 21 Southampton 16 6 2 8 30-35 20 Wimbledon 16 6 1 9 18-22 19 QPR 16 5 3 8 15-20 18 Aston Villa 16 5 3 8 21-32 18 Man. Utd 16 4 5 7 17-18 17 Charlton 16 5 2 9 18-28 17 Leicester 16 4 4 8 18-27 16 Man. City 16 3 6 7 15-20 15 Chelsea 16 3 6 7 17-28 15 Newcastle 16 3 5 8 15-26 14 2. deild Oldham 16 10 4 2 26-13 34 Portsmouth 16 9 5 2 20-10 32 Plymouth 16 8 6 2 26-18 30 Derby 16 9 3 4 21-15 30 Ipswich 16 7 5 4 26-21 26 Leeds 16 7 3 6 20-16 24 Sheff. Utd 16 6 6 4 21-18 24 WBA 16 7 3 6 20-17 24 Hull 16 7 2 7 17-23 23 Sunderland 16 5 7 4 21-22 22 Grimsby 15 5 6 4 16-15 21 Millwall 16 6 2 8 18-18 20 Birmingham 16 5 5 6 23-24 20 Reading 16 5 4 7 25-25 19 C. Palace 16 6 1 9 20 -30 19 Bradford 15 5 3 7 22-24 18 Shrewsbury 16 5 3 8 15-20 18 Stoke 16 5 2 9 16-19 17 Brighton 16 4 5 7 15-19 17 Huddersfield 16 4 3 9 18-27 15 Blackbum 14 4 2 8 15-20 14 Barnsley 16 2 6 8 11-18 12 FULLKOMIN VI Á FRÁBÆRU VERÐI bára er fullkomln þvottavéi sérhönnuð fyrir íslenskar aðstœdur bára tekur inn á sig bœði heitt og kalt vatn bára -vindur allt að 8(X) snún/mín og er með spamaðarroía Sérhver bára er tölvuprófuð, fyrir afhendingu. bára heíui 18 íullkomin þvottakeríi og íslenskar merkingar. lánað til allt að 11 mánaða með FURC samninfl| KREPII Til handhafa 25992- ynsA Vdrumarkaðurinn hf. Eiöistorgi 11 - sími 622200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.