Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 9 Sýrlenskir hermenn í skriðdrekum á leið inn í vesturhluta Beirút. Símamynd Reuter Sýriending- ar réðust inn í Beirút Sýrlenskt herlið batt í gær skjótan enda á bardagana í Beirút sem staðið höfðu í sex sólarhringa. Rúmlega fimm þúsund sýrlenskir hermenn dreiföu sér um vesturhluta Beirút og höfðust i gærkvöldi við í almenningsgörðum, á íþróttavöllum og bækistöðvum her- manna. Við flugvöllinn í Beirút voru einnig hermenn í brynvörðum skrið- drekum. Amal-shítar fögnuðu Sýrlendingun- um en drúsar og vinstri sinnaðir yfirgáfu hljóðlega stöður sínar eftir að yfirmaður sýrlenska hersins í Lí- banon hafði skipað byssumönnunum að hverfa af götum borgarinnar. Forseti Líbanons, Amin Gemayel, kvað þessa aðgerð Sýrlendinga ólög- lega og Israelsmenn, Bandaríkjamenn og Frelsissamtök Palestínumanna hafa einnig gagnrýnt Sýrlendinga fyr- ir að grípa inn í að beiðni múslímskra leiðtoga. í Washington heyrðust þær raddir sem sögðu að ekkert erlent herlið gæti komið á lögum og reglu í Líbanon. Leiðtogi drúsa, Walid Jumblatt, og Nabih Berri, leiðtogi amal-shíta, ræddu við varaforseta Sýrlands, Abd- el-halim Khaddam, í Damaskus í gærkvöldi. Jumblatt hafði áður tjáð fréttamönnum að hann væri reiðubú- inn að leggja niður vopn og kvaðst hann mundu halda til Beirút í dag til þess að hvetja menn sína til þess. Franskir hiyðjuverka- forengjar handteknir Fjölmennt úrvalslið frönsku lögregl- unnar gerði áhlaup á afskekktan bóndabæ skammt frá Orleans í gær og yfirbugaði fjóra af leiðtogum hryðjuverkasamtakanna Action Directe, tvo karla og tvær konur, án þess að þau fengju veitt nokkra mót- spymu. Komst lögreglan þar yfir miklar birgðir vopna og sprengiefnis, sem hryðjuverkafólkið hafði viðað að sér, a\ik skjala og peninga. Tvö þessara, Jean-Marc Rouillan og Nathalie Menigon, eru meðal stofn- enda Action Directe og hefur þeirra Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur G. Pétursson lengi verið leitað af lögreglunni. En hryðjuverkasamtökin eru talin eiga sök á fjölda sprengiverka, morða og annarra illverka í Frakklandi. Og jafnvel álitin viðriðin hryðjuverk utan Frakklands. Á skjölum sem fundust mátti sjá að hópurinn hefúr tengst morðinu á Ge- orges Besse, forstjóra Renault-bíla- verksmiðjanna. Hin tvö voru Joelle Aubron og Ge- orges Cipriani, velþekktir hryðju- verkamenn. I janúar 1985 tilkynntu samtökin Action Directe að þau mundu samein- ast Rauðu herdeildinni, öðrum jafiiill- ræmdum hryðjuverkasamtökum, og hafa þau síðan verið kennd við að minnsta kosti fimm tilræði við franska frammámenn. Meðal annars Guy Brana, varaformann vinnuveitenda- sambandsins franska, sem sýnt var tilræði í apríl 1985. Joelle Aubron er gift Regis Schleic- her, enn einum foringja þessa öfga- hóps, en hann situr í fangelsi og bíður dóms vegna morðs á tveim lögreglu- mönnum (síðasta desember). Aflýsa Franska lögreglan hefur handtekið fjóra af leiötogum hryðjuverkasamtak- anna Action Directe, tvo karla og tvær konur. Tvö hinna handteknu, Jean-Marc Rouillan og Nathalie Menigon, sem eru hér á myndunum fyrir °fan, eru meðal þeirra hryðjuverkamanna, sem franska lögreglan hefur leitað hvað mest og lengst, en þau voru handtekin á afskekktu bóndabýli Skammt frá Orleans. Simamynd Reuter varð réttarhöldum yfir Schleicher höfðu borist. Ákveðin hafa verið ný vegna þess að kviðdómendur hættu réttarhöld yfir Schleicher, án kvið- setu í dómnum vegna hótana sem þeim dóms þá. Útlönd Popplistamaöur, tiskufrömuður, kvikmyndagerðarmaður, list- málari, en umfram allt framúr- stefnumaður, Andy Warhol. Andy Warhol burtkvaddur Hinn frægi popplistainaður Andy Warhol andaðist af hjartaslagi í nótt, aðeins 59 ára að aldri, þar sem hann lá á sjúkrahúsi í New York eftir aðgerð á gallblöðru á laugar- daginn. Frægur var hann af miklu ímyndunarafii, eins og birtist í kvikmyndum sem hann gerði án þess að hafa söguþráð, eða por- tret-myndum af öðrum popplista- mönnum og málverkunum sínum af Campbell-súpum. - „Ég borðaði þessar súpur í hádegismat í 20 ár, svo að ég málaði þær,“ eins og hann sagði sjálfúr. Nýrráðherra PáH VahjátmsBcn, DV, Osló: Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, hefur sett nýjan ráðherra yfir bæjar- og sveitar- stjómarmál. Ráðherrann heitir William Engfeph og er formaður fylkisstjómarinnar í Troms. Sá sem áður gegndi ráðherraembætt- inu, Leif Haraldsen, tók við formennsku í norska alþýðusam- bandinu. Ólíkt því sem margir höfðu búist við og spáð fyrir um þá notaði Gro Harlem ekki þetta tilefiú til enn meiri breytinga á ráðherralista ríkisstjómar sinnar. Regan í hættu Ekki er talið ólíklegt að Donald Regan, starfemannastjóri Hvíta hússins, neyðist til þess að segja af sér vegna skýrslu Tower-nefnd- arinnar um vopnasöluna til írans. Hingað til hefúr Regan neitað öllum getgátum um að hann muni segja af sér. Sagt hefur verið að hann hafi verið upp á kant við Nancy Reagan og ku það vera er- fitt að eiga sér viðreisnar von ef fjölskyldumeðlimir forsetans eru á móti manni. Kodak með einnota myndavél Gíslar við góða heilsu Talið er að gíslamir í Líbanon séu við góða heilsu. Þær fregnir bárust tveim Bandaríkjamönnum sem reynt hafa að fá gíslana látna lausa. Bandaríkjamennimir, sem em múslímar, fóm frá Beirút í síðastlið- inni viku eftir að þeir höfðu verið rændir og hótel þeirra skemmt í átökunum sem þar hafa átt sér stað að undanfömu. Þeir hafa þó hug á því að snúa þangað aftur og gera frekari tilraunir. Segovia i fullu fjöri Spænski gítarleikarinn Andres Segovia varð 94 ára á laugardaginn. Þrátt fyrir háan aldur hefúr hann mikinn hug á að hefja sína árlega hljómleikaför til Bandaríkjanna. Þar ætlar hann að halda ellefú tónleika og mun hann hljóta heið- ursnafnbót við fjóra bandaríska háskóla. I viðtali við fréttamenn kvaðst Segovia, sem er nýbúinn að jafna sig eftir inflúensu, þakka langlífið reglusömu lífi helguðu tónlistinni og fiölskyldunni. Frank Sinatra vei fagnað Frank Sinatra var vel fagnað um helgina er hann söng opinberlega í fyrsta skipti frá því að tekinn var hluti þarma hans í nóvember síðast- liðnum. Sammy Davis var meðal margra frægra áheyrenda og kvað hann Sin- atra ekki hafa sungið jafnvel í mörg ár. Með Sinatra sungu einni Sammy Davis, Dean Martin og Rosemary Cföony. Ágóðanum af tónleikunum, 660 þúsirnd dollurum, var varið til þess aðkaupa kúrekalistaverk sem koma á fyrir á safni helguðu villta vestrinu en það á að opna í Los Angeles 1988. Nýrfonnaður sænska miðflokksins Olof Johansson var um helgina kjörinn formaður sænska miðflokks- ins en Karin Söder, fyrrum formað- ur, sagði af sér í fyrra af heilsufarsá- stæðum. Olof Johansson, sem er 49 ára gam- all, hefúr gegnt ýmsum ráðherra- embættum þegar borgaraflokkarnir voru við völd á árunum 1976 til 1982. Meginverkefni hins nýja formanns verður að reyna að vinna fylgi kjós- enda en flokkurinn beið það mikil afliroð í kosningunum 1985 að Thor- bjöm Fálldin, fyrrum forsætisráð- herra, varð að segja af sér formannsembættinu. Gert er ráð fyr- ir að Johansson láti umhverfis- vemdarmál verða ofarlega á baugi en almenningur lætur þau mál mikið til sín taka eftir Chemobylslysið 1 apríl í fyrra. Eastman Kodak, bandaríski risinn í ljósmyndavörum, hefúr nú kynnt nýja hræódýra myndavél og kallar hana „Fling“. Ljósmyndarinn getur fleygt henni eftir að hafa tekið með henni myndir á eina filmu. Fuji Photo, japanski filmufram- leiðandinn, sem hefur ruðst inn á Bandaríkjamarkað síðustu árin, hef- ur einnig kynnt slíka einnota myndavél, sem hann kallar „filmu með linsu“. Hún notar 35 mm filmu en skilar úr framköllun helmingi stærra negatívi en 110-filma. Kodak-vélin kostar 3 dollurum meira en filma og tekur 24 myndir með 25 mm linsu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.