Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. 11 Útlönd Leiðtogar hægri flokkanna, Helmut Kohl og Franz-Joseph Strauss, hittast eftir kosningarnar í siðasta mánuði. Stjómarmyndunarvið- ræður ganga hægt Ketílbjöm Tryggvason, DV, V-Berlm; Eiginlega ætlaði Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, að hafa nýjan stjómarsáttmála tilbúinn á mið- vikudaginn í síðustu viku. Þróun stjómarmyndunarviðræðnanna frá kosningunum 25. janúar síðasta hefúr þó leitt til þess að ekki tókst að stand- ast þá áætlun og óvíst er hvenær flokkamir þrír, báðir kristilegu hægri flokkamir (CDP og CDU) og ffjáls- lyndi flokkurinn (FDP), munu ná endanlegu samkomulagi um stjómar- samstarfið og stefriu ríkisstjómarinn- ar. Það fer ekki á milli mála að ríkis- stjómarsáttmálinn á að þessu sinni að vera betur úr garði gerður en sá síðasti. Koma á í veg fyrir erjur innan ríkisstjómarinnar svipuðum þeim er komu upp á yfirborðið í stjómartíð síðustu fjögurra ára. Biðin orðin feimnismál Bráðum fer þó biðin eftir samkomu- laginu að verða stjómarflokkunum til álitshnekkis. Margur hlekkur þýska þjóðarbúskapsins bíður eftir stjómar- sáttmálanum, margir stórir mála- flokkar krefjast úrlausnar og óvissan fer að verða kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst em svo kosningar ffamundan í sambandslandinu, Hess- en, þann 5. apríl næstkomandi og Kohl og samstarfsmenn hans vita að farsæl lausn stjómarsamninga í Bonn getur haft mikil áhrif á úrslit þeirra kosninga. Hvað tefur samningana? í þetta sinn em það ekki vamarmál þjóðarinnar sem tefja samkomulagið né heldur mismunandi afstaða flok- kanna þriggja í baráttunni við at- vinnuleysið ægilega. Það em miklu heldur málefni sem maður gæti flokk- að undir innanríkis-ögyggismál. Þama er um að ræða málaflokka eins og baráttuna gegn hryðjuverkaöflun- um, afstöðu til erlendra flóttamanna, breytingar á lögum um mótmælarétt og síðast en ekki síst hin siðferðilega hlið, þ.e.a.s. afstaða gegn fóstureyð- ingum og baráttan gegn alnæmisjúk- dómnum. Svarti Péturinn Franz-Joseph Strauss og flokks- bræður hans í Kristilega bandalaginu í Bæjaralandi (CSU) skera sig nokkuð úr með afstöðu þeirra til þessara mála- flokka. Þó svo að flokkurinn hafi komið fremur illa út úr nýafstöðnum kosningum og standi veikari fótum við samningaviðræður um þennan stjóm- arsáttmála (miðað við seinasta) þá em það þeirra kröfur sem mesta stappið stendur um þessa dagana við samn- ingaborðið í Bonn. Þessi kristilegi hægriflokkur frá Bæjaralandi er þvi hinn eiginlegi Svarti Pétur stjómarmyndunarvið- ræðnanna. - Vill hann meðal annars innleiða ýmsar aðferðir við baráttu gegn hryðjuverkum sem hinir flokk- amir, og þá aðallega fijálslyndir (FDP), geta illa sætt sig við. Einnig vill hann skerða gildandi rétt til er- lendra flóttamanna, hingað kominna, umffam það sem hinir flokkamir fá sig til. Þeir vilja auka vald lögreglu og umboð og um leið skerða rétt til opinberra mótmælaaðgerða. Mest er þó bilið milli CSU og hinna flokkanna varðandi afstöðu til eyðni- sjúkdómsins og hvemig snúast eigi til vamar gegn honum. CSU krefst í því sambandi skráningarskyldu þeirra sem smitast hafa og meðhöndlun óskráðra sem afbrotamanna. - Rita Sússmuth heilbrigðismálaráðherra (CDP) er gjörsamlega á móti þeirri vinnuaðferð og þar em einnig sam- mála henni FDP-menn. Skattalögin Einn er þó sá málaflokkur sem FDP og CSU standa saman um gegn kristi- legum demókrötum Kohls og það em skattalögin. Vilja þessir tveir, að vísu með mismunandi aðferðum, almenna lækkun skatta í landinu, sérstaklega hátekjuskatts. Til að bæta ríkissjóði upp tekjutapið af þeirri lækkun vilja þeir skera niður niðurgreiðslur á ýms- um vömtegundum, svo sem land- búnaðarvörum, og minnka fjármagns- aðstoð ríkisins við ýmsar atvinnugreinar. Litlar breytingar á sætaskipan Ein skýringin á tiltölulega stórum sigri fijálslyndra í kosningunum fvrir mánuði er sú að landsmenn hafi óttast hreinan meirihluta systraflokkanna til hægri. Ef svo hefði farið er talið víst að Strauss, forsætisráðherra Bæjara- lands (og formaður CSU), hefði krafist sætis utanríkisráðherrans í sambands- stjóminni í Bonn en fáir hér í V- Þýskalandi vilja hann í þann stól. Þess vegna þykir líklegt að fólk hafi kosið FDP til að styrkja þriðja aflið í ríkisstjóminni. Nú er þvi fullvíst að Hans Dietrich Genscher muni halda þeim ráðherrastólnum. Enda er það ein höfúðforsenda fijálslvndra f>TÍr stjómarsamstarfi. Almennt er ekki búist við neinum breytingum á sætaskipan í Bonn- stjóminni. Flokkamir þrír fá að líkindum sama fjölda ráðherrastóla í sinn hlut og einu breytingamar. sem gætu orðið, eru persónuval ráðherra innan flokkanna sjálfra. Þó skal ekki fullyrt neitt það á þessu stigi því að samningar standa enn vfir og ekki er séð fyrir endann á þeim. Toyota Landcruiser árg. 1981, original 6 cyl. dísilvél, 140 hö., ekinn 124.000 km. Upphækkaður, 15" Spoke-felgur, nýleg 33x12,50" Firestone radialdekk, brettavíkkanir, stýrisarmur samþykktur af Iðntækni- stofnun, Ijóskastarar, stereoútvarp + segulband, 4 hátalarar, nýir demparar, fljótandi öxlar o.fl. Góður bíll. - Verð 820.000. Upplýsingar í síma 20650 í dag og næstu daga. Áramm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.