Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1987, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987. Svidsljós DV Ólyginn sagði... Robert De Niro þjáist af miklu nákvæmnisæði og tekur aldrei að sér hlutverk öðruvísi en setja sig í spor sögu- hetjunnar alllöngu áður. Fyrir tökurnar á Taxi Driver ók karlinn leigubíl í þrjá mánuði og það sama gilti með Guðföðurinn - hann dvaldi á Sikiley um tíma fyrir tökurnar. Nýjasta myndin gerir kröfur til kauða á sviði þrælahalds því hann túlkar þar þrælasalann Mendoza sem leggur á sig miklar sjálfspynd- ingar áður en hann gerist jesú- ítamunkur. Undirbúningurinn að því hefur ekki verið gefinn upp en væri eflaust forvitnilegt að vita hvernig sú undirbún- ingsvinna fór fram og hvað hún hafði í för með sér. Victoria -> Principal er búin að breyta heimili sínu í rammbyggilegt virki. Allir gluggar eru úr skotheldu gleri, hundarnir fyrir utan og innan eru óvenjugrimmir og lausir til bitsins, lífverðirnir skapstyggir og allar byssur í húsinu hlaðnar - og í skotstöðu. Það er kannski ekkert óskaplegt fjör að slá í gegn sem súperstjarna í þeirri ágætu kvikmyndaborg Hollivúdd. Rokkaðí Breiðholtinu Það er allt vitlaust í Broadway að sögn heimamanna. Rokkandi þrjátíu manna hópur er þar uppi um alla veggi og túlkar tónlist og tíðaranda áranna frá '56 til '62. Skemmtikvöldin eru sett upp af Grínlandi og er unnið að þvi að skapa einstæða sýningu með lögum frá löngu gleymdum tjúttandi dýrðardögum. Meðfyigjandi DV-mynd tók KAE af einum dansendanna i sýningunni. Villtur Svínku- draumur rætist Ballerínan, sem svífur um, er fyrirmynd ungra stúlkna um allan heim. Krúttið bosmamikla úr Prúðu leik- urunum - Svínka - er þar engin undantekning og hún átti sér þann draum heitast- an að svífa um sviðið í örmum Rúdolfs Nurejefs. Hann rættist svo bókstaf- lega einn góðan veðurdag og á meðfylgjandi mynd er Svínka svífandi í sæluvímu að baki hins fjaðurmagnaða Rúdolfs frá Rússíá. BB á faraldsfæti Linda Evans var heldur óánægð með hárið á sér einn daginn og heimtaði að hárgreiðslumeistarinn fengi það til að virka þykkt og ræktarlegt. Sá góði maður sagðist ekki hafa kraftaverk á valdi sínu og benti fraukunni á hárkollu til lausnar málinu. Það leist Lindu lítt á sem einhverja framtíðarlausn en taldi sig geta framkvæmt annað í stöðunni. Núna hefur hún látið græða aukalokka fasta í höfuð- leðrið meðal sinna eigin og allir aðilar eru hæstánægðir með lyktirnar. Eldhressir Bj arni og Bj artm- ar. Tveir hressir að austan - Bjarni Tryggvason og Bjartmar Guðlaugsson - hafa nú lagt land undir fót til þess að létta landsmönn- um lífið í skammdeginu. Þeir verða á hljómleikaferð um tíma og var ætlunin að vera um síðustu helgi á Siglu- firði, Hofsósi, Skagaströnd, Sauðárkróki og Hvamm- stanga. Upphaflega kemur Bjarni frá Neskaupstað en Bjartmar er hins vegar frá frá Fáskrúðsfirði og að sögn Bjarna eru þeir félagar §all- hressir, stórskemmtilegir og með prógramm alveg fram í apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.