Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Fréttir Nýtekjuáætlun sýnir hærri skatta ríkisins - munar allt að 700 milljónum króna Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, fékk atkvæða- greiðslu um hluta af staðgreiðslu- kerfinu frestað á Alþingi í gærkvöidi. Krafðist hann þess að fá að sjá nýja útreikninga Þjóðhags- stofnunar um hvað kerfisbreytingin þýddi. Segir Svavar að útreikningar ASÍ sýni að ríkið fái.900 milljónir króna í meiri tekjur. „Þetta er á misskilningi byggt,“ sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, í morgun. „Allir útreikningar sem við höfum sett fram, bæði um nýja kerfið og gamla kerfið, hafa verið byggðir á ákveðnum tekjuforsendum sem við höfum alltaf gert grein fyrir að væri samanburður við fjárlögin. Það hefur alltaf verið yfirlýstur ásetningur manna að ef tekjufor- sendur breyttust yrði skattprósentu breytt á þann veg að það yrði tryggt að skattkerfisbreytingin yki ekki skattbyrðina. Ef hins vegar er reiknað með hin- um nýju tekjuforsendum þá eru skattar auðvitað hærri. En það mun- ar ekki 900 milljónum heldur munar það því að í staðinn fyrir að skattar til ríkisins léttist á bilinu 250 til 500 milljónir þá verður aukning skatta um það bil 30 til 200 milljónir. Þessi nýja tekjuforsenda leiðir til þess að menn endurskoða skatt- prósentuna og það vissu menn fyrir. Þetta fer í milliþinganefndina og síð- an verða þessar tölur teknar upp í haust þegar liggja fyrir betri upplýs- ingar um verðlags- og tekjuþróun á árinu. Það er yfirlýstur ásetningur ríkisstjómarinnar," sagði Þórður. -KMU Meðlag fjórðungur framfærsiu Félag einstæðra foreldra gengst fyrir fundi á fimmtudagskvöldið til að kynna niðurstöður könnunar sem fé- lagið framkvæmdi á framfærslukostn- aði foreldra á bömum frá fæðingu og fram að 18 ára aldri. í könnuninni kemur fram að með- lagsgreiðslur nema aðeins um 1/4 af framfærslu bama sem leiðir til að for- eldri það sem hefúr forræði bamsins verður að leggja fram 3/4 hluta firam- færslunnar. Ef tekið er sex ára bam sem dæmi er framfærslukostnaður þess árið 1986 178.720 krónur en af þeirri upphæð greiðir meðlagsgreið- andi 43.631 krónu. Nú er meðlag greitt með bömum fram að 18 ára aldri og sagði Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður félagsins, í samtali við DV að ef það dæmi væri skoðað kæmi ýmislegt athyglisvert í ljós. „í nútímaþjóðfélagi em 18 ára ungl- ingar yfirleitt nýbyrjaðir í framhalds- skóla um leið og framfærsluskyldan hættir. Við reiknuðum út að fram- færsla þeirra kostaði foreldri rúmar 308 þúsund krónur á ári. Á móti kem- ur vinna þeirra í 3 mánuði og í dæmi okkar létum við þá selja nokkra gamla hluti þannig að tilfrádráttar upphæð- inni komu rúmar 93 þúsund krónur þannig að foreldrið þarf að greiða um 214 þúsund krónur á ári,“ sagði Jó- hanna. í máli hennar kom fram að í könnun- inni hefði verið reynt að hafa allar tölur í lægri kantinum. Þannig var til dæmis ekki reiknað með bílprófi í framangreindu dæmi. Könnunin náði til aldurshópanna 2ja ára, 6 ára, 12 ára, 14 ára og 18 ára, auk þess sem gerð var könnun á „stofnkostnaði" frá bamsfæðingu til 6 mánaða aldurs. Niðurstöðumar verða sem sagt kynntar á fundi á fimmtu- dagskvöldið sem haldinn verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6, og hefst kl. 20.30. -FRI Ferðamennska: Stefnir í metár Tveir fyrstu mánuðir þessa árs lofa góðu fyrir þá sem hafa hag af þjón- ustu við ferðamenn. Ferðum útlend- inga til íslands, svo og ferðum Islendinga til útlanda, hefúr fjölgað um þijátíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Frá áramótum til febrúarloka komu 8.460 útlendingar til landsins. Fyrir ári komu á þessum tíma 6.515 útlend- ingar. Islendingar á leið frá útlöndum töld- ust í janúar og febrúar í ár 10.981 en í fyrra 8.456. I báðum tilvikum er aukningin 29,9 prósent. Stefhir því í metár. -KMU Þjóðhags- stofhun skal endurskoðuð Allsheijamefnd sameinaðs þings er ekki tilbúin að fallast á það orðalag þingsályktunartillögu Eyjólfe Konr- áðs Jónssonar og fleiri sjálfetæðis- manna „að fela ríkisstjóminni að láta þegar hefja undirbúning þess að Þjóð- hagsstofnun verði lögð niður“. Nefiidin, með fulltrúum allra flokka, sameinast hins vegar um að láta tillög- una hljóða svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að endurskoða starfsemi Þjóð- hagsstofnunar og meta hvort ekki sé hagkvæmt að fela öðrum verkefhi hennar." -KMU Leiðrétting I kjallaragrein, sem birtist í DV í gær, kom fram að Ásdís Skúladóttir félagsfræðingur væri í fjórða sæti á lista Alþýðubandalagsins á Reykja- nesi. Mun hér vera rangt með farið. Ásdís skipar þriðja sætið á lista Al- þýðubandalagsins. Biðjumst við vel- virðingar á þessum mistökum. Mikil hálka er nú á götum borgarinnar og hafa orðið nokkur óhöpp vegna hennar, sérstaklega í Ártúnsbrekkunni, þar sem þessi mynd var tekin en þar fóru tveir bílar út af veginum í nótt og einn harður árekstur varð þar i morgun. Að sögn lögreglunnar er ástandið i umferðinni þó skárra nú en oft áður undanfarnar vikur og virðast menn fara varlegar þegar færðin er eins og nú. -FRI/DV-mynd S Kammersveit á Akureyri? Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Rætt verður um stofnun kammer- hljómsveitar atvinnutónlistarmanna á Akureyri á ráðstefriu sem haldin verð- ur í Tónlistarskólanum á Akureyri um næstu helgi. Þar mun Michael J. Clark, fiðlukennari við Tónlistarskól- ann, halda framsögu um þetta mál. Ráðstefnunni er ætlað að bæta og auka hlutverk tónmennta og tónlistar á Norðurlandi. Jafnframt verður fjall- að um möguleika á tónmennta- og hljóðfærakennaranámi á Akureyri. Náttúrufræð- ingar boða verkfall Ríkisstarfemenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga hafa boðað verkfall frá og með 31. mars hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæða- greiðsla um verkfallsboðun fór fram dagana 6., 9. og 10. mars. Á kjörskrá voru 266, atkvæði greiddu 244 eða 92%. Með verkfallsboðun voru 172, á móti voru 60 og ógildir seðlar voru 12. -S.dór „Nístandi soig í hjarta mínu“ „Mér verður vísað á dyr 1. maí án þess að nokkrar sakir hafi verið á mig bomar. Ég hef byggt upp sjúkrahótelið á undanfömum 14 árum og á þeira tíma hefiir stofnunin orðið ein helsta ski*autfjöðrin í hatti Rauða krossins. Mér þykir þetta sorglegt, það er mstandi sorg í hjarta mfnu,“ sagði Bryndfe Jónsdóttir hót- elsfjóri sem lætur af störfúm er sjúkrahótel Rauða krossins flyst úr Skipholtinu niður á Rauðarárstíg þar sem áður var Hótel Hof. Bryndfe unir þessum málalokum illa og hefur ákveðið að leita aðstoð- ar lögfræðings. í stað Bryndfear hefiir Ölafúr öm ólafeson verið ráð- inn hótelstjóri sjúkrahótelsins en hann rak Hótel Hof um 12 ára skeið ásamt eiginkonu sinni. „Hótelstjóraakiptin eru stjómar- samþykkt Rauða krossins og í þesaum efhum ræð ég engu,“ sagði Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, aðspurður. ,Bkýr- ingin á hótefetjóraskiptunum er einfaldlega sú að í nýja hótelinu verður allt önnur og viðameiri starf- semi en í því gamla.“ í nýja sjúkrahótelinu verða 124 rúm á móti 28 rúmum f Skipholtinu. Tryggingastofnun ríkfeins greiðir fyrir 28 rúm með daggjöldum og Rauði krossinn hyggst gálfur niður- greiða kostnað vegna gistingar aðstandenda sjúklinga sem leita þurfa lækninga til höíúðborgarinnar utan af landi. Þá verður skammtíma- vfetun aldraðra í nýja ajúkrahótel- inu og herbergi einnig leigð almennum ferðamönnum ef henta þykir. Sjúkrahótel Rauða krossins við Rauðarárstíg verður tekið f notkun 1. maí. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.