Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. 23 Fréttir Nýjung á verkstæði Kennedy-bræðra: Fullkomin tölva sem stillir hjól bíla Jón G. Haulcssan, DV, Akuxeyri: Kennedy-bræður á Akureyri hafa sett upp á bílaverkstæði sínu við Draupnisgötu fullkomna tölvu sem stillir hjól bíla. Þetta er fyrsta og full- komnasta tölvuhjólastillingartæki á íslandi og jaínast á við það besta sem gerist erlendis. Stillingin er öllum bí- leigendum opin. Þeir bræður segjast geta þjónað öllu Norðurlandi með tækinu. „Bíleigendur eru þegar famir að streyma hingað og hefur tækið reynst mjög vel á þeim stutta tíma sem við höfum haft það,“ sagði Wilhelm Ágústsson, einn bræðranna, við DV. Wilhelm sagði að með tölvunni væri hægt að stilla-öll íjögur hjól bifreið- anna í einu mjög nákvæmlega. Tækið sýndi skekkjuhalla hjólanna og stillti þau eins og þau ættu að vera. Þegar hjólin eru stillt er jafnframt gengið úr skugga um að stýrisendar og demparar séu í lagi, rétt dekkja- stærð og loftþyngd sé í dekkjunum. „Svo nákvæm stilling sparar því mjög slit hjólbarðanna." „Erlendis er skylda að fara með alla bíla sem lent hafa í árekstri í svona tölvuhjólastillingu og ég veit að von bráðar verður kveðið svo á í lögum hérlendis líka,“ sagði Wilhelm Ágústs- son, Kennedy-bróðir, við DV. Wilhelm Agustsson viö tölvuna góðu, sem notuð er við að stilia hjól bifreiða. DV-mynd JGH dv Smáauglýsiiigar - Sími 27022 Þverholti 11 ■ Húsaviðgerðir G.Þ. húsaviðgerðir sf. Tökum að okkur glerísetningar, háþrýstiþvott, sílan- böðum ásamt alhliða sprunguviðgerð- um. Fljót og góð þjónusta. Uppl. í símum 75224, 45539 og 79575. Litla dvergsmiðjan. Háþrýstiþvottur, múrun, sprunguviðgerðir, blikkkant- ar og rennur, lekavandamál, málum úti og inni. Meistarar. Tilboð sam- dægurs. Uppl. í símum 21228 og 11715. Kreditkortaþjónusta. Sparaðu þér spor- in! Þú hringir inn smáauglýsingu, við birtum hana og greiðslan verður færð inn á kortið þitt! Síminn er 27022. ■ Tilsölu Frábært tæki! Vasasjónvarp frá Sincla- ir er frábært tæki á góðu verði: gengur fyrir rafhlöðum eða rafmagni og þú hefur það með þér hvert sem er. Send- um í póstkröfu, kreditkortaþjónusta. Versl. Grensásvegi 50, s. 83350. íþróttagrindur, tvær stærðir, sendum í póstkröfu um land allt. Húsgagna- vinnustofa Guðmundar Ó. Eggerts- sonar, Heiðargerði 76, sími 91-35653. ■ Verslun VERUM VARKAR FORÐUMSTEYONI Rómeó & Júiia býður pörum, hjónafólki og einstaklingum upp á geysilegt úrv- al af hjálpartækjum ástarlífsins í yfir 100 mismunandi útgáfum við allra hæfi. Því er óþarfi að láta tilbreyting- arleysið, andlega vanlíðan og dagleg- an gráma spilla fyrir þér tilverunni. Einnig bjóðum við annað sem gleður augað, glæsilegt úrval af æðislega sexý nær- og náttfatnaði fyrir dömur og herra. Komdu á staðinn, hringdu eða skrifaðu.' Ómerkt póstkröfu- og kreditkortaþjónusta. Opið alla daga nema sunnudaga frá 10-18. Rómeó & Júlía, Brautarholti 4, 2. hæð, símar 14448 - 29559, pósthólf 1779,101 Rvík. Vanish-undrasápan. Ótrúlegt en satt. Tekur burt óhreinindi og bletti sem hvers kyns þvottaefni og sápur eða blettaeyðar ráða ekki við. Fáein dæmi: Olíur, blóð-, gras-, fitu-, lím-, gosdrykkja-, kaffi-, vín-, te-, eggja- bletti, snyrtivörubletti, bírópenna-, tússpennablek og fjölmargt fleira. Nothæft alls staðar, t.d. á fatnað, gólf- teppi, málaða veggi, gler, bólstruð húsgögn, bílinn, utan sem innan, o.fl. Úrvals handsápa, algerlega óskaðleg hörundinu. Notið einungis kalt eða volgt vatn. Nú einnig í fljótandi formi. Fæst í flestum matvöruverslunum um land allt. Heildsölubirgðir. Logaland, heildverslun, sími 1-28-04. Littlewoods pöntunarlistinn hefur aldrei verið betri en nú. Pantið í síma 656585. Krisco, pósthólf 212, Garðabæ. ■ Bátar Skipasala Hraunhamars. Til sölu nokkrir bátar, sömu gerðar og myndin sýnir, einnig ýmsar gerðir annarra báta. Kvöld- og helgarsími 51119. Skipasala Hraunhamars, Reykjarvík- urvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. ■ BOar til sölu Suzuki Fox '85 til sölu, ekinn aðeins 25.000, ath. skipti á nýlegum smábíl. Uppl. í vs. 27027 eða hs. 656109 Helgi. i: »«>., Farkostirnir voru margir og giæsilegir eins og sjá má. DV-myndir Finnur Vélsleðamenn a mota i Mývatnssveit Fmnur Baldursscin, DV, Mývatnssveit Nýlega héldu Björgunarsveitin Stefán og íþróttafélagið Eilífur árlegt mót vélsleðamanna í Mývatnssveit, „Mývatn ’87“. Á fimmtudag voru fyrstu gestimir komnir í sveitina svo að á föstudag gafst tækifæri til að fara með töluverðan hóp fólks í sleðaferð um nágrennið í mjög fallegu veðri. Á laugardag fór svo fram hin eigin- lega vélsleðakeppni. En hún var fyrst haldin árið 1979. Á þetta mót komu um 80 manns af Suðurlandi, þar af um 20 sem óku sleðum sínum yfir hálend- ið. Auk þeirra kom héðan af norðan- verðu landinu fjöldi manns. Fyrir hádegi var keppt í !4 mílu spymu í §órum stærðarflokkum sleða. Eftir hádegi var svo keppt í alhliða þrautabraut þar sem þurfti að leysa hinar ýmsu þrautir, t.d. stökk af palli, hemlunarþraut og svigþrautir. Keppt var í þremur stærðarflokkum sleða. Keppendur vom 48 alls, þar af í A fl. 27, í B fl. 9 og í C fl. 12. Að kvöldi laugardagsins fór svo fram verðlaunaafhending í Hótel Reynihlíð. Við það tækifæri færði Guðmundur Gíslason hjá Bifreiðum og landbúnað- arvélum Björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit að gjöf vélsleða af dýr- ustu gerð. Þá færði Hótel Reynihlíð björgunarsveitinni að gjöf Loran C staðsetningartæki á vélsleðann. Að verðlaunaafhendingu lokinni var stiginn dans fram eftir nóttu. Á sunnu- dag fór hluti vélsleðamanna í skemmtiferð á sleðum norður á Þeista- reykjabungu og Hrútafjöll og víðar undir leiðsögn heimamanna. Þegar líða tók á daginn héldu ferða- langar hver til síns heima og vom þeir sem fóm vfir hálendið á vélsleðum terjaðir í snjó við Heilagsdal á jeppum og dráttarvélum. Er það samdóma álit mótshaldara og gesta að helgin hafi verið hin ánægjulegasta. Fjölmenni sótti mót vélsleðamanna sem fór fram i Mývatnssveit á dögunum. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Stefán er ekki inni Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Stefán Valgeirsson er ekki inni, samkvæmt skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Háskólans vann fyrir Dag á Akureyri og birt var í morgun. 346 manns svömðu í könnuninni. Samkvæmt könnuninni fær D-listi 25,3% og tvo menn kjöma. B-listi fær 20,6% og tvo menn. Valgerður Sverrisdóttir er því inni. G-listi fær 18,2% og einn mann. A-listi fær 16,9% og einn mann kjörinn. J-listi Stefáns Valgeirssonar fær 8,1% og samkvæmt því nær Stefán ekki kjöri. Hann þarf að fá rúmlega 10% atkvæða til þess að komast inn. Baráttan stendur því milli hans og Valgerðar Sverrisdóttur, B-lista. Minni flokkamir fá mjög lítið fylgi. Kvennalisti fær 4,7%, Þjóðar- flokkur 3,4%, Flokkur mannsins 2,4% og BJ 0,3%. Enginn þessara flokka fær mann kjörinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.