Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 1987. Spumingin Spilarðu bridge? Grétar Helgason sjómaður: Nei, en þó spila ég þó nokkuð og þá aðallega rommí. Einar Halldórsson, atvinnulaus: Nei, það hef ég aldrei gert og ætla svo sannarlega ekki að fara að byrja á því núna. Það eina sem ég hef gaman af er að spila póker og ég geri það svona annað slagið. Steinar Jóhannsson sjómaður: Nei, og hef engan áhuga á bridge. Ég hef aftur á móti gaman af því að leggja kapal. Berglind Rafnsdóttir nemi: Reyndar ekki enda er ekkert fjör í að spila bridge. Það eina sem ég hef gaman af að spila er póker, svo er gaman að dunda sér við að leggja kapal. Hildegaard Þórhallsson, starfar í blómabúð: Sem betur fer ekki því fólk sem spilar bridge minnir mig oftast á brjálaðar hænur. Bridge tek- ur líka allt of mikinn tíma frá manni ætli maður sér að vera virkur. ívar Logi Sigurbjörnsson nemi: Ég kann það ekki og hef ekki hugsað mér að læra það. Ég spila nú samt stundum og þá aðallega rommí. Lesendur_____________________________dv RÚV fram úr fjárhagsáætlun SSguiður J. skri&r: í byrjun febrúar á þessu ári birtist um það frétt í Tímanum að hundruð- um milljóna króna væri eytt hjá ríkissjónvarpinu umfram áætlun eins og það vai- orðað í fyrirsögn. Og hallinn yrði líklega aldrei greidd- ur var bætt við. Framkvæmdastjóri sjónvarpsins staðfesti að mikill halli hefði verið á rekstri sjónvarpsins þó án þess að vilja neíha tölur þar sem endanlegt uppgjör lægi ekki fyrir. Slíku er oft- ast borið við þegar spurt er um afkomu hinna ríkisreknu fyrirtækja. Framkvæmdastjórinn sagði hins vegar að hann ætti ekki von á að sjónvarpið gæti nokkum tíma greitt þann halla sem á því væri Aðallega eru það fréttastofa og þjónustudeildir við innlenda dag- skrárgerð sem fara fram úr áætlun, einnig leiga á húsnæði undir nýja innkaupa- og markaðsdeild. Ætli það sé þó ekki fyrst og fremst þjónustan við innlenda dagskrárgerð sem á stærstan hlut í hallarekstri sjón- varpsins? En það er sláandi missögn í um- mælum framkvæmdastjóra sjón- varpsins sem kemur mér til að hripa niður þetta lesendabréf. Hann segir í fréttinni: „Tekjur sjónvarpsins hafa alltaf farið fram úr varlegustu vonum manna á síð- ustu mánuðum hvers árs og það hefur jafnað þann halla sem upp hefúr komið.“ Síðan segir hann að það hafi hins vegar ekki gerst núna, m.a. vegna þess að þeir á sjónvarpinu séu ekki lengur einir um hituna á auglýsingamarkaðinum. Einnig hafi leiðtogafundurinn reynst dýr svo og listahátíð, borgarafinælið og beinar knattspymuútsendingar. Þá má spvrja, ef tekjur sjónvarps- ins síðustu mánuði hvers árs hafi jafiiað þann halla sem upp hefur komið, hvort sjónvarpið hafi undan- farin ár (nema 1986) skilað hagnaði. Einhvem tíma las maður það í fréttum að eitt árið (eftir myntbreyt- ingu) hefði tap sjónvarpsins numið 150 milljónum kr. Er það kannski alrangt að tap sé á ríkissjónvarpinu? Hvemig væri nú að birta opinber- lega rekstrarreikning fyrir stofhun- ina, segjum síðastliðin 3 ár? Stöð 2: Hvarvoru kúnnarvændiskvennanna? Guðrún Guðmundsdóttir skrifar: Mig langar að leggja orð í belg við- víkjandi umræðuþættinum á Stöð 2 um vændi. Mér fannst þessum þætti í ýmsu ábótavant og ég saknaði þess ákaflega að ekki skyldi vera talað við karla er kaupa sér blíðu vændis- kvenna. Þeir sem kaupa sér blíðu vændiskvenna hljóta að vera hinn 'þátturinn í vændi, það þarf tvo til, blíðukaupanda og vændiskonu. Því er afskaplega furðulegt að vændiskonan skuli bara vera tekin fyrir. Mér fannst alveg vanta allt jafnvægi í þáttinn þannig að öll sjónarmið gætu komið fram, það hefði t.d. verið mun æskilegra að hafa líka einn kvenmann sem viðmælanda. Það vill nú svo til að það er ekki konunum einum endi- Hvar voru karlarnir sem stuðla að vændinu með þvi að kaupa slíka þjón- ustu? lega að kenna þó kallinn þeirra kaupi sér blíðu af því hann er orðinn leiður á konunni sinni (þær em kannski orðnar leiðar líka, ekki satt?). Það segir sig alveg sjálft að það hlýt- ur eitthvað að vera að í slíkum hjónaböndum og því spuming af hverju verið er að halda í það. Það hefði einnig varpað mun skýrara ljósi á þessa umræðu um böm sem hafa verið kynferðislega misnotuð ef nauðgari hefði verið fenginn til að skýra afstöðu sína þó það gæti eflaust reynst erfitt (hér er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að breyta röddinni og við- komandi aðili sjáist ekki). Þama var um mikla einföldun að ræða á margþættu og flóknu vanda- máli. ,Ef við viljum vinna Eurovision söngvakeppnina þá sendum við Bubba út, hann hefur allt sem þarf í svona keppni Bubbi til Brussel Ásgeir Ásgeirsson hringdi: Eftir að hafa lesið þá vitleysu að senda Björgvin Halldórsson til Bmssel get ég ekki setið á mér lengur. Ef það á að vinna þessa Eurovision söngva- keppni sem haldin er í Bmssel þá á að senda Bubba Morthens út því aðrir íslenskir söngvarar eiga ekki mögu- leika að vinna. Að mínu mati er Bubbi einn af bestu söngvumnum sem við höfum enda þarf ekki annað en að líta á vinsælda- listann fyrir skömmu til að fá það staðfest. Það er enginn vafi á því að flestir vita að Bubbi hefur allt sem þarf í svona keppni þó þeir nenni kannski ekki að vera skrifa um það eða koma því á annan veg á framfæri. Bamanauðgarinn: „Hefði átt að fá 12 ár“ Sólveig Arnarsdóttir hringdi: Eftir að hafa lesið í DV um dóm ungbamanauðgarans fékk ég hálf- gert áfall. 3'A ár fyrir að nauðga 3 ára gömlu bami, fyrr má nú aldeilis vera. Þetta er allt of væg refsing. Hefði ekki verið eðlilegra að dæma þennan mann í hámarksrefsingu, þ.e. 12 ár. Það verður að fara að taka harðar á þessum kynferðis- glæpamönnum, þeir virðast einskis svífast fyrst farið er að nauðga 3 ára gömlu bami. Það er eins og dóms- valdinu sé meira í mun að vera ekki of hart við nauðgarana en að koma í veg fyrir að næsti borgari bætist í hóp fómarlambanna. Núna situr Steingrímur Njálsson inni fyrir síendurtekinn ölvunar- akstur, það mætti halda að nú þyki alvarlegri hlutur að keyra drukkinn heldur en að fremja nauðgun. Hvar endar þetta eiginlega? Landsmenn hljóta að eiga rétt á því að úr þessu verði bætt, fóm- arlömb slíks ofbeldis mega ekki verða fleiri. Hvað með tollaeftir- gjöf öryrkja? Öryrki skrifar: Ég vildi athuga hvort Þorvaldur Garðar Kristjánsson þingmaður ætli ekki að sjá til þess að fella niður tolla á hílum til öryrkja. Ætla ráðamennimir að sofa á verðinu fram yfir kosningar, þið megið ekki gleyma því að öryrkjar hafa líka kosningarétt. Hverá gamlar plöt- ur með Europe? Bjarni hringdi: Mig langaði að koma á framfæri fyrirspum til lesenda. Er einhver sem á til fyrri plötur hljómsveitar- innar Europe? Ef svo er langar mig að biðja hann að svara þessu bréfi og láta mig vita hvar ég get haft samband. Europe er toppurinn Europe-aðdáandi skrifar: Uppáhaldshljómsveitin mín er Europe. Mér finnst músíkin sem hún apilar alveg frábær, svo ekki sé talað um hve þeir em sjúklega sætir. Mig langar að biðja þá hjá sjónvarpinu að sýna tónleika með Europe, ég er alveg viss um að stór hópur krakka yrði mjög ánægður með það. Þeir sem ekki „fíla“ mús- íkina þeirra geta þá allavega horft á þá því þeir em svo sykursætir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.