Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 5 Fréttir Bráðum verða allir komnir með „tax- atölvur". DV-mynd BG Leigubíl- stjórar tölvu- væðast Jón Rúnar Ragnarsson, margfaldur íslandsmeistari í rallakstri: „Augun þurfe næiingu. Dækktn mjóllíf Ef þú hefur ekki góða sjón geturðu gleymt ralldraumnum. Og það eru vissulega fleiri draumar háðir sjóninni. Farðu því vel með augu þín og gefðu þeim þá næringu sem þau þarfnast. Heilbrigð augu þurfadaglega A vítamín til þess að geta umbreytt Ijósi ítaugaboð, sem senda þau til heilans, þannig að þú getir séð og augun brugðist rétt við aðstæðum. Skorturá A vítamíni veldurfyrst náttblindu, síðan augnþurrki, sem smám sama'n leiðir til augnkramar og síðan blindu. A vítamín færðu m.a. úr mjólk, sem er reyndar einn allra mikilvægasti bætiefnagjafi í daglegu fæði okkar, því að úr henni færðu einnig stærsta hlutann af kalki, mikilvæg B vítamín, magníum, kalíum, zink, steinefni, amínósýrur o.fl. efni sem eru okkur lífsnauðsynleg. Engir sætudrykkir geta komið í stað mjólkurinnar. Það er því varhugavert að sleppa mjólk og mjólkurmat án þess að bæta tapið markvisst upp. Sérstaklega mikilvægt er að börn og unglingarfái það mjólkurmagn sem þau þurfa, kvölds, morgna og um miðjan dag. Áður en langt um líður verða leigu- bílstjórar hjá Hreyfli komnir með tölvuskjái í bíla sina. Þar munu birt- ast götuheiti og númer þeirra húsa þangað sem á að aka, tímasetningar og jafnvel skemmsta leið á staðinn. „Við erum búnir að vera að huga að tölvumálum í 12 ár en nú sér fyrir endann á því. Þegar er komið tölvu- stýrt símaborð í afgreiðslu okkar og innan tíðar verða allir túrar skráðir á tölvu. f framhaldi af því kemur tölvu- skjár í hvem bíl,“ sagði Einar Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, í samtali við DV. „Möguleik- amir eru óteljandi. Sem dæmi get ég nefnt að samkvæmt pöntun geta fyrir- tæki, sem mikið skipta við okkur, komist í beint samband við tölvuna og haft þar með forgang." Gert er ráð fyrir að tölvuvæðing Hreyfils kosti um 30 milljónir króna þegar allt verður talið. -EIR Hraðfvystihús Eskifjarðar: Starfsfólki boðið i helgarferð Emil Thorarensen, DV, Eskifirði; Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur ákveðið að bjóða starfsfólki í frysti- húsinu og saltfiskverkun í helgarferð til Reykjavíkur. Um er að ræða 65-70 manns en hópurinn verður þó nokkm stærri því starfsfólkið mun í sumum tilvikum taka makana með sér. Að sögn Benedikts Jóhannssonar, yfirverkstjóra í fiystihúsinu, var upp- haflega ætlað að hópurinn færi 26. mars nk. En hætt var við það þar sem ekkert hótelrými var í Reykjavík á þeim tíma. Nú er hins vegar ætlunin að skipta hópnum í tvennt. Mun fyrri hópurinn, um 50 manns, fara 10. apríl nk. og gista á Hótel Loftleiðum. Seinni 50 manna hópurinn mun fara 8. maí. Ekki er búið að ganga endanlega frá hóteli fyrir hann. Rúnar Jónsson, rállkappi, hefur valið sér íþróttagrein sem krefst skýrrar hugsunar, áræðis og góðrar sjónar. Hann undirbýr sig m.a. með heilbrigðu mataræði þar sem mjólk, (léttmjólk), er ein aðaluppistaðan í hverri máltíð og reyndar uppáhaldsdrykkur utan máltíðar iíka. Miólkfyrir alla eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Börn og unglingar ættu að nota allan mjólkurmat eftir því sem smekkur þeírra býður. Fullorðnir ættu á hinn bóginn að halda sig við fituminni mjólkurmat, raunarviðmagrafæðu yfirleitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur lágmarksskammturævilangt. Mundu að hugtakið mjólk næryfir léttmjólk, undanrennu og nýmjólk. * (Með mjólk er átt við nýmjólk, léttmjólk og undanrennu).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.