Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 11 Farvel Frans Ég hef iðulega verið spurður um það á fömum vegi að undanfömu hvernig mér líði við að hætta á þingi. Sumir spyria sjálfsagt af kurt- eisi en aðrir af forvitni. Langflestir em þó með þennan einlæga með- aumkunarsvip í málrómnum, þannig að ég hef það á tilfinningunni að einhver sé látinn í fjölskyldunni eða þá jafhvel að ég sé sjálfur látinn. Ég samhryggist þér, Ellert minn, segja þeir með augunum og ég bíð eftir samúðarskeytinu og krönsun- um. Nú á ég ekki að gera lítið úr þess- ari samkennd, frekar en líkið sem eftirlifandi votta virðingu sína, enda hef ég átt flesta viðmælendur mína sem góða og gegna stuðningsmenn í hálfan annan áratug, fólk, sem hefur hvað eftir annað fyrirgefið mér axarsköft og hliðarspor sem þeim em annars með öllu óskiljanleg. Það skilja til dæmis fáir það tilhlaup þegar ég býttaði sæti við Pétur hér um árið eða þegar ég hafði ekki fyr- ir þvi að setjast inn á þing í heilan vetur eða þegar ég gaf þingflokknum langt nef með því að mæta ekki til fundar í flokknum. Svona framkoma hjá virðulegum þingmanni hefur farið fyrir brjóstið á mörgum velviljuðum kjósandanum og er auðvitað ekki í stíl við kappið sem aðrir leggja á sig til að krækja sér í þingsæti. Margir em jafnvel búnir að afskrifa mig fyrir löngu sem léttgeggjaðan sérviskupúka. Ég er eiginlega löngu hættur i þeirra aug- um. Það þykir nefnilega ekki góð latína á alþingi að hlaupa út undan sér þegar flokkurinn á í hlut. Meðan menn em dyggir og hlýðnir og gegna því sem þeim er sagt, mega þeir hins vegar verða sér til skammar eins og þeim sýnist. Og þá er ekki spurt um sérvisku eða skringilegheit. Þannig hafa sumir þingmenn, sem ekki hafa til brunns að bera nægi- lega dómgreind til að skilja takmörk sín, dottið í þann fúla pytt að flytja mál í síbylju um allt og ekkert. Oft- ast ekkert. Svo ekki sé nú talað um þá sem eiga ekki annarra kosta völ en troða upp sem trúðar á skemmt- unum eða sjálfboðaliðar í hvers kyns látalátum sem ekkert eiga skylt við pólitíkina sem þeir eiga að fjalla um. Og enn em sumir þeirra að gefa kost á sér eins og þeir eigi lífið að leysa og þjóðin líka. Með því að kjósa þá. Engin miskunn hjá Magnúsi Ég er löngu hættur að nenna að útskýra skrykkjóttan feril minn á alþingi, þannig að aðrir skilji, enda verð ég að viðurkenna að ég skil hann stundum ekki sjálfur. Svona eftir á. Hvaða læti vom þetta eigin- lega hér um árið sem þóttu svo alvarleg að mér þótti ástæða til að standa upp úr ömggu þingsæti til að þóknast hagsmunum flokksins? Ég sé ekki betur en að flestum nú í seinni tíð standi hjartanlega á sama um alla flokkshagsmuni meðan þeir sjálfir lifa og lafa. Og hvað var ég að ætlast til að þessi göfugmennska mín yrði einhvers metin? Er ekki hver sjálfum sér næstur? Að vísu virtust kjósendur kunna að meta, eða að minnsta kosti fyrirgefa mér, þennan misskilda harmleik með sæt- ið mitt og sætið hans Péturs, þegar ég bauð mig fram næst. En þegar i þingflokkinn kom var engin mis- kunn hjá Magnúsi þannig að ég mátti bíta i mitt súra epli og eiga það sem úti fraus. Það fór fyrir mér eins og mörgum öðrum sem gengur með misskilið stolt í maganum og heldur að hann sé eitthvað. Ég fór í fýlu sem entist mér að minnsta kosti í heilan mánuð og varð til þess að ég strækaði á þingflokkinn. Vandinn við það að vera í fylu er sá að maður verður að muna eftir því að maður sé í fylu. Og fyrir mann eins og mig sem hef ekki til að bera þá langrækni, sem öðrum er gefin þegar þeir velja sér óvini, reyndist þetta illmöguleg staða. Satt að segja algjörlega von- laus því mér er lífsins ómögulegt að muna hver er óvinur minn og hver er ekki óvinur minn. Allt hefur þetta orðið til þess að nú orðið er mér hulin ráðgáta hvers vegna mér var svona innanbrjósts þegar þessir at- burðir gerðust. Til hvers var ég að ergja mig yfir þessu og fjargviðrast út i gamal- gróna samþingsmenn sem höfðu ekki gert annað af sér en að taka sjálfan sig fram yfir einhvem annan? Sem ég var nákvæmlega að gera sjálfúr. Og þar að auki er ég löngu búinn að gleyma því eftir hverju ég var að sækjast. Var það hégóminn, valdið eða egóið, sem blindaði mig? Var það virkileg allt fánýtið sem felst í því að komast til valda, sitja fundi, láta aðra stjórna lífi manns, til að geta stjómað lífi annarra. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt við höldum að stjómmálamenn ráði yfir öðrum þá er engin stétt manna sem lætur aðra ráða eins mikið yfir sér. Stjómmálamenn eiga ekki sitt líf, ekki einu sinni sitt prí- vatlíf. Þeir em bundnir í báða skó. kveðja konu sína á morgnana. heilsa krökkunum sínum um helgar og eru fjötraðir niður af endalausri röð af skylduverkum sem ganga í þveröf- uga átt við þær langanir sem þeir hafa í lifinu. Ellert B. Schram Þreytandi lýðræði Já. ég hef ekki hugmvnd um það lengur hvers vegna ég hef ekki unað glaður við mitt eins og allir hinir þingmennirnir sem eru í framan eins og mikilsverðir menn. Þingmennska er eins og hvert annað starf og langt því frá merkilegra. Stundum er hún leiðinleg, stundum skemmtileg. Það má kannski segja að hún hafi eink- um þann annmarka að menn þurfa sífellt að hafa skoðanir á máhmi sem þeir hafa enga skoðun á. Fvrir vikið er stórhætta á því að þeir komist að rangri niðurstöðu! Sem betur fer er það eitthvert mesta glópalán sem þessa þjóð hefúr hent hvað þing- menn ramba oft á rétta skoðun. Þrátt fyrir allt. Hinu er ekki að leyna að það hefúr stundum tekið langan tíma og mikið úthald að sitja undir því fargi sem í daglegu tali er kallað lýðræði. Á árunum 1974 til 1978 sátu tuttugu og fjórir þingmenn í þingflokki sjálf- stæðismanna, Fundir voru þá eins og nú haldnir tvisvar í viku, marga tíma í senn og stundum lengur. Flokkurinn átti aðild að ríkisstjóm og var ábvrgur eins og það heitir á pólitísku máli og gat því ekki látið neitt mál fram hjá sér fara öðruvísi en að ræða það ítarlega ofan í kjöl- inn. Og af því að það var ekki aðeins flokkurinn sem var ábyrgur heldur hver og einn þessara tuttugu og fjög- urra þingmanna þui’ftu tuttugu og Qórir menn að kveðja sér hljóðs um hvert eitt mál. Hér vom ræðuskör- ungar og málafylgjumenn á ferð og þótti því ekki mikið þótt hver ræða tæki upp undir hálftíma þegar best var en klukkutíma þegar verst stóð. Nú skal ég játa að þegar maður hef- ur atvánnu af því að halda ræður og hlusta á þær kemst það upp í vana að sitja undir slíkum ósköpum. Mað- ur kemur sér líka upp ýmissi afþrey- ingu eins og þeirri að skafa undan nöglunum. bora í nefið. teikna sessu- nautinn eða sökkva sér niður í dagdrauma. En þegar öllu þessu er lokið án þess að ræðuhöldum ljúki bíða manns þau óhjákvæmilegu ör- lög að þreyta og svefn ágerast. Ég stend á því fastar en fótunum að mitt merkilegasta framlag til lýð- ræðisins á öllum mínum þingmanns- ferli hafi verið það afrek að halda mér vakandi á þessum alvöru- þmngnu fundum. Jæja. kannski að ég hafi blundað stöku sinnum en það var ekki oft og alla vega ekki næn-i eins oft og sumir ónafngreindir þján- ingarbræðm- mínir i þingflokks- herberginu. Ég skildi þá hins vegar vel og ekki er að sjá að það hafi háð þeim á framabrautinni. Sumir þeitra em enn á þingi, bæði vellátnir. virt- ir og vökulir í kjördænumi sínum. Á bak við grímuna Ég á margar eftiiminnilegar minn- ingar úr þinginu enda þar að finna litskrúðugan hóp manna sem eru bæði fyndnir og fúlir. glettnir og geðvondir, og það jafnvel þótt þeir hafi ekki útlit til þess. Hver mundi halda að Matti Bjama væri bæði spaugsamur og fyndinn þegar hann gengur með hausinn á undan sér vggldur á brún og brá? Hver skyldi trúa því að Ólafur Þórðarson lumaði á þó nokkuð mikilli víðsýni þegar hann tekur ofan framsóknargrím- una? Eða að Dóri vinur minn Blöndal væri tilfinningavera á bak við þungan þvermóðskusvipinn? Ég lýg heldur ekki neinu þegar ég upp- lýsi að þær kvennalistakonur hafi húmor. Sumar að minnsta kosti. Ég komst meira að segja að því að Steingrímur J. Sigfússon er miklu meiri mamieskja heldur en sósíalisti þó ég eigi auðvitað ekki að vera að upplýsa svona hernaðarleyndarmál rétt fyrir kosningar. Svona er það nú samt með hann Steingrím sem hefur verið sessunautm’ minn öðrum megin og Stefán Valgeirsson hinum megin og báðir hafa þeir fyrirgefið mér fjarvistirnar í vetur með brosi á vör. Stefán hefur meira að segja komið mér svo á óvart í vetur að ég mun hugsa hlýtt til hans í sérfram- boðinu en því hefði enginn getað logið upp á mig í haust. Maöur í manns stað Satt að segja man ég ekki eftir einum einasta þingmanni sem mér hefur líkað illa \dð og flestir hverjir eru drengir hinfr bestu. Tveir eru nú að láta af þingstörfum. sem lengi hafa þar setið. þefr Pétiu- Sigurðsson og Helgi Seljan. Hvonjgur þeirra hefur verið í fremstu fylkingu stór- pólitíkusa. né heldur hafa þeir farið með gusugangi um hinn pólitíska vettvang. Én þeir hafa reynst traust- ir fulltrúar fólksins, laundrjúgir til staifa í sínum málaflokkum og mikil gæðablóð. Þar er skarð fyrir skildi. En maður kemur í manns stað og mér telst til að síðan ég settist inn á þing fyrir fimmtán árum hafi á annað hundrað menn og konur átt leið þar um. Komið og farið. Þetta er ekki lítill hópur og enn má gera ráð fyrir að nýir bætist í skörðin. Af þeim sextíu sem völdust á þing i síðustu kosningum niunu tólf hætta sjálfviljugir. fjórir hafa sagt af sér eða eru látnir og einhverjir munu því miður falla í kosningunum í vor. Lætur því nærri að þriðjungur al- þingismanna. sem setjast inn á þing í haust. verði nýgræðingar. Þannig gengur endumýjunin fyrir sig, hljóð- lega. átakalaust, eðlilega. Sem sagt. já takk, mér líður ágæt- lega og það verður að koma í ljós hvort ég sé meira eftir þingsætinu en þingsætið eftir mér. Það er önnur saga. Aðalatriðið er hitt að kapítula er lokið og nú tekur nýr við. Það er gott og hollt að hrista upp i sjálf- um sér. Enginn á að verða mosavax- inn. Hann gerir öðrum litið gagn með slíínsetu og ennþá siður sjálfúm sér. Þannig höldum við í okkur líf- inu. Með því að breyta til. Og svo má alltaf koma aftur! Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.