Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 21. MARS 1987. 15 / Arturo Cruz var aldrei skæruliði Arturo Cruz var aldrei háttskrifað- ur sem skæruliði. Hann minnir fyrst og fremst á sómakæran embættis- mann. Þannig var það meðan hann taldist til Contraskæruliða í Nig- aragua og þannig er hann enn þegar hann hefur kvatt vopnabræður sína. Einu sinni lét hann þó t_aka mynd af sér í bol sem á stóð „Ég er líka Contra“. Við hlið hans stóð Ronald Reagan Bandaríkjaforseti. Arturo Cruz gegndi því hlutverki öðrum fremur að afla Contraskæruliðum álits í Bandaríkjunum. Til þessa verks hefur hann gengið eins og hver annar embættismaður. Stíll skæru- liðans héfur aldrei hentað honum. Cruz naut mestrar virðingar af leiðtogum Contraskæruliða. Hann þykir hófsamur maður bæði í stjórn- málum og einkalífi. Arum saman hefur hann verið þeirrar skoðunar að finna megi meðalveg í deilunum um framtíð Nigaragua en hann hefur aldrei verið viss um hvar þann með- alveg sé að finna. Virðulegur bankamaður Cruz lærði við Georgetown háskól- ann í Washington og gerðist að námi loknu bankamaður þar í borg. Síðar dróst hann inni í byltingu og gagn- byltingu í heimalandi sínu. Hann vakti fyrst athygli fyrir 10 árum þegar hann gekk í svokallaðan „tólfmenningahóp" sem gekk til verka með sandinistum í baráttunni gegn einræðisstjórn Somozaættar- innar í Nigaragua. Cruz sagði svo frá síðar að hann hefði trúað því að sandinistar ætluðu að koma á lýð- ræði í landinu, auka frelsi í efna- hagslífinu og útiloka herinn frá pólitískum /ihrifum. Hann ímyndaði sér að umbótastjórn næði völdum eftir byltinguna en sandinistar höfðu aðrar hugmyndir um stjórnarfar í landinu. Nokkrum vikum eftir byltinguna árið 1973 var Cruz boðaður á fund með efnahagssérfræðingum þar sem ræða átti framtíðarstefnuna. Til fundarins mættu sandinistar í her- klæðum. „Þá sá ég hverjir ætluðu sér að móta stefnuna," sagði Cruz síðar. Cruz gafst þó ekki upp á samvinn- unni við sandinista og gegndi ýmsum embættum fyrir þá. Seinast gerðist hann semdiherra í Washington. Þar kom að Cruz sagði af sér. Hann átti æ erfiðara með að túlka sjónarmið stjórnarinnar í Managua og ákvað að binda ekki trúss við hana öllu lengur. Forsetaefni Þrem árum síðar birtist hann þó aftur á sjónarsviðinu í Nigaragua. Nú sem frambjóðandi stjórnarand- stöðunnar í forsetakosningum. Aldrei var þó kosið um hann því ákveðið var að hætta við þátttöku vegna bolabragða stjórnarinnar. Cruz sneri á ný til Washington þar sem hann fékk það hlutverk hjá inn- anríkisráðuneytinu að bæta álit manna á Contraskæruliðum. Cruz var öllum hnútum kunnugur í Washington og hóf þegar að fá þingmenn til fylgis við málstað Contraskæruliða. Verkefni hans var fyrst og fremst að fá bæði Banda- ríkjamenn og landa sína til að trúa því að Contrarnir væru lýðræðis- elskandi menn en ekki yfirgangs- menn. Til að fá þessu áorkað varð hann að telja skæruliðaforingjana á að víkja til hliðar mönnum sem voru uppvísir að smygli á eiturlyfjum og voðaverkum. Og hann varð að koma því í kring að skæruliðaforingjarnir væru ekki sjálfs sín herrar heldur fulltrúar fólksins. Þessi viðleitni fór öll í vaskinn. Refurinn Þeir sem gagnrýnt hafa Cruz segja að hann sé pólitískur sakleysingi sem hvorki skilji sandinista né Contra- skæruliða. Nú eru Contrarnir lausir við manninn sem var sérfræðingur þeirra í að sigla á milli skers og báru. Nú ráða stríðsmennirnir aftur einir ferðinni en framtíð Contraskæruliða er allt annað en björt. Á átakasvæðunum skiptir afsögn Cruz litlu. Skæruliðarnir lutu aldrei stjórn hans. Foringjarnir kunnu og ekki að meta Cruz og litu fyrst og fremt á hann sem mann Bandaríkja- stjórnar. En ef skæruliðarnir ætla að halda upp baráttunni við stjórn- arherinn, sem er mun öflugri, þá fer þá brátt að skorta vopn. Þeir þurfa ekki að gera sér vonir um að geta haldið vopnasafninu við með velvilja manna í Washington. Þess vegna kann afsögn Cruz að reynast afdri- farík. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa verið tilleiðanlegir til að styðja Contraskæruliða vegna fyrirheita Cruz um að siðbæta hreyfinguna. Nú eru þau fyrirheit öll fyrir bý og demókratar halda að sér höndum. Irangate-hneykslið hefur einnig orð- ið til að fylla demókrata efasemdum. Þótt niðurstöður Tower-nefndarinn- ar væru ekki óyggjandi þá er rannsókn málsins haldið áfram og fáir eiga von á að hlutur Contranna batni við það. Sex mánuðir til stefnu Enn láta Contraskæruliðar þó hvergi bilbug á sér finna. Þeir hafa áður séð það svart, t.d. dæmis þegar greiðslur til þeirra voru stöðvaðar árið 1984. Nú hafa þeir sex nmánuði til að hressa upp á ímyndina áður en framhald aðstoðar við þá kemur til atkvæða í þinginu í september. Vel má vera að demókratar bregði á það ráð að styðja þá fremur en að sitja undir ásökunum um undanláts- semi við kommúnista. En meðan á öllu þessu gengur hef- ur Cruz hægt um sig í Washington. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og sagt er að hann hafi bók í smíðum. Og þótt afskipti hans af stjórnmálum hafi til þessa mótast af ósigrum þá eiga fáir von á að hann sitji lengi með hendur í skauti. Samherjar hans og andstæðingar eru sammála um að Arturo Cruz sé óútreiknanlegur. Snarað/GK NISSAN SUNNY 54ra manna dómnefnd bílagagnrýnenda í Japan kaus einróma NI5SAN SUNNY BÍL ÁRSINS 1987 Bílasýningar laugardag og sunnudag kl. 14-17 Sauðárkróki: við Bifreiðaverkstæðið ÁKI. Reykjavík: í sýningarsal okkar við Rauðagerði, þar sem tónsniilingurinn Jónas Þórir leikur hin ógleymanlegu klassísku lög Bítlanna. Jónas Þórir Dagbjartsson fiðluleikari kemur í kaffiheimsókn á sunnudag og þeir feðgar taka lagið. 1957-1987% % 30 í %ára^ Sýnum um helgina BZI 240 RS Margfaldan Rally sigurvegara Þetta er í fyrsta skipti, sem alvöru keppnisbíll, fluttur inn beint frá framleið- anda, er sýndur hér á landi. Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni i|| INGVAR HELGASON HF. ■ BB Sýningorsalurinn/Rnuðogerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.