Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. 13 Neytendur Mysan er mjög góð til að sjóða í fisk Mysa ekki metin sem skyldi Á dögunum kom út bæklingur frá Mjólkursamsölunni um notkun á mysu. Er þetta gert í kjölfar mysukynningar sem fram fór síð- astliðið sumar en þá voru kynntir ýmsir möguleikar á notkun mysu. I bæklingnum eru tíundaðir ýms- ir kostir mysu og möguleikar. Bent er á að auk þess að vera einn besti svaladrykkur sem völ er á þá inni- heldur mysan öll helstu bætiefni mjólkur, en vantar hitaeiningarn- ar. Hún er einnig mjög kalkrík. Einnig er bent á ýmsa möguleika á notkun mysu við matreiðslu en hana má nýta á líkan hátt og hvít- vín við matreiðslu á fiski. Við ákváðum að stela einni upp- skrift úr bæklingnum: Ofnbakaður fiskur með sæl- gætissósu Sósa 'A saxaður laukur 1 lítil paprika 2 msk. saxaður blaðlaukur 2 sneiddpr gulrætur 2 msk. smjör 200 g hreinn rjómaostur 2 dl mysa Bræðið smjörið í potti og látið grænmetið krauma í því þar til það er orðið meyrt. Bætið mysu og rjómaosti út í. Hrærið þar til ostur- inn hefur jafnast út. Sjóðið fiskinn í mvsu. Það er gert á þann hátt að fiskurinn er settur í bullsjóðandi mysuna, og suðan látin koma upp. Þá er slökkt undir og fiskurinn látinn liggja í soðinu í þrjár til fimm mínútur, eftir þykkt stykkjanna. Raðið fiskinum í eldfast mót, og hellið sósunni yfir. Dreifið rifnum 26% osti yfir, og bakið í 15-20 mín- útur við 225° C. Berið fram með soðnum kartöfl- um, og grænmetissalati. -PLP U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? i i Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð j)ér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjölskyldu af sömu stærð og yðar. I Nafn áskrifanda Heimili_______________________________________ ] Sími__________________________________________ ] i Fjöldi heimilisfólks_____ i Kostnaður í mars 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. Hreinir pottar Ef fiskur er soðinn í mysu er ekkert mál að þvo fiskpottinn en eins og allir þekkja, sem soðið hafa fisk í potti, getur verið heilmikið verk að þvo pottinn á eftir. Ef fiskurinn er hins vegar soð- inn í mysu kemur engin rönd innan í pottinn. Það „rennur“ úr honum. Þannig hefur það ótví- ræða kosti að sjóða fiskinn upp úr mysu, eða mysublandi. Raunar ætti að leyfa sölu mysu í fisk- búðum því ekki er nauðsynlegt að hafa sérstakan umbúnað i kringum mysusöluna. Það þarf t.d. ekki að geyma hana í kæli, aðeins á köldum stað. Margir setja fyrir sig hve mysan er gruggug og lítið lystug á að líta. Ef hægt væri að geyma mys- una nógu lengi yrði hún tær en það er talið of kostnaðarsamt að leggja út í mikinn geymslukostn- að við svo ódýra afurð eins og mysan er. Mysan er nærri helm- ingi ódýrari en mjólk, kostar rúmlega 20 kr. -A.BJ. FÉLAGSMÁLASTJÓRI Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu félagsmála- stjóra við Félagsmálstofnun Hafnarfjarðar. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf berist undirrituðum eigi síðar en 13. apríl næstkomandi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. ER VATNSKASSINN BILAÐUR? Gerum við. Seljum nýja. Skiptum um element. bi/Zksmiðjah Ármúla 19, 128 Reykjavík. Símar: 81877, blikksmiðaverkstæðið. 81949, vatnskassaverkstæðið. 81996, skrifstofan. BORÐUM ALLT SEM VIÐ VILJUMU EINS MIKIB OG VID GETUM! ....og grennumst deeimin tilmegnmar Einungis bestu fáanlegu nátt- úruleg hráefni....engin lyf ÚTSÖLUSTAÐIR Á STÓR- REYKJAVÍKURSVÆÐINU: Heilsuhúsið. Skólavörðustíg 3. Heilsumarkaðurinn. Hafnarstræti 11. Laugarnesapótek, Kirkjuteig 21. Lyfjabúð Breiðholts. Arnarbakka 4-6. Lyfjabúðin Iðunn. Laugavegi 40a Nesapótek. Eiðistorgi 17. Kjörval. Mosfellssveit. Apótek Austurbæjar. Háteigsvegi 1. Árbæjarapótek. Hraunbæ 102 b. Apótek Garðabæjar. Hrísmóum 2. Apótek Norðurbæjar. Miðvangi 41. Borgarapótek. Álftamýri 1-5. Háaleitisapótek. Háaleitisbraut 68. Hafnarfjarðarapótek. Strandgötu 35. ÚTSÖLUSTAÐIR A LANDSBYGGÐINNI: Akureyri: Akureyrarapótek, 'Stjörnuapótek. Borgarnes: Borgarnesapótek. DÍalvík: Dalvíkurapótek. Egilsstaðir: Apótekið. Grindavík: Apótek Grindavikur. GrundafjörðunApótekið, Hólmavik: Lyfsalan. Isatjörður: isafjarðarapótek. Kellavík: Sólbaðstofan Sóley. Neskaupstaður: Nesapótek. Úlafsfjörður: Apótekið. Siglufjörður: Apótekið. Patreksfjörður: Apótekið Hveragerði: Ölfusapótek. SENDUM I PÚSTKRÖFU DECIMIN-umboðiö Skólabraut 1 - Sími 611659. Símsvari tekur við pöntunum allan snlarhringinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.