Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1987, Blaðsíða 30
30 Merming MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1987. FYRIRTÆKI - ATVINNUREKENDUR! VIKAN er ekki sérrit, heldur fjölbreytt, víðlesið heimilisrit, og býður hagstæðasta aug- lýsingaverð allra íslenskra tímarita. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verflur færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar i sima er kr. 4.000,- Hafið tilbúið: ilafn - heimilisfang - sima - nafnnúmer - kortnúmer' og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. - Kristjana Samper í Gallerí Gangskör Kristjana Samper er ört vaxandi listakona. Um þessar mundir (og til 3. apríl) heldur hún htla einkasýn- ingu á þeim litla og snotra stað, Galleríi Gangskör, sem staðfestir ýmsar þær vonir sem bimdnar hafe verið við hana. A sýningunni eru 19 verk, túss- teikningar, handmálaðar grafík- myndir, leirskúlptúrar og verk unnin með blandaðri tækni. Kristjönu lætur vel að túlka inni- leg augnablik í lífi manns, samskipti móður og bams, endurfúndi, sam- semd elskenda. Forsenda slíkrar Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Á innilegum augnablikum túlkunar er svo aftur virðing fyrir manngildinu, sem Kristjana hefúr í ríkum mæli, sjá eftirminnilega skúlptúra hennar af einangruðum manneskjum, þrekuðum eftir langa baráttu í lífsins ólgusjó. Mér þykja teikningar hennar af fólki hins vegar ekki alltaf jafnvel heppnaðar. Þær eru of almenns eðl- is, of fjarlægar, þannig að áhorfand- anum tekst ekki að fá á þeim nægan áhuga. Auk þess er hún gjöm á að drepa megináherslum þeirra á dreif með alls kyns aukaeffektum. Áhersla Kristjönu á hið almenna, sam-mannlega, kemur henni hins vegar til góða í táknmyndum eins og „Nótt“, „Móðurást“ og „Afríka", sem hafa til að bera þá mannúðlegu mýkt sem listakonan er þekktust fyrir. Kristjana Samper - Svartur engill, keramíkskúlptúr, 1987. Kristjana er í essinu sínu í keramíkskúlptúrunum. Þar hefúr hún komið sér upp haldgóðri tækni, getur meira að segja brennt stærri leirverk en áður hefúr verið gert hér á landi, sjá „Móður Jörð“. Verkið er jafnframt það stærsta á sýningunni, mikill stíliseraður torsó. Markverðustu keramíkskúlptúrar Kristjönu em samt hausamir, einir og sér, í samfloti með vængjum („Hvítur engill", „Svartur engill"), eða paraðir. Þessi afhöggnu(?) höfuð em trag- ísk ásýndum, uppfull af þjáningu, sem ítrekuð er í kröftugri mótuninni. -ai Tóiilist Eyjólfur Melsted Sgouros eins og hann gerist allra bestur sá einstrengingslegi Mozart sem á undan fór. Líktogíblóð borin Svo kom að því sem flestir höfðu beðið eftir - að snillingurinn ungi, Dimitris Sgouros, léki Þriðja Rach- maninov. Þama kom loksins stykki sem ég gat verið hinum annars mjög svo snjalla stjómanda, Petri Sakari, fyllilega sammála um túlkunina á. Og Sgouros - hann spilaði eins og sannur meistari. Svona stykki á hann að spila því líkast er að hárómantíkin sé hon- um í blóð borin. í þannig verkum nýtur hans fljúgandi tækni hans sín til fúlls í ungæðislegumn stílnum. Sem sé Sgouros eins og hann gerist allra best- ur og hljómsveitin í góðu stuði að baki honum. EM Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands i Há- skólabiói 26. mars. Stjómandi: Petri Sakari. Einleikari: Dimitris Sgouros. Efnisskrá: Wolfgang Amadeus Mozart Sin- fónia nr. 40 í g-moll, KV 550; Maurice Ravel: Gæsamamma; Sergei Rachmaninov: Pianó- konsert nr. 3 i d-moli. Eftir einleikstónleika Dimitris Sgou- ros og hafandi orðið vitni að því hvemig vexti hans og þroska miðar við klassísku meistarana, var það Dimitris Sgouros á æfingu. Einum of þurr Mozart En byrjunarorðin átti þó Mozart. Sú vinsæla og gegnum poppaða (það er að segja fyrsti kaflinn) Fertugasta Sin- fónía skyldi verða fyrsti eymaglaðn- ingur tónleikanna. Allt í lagi með Mozart, en algjör óþarfi að spila hann svona þurrlega. Spilamennskan var „sólíd" og hljómsveitin fylgdi leiðsögn stjómandans í einu og öllu, en hún leiddi til þessa allt að því vélræna leiks. Þó létu blásarar ekki alveg beygjast og lumuðu á fallega „sungn- um“ línum, einkum í Andantekafla og Menúetti. Heldur lifnaði yfir í Gæsamömmu og hún var á köflum fallega leikin. Var það mér sýnu meir að skapi en þrátt fyrir allt tilhlökkunarefni að eiga að fá að hlýða á hann glíma við flæð- andi rómantík. Ég verð að segja alveg eins og er, að ég er þakklátur fyrir að hann skyldi ekki leika Beethovenkon- sert á þessum tónleikum. STERKIR TRAUSTIR Vinnupallar írá BRIMRÁS Kaplahrauni 7 65 19 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.