Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987. Útlönd Félagar úr Irska lýðveldishernum kveðja hina látnu hinstu kveðju. Tveir þeirra, sem létust í fyrirsát víkingasveita breska hersins um helgina, voru bornir til grafar í gær. Hinir sex verða jarðsungnir í dag og á morgun. Símamynd Reuter Ogna breskum stjómmálamönnum Leiðtogar Irska lýðveldishersins, IRA, hafa hótað að hefha þeirra fé- laga sinna, er létust í fynrsát vík- ingasveita breska hersins um síðustu helgi, með tilræðum við breska stjómmálamenn. Þar sem kosninga- barátta er fram undan á Bretlands- eyjum, fyrir kosningarnar sem boðað hefur verið til þann 11. júní, verða stjómmálamenn óvenju mikið á op- inberum vettvangi næstu vikur og því öryggisgæsla meira vandkvæð- um bundin en endranær. í gær vom bomir til grafar tveir af þeim átta félögum úr IRA sem féllu í fyrirsát breskrar víkingasveit- ar um síðustu helgi. Hinir sex verða jarðsungnir í dag og á morgun. Allir helstu leiðtogar IRA vom viðstaddir jarðarfarimar í gær og endurtóku þar hótanir sínar um að koma fram hefndum með tilræðum við breska stjómmálamenn. Leiðtogar IRA sögðu í gær að fall mannanna átta væri alvarlegt áfall fyrir lýðveldisherinn, en bættu við að áhrif þess gætu orðið önnur en þau sem Bretar byggjust við. Hugs- anlega gæti atvik þetta orðið til þess að hrekj a Breta á þrott frá N-írlandi. Landsfaðir Noregs hylltur Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Einar Gerhardsen, fyrrum formaður norska Verkamannaflokksins og for- sætisráðherra Noregs í sautján ár, hélt upp á níræðisafmæli sitt á sunnu- daginn. Einar Gerhardsen, sem oft er kallað- ur landsfaðirinn, er af flestum álitinn stærsti stjómmálamaður sein Noregur Einar Gerhardsen, fyrrum forsætis- ráðherra Noregs, hélt á dögunum upp á níræðisafmæli sitt. nokkm sinni hefur átt. Hann á rætur sínar að rekja til verkalýðsins og starf- aði í gamla daga við vegagerð. Gerhardsen varð snemma þátttak- andi í verkalýðshreyfingúnni og seinna forsætisráðherra fjögurra mis- munandi ríkisstjóma. Það er álit margra að norski Verkamannaflokk- urinn hefði ekki verið svo lengi við völd í Noregi sem raun varð á hefði Gerhardsen ekki notið við. Þrátt fyrir háan aldur er hann ennþá mikill eld- hugi í flokknum, heldur ræður við ýmis tækifæri, fylgist með öllum nýj- ungum í flokknum og hikar ekki við að gagnrýna það sem honum finnst miður fara. Fjölskylda Gerhardsens hefur erft áhuga hans á flokksstarfinu. Sonur hans, Rune Gerhardsen, er háttsettur í Verkamannaflokknum, og tengda- dóttir hans, Tove Strand Gerhardsen, er ráðherra í stjóm Gro Harlem Brundtlands. Mikill mannflöldi var í veislunni, ungir og gamlir samstarfsmenn Ger- hardsen. Meðal annars forsætisráð- herrann og margir aðrir stjómmála- menn. Gerhardsen er ekki aðeins mikils metinn af flokksbræðrum sín- um heldur einnig af pólítískum andstæðingum. Honum bámst af- mæliskveðjur víða að úr heiminum og í útvarpinu var sérstakur afmælis- þáttur hinum aldna landsföður til heiðurs. Meese undir Varð að velja á milli gísla Robert Mcfarlane, fyrrum öryggisr- áðgjafi Bandaríkjanna, sagði við yfirheyrslur í gær að hann hefði verið beðinn „að leika guð“ er hann átti að velja hvaða bandaríska gísl hann vildi fá látinn lausan í skiptum við vopna- farm til Irans. Við yfirheyrslur þingnefndar þeirr- ar, er rannsakar vopnasöluna til Irans, var Mcfarlane spurður um símtal frá ísraelskum embættismanni sem átti sér stað í september 1985. Embættis- maðurinn á að hafa tilkynnt Mcfarl- ane að í skiptum fyrir vopn, sem borist höfðu til Irans, myndi Bandaríkja- manni í haldi hjá öfgamönnum í Líbanon verða sleppt. Mcfarlane var beðinn að velja einhvem gíslanna og William Buckley varð fyrir valinu. Buckley, sem var yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar í Beirút, var rænt í mars 1984. í ljós kom að hann hafði látist í gíslingunni og í staðinn varð Benjamin Weir, sá heppni kmkj- unnar maður, sem rænt var í maí 1984. Mcfarlane, sem reyndi að stytta sér aldur í febrúar af því að hann hafði brugðist föðurlandinu að eigin sögn, kvað það augljóst að þessi skipti hefðu ekki farið fram á tilhlýðilegan hátt. Með samanbitnar varir hlýddi Robert Mcfarlane, fyrrum öryggisráðgjafi, á spurningar rannsóknarnefndar bandaríska þingsins um vopnasölu- málið. Símamynd Reuter Mafíuforingi geftir sig fram Baldui Róbertsscn, DV, Genúa: „Þeir hafa reynt að drepa mig þrisv- ar sinnum og nú hef ég fengið nóg. Ég er tilbúinn að gera hvað sem er til að sleppa undan álaginu sem fylgir því að hafa leigumorðingja frá maf- íunni á eftir sér.“ Þetta sagði Filippolo Puzzo er hann gaf sig fram við lögregluna á Sikiley. Puzzo er enn einn mafi'uforinginn sem gefúr sig ffam við yfirvöld og lýsir því hvemig mafi'an vinnur. Frásögn hans hefur leitt til þess að sjötíu manns hafa verið handteknir og leitað er að átján til viðbótar. Allur þessi hópur er sakaður um að vera viðriðinn eiturlyfjadreifingu og sölu um alla Italíu og em margir úr hópn- um taldir bera ábjrgð á manndrápum. SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. Smáauglýsingadeild EUfKJCARD — sími 27022. smásjánni Sérstakur saksóknari var í gær skip- aður til þess að rannsaka tengsl Edwin Meese, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, við fyrirtækið Wedtech Corpor- ation, sem er gjaldþrota og gmnað um glæpsamlegt misferli. Meese er talinn hafa fjárfest í fyrirtæki sem tengist Wedtech og er sakaður um að hafa beitt áhrifum sínum til að fyrirtækið fengi verkefni ffá bandarískum varn- armálastofnunum. Meese óskaði sjálfur eftir því að sér- stakur saksóknari yrði skipaður til að rannsaka tengsl hans við þessi mál. Þetta er í sjötta sinn sem sérstakur aðili er skipaður til þess að rannsaka hugsanleg lögbrot aðila að ríkisstjórn Reagan Bandaríkjaforseta. Mest hefur þar borið á rannsókn íranhneykslisins sem svo hefur verið nefnt. Þetta er í annað sinn sem Edwin Meese er settur undir smásjá sérstaks saksóknara en í fyrra skiptið var hann hreinsaður af áburði um að hafa út- vegað aðilum, sem hann stóð í við- skiptum við, stöður á vegum bandaríska ríkisins. Skólabygging pökkuð í plast Ketilbjöm Tryggvason, DV, V-Berlin: Skólayfirvöld í Neðra-Saxlandi, einu af sambandslöndunum hér í Vest- ur-Þýskalandi, stefna að því að minnka talsvert fjárveitingar til menntamála. Er í þessu sambandi ráð- gert að fækka mörgum stöðum við ýmsa háskóla landsins og innleiða að einhverju leyti skólagjöld. Námsmenn við háskóla landsins eru ekki hressir með þessa þróun mála og hafa að undanförnu látið mikið til sín heyra til að mótmæla þessum áform- um. Hafa þeir meðal annars í samráði við kennara sína skipulagt kennslu- verkföll, haldið fjölmenna mótmæla- fundi og almennt reynt að virkja öll tiltæk öfl sér og sínum málstað til hjálpar. Ekki voru námsmenn ánægðir með tiltölulega litla umfjöllun fjölmiðla á málinu og ákváðu því að grípa til ein- hverra óvenjulegra aðgerða til að lokka fféttamenn til sín. Námsmenn í arkitektúr komu með hugmynd sem var samþykkt og seinna framkvæmd. Er skemmst frá því að segja að eftir framkvæmdina hlutu námsmennirnir óskerta athygli fféttamanna, ekki bara hér í Þýskalandi heldur langt yfir landamæri landsins. Aðgerðin var nefnilega sú að pakka einni af há- skólabyggingunni, sem er einar fimm hæðir, upp úr og niður úr inn í litríkt plast. UMSJÓN INGIBJÖRG OG HALLDÓR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.