Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987. 11 Útlönd Banna komur ástralskra herskipa og flugvéla ur undan strönd Ástralíu, lagði í gær bann við komum ástralskra herskipa og flugvéla til landsins. Faðir Walter Lini forsætisráðherra sagði bann þetta tilkomið vegna óhæfilegs þrýstings og afskipta Ástralíumanna af tengslum Vanuatu við Líbýu. Ástralíumenn hafa að undanförnu lýst áhyggjum sínum vegna aukinna áhrifa Líbýumanna á Suður-Kyrra- hafi. Óttast þeir að Líbýumenn noti tengsl sín við Vanuatu til þess að styðja við bakið á hreyfingum and- ófsmanna í þessum heimshluta, einkum í Nýju-Kaledóníu. Talið er að félagar í hreyfmgum þessum njóti þjálfunar í Líbýu. Áhrif Líbýu á sunnanverðu Kyrra- hafi verða til umræðu á fundi leið- toga fimmtán S-Kyrrahafsríkja, sem haldinn verður á Vestur-Samoaeyj- um í lok maímánaðar. Búist er við hörðum deilum á fundinum vegna málsins og hefur Lini, forsætisráð- herra Vanuatu, lýst því yfir að verði áhrif Líbýu tekin til umræðu muni það kollvarpa samstarfi ríkja í þess- um heimshluta. Stefnir í stórsigur Aquino Fyrstu tölur, sem borist hafa úr talningu atkvæða í kosningunum. á Filippseyjum, virðast benda til þess að flokkur Corazon Aquino, forseta landsins, hafi unnið stórsigur og hljóti mikinn meirihluta sæta á þingi landsins. Tölur, sem birtar voru á Filippseyj- um í gær, bentu til að flokkur forsetans myndi hljóta tuttugu og þijú af tuttugu og fjórum sætum í öldungadeild þeingsins og mikinn meirihluta sæta í neðri deild. Mikil ánægja ríkir með kosning- amar á Filippseyjum. Kosningaþátt- taka var mjög góð, um níutíu prósent atkvæðisbærra borgara landsins neyttu atkvæðisréttar síns. Þá þykir ofbeldi hafa vérið með minna móti í kosningabaráttunni og á kjördag en til þesss er tekið að aðeins um tutt- ugu manns hafi látið lífið í átökum er tengdust kosningunum. Að jafn- aði hafa um hundrað manns látið lífið í kosningabaráttum á Filipps- eyjum. Forsætisráðherra Vanuatu, eyríkis í sunnanverðu Kyrrahafi, norðaust- Faðir Walter Lini, forsætisráðherra Vanuatu, lýsti í gær banni á komur ástralskra herskipa og flugvéla til landsins í kjölfar gagnrýni Ástralíu- manna á tengsl ríkisstjórnar hans við Líbýumenn. Símamynd Reuter Ekki er búist við endanlegum tölum fyrr en í lok þessarar viku. Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, greiðir atkvæði i kosningun- um, sem fram fóru um siðustu helgi. Fyrstu tölur benda til þess að flokkur hennar hafi unnið stór- sigur í kosningunum. Simamynd Reuter Iseyja á hringferð viðfangsefni vísindamanna Guðrún Hjartardóttir, DV, Ottawa; I sumar munu fjörutíu kanadískir vísindamenn hella sér út í rannsókn- ir á mikilli íseyju við norðurströnd Axel Heilbergeyju á norðurheim- skautssvæði Kanada. Tilgangurinn með rannsóknum þessum er fyrst og fremst sá að fá nýjar vísbendingar í sögu Norður-Ishafsins. Þessar rannsóknir verða fyrstu ís- eyjarannsóknir sem gerðar eru af kanadískum vísindamönnum. En eyjan, sem um er rætt, er tuttugu og einn ferkílómetri að flatarmáli og flörutíu og fimm metra þykk. Is- inn er fyrst og fremst frosið ferskvatn og er hann ótrúlega hreinn. Vegna sjávarstrauma mun eyjan smám saman færast í suðvesturátt í áttina að Beaufortsjó á næstu árum. Vísindamennimir munu reyna að spá um hreyfingar eyjunnai' með aðstoð gervitungla. Með bergmáls- mælingum kanna þeir sjávar- strauma og einnig verður mæld geislavirkni í ís og vatni auk ann- arra mengunarrannsókna. Einnig ætla vísindamennimir að reyna að áætla aldur eyjunnar f von um að það gefi nánari vísbendingar um myndun Norður-íshafsins. En Norðiu'-Ameríka og Evrópa voru samliggjandi í eina tíð og er talið að þá hafi heimskautsevjamar verið hluti af þvf meginlandi. samfastar Kanada. Alaska eða Rússlandi. Og að Norður-íshafið hafi alls ekki ver- ið til. Talið er að þessi eyja. sem nú verð- ur athuguð. hafi skilist frá Ward Hunt-ísbreiðunni árið 1982. Isinn er 2700-4000 ára gamall. Eyjan hegðar sér samkvæmt sama munstri og aðr- ar íseyjur er vitað er imi á norður- heimskautssvæðinu í Norðm'- Kanada. Hún hreyfist sólarganginn kringimi norðm-pólinn frá strönd Queen Elizabetheyju inn á Beauf- ortsjó. meðfram strönd Alaska og jafnvel meðfram strönd Rússlands. Síðan upp og meðfram norðurpóln- imi og niðrn' meðfram strönd Grænlands. Þessi hringferð eyiunn- ar tekur rmi það bil tuttugu ár. Áætlanir imi rannsóknir á norður- heimskautssvæðinu i Kanada hófust á síðai-i hluta sjötta áratugarins og var fyrsta rannsóknaiverkefnið að kortleggja allt -heimskautssvæðið. Síðan hafa rannsóknir á svæðinu verið mjög víðtækar allt frá forn- leifafræði til dýrafræði. Hafa þær verið mikilvægur hluti af heildar- rannsóknum á norðurheimskauts- svæðinu síðustu áratugina. Skemmdar- verk á símaklefum Ketilbjöm Tryggvason, DV, V-Berlin; Það virðist sem Þjóðverjar séu lítið fyrir símaklefa og símatæki. Að minnsta kosti þykir þeim gaman að vinna skemmdarverk á þessum eigum Pósts og síma hérlendis. Samkvæmt upplýsingum stofnunar- innar voru unnin samtals hundrað tuttugu og fimm þúsund skemmdar- verk á opinberum símatækjum og almenningssimaklefum hér í Þýska- landi á síðasta ári. Eru rúður brotnar í símaklefunum. símasnúrur eyðilagð- ai- og þess em jafnvel dæmi að símaklefar hafi verið flarlægðir eða gjörsamlega eyðilagðir. Tjónið. sem hlýst af þessari eyðilegg- ingarhvöt landans. metm- Póstur og sími upp á sem svarar urn fjögur hundmð milljónum íslenskra króna eða sem jafngildir uppsetningu hundr- uðum nýrra símaklefa. Umsjón: Halldór Valdimars- son og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Lngerhillur ogrekkar WSSSBBB nu Eigum á lager og útvegum með stuttum fyrirvara allar gerðir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar. í i2/ y y £ UMBOÐSOG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Dragavegur 6, þingl. eigandi Katrín HaEgrímsdóttir, fimmtud. 14. maí ’87 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Iðnaðarbanki Islands hf. Grensásvegur 24, hl., þingl. eigandi Einar G. Ásgeirsson o.fl., fimmtud. 14. maí ’87 kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. Grænahiið 20, 1. hæð, þingl. eigandi Hermann R. Stefánsson, fimmtud. 14. maí ’87 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Skúli J. Pálmason hrl., Sigurmar Albertsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykja- vík. Guðrúnargata 1, kjallari, þingl. eigandi Erlendur Helgason, fimmtud. 14. maí ’87 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Ólafúr Gúst- afsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Brynjólfur Kjartansson hrl., Eggert B. Ólafsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegs- banki Islands og Sigurður G. Guðjónsson hdl. Háagerði 53, ris, þingl. eigandi Eyþór G. Stefánsson, fimmtud. 14. maí ’87 kl. 16.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Laugavegur 24, 3. hæð, þingl. eigandi Þórður Johnsen. fimmtud. 14. maí ’87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Miðleiti 10, íb. 2-1, þingl. eigandi Ólaiúr Kr. Sigurðsson. fimmtud. 14. maí '87 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykja- vík, Arni Einarsson hdl., Ammundur Backman hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Rauðarárstígur 30, rishæð, þingl. eigandi Sævar Geirdal Gíslason, fimmtud. 14. maí ’87 kl. 15.45. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Stein- grímsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tima: Álftamýri 44, 4.t.h., talinn eigandi Jens Kristjánsson, fimmtud. 14. maí ’87 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Ævar Guðmundsson hdl. Ásendi 11. þingl. eigandi Jónas G. Sigmðsson. fimmtud. 14. maí '87 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendm- em Gjaldheimtan í Reykjavík. Ati ísberg hdl. og Bjöm Ólafúr Hallgrímsson hdl. Efstasund 6. kjallari. þingl. eigandi Halldóra Einarsdóttir. fimmtud. 14. maí '87 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Guðjón Ármann Jóns- son hdl.. Landsbanki íslrnds. Jón Eiríksson hdl.. Tmggingastofiiun ríkisins. Iðnaðarbanki íslands hf. og Útvegsbanki Islands. Funahöfði 17. þingl. eigandi Stálver hf.. fimmtud. 14. maí '87 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands. Iðnþróunarsjóð- ur. Gjaldheimtan í Reykjavík og Iðnlánasjóðm. Kambsvegur 30, hluti, þingl. eigandi Guðjón Þór Olafsson, fimmtud. 14. maí '87 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Revkjavík, Ólafur Axelsson hrl. og Skúli Pálsson hrl. Klapparás 7, þingl. eigandi Ingimar Ingimarsson, fimmtud. 14. maí ’87 kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Langholtsvegur 176, búð l.h., talinn eigandi Stefán Stefánsson, fimmtud. 14. maí ’87 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Hákon H. Kristjónsson hdl. Skógarhlíð 10, þingl. eigandi Landleiðir hf., fimmtud. 14. maí ’87 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTE) í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.