Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1987. 9 UÚönd Margaret Thatcher á leið til fundar við Elísabetu II. Englandsdrottningu til að leita samþykkis til að rjúfa þing. Simamynd Reuter Formaður Alþjóðlegu blaðastofnunarinnar, IPI, Juan Luis Cebrián, ávarpar þing hennar þegar það var sett í gær. Við hlið hans situr Raoul Alfonsin, forseti Argentinu, en þing stofnunarinnar er haldið í Buenos Aires og er þetta i fyrsta sinn sem það er haldið í S-Ameríkuríki. Símamynd Reuter Gagnrýnir vest- ræna fjölmiðla Mexíkanski rithöfundurinn Carlos Fuentes gagnrýndi vestræna fjölmiðla harðlega í ræðu, sem hann hélt á þingi Alþjóða blaðastoíhunarinnar í Buenos Aires í gær, og sagði þá aðeins íjalla um ríki Suður-Ameríku í ljósi stórslysa og neyðarástands, án tillits til menn- ingar álfunnar. „Það verður að sýna þjóðir okkar sem söguþjóðir, menningarþjóðir sem bera vandamál óuppgerðrar fortíðar," sagði Fuentes í ræðu sinni. Fuentes sagði vestræna íjölmiðla yfirleitt ekki sinna ríkjiun S-Ameríku nema til þess að skýra frá jarðskjálft- um, skuldimi og byltingum. „Vandamál Mið-Ameríku virðast ekki heldur vera til,“ bætti Fuentes við, „nema þegar stóru strákarnir í Washington gefa þeim leikrænt gildi í samhengi við svokölluð átök milli austui's og vesturs." Samtök til vemdar bömum Baldur Róbertssan, DV, Genúa; Mikil umræða hefur átt sér stað hér á Ítalíu um ofbeldi gagnvart bömum eftir að foreldrar nokkrir misþyrmdu þriggja ára gamalli dóttur sinni svo mikið að hún lést. Stofnuð hafa verið samtök sem sjá um að börn, sem verða fyrir mis- þyrmingum af hendi foreldra, séu tekin af þeim. Einnig eiga samtökin að fylgjast með heilsufari bama og sjá um að þau geti stundað skóla. Mjög algengt er að böm séu send i vinnu á unga aldri og þá aðallega frá stónmi fjölskyldum sem ekki hafa nóg að bíta og brenna. Ný ríkisstjórn íNoregiíjúní? VIII sljóma til aldamóta Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, vonast til þess að geta setið að völdum til aldamóta. I gær tilkynnti hún að efnt yrði til þingkosninga þann 11. júní næst- komandi og eru taldar sterkar Iíkur á því að henni takist að vinna þær. Verður hún þá sá forsætisráð- herra Bretlands á þessari öld sem lengst hefur gegnt því embætti. Neil Kinnock. leiðtogi Verka- mannaflokksins, sem heldur því fram að flokkur hans sé meira í takt við þarfir landsmanna. segir efnahagsstefnu forsætisráðherrans hafa skipt Bretlandi í tvo hluta og að iðnaður landsins sé í rúst. Spáir hann því að almenningur muni hafna núverandi stjórn við kosn- ingarnar. Atvinnuleysi hefur þrefaldast frá því að Thatcher settist við stjórn- völinn 1979 og er búist að það verði aðalefni kosningabaráttunnar sem hefst opinberlega næstkomandi mánudag. Verkamannaflokkurinn. sem hlotið hefur 31 prósent fylgi í sex síðustu skoðanakönnunum og er 10 prósentum á eftir íhaldsmönn- um, hefur lofað að skapa ný atvinnutilfelli með þvi að hækka aftur tekjuskattinn um þau tvö prósent sem hann var nýlega lækk- aður um. Bandalag frjálslyndra og sósíal- demókrata, sem nýtur um 25 prósenta fvlgis kjósenda. hefur lof- að að skapa milljón atvinnutæki- færi næstu þrjú árin með brevtingum á skattalögum. Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Formaður Hægri flokksins i Noregi, Rolf Presthus, er staðráðinn i að velta minnihlutastjóm Gro Harlem Brundt- land fýrir sumarfríið. Hægri flokkurinn, sem nýlega hélt landsþing, styður einhuga Rolf Prest- hus sem er forsætisráðherraefni flokksins. Viðræður eru hafnar við Miðflokkinn og Kristna þjóðarflokk- inn og flokkarnir þrír eru orðnir sammála um mörg aðalatriði. Vonast þeir til þess að geta stofnað nýja ríkis- stjórn eigi siðar en í júní. Ríkisstjóm Bmndtlands tekm- þess- um auknu umsvifum borgaralegu flokkanna með stakri ró. Borgaralegu flokkamir hafa i heilt ár sagst vilja taka við stjórn landsins sem allra fvrst en fram til þessa hefur flokkunum þremur reynst ómögulegt að semja sín á milli. En nú virðist fara betur á með Rolf Presthus og formönnum milliflokk- anna. Johan J. Jakobsen í Miðflokkn- um og Kjell Magne Bondevik í Kristilega þjóðai-flokknum en sam- staða þessara þriggja flokka gefur ekki meirihluta á þingi. Til þess að meirihluti náist þar þarf stuðning Karls I. Hagen og Framfaraflokks hans. Sem fyrr vilja engir starfa með Hagen í stjóm og þess vegna er ör- uggt að út þetta kjörtímabil verður minnihlutastjórn við völd í Noregi. hvort sem Gro Harlem Brundtland heldur áfram eða Rolf Presthus kemur með nýja borgaralega stjórn. Úrval MAÍHEFTIÐ ER KOMIÐ Á SÖLUSTAÐI ÞÉTTSETT ÚRVALS EFNI - ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞAÐ! Meðal efnis má nefna: • ' RAUNASAGA MÓÐUR Þegar Steven Mosher fór til Kína að kynna sér lifriaðar- hætti í dreifbýlínu þar datt honum aldrei í hug að hann yrði vitni að einum skelfileg- asta glæp okkar tima. Kínversk yfirvöld brugðust illa við þegar Mossher fann sig knúinn til að segja umheiminum frá ó- dæðisverkum yfirvaldanna. FÓLK SEM VEÐUR í PENINGUM Þetta fólk hefur aflað sér auðs með ýmsum hætti en á þó margt sameiginlegt. Það býr allt I Kaliforníu, hefur gefið heilmikið af auðæfum sínum, safnar listaverkum eða forn- munum og er litið fyrir að lesa um sjálft sig á prenti. TILBOÐ MERKT „SANNGIRNT Stundum þarf að spila á sál- fræðina til þess að hafa hendur i hári þeirra sem með einhverjum hætti ógna sam- félaginu. Almenning rak í rogastans þegar það upplýst- ist hver „sprengjumaðurinn ógurlegi" i New York raun- 1 verulega var. STRÍÐIÐ VIÐ BIRNINA Hann hafði ráðið sig sumar- langt til að annast um 43 bjarnarhúna í dýragarði. Aö- eins einn þeirra var erfiður: stóri, slæmi Fúll. En þegar upp var staðið var það samt Fúll sem var uppáhaldið. SAGAN AF JÓNI HREGGVIÐSSYNIÁ REYNI Fáir munu þeir islendingar sem ekki kunna einhver skil á Jóni Hreggviðssyni, bónda á •Reyni og „leiguliða Krists", eins og segir í islandsklukk- unni, meistaraverkinu sem Halldór Laxness bjó til um Jón. En hin raunverulega saga Jóns Hreggviðssonar er líka áhugaverð. ÁSTKÆR LEIÐTOGI RÆNIR FÓLKI Þetta var eins og *kvikmynda- handrit af æsilegustu gerð. Sonur einræðisherra Norður- Kóreu vildi fá fræga leikkonu og þekktan leikstjóra til að gera fyrir sig áróðurskvik- myndir um sælurikið. Þá var bara eitt að gera: ræna þeim. Urval KAUPTU ÞAÐ Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ - NÚNA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.