Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 27. JUNl 1987. 7 DV Fjórðungsmótið að Melgerðismelum: Letbsmenn i efstu sætunum Dómum á kynbótahrossum og gæð- ingum er lokið á íjórðungsmótinu á Melgerðismelum. Dæmt var á tveimur völlum og var í mörgu að snúast fyrir áhorfendur sem gátu ekki verið á tveimur stöðum í einu. Þegar hefur drifið að nokkum fjölda áhorfenda, aðallega aðkomumenn, því veður er gott á Norðurlandi og bændur við heyskap. Urslit í gæðingakeppni barna og unglinga fara fram í dag en úrslit i A- og B-flokki gæðinga á morgun. Dómar á kynbótahrossum verða birtir í dag, um leið og hrossin verða sýnd. Léttismenn frá Akureyri hafa verið drjúgir við að koma _sér í efstu sætin í gæðingakeppninni. I B-flokki er efet- ur Aron, hestamannafélaginu Létti, sem Birgir Ámason sýndi og fékk 8,62 í einkunn. Bylur frá hestamannafélag- inu Funa er í öðm sæti með einkunina 8,53 en Birgir sýndi hann einnig og Jörvi frá hestamannafélaginu Létti lenti í þriðja sæti með einkunnina 8,49 en Gunnar Amarson sýndi hann. Barna- og unglingakeppni I bamakeppninni em efstir og jafnir Júlíus Jóhannsson á Blakk frá hesta- mannafélaginu Léttfeta með einkunn- ina 8,47 og Börkur Hólmgeirsson frá hestamannafélaginu Létti á merinni Sabínu með sömu einkunn. í þriðja sæti er Hildur Ragnarsdóttir frá hesta- mannafélaginu Létti á Herði með einkunnina 8,34. I unglingaflokki stendur efst Heiðdís Smáradóttir frá hestamannafélaginu Létti á merinni Drottningu með ein- kunnina 8,40. I öðm sæti er Halldór Þorvaldsson frá hestamannafélaginu Léttfeta á hestinum Sleipni með 8,32 í einkunn. í þriðja sæti er María Hösk- uldsdóttir frá hestamannafélaginu Þjálfa, hún situr Drífu og er með ein- kunnina 8,31. í A-flokki er efstur Seifur frá hesta- mannafélaginu Léttfeta, sem Eiríkur Guðmundsson situr, með einkunnina 8,44. í öðm sæti er Neisti frá hesta- mannafélaginu Þyt, Herdís Einars- dóttir situr hann og er með 8,43 í einkunn. I þriðja sæti er Stjama frá hestamannafélaginu Feyki. Helgi Ámason situr hana og er með ein- kunnina 8,33. Kappreiöar í dag hefst mótið með kappreiðum klukkan hálftíu en síðan verða sýnd ræktarbú, svo og kynbótahross. Einn- ig keppa böm og unglingar til úrslita í dag. I kvöld fer fram víðavangs- hlaup, sýning söluhrossa, kvöldvaka og dansleikur verður í Sólgarði. Búist er við miklu Qöhnenni um helgina enda aðstæður hinar bestu á mótsstað. -EJ Aron og Birgir Árnason fengu hæstu einkunn í B-flokki, 8,62. DV-mynd HJ Hús Köguráss á Suðureyri. DV-mynd GVA Smábátamir á Suðureyri: Aflinn til Danmerkur Trilliikarlar á Suðureyri hafa mynd- að með sér félag um útflutning á afla sínum. Félagið hafa þeir nefnt Kögur- ás. Hafa þeir þegar byggt 350 fermetra hús við höfriina á Suðureyri. Verður fiskurinn fluttur með gámum til Dan- merkur. Alls em eigendur Köguráss fimmtán. I húsinu er ísvél, kæliklefi og lyftari. Fiskurinn er fluttur út vikulega. Kög- urás hefui' samið um fast verð á fiskinum, er það 24 krónur á þorsk sem er léttari en 2 kíló og 30 krónur á þorsk sem er þyngri en 2 kíló. Danim- ir kaupa ekki fisk sem er minni en 50 sentímetrar. Einn af stjómarmönnum Köguráss, Sveinbjöm Jónsson. sagðist halda að þetta verð væri mjög gott, að því bæri að gæta, að verðið væri miðað við að fiskinum væri skilað á bryggju á Suð- ureyri. Danimir sæju um flutning á fiskinum til sín og eins hitt að kau- pendumir legðu til kör undir fiskinn. Þegar Sveinbjöm var spurður hvort þeir óttuðust ekki að hærra verð feng- ist fvrir fiskinn á mörkuðum hér heima, sagði hann að reynsla ætti eft- ir að koma á það. Sveinbjöm sagði einnig að ef þessi samningur þeima reyndist ekki hag- stæður væm öll ráð til, húsið mætti nota fyrir ýmislegt annað en gert væri nú. Varðandi fiskinn, sem er of smár til að Danimir vilji kaupa hann, sagði Sveinbjöm að þeir hefðu ótal ráð til að losna við hann ef enginn vildi kaupa, það mætti alltaf herða fiskinn. Trillukarlar á SuðurevTÍ virðast vera bjartsýnir á að þessi starfeemi þeirra komi þeim til góða. Allflestir þeirra era þátttakendur í Kögurási og sagði Sveinbjöm að sjálfsagt væri að kaupa fiskinn af þeim sem ekki era með í félaginu. -sme I Fyrir 11.780 krónur geturðu skellt þér til LUX Vegna mikillar ásóknar á LUX-leiðinni höfum við ákveðið að auka sætaframboð á SUPER APEX fargjöldum og bjóðum þér farið, fram og til baka, fyrir aðeins 11.780 krónur. Við höfum náð afar hagstæðum samningum við bflaleigu þar í borg og getum útvegað þér Ford Fiesta, Fiat Uno eða Opel Corsa fyrir 6.540 krónur Þetta er ekki prentvilla, verðið er 6.540 krónur og miðast við heila viku. Hringdu sem fyrst - ferðirnar eru fljótar að fyllast. FLUGLEIDIR Nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Upplýsingasími 25100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.