Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Skák Skákmótinu í Moskvu lýkur í dag: Geller fórnaði til jafnteflis gegn Jóhanni Er tveim umferðum var ólokið á alþjóðlega mótinu í Moskvu röðuðu sovéskir skákmeistarar sér í fjögur efstu sætin en Jóhann Hjartarson og Bandaríkjamaðurinn Joel Benjamin voru efstir „útlendinga". Jóhann og Benjamin höfðu 6 v. en efstu menn, Gurevic, Malanjúk og Romanishin, áttu vinningi betur. Sovéski stór- meistarinn Konstantín Lerner hafði 6'A v. Jóhann átti að tefla við Mal- anjúk í næstsíðustu umferð en í lokaumferðinni, sem tefld verður í dag, mætir hann Lerner og hefur svart. Margeir Pétursson átti slæman kafla í mótinu í vikunni og tapaði fjórum skákum í röð. Fyrst gegn Gurevic, þar sem hann hafði prýði- lega stöðu lengst af, síðan gegn Lerner, þá á móti Benjamin og loks gegn Romanishin. Að sögn Jóhanns tefldi Margeir þessar skákir langt undir getu og í þrem síðasttöldu töfl- unum sá hann aldrei til sólar. „Benjamin tefldi hræðilega illa gegn Margeiri en okkar manni, sem var heillum horfinn, tókst ekki að færa sér það í nyt,“ sagði Jóhann. Jóhann hafði á orði að honum hefði ekki litist á blikuna fyrir Margeirs hönd er hann átti leið framhjá borði hans meðan á 11. umferðinni stóð. Margeir átti þá í höggi við sovéska stórmeistarann Evgeny Vasjukov. Eftir fyrstu leikina í skákinni leit út fyrir að Margeir myndi tapa sinni fimmtu skák í röð. Vasjukov hafði hvítt, Margeir svart: 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Rxd5 4. d4 Rf6 5.Rf3 Bg4 6. Be2 e6 7. Ra3 Dd8?! 8. Db3! Dc8 9. Bb5 + Rc6 10. Re5 og Margeir virð- ist vera í miklum erfiðleikum. Hann er hins vegar þekktur fyrir seiglu sína og útsjónarsemi í erfiðum stöð- um, enda fór svo að honum tókst um síðir að snúa á sovéska stórmeistar- ann og vinna skákina! Margeiri tókst einnig að vinna bið- skákina við Razuvajev, sem þeir félagar Jóhann og Margeir voru löngu búnir að bóka jafntefli. Að sögn Jóhanns fundu þeir engan vinn- - • ing í biðstöðunni en Razuvajev taldi hins vegar víst að staða sín væri töp- uð og tefldi því framhaldið af léttúð. Margeir hefur 4A v. í næstsíðustu umferð átti hann að tefla við Hodg- son, en í dag mætir hann Rúmenan- um Ionescu og hefur svart. Jóhann hefur ekki tapað skák á mótinu síðan hann tefldi við Roman- ishin í fyrstu umferð. Hann hefur gert átta jafntefli en unnið þá Hodg- son, frá Englandi, og Benjamin. í samtali við DV sagði hann sigur- skákir sínar tvær hafa verið langar og lítt skemmtilegar. „Ég plataði Benjamín í tímahraki huns. Við átt- um drottningar og riddara, þrjú peð hvor á kóngsvæng og ég átti frípeð . á c-línu en hann á a-línu. Hann fór illa með leiki sína en ég potaði mínu peði áfram sem lauk með því að hann varð að gefa riddara sinn,“ sagði Jóhann. Þannig var staðan á mótinu að loknum 11 umferðum: I. -3. Gurevic, Malanjúk og Romanis- hin,allir 7 v. 4. Lerner 6 A v. 5. -6. Jóhann Hjartarson og Benjamin 6 v. 7. Dolmatov 5!4 v. 8. -10. Lputjan, Razuvajev og Geller 5 v. II. -12. Margeir Pétursson og Hodg- son 4 A v. 13.-14. Ionescu og Vasjukov 4 v. Geller og Jóhann tefldu spennandi skák í 11. umferð sem vakti mikla athygli áhorfenda. Geller sótti að kóngi Jóhanns í miðtaflinu en eyddi miklum tíma á leiki sína, eins og oftar í þessu móti. Er hann átti að- eins 12 mínútur eftir á klukkunni, til þess að leika 20 leiki, tók hann þann kostinn að fórna, fyrst biskupi og svo hrók. Mát blasti við Jóhanni, sem var þó ekki af baki dottinn. Fórnaði riddara á móti, sem Geller mátti ekki taka án þess að bíða tjón af. Riddarinn friðhelgi dansaði síðan stríðsdans kringum kóng Gellers sem varð sífellt að leita skjóls: Þráskák. Hvítt: Efim Geller Svart: Jóhann Hjartarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 Jóhann stýrir taflinu yfir á brautir Scheveningen-afbrigðisins og ræðst þar ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Geller er annálaður sér- fræðingur í þessu afbrigði og fáir tefla þær stöður, sem upp koma, jafn- fimlega og hann. Þó er hann kominn af léttasta skeiði. 7.0-0 Be7 8. f4 0-0 9. Khl Dc710. a4 b6 „Skákbyrjanafræði er landfræði- legt fyrirbæri," segir Helgi Ólafsson. Leikur Jóhanns á ættir að rekja til rúmenskra skákmanna. Ungverskir skákmenn hafa á hinn bóginn reynt 10. - Hd8 en algengasti leikurinn og sá sígildi er vitaskuld 10. - Rc6, sem á sér engin landamæri. 11. Bf3 Bb7 12. e5 dxe5 13. fxe5 Rfd7 14. Bxb7!? Geller hugsaði lengi og hittir á snjalla lausn. Áður hefur verið reynt 14. Bf4 strax, þó ekki með neinum sérstökum árangri. 14. - Dxb7 15. Bf4 Rc6 16. Df3 Hac8 17. Hadl Hér kom einnig sterklega til greina að leika 17. Hael og styrkja kóngs- peðið í sessi. 17. - Rc5 18. Rxc6 Dxc6 19. Dg3 Hfd8 20. Bh6 Bf8 21. Hdel Kh8 Hvítur hótaði illilega 22. Hxf7! Kxf7 23. Hfl + og svartur er glataður - ef 23. - Ke7, þá 24. Dg5+ Kd7 25. Hf7 + og ef 23. - Kg8, þá 24. Hxf8+! Kxf8 25. Dxg7 + Ke8 26. Dffi+ Kd7 27. Df7 mát. Nú er Bh6 í uppnámi en Geller kærir sig kollóttan... 22. Hxf7 Fórnin nægir aðeins til jafnteflis. Með 22. Bg5 Hd7 23. Hf4 gat hann reynt að tefla til vinnings en eftir 23. - b5 ættu gagnfæri Jóhanns á drottningarvæng að nægja til að halda jafnvæginu. 22. - gxh6 23. Hefl Re4! Jóhann hafði séð þennan leik fyrir, sem er sá eini sem heldur jöfnu. 24. Hxh7 +! Kxh7 25.HÍ7+ Kh8 26. Dg6 Máthótun á h7 vofir yfir en hún er ekki alvarleg. Með 26. - Rg5 gæti Jóhann þvingað Geller til þess að þráskáka með 27. Df6+ Kg8 28. Dg6+ Kh8 o.s.frv. En hann velur aðra leið. 26. - Rf2 + 27. Kgl Rh3 +! 28. Khl Rf2 + Skák Jón L. Árnason - Og samið um jafntefli. Riddarann má ekki drepa: 29. Hxf2?? glepur hrókinn úr sókninni og eftir 28. gxh3 Bc5+ 29. Kfl Dhl+ snýr svartur vörn í sókn. Lítum á aðra skák frá mótinu. Gurevic, sem hefur teflt frísklegast og best að sögn Jóhanns, er þar í aðalhlutverki og klykkir út með smekklegri fléttu. Hvítt: Mikhail Gurevic Svart: Jury Razuvajev Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 c5 6. Rge2 d5 7. cxd5 cxd4 8. exd4 Rxd5 9. 0-0 Rc6 10. Bc2 He8 11. Dd3 g6 12. Hdl Bffi?! Vegna hótunarinnar 13. - Rb4 von- ast svartur nú eftir 14. a3 en það er tálsýn. Þessi staða kom einnig upp í skákinni Timoshenko - Jón L. Áma- son, í Helsinki í fyrra. Best er hins vegar 12. - b6! og svartur nær að virkja hvítreitabiskupinn. 13. Dffi! Rxc3?! Önnur ónákvæmni. Áðurnefnd skák í Helsinki tefldist 13. - Bg7 14. Be4 Rxc3 15. bxc3 Re5? 16. Dg3 Rc4 17. Bd3 Dd5?! 18. Rf4 Dc6 19. Rh5! og hvítur náði yfirburðastöðu. Stungið hefur verið upp á 15. - Bd7, sem virðist teflandi. 14. bxc3 Bg7 15. Rg3 f5? Og þetta getur ekki verið rétt. Svartur tekur óskareitinn af riddar- anum en veikir stöðuna. 16. Re2 Bd7 17. Dg3 Dffi 18. Hbl b6 19. h4 h6 20. Rf4 Kh7 21. c4! Hac8 Auðvitað ekki 21. - Rxd4? 22. Hxd4 Dxd4 23. Dxg6 + og 24. Bb2 og vinn- ur. 22. Ba4 Hed8 23. Bb2 Ra5 24. Bxd7 Hxd7 25. Hel He7 26. c5 Rc4 27. cxb6 axb6 28. Bal Ha8 29. Dd3 Hc8 Tapar, en 29. - Rd6 og nú 30. Hxb6, 30. d5, eða 30. h5 var heldur ekki góður kostur. 30. h5! g5 31. Rd5!! Og eftir þetta óvænta stökk, gafst svartur upp. Ef 31. - exd5, þá 32. Hxe7 Dxe7 33. Dxf5 + og Hc8 fellur. Lokastaðan í Leningrad Stórmeistaramót í Leningrad, sem lauk nokkrum dögum áður en mótið í Moskvu hófst, var meðal efnis í skákþætti DV sl. laugardag. Armen- inn Rafael Vaganjan var þá búinn að hrista aðra keppinauta af sér og allt stefndi í sigur hans á mótinu. Svo fór að hann varð einn efstur en litlu munaði að Mikhail Gurevic, sem tefldi svo glæsilega gegn Razuvajev hér að framan, tækist að komast upp að hlið hans. Gurevic tapaði fyrir Englendingnum Chandl- er í síðustu umferð og varð vinningi á eftir Vaganjan. Lokastaðan varð þessi: 1. Vaganjan(Sovétríkin) 8 v. (af 13), 2. Gurevic (Sovétríkin) 7 v„ 3.-6. Kir. Georgiev (Búlgaríu), P. Nikolic (Júgóslavíu), Salov og Romanishin (báðir Sovétríkin) 6 'A v„ 7. Sokolov (Sovétríkin) 6 v„ 8.-11. Andersson (Svíþjóð), Chandler (Englandi), Ju- supov og Tukmakov (báðir Sovétr.) 5'A v„ og loks 12.-13. Nogueiras (Kúbu) og Torre (Filippseyjum) 4'A VOPNAFJÖRÐUR DV óskar eftir að ráða umboðsmann á Vopnafjörð. Upplýsingar í síma 97-3344 og 91-27022. V. -JLÁ Bridge________________________dv Skemmtilegt spil frá Rottneros í maímánuði fór Bikarkeppni Norðurlanda fram í Rottneros í Svíþjóð. Bikarmeistarar Islands, sveit Samvinnuferða-Landsýn, sendi fjóra af meðlimum sínum á mótið og náði sveitin sér í brons- verðlaunin rétt á eftir norsku sveitinni. Röð og stig sveitanna var annars þessi: 1. Svíþjóð 111 2. Noregur 93 3. Island 90 4. Danmörk 62 5. Finnland 58 6. Færeyjar 31 Sviþjóð endurtók sigur sinn frá því fyrir tveimur árum en sveitin var skipuð Olofsson, Horn, Back- strom, Anderson, Nilsland og Wirgren (sem var annar sigurveg- aranna á Bridgehátíð 1987). Hér er skemmtilegt spil frá mót- inu sem Sigurður Sverrisson leysti eins og honum er einum lagið. A/O G43 ÁG1085 K5 K87 10987 652 D942 763 9 DG103 ÁG53 ÁKD K Á87642 964 D102 Sömu spil voru spiluð í öllum leikj- unum og á flestum borðum varð suður sagnhafi í þremur gröndum. Þú færð spaðaútspil og hvernig myndir þú spila spilið? Einhverjir myndu drepa fyrsta slag, spila hjartakóng, tígulás, síðan inn á tígulkóng. Þá er hjartaás tek- inn og komi drottningin er spilið unnið. Séu tíglarnir 3-2 þá fríast hann og spilið er unnið. Annars verð- ur að notast við hjartað og þá verður Bridge Stefán Guðjohnsen vestur að eiga laufaás, bæði vegna innkomu á hjartað og ekki síður vegna þess að vestur mun sækja lauf- ið. Eins og spilið liggur þá gengur sú leið. Á einu borðinu varð Sigurður Sverrisson sagnhafi í þremur grönd- um og vestur spilaði út spaða. Hann spilaði tígli í öðrum slag og lét vest- ur halda slagnum á níuna. Vestur skipti náttúrulega í lauf og austur fékk slaginn á drottningu. Ef austur spilar núna litlu laufi og vestur lætur gosann þá er sagnhafi í vandræðum, en austur spilaði ekki óeðlilega lau- fatíu til baka. Sigurður drap á kónginn í blindum og næstu þrír slagir voru einnig kóngalagir; lítið hjarta á kónginn, lítill tígull á kóng- inn og spaði heim á kónginn. Vestur hafði kastað einu hjarta í tígulkóng og sexspila endastaðan var þessi: G ÁG108 8 109 6 D9 76 - DG AG Á Á876 9 2 Sigurður er nú kominn með fimm slagi og þegar hann tók tígulás var vestur í vandræðum. Ef hann kastar svörtu spili (sem hann gerði) tekur Sigurður spaðaás og spilar laufi. Vestur getur þá tekið þrjá slagi en verður síðan að spila hjarta frá drottningunni. Lausnin virðist því vera að kasta frá hjartadrottningu en Sigurður á ráð við því. Suður spilar þá laufinu og vestur stendur frammi fyrir nýju vandamáli. Ef hann tekur síðasta laufið þá kastar Sigurður spaðaás að heiman þannig að gosinn verður innkoma á hjartað. Og spili vestur spaða þá er austur endaspilaður. Skemmtileg endastaða!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.