Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. Utlönd__________________________________________________ Mesta verdfall í sógu Kanada Gíali Guömundsscm, DV, Ontario: í Kanada var fallið á verðbréfum í gær það mesta sem um getur í kanadískri sögu. Þegar kauphallirnar í Toronto og Montreal lokuðu höföu verðbréf íallið ura fiögur hundruö stig. Þaö er ekki vitað hvaö tapið er nákvæmlega en það skiptir mörgum milljónum kanadískra dollara. Þó enginn geti séð hvaða aöeiðingar þetta hefur á kanadískan efnahag þá er víst að allir tapa, líka þeir sem eiga engin verðbréf. Fjármálaráð- herra Kanada segir að vegna sterkrar stöðu kanadiska dollarans á alþjóðamarkaöi þá þurfi fólk ekki aö hafa neinar áhyggjur. Þetta hrun á verðbréfamarkaðnum mun ekki hafa nein afgerandi áhrif á efnahag lands- ins, segir flármálaráöherrann. Verðbólga í landinu hefur haldist stöðug frá því í ágúst og í síðustu viku hækkaði kanadíski dollarinn vel yfir 0,77 cent miðað við bandarísk- an dollara og var það í fyrsta sinn. fíagfræðingar ráðleggja hinum almenna borgara aö bíða meö allar fiár- festingar sem gætu stefnt honum í skuldir. Húsa- og bifreiðakaup ættu að bíöa þar til óróinn í kauphöllum landsins er um garö genginn. Þaö sem hagfræðingar og almenningur hefúr mesta áhyggjur af er aö fyrirtæki muni minnka framleiöslugetu sína og segja upp starfsfólki á næstu vikum og mánuðum í kjölfar þessa hruns á verðbréfamarkaönum. Hvaða afleiðingar veröbréfahrunið muni hafa í framtíðinni eru hagfræö- ingar ekki sammála um. Sumir segja að kreppuástand muni skapast í heiminum á næstu tveimur til þremur árum. Aðrir segja að meira þurfi aö koma til svo það gerist Mesta hrun sem orðið hefur á einum degi Gunnlaugur A Jórtsson, DV, Lundi: Verðbréf i kauphöllinni í Stokkhólmi lækkuðu að meðaltali um 6,3 pró- sent í gær og er það mesta verðhrun sem nokkru sinni hefur átt sér staö þar á einum degi. Heildarverðmæti hlutabréfanna lækkaði um 240 milljarða íslenskra króna. Er það jafnmikil upphæð og allt andvirði verðbréfamarkaöarins í Stokkhólmi var fyrir tíu árum. Öngþveiti í Frankfurt Gizux Helgascn, DV, LQbedc V-þýskir kauphallarbraskarar telja að dagurínn í gær hafi veriö há- punktur hörmungarástands er ríkt hefur á verðbréfamarkaðnum í Frankfurt um hríð en hann tók verulegan kipp niður á við siöastliðinn föstudag. V-þýska sjónvarpið gerði kauphaliarmálum ítarleg skil i gærkvöldi og sagði ástandiö ekki hafa verið jafiislæmt síðan Kúbudeilan stóð sem hæst 1962. Nú tala menn um hinn „svarta fostudag“ en þar er verið að bera ástandið saman við fræga árið 1929 þegar kauphallarhruniö raikla varð. V-þýski ríkisbankinn keypti í gær 11,9 milljónir doilara til þess að koma í veg fyrir frekara hrun dollarans. Doilarinn stóö i gær í þýskum mörkum 1,77 sem er um 3 pfenningum minna en síöastliöinn fostudag. Þessi kaup ríkisbankans hafa verið gagnrýnd í Bandarikjunum. Þjóðveijar telja Bandaríkjamenn vinna viljandi aö lækkun dollarans á gengismörkuðum Evrópu til aö lappa upp á bandariskt efhahagslíf en að mati Þjóðveija þá veröur sú ekki raunin á til langframa. Fulltrúi frá v- jýska ríkisbankanum sagði hrun dollarans hafa veriö undirbúið vandlega í Bandaríkjunum og að kerfið þar vestra hefði vitaö fyriifram um árás Bandaríkjamanna á írönsku olíupallana sem oröið hefði til aö auka spennu á verðbréfamarkaöi um heim allan. Algjört öngþveiti ríkti í kauphöllinni í Frankfúrt og reyndi hver að bjarga sér sem best hann gat. Mest bar á Þjóðverjum og Bandaríkjamönn- um. Kauphöllin varö að hafa opið um hálftíma lengur en venjulega og er það algjört einsdæmi á þeim stað. Mikil lækkun varð alls staöar. Hluta- bréf banka og fyrirtækj a í rafeindaiðnaöi féllu til að mynda um 10 prósent Fulltrúi v-þýska í-íkisbankans segist ekki hafa orðið vitni að slíkum hræringum á verðbréfamarkaðnum síðasthöin fimmtíu ár. Bandaríski fjármálaráðherrann James Baker hélt í gærkvöldi fund með Gerhard Stoltenberg, fiármálaráðherra V-Þýskalands, og bankastjóra v- lýska ríkisbankans, Karl Otto Pohl. Eftir fundinn sagði Baker aö hann íefði veriö jákvæður og menn hefðu veriö ákveðnir í að halda fast við iær samþykktir er iönaðarstórveldin sjö höfðu gert með sér til að halda genginu í jafnvægi. Olíuborturninn, sem Bandaríkjamenn skutu á, stendur í Ijósum logum eftir árásina. Bandarísk yfirvöld segja hann hafa verið notaðan til að stjórna árásaraögerðum smábáta á Persaflóa. Símamynd Reuter Árásir bandaríska flotans á Persa- flóa á tvo af olíubortumum írana á flóanum í gær hafa vakið viðbrögð víða um heim, ýmist með eða móti aðgerðunum, og margir óttast nú að styijöld milli Bandaríkjanna og íran sé hkleg, jafnvel nær óumflýjanleg. íranir hétu því í gær að hefna árás- anna grimmilega og sýna Banda- ríkjamönnum að þeir gætu ekki gripið til aðgerða af þessu tagi á Persaflóa án þess að í kjölfarið fylgdu alvarlegar afleiðingar fyrir þá sjálfa. Flest vestræn ríki bmgðust fremur jákvætt við fregnum af árásunum í gær, meö Breta í fararbroddi, því Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, lýsti þegar í stað fullum stuðningi við aðgerðimar. Aðrir vestrænir leiðtogar voru var- fæmari í ummælum sínum og lýstu áhyggjum af þróun mála á Persa- flóanum, jafnframt stuðnigni við aðgerðir Bandaríkjamanna, sem hjá einstaka leiðtoga var allt að því dræmur. Sovétmenn lýstu þegar þeirri skoð- im sinni að aðgerðimar væru óafsak- anleg ævintýramennska. Fyrstu fregnir af árásunum bámst rétt um hádegið í gær. Þá var skýrt frá þvi aö fjögur bandarísk herskip hefðu ráðist á +vo af ohuborturnum írana á Persaflóa og væru aðgerðir þessar hefndaraðgerðir vegna árása Irana á ohuflutningaskip sem sighr undir bandarískum fána. Herskipin fjögur hófu skothríð að öðrum borpaliinum. Ahs munu þau hafa skotið um eitt þúsund sprengi- kúlum aö honum og var hann logandi rústir eftir árásina. Landgönguhðar úr bandaríska flotanum réðust tíl uppgöngu í hinn tuminn en yfirgáfu hann fijótlega aftur. Bandaríkjamenn sögðu í gær, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að árásir þessar væm sjálfsvamarað- gerðir sem gripið væri til vegna eldflaugaárásar á skip undir banda- rískum fána. írönsk stjómvöld bmðgöust hart við fregnum af árásunum. Haft var eftir háttsettum írönskum embættis- manni í gær að með árásinni væm Bandaríkjamenn komnir í styijöld við írani og hennar yrði hefnt grimmilega. Forseti íran, Ah Khamenei, ítrek- aði þessa afstöðu síðar í gær þegar hann sagði að íranir myndu ákveðið grípa til gagnaðgerða. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagöi í gær að olíubortumamir tveir hefðu verið sérstaklega valdir vegna þess að þeir væm orðnir óvirkir í ohuvinnslu en hefðu hins vegar verið notaðir sem miðstöðvar til að stjóma árásarað- gerðum smábáta írana á Persaflóa. Ráðherrann sagði að Bandaríkja- menn htu svo á að með árásinni væri kominn á jöfnuður og væri málinu lokið af þeirra hálfu. Varaði hann írani alvarlega við því að grípa til frekari aðgerða gegn bandarísk- um hagsmunum. Sagði ráðherrann að Bandaríkjamenn sæktust ekki eft- ir frekari átökum við írani en myndu hins vegar mæta af hörku öllum frekari árásum þeirra. Nokkur af stuðningsríkjum íraka, í styrjöld þeirra við írani, lýstu í gær áhyggjum af því að árás Bandaríkja- manna á olíubortumana kynni að verða írönum afsökun til þess að ráðast á olíumannvirki þeirra ríkja sem styðja íraka þótt þau eigi ekki beina aðild að átökunum við flóann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.