Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. 11 Utlönd EndalokSn nálgast Harðir bardagar stóðu enn milli skæruliða tamíla og friöargæslusveita Indverja á Jaffnaskaga á Sri Lanka í morgun þegar hersveitir Indverja kepptust viö að loka umsáturshring sínum um tamilana. Spenna jókst mikiö á Sri Lanka í gær eftir aö Qörutíu tamQar, sem voru Dóttamenn af bardagasvæöunum, og einn indverskur hermaður létu lífiö i sprengingu sem varð þegar langferðabifreiö, hlaöin farþegum, ók á jarösprengju sem tamílar höfuð komið fyrir. Sókn Indverja virðist ganga hægt og erfiðlega og svo virðist sem mann- fall í liði þeirra hafl orðið töluvert Þeir hafa nú átta þúsund manna herlið á Jaf&iaskaganum en tamilar þrjóskast við og hafa þegar lýst þvi yiir að þeir muni berjast til síðasta blóðdropa. filbúínn að taka við Salvador Laurel, varaforseti Filippseyja, sagði fréttamönnum í gær að hann væri reiðubúinn til þess aö taka viö forsetaerabætti . landsins ef herinn steypti Corazon Aquino, núverandi forseta, af stóli. Mikil spenna ríkir nú meðal ráðamanna á Filippseyjum og eru þeir viö öllu búnir. í gær var sprengd lítil sprengja í þinghúsinu i Manila. Yfirvöld segja aö sprengj- unni hafi verið ætlað að hræða þingmenn og töldu hana þátt í sál- fræðilegum hemaöi sem háður hefur verið gegn stjórnvöldum landsins allt frá þvi byltingartil- raun var gerð þar í ágúst. Koslð í desember Ekki er talið ólíklegt að gengið verði til þingkosninga í Belgíu í desembermánuði, í kjölfar afsagn- ar ríkisstjómar landsins í gær. Baudouin Belgiukonungur sam- þykkti í gær afsögn Wilfried Martens og ráðuneytis hans en af- sögnin var lögð frara þar sem stjómmálamönnum hefur ekki tekist að finna raálamiðlunarlausn á illvígum tungumáladeilum í landinu. Goetz fékk sex mánuðl Bandaríkjamaöurinn Bemhard Gœtz var í gær dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar, skilorðs- bundið í firam ár, fyrir að hafa haft ólöglega í fórum sínum byssu þá sem hann notaöi til þess að skjóta á fjóra þeldökka unglinga í neöanjaröarlest í New York íyrir um þrem árum síðan. Goetz, sem sumir teija hetju fyrir að hafa varið sjálfan sig gegn vænt- anlegum ræningjum, en aörir telja fúlmenni fyrir árás á unglinga, sýndi engin svipbrigði þegar dóm- urinn var kveðinn upp. Yfir hundrað fómst Björgunarsveitir vinna enn að því að ná látnum og særöum úr braki járnbrautarlestanna tveggja, sem rákust saman í Indónesíu í gærmorgun, en ijóst er nú aö yfir hundrað manns fórust í árekstrin- um og meira en þrjú hundruð slösuðust, misjafnlega mikið. Björgunarmöhnum tókst í gær að ná sex ára dreng lifandi úr brak- inu en hann haiði þá verið fastur í því um átján klukkustunda skeiö. Talið er að nú hafi tekist að ná úr brakinu öEum þeim sem voru á lífi í þvi og þvi hafa björgunarmenn gripiö til stórvirkra vinnutækja til að fjarlægja það. Wickbom segir af sér Gunnlaugur A. Jónsaan, DV, Lundú Sten Wickbom, dómsmálaráöherra Svíþjóðar, sagði í gær af sér emb- ætti. Ástæðan er flótti njósnarans Stig Berglings og ákvað Wickbom aö segja af sér er í ljós kom að dóms- málaráðuneytið haföi fyrirfram fengið vitneskju um að Stig Bergling ætti aö vera í leyfi án nokkurrar gæslu. „Ég vissi ekki um það en heföi átt aö vita um það og því segi ég af mér,“ sagði Wickbom. Hann sagðist hafa tekiö ákvörðunina í samráði við Ingvar Carlsson forsætisráöherra Sænski dómsmálaráðherrann, Sten Wickbom, sagði af sér i gær vegna flótta njósnarans Berglings. sem heföi verið sammála honum um að réttast væri aö hann segði af sér. Wickbom er annar dómsmálaráö- herrann í röö sem segir af sér embætti í Svíþjóð. Owe Rainer sagöi af sér á sínum tíma vegna gagnrýni fjölmiöla á skattaframtal hans. Anna Greta Lejon, einn reyndasti ráöherrann í sænsku ríkisstjórninni, sem verið hefur atvinnumálaráð- herra, tekur nú við embætti dómsmálaráðherra. Hún er fyrsti dómsmálaráðherrann í sögu Svíþjóð- ar án lagaprófs. Nýr atvinnumála- ráöherra veröur Ingela Thalén. Frábær sumarauki 9 daga ferð ti! Mallorka WP' wm m PiíwSSf*e ’ Brottför 26. október. Heimferð 3. nóvember. Gist verður á „klassaíbúðahótelunum'' okkar, Royal Magaluf og Royal Playda de Palma. Verðið slær allt út - aðeins frá kr. 17.900,- á mann fjórir saman í íbúð. Örfá sæti laus. TIK HALLVEIGARSTÍG 1, Umboð á Islandi fyrir i SIMAR 28388 — 28580 “nersclub INTERNATIONAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.