Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÖBER 1987. 23 Bjanú Mnrikssan, DV, Bordeaax Þetta er heilmikið hneykslis- haust hjá Frökkum. Þaö er svo sem ekkert nýtt að fyrirtæki úti í bæ séu að svindla, svíkja og pretta og aö opinberir starfs- menn, eins og til dæmis ráöherr- ar, séví stöku slnnum uppvísir aö einhverjum óheiðarleika. Þaö er heldur ekkert nýtt að upp komist um menn og þeir séu hnepptir í fangelsi eða þá að ráðherrar þurfi að segja af sér. En í þessu skrítna stjórnar- mynstri, sem er sambúö hægri ríkisstjórnar og forseta á vinstri vængnum, hafa hneykslismálin næstum tekiö á sig mynd fótbolta sem markmiöið er að koma í mark andstæðinganna. Þannig náðu hægri menn góðri sókn nýlega vegna peningaóreiðu fyrrverandi ráðherra sósíaiista, Christians Nucci, og eru hálf- partinn búnir að koma hneyksli- stuörunni í netið. En vinstri menn brotnuöu ekki saman held- ur léku boltarium nett á milli sín, biðu eftir glufu í vegg hægri vam- arinnar og fundu hana hiá núverandi dómsmálaráöherra, Albin Chalandon. Hann tengist skartgripafyrirtæki sem grunað er um ýmiss konar misferli Tveir helstu eigendur þess eru í gæslu- varðhaldi og bíöa dóms. Dómsmálaráöherrann var með einhvers konar reikning bjá fyr- irtækinu sem var öllu líkastur bankabók. Honum voru reiknað- ir vextir og mætti helst halda að skartgripasalamir hafi taliö sig einhvers konar banka. Þetta mál er allt hiö dularfyllsta og erfitt aö segja til um hvort ráöherrann hafi gerst sekur um að fara aðeins í kringum lögin. Hins vegar er hann í þeirri erfiðu aöstööu að vera sem ráöherra dómsmála í raun dómari yfir sjálfúm sér. í þessari sókn hafa vinstri menn komið boltanum inn í vita- teiginn og segja má aö staðan sé 1-1. Þó er eins og vanti vfijann eöa getuna til að þrusa blöðrunni í netið og taka af öll tvímæh því sósíalistar segjast ekki krefiast afsagnar ráðherrans og líklega veröur þetta mál kveðið hægt og rólega í kútinn, líkt og búast má viö að einhverju leyti varöandi Christian Nucci. Eru þessi viðbrögð merki um samtryggingu stjórnmálamanna eða eru þeir famir að gera sér grein fyrir því aö það aö slá sér upp á mistökum andstæðingsins getur dregiö dilk á eftir sér? Alla vega fjölgar þeim röddum sem telja að póbtísk meöhöndlun þessara mála sé engum til góðs. Erlendir fréttaritarar Skortur á vinnuafli í Noregi aldrei meiri Páll Vilhjálmasan, DV, Oaló: í Noregi vantar um það bil níutíu þúsimd manns í vinnu. Skortur á vinnuafli hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikill og núna. Þaö eru einkum byggingariönað- armenn sem hörgull er á. Sam- kvæmt tölum norska verktaka- sambandsins vantar átján þúsund byggingariðnaðarmenn til starfa alls staðar í Noregi. í sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvmn eru tólf þúsund stöður ómannaðar og þrettán þúsund í verslunum. Engin einhlít skýring er á vinnu- aflsskortinum. Verktakasamband- ið segir aö þeir iðnaðarmenn, sem skiptu um vinnu fyrir nokkrum árum, þegar samdráttur var í bygg- ingariðnaði, hafi ekki skilað sér þótt þeir geti nú valiö um störf inn- an greinarinnar. Nú er svo komið að æ fleiri ófaglærðir hefja störf í byggingariðnaðinum þar sem áöur var krafist að menn hefðu iðnnám aö baki, segir verktakasambandið. Líklega eru tvær meginástæður fyrir núverandi ástandi á vinnu- markaðinum. Önnur ástæðan er sú að síðustu misseri hefur veriö þensla í efnahagskerfi Norömanna og hvers kyns umsvif hafa aukist. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins reynir að draga úr þenslunni, meö- al annars með því að hækka skatta og draga úr opinberum fjárfesting- Æ fleiri ófaglærðir hefja nú störf i byggingariðnaðinum í Noregi. Enn vantar átján þúsund manns innan þeirrar starfsgreinar. um og framkvæmdum. Árangur- inn af þeim ráðstöfunum hefur enn ekki komið í ljós. Hin ástæðan er að þeir árgangar ungs fólks, sem kemur á vinnu- markaöinn, eru fámennari en áður og fer fækkandi 1 þeim. Upp úr 1960 fór bamsfæðingum fækkandi og síðanþá er kjarnafjölskyldan orðin nærri helmingi minni. Nú er óal- gengt að norsk hjón eigi fleiri en eitt til tvö böm. Það er misjafnt hvemig atvinnu- rekendur bregðast við skorti á starfsmönnum. Verktakasam- bandið er þessa dagana að hefja áróðursherferð sem hefur það aö markmiði að fá fólk til að mennta sig í iðngreinum. Auglýsingar í blöðum segja ungu fólki að bjarta framtíð sé að fmna í iðnaðarstörf- um. Heilsugæslustöðvar og sjúkrahús yfirbjóða hvert annaö til að fá til sín starfsfólk. Algengt er að fylkin sjái um rekstur sjúkrahúsa í Nor- egi. Verslunareigendur grípa til þess ráðs að fá skólafólk í vinnu. Unghngar, einkum í Osló og öðrum stærri borgum landsins, geta valið á milli margra starfa í verslunum og veitingastöðum. Kaupið er að vísu ekki ýkja hátt en margur ungl- ingurinn er tilbúinn til að vinna sér inn vasapeninga og láta skólabæk- umar óhreyfðar í staðinn. Skaðabætur til bændavegna satts ávegum Gísli Guðmundsson, DV, Onlaiio: Ontariofylki er skylt að greiöa skaða- bætur til epla- og ferskjubænda vegna uppskerutjóns af völdum salts á vegum. Þetta er úrskurður hæsta- réttar Kanada í síðustu viku í máli tveggja bænda sem síðustu tíu ár hafa reynt að fá fylkið til að greiða þeim skaðabætur vegna uppskem- tjóns. Telja þeir sig hafa orðið fyrir tjóninu af notkun salts á þjóðvegum landsins. Þrátt fyrir þennan úrskurö hæsta- réttar segir samgöngumálaráðherra að haldiö verði áfram að salta þjóð- vegi fylkisins í vetur. Fylkiö á engra annarra kosta völ, segir hann. Aðrir valkostir séu svo dýrir að fylkið hafi ekki efni á að taka þá í notkun. Viðskiptaferð til Afríku? - Arnarflug og KLM - besti kosturinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.