Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. Fréttir Litlar líkur á góðu kartöfluverði í Noregi: Flutningskostnað- ur um 60 milljónir Fátt bendir til þess að Norðmenn verði reiðubúnir til þess að kaupa kartöflur frá íslandi fyrir það verð sem framleiðendur sætta sig við, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Agnari Guönasyni, yfir- matsmanni garðávaxta. Stefán Valgeirsson, alþingismaður og formaður bankaráðs Búnaðar- bankans, skýrði frá því á Alþingi á fimmtudag að athugun bankans hefði leitt það í ljós að möguleikar væru á útflutningi umframfram- leiðslu íslendinga á kartöflum en hún er talin nema um 10 þúsund tonnum. Taldi Stefán að allt að 12 krónur fengjust fyrir kílóið af kart- öflunum. Agnar Guðnason sagði í gær að verð á kartöflum í Noregi væri hátt um þessar mundir vegna þess að uppskera hefði verið minni en vænst hefði verið. Vantar þar 120 til 130 þúsund tonn á markaðinn. Verð til bænda í Noregi er nú um 1,54 krónur norskar eða um 9 krónur íslenskar fyrir hvert kíló. Hægt væri að fá kart- öflur frá Danmörku fyrir um þaö bil 1 krónu kílóið, sem jafngildir um 5,60 íslenskum krónum. Að þessu athuguðu taldi Agnar ósennilegt að 12 krónur fengjust fyr- ir kílóið í Noregi en íslenskir bændur sætta sig við það verð. Þá er eftir að flytja kartöflurnar til Noregs og mið- að við taxta á frakt fyrir kartöflur væri fraktin 13 krónur fyrir hvert kíló. Jafnvel mætti búast við því að hægt yrði að koma flutningskostnað- inum niður í 6 krónur fyrir kílóið og til að bændur fengju 12 krónur fyrir hvert kíló hér þyrfti það þar með að seljast á 18 krónur í Noregi. Miðað við aö 10 þúsund tonn af kartöflum yrðu seld til Noregs gæti flutnings- kostnaðurinn numið 60 milljónum króna. Verð til kartöflubænda er nú talið vera á biiinu 15 til 16 krónur fyrir hvert kíló að meðaltali en þyrfti að vera 27 krónur miðað við verðiö í fyrra. -ój Minnismerki andarinnar Verðbólgubál og fyrirhugaður virðisaukaskattur: Islensk tímaritaútgáfa flutt til útlanda? Útgefendur íslenskra tímarita og bókaútgefendur eru sumir hverjir alvarlega að íhuga vinnslu á prent- verkum sínum erlendis vegna gríð- arlegi'a kostnaðarhækkana hér innanlands undanfarið. Sérstaklega á meðal tímaritaútgefenda eru einnig uppi hugmyndir um að stofna út- gáfufyrirtæki erlendis og gefa rit sín út þaðan, ef hér verður tekinn upp virðisaukaskattur í náinni framtíð. Verðbólgan er á um 30% hraða sem er þrisvar til sex sinnum meira en í helstu samkeppnislöndum okkar og sem kemur fram af fullum þunga á meðan gengið er fast. Þorgeir Bald- ursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda hf., segist hafa heyrt um bolla- leggingar útgefenda varðandi prent- un erlendis af þessari ástæðu. Magnús Hreggviðsson, forstjóri Frjáls framtaks hf., staðfesti að hann hefði þegar farið til útlanda og væri í stöðugu sambandi við aðila erlendis sem sýndu því áhuga að prenta tíma- rit fyrirtækisins. „Það hefur verið eindregin stefna mín að prenta tímaritin hér heima. En aðstæðurnar eru að breytast mjög mikið og við verðum að fylgjast náið með öllu sem getur haldið niðri kostnaði eða gert útgáfuna hag- kvæmari. Þetta er viðfangsefni mitt í 12-16 tíma á sólarhring og öðruvísi gengur svona útgáfa ekki,“ segir Magnús Hreggviðsson. Forstjóri Odda sagðist einnig hafa heyrt á skotspónum að menn hug- leiddu viðbrögð ef virðisaukaskattur yrði tekinn upp en þá myndi hann verða um 20% og leggjast á vinnslu tímarita og bóka. Nú er hins vegar 25% söluskattur lagður á við sölu og kemur ekki til greiðslu nema af því sem selst og þegar það selst. Magnús Hreggviðsson sagði lítið hægt aö ræða þetta mál fyrr en vitað væri hvemig að þessari skattheimtu yrði staðið. „Ef virðisaukaskatturinn kemur á vinnslu tímarita og bóka hér innan- lands en ekki á innílutning kemur jafnvel til álita að útgefendur stofni fyrirtæki erlendis og gefi út þar,“ segir Magnús, „en það yrði auðvitað hroðaleg þróun og óskemmtilegt að hugsa til þess ef íslensk tímarit kæmu í póstinum erlendis frá.“ -HERB Seyðisfjorður: Ölvuðum manni bjargað úr sjó Ölvaður maður féll á milli skips og bryggju á Seyðisfirði aöfaranótt fimmtudags. Manninum varð það til bjargar að tveir menn voru um borð í bátnum og sáu er hann féll. Þegar maðurinn féll náði hann taki á rafmagnskapli. Hafði hann hald á kaplinum en sökk samt í sjóinn. Mönnunum gekk ágætlega að ná þeim ölvaða á þurrt. Manninum varð ekki meint af volkinu. Var hann settur í bað og við það jafnaði hann sig aö mestu. -sme HúsauiRQ NeskaufraMí Eskifjbrbur (2 Rkureyri Reybarfjórbur Ti Fáskrúbsf jö^H ioryames /LBeykjauík 44Y /T\Þorlákshbfn Á kortinu má sjá á hvaða stöðum á landinu löglegu gervihnattamóttakararn- ir eru. Talan merkir fjölda þeirra sem hata fengið leyfi á hverjum stað. Gewihnattamóttakarar: Mikill flöldi án leyfis Samkvæmt upplýsingum frá sam- gönguráðuneytinu hafa verið gefm út leyfi til 29 aðila til að taka á móti sjónvarpsefni frá gervihnöttum. Rætt var við nokkra aðila sem ann- ast innflutning á móttökurunum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim hafa selst hér á landi á annað hundr- að móttökuskjáir. Á Patreksfirði gerði Póstur og sími upptæk tæki sem notuð voru til að taka á móti efni frá gervihnöttum og til að dreifa því um hluta kauptúns- ins. Það virðast því vera margir aðilar sem eru með ólöglega móttöku frá gervihnöttum, þó svo að ekki hafi þótt ástæða til að stöðva notkun á þeim eins og gert var á Patreksfirði. Þær upplýsingar fengust hjá Radíó- eftirliti Pósts og síma að grunur léki á að ein þeirra stöðva sem fengið hefur leyfi væri notuð á annan hátt en gert er ráð fyrir í leyfinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eöa hvenær rekstur þeirrar stöðvar verður stöðvaður. Mest má tengja 36 íbúðir við hvem móttakara. Ef fleiri íbúðir em tengd- ar þarf að hafa útvarpsleyfi. -sme Bandarísku skjölin: Hvergi minnst á Stefan Jóhann Sendiherra íslands í Noregi ræddi við norska sagnfræðinginn Tangen vegna umræðna um tengl Stefáns Jóhanns Stefánssonar, fyrrum for- sætisráðherra íslands, við banda- rísku leyniþjónustuna og kom þá fram að hvergi er minnst á Stefán Jóhann eða aðra nafngreinda ráða- menn íslenska í skjölum þeim sem Tangen hafði aðgang að. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra hélt í gær. Þar kom einnig fram að norski sagnfræðingurinn teldi sig hafa séð bréf í Truman safninu, að því er hann minnti, þar sem fram hafi komið nafn Stefáns Jóhanns, - að „Prime Minister S.J.S." hafi verið „contacf ‘ maður Bandaríkjamanna á íslandi. Ekki var minnst á CIA í því sam- bandi. í fréttatilkynningu utanríkis- ráðuneytisins kemur það fram að Tangen vildi hafa alla fyrirvara á því hvers eðlis bréfið var en kveðst ein- ungis hafa séð þetta nefn sem „our contact“. Steingrímur kvaðst sannfærður um þaö á fundinum í gær að engin óeðlileg tengsl hefðu verið á milli Bandaríkjamanna og Stefáns Jó- hanns Stefánssonar og að hann hefði aldrei haft annað í huga en hagsmuni íslands. -ój Eggjabændur: Ræða um fóður- skömmtun Eggjaframleiðendur gangast fyrir fundi á Hótel Sögu á sunnudaginn þar sem rætt verður um það hvort koma eigi á fóðurskömmtun fyrir eggjabúin. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá Geir Gunnari Geirssyni hjá Vallá í Mosfellssveit, er nú gífurlegt verðstríð á eggjamarkaðinum og er kílóið selt á 39 krónur lægst en eðli- legt verð til neytenda ætti að vera um 200 krónur. Allmargir eggjafram- leiðendur standa illa vegna þessa mikla verðstríðs og lága verðs oger til fundarins boðað til þess að ræða möguleika á að takmarka framleiðsl- una og hækka verðið. -ój Hestamönnum meinað að dansa í Reiðhöllinni Hestamenn sóttu um leyfi til lög- reglustjóra til að halda skemmtun í Reiðhöllinni. Til stóö að halda skemmtun að kvöldi 21. nóvember. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk þjá Sigurði J. Líndal, formanni stjórnar Reiðhallarinnar, hafnaði lögreglustjóri umsókn hestamann- anna um að haldin verði skemmtun eftir klukkan sjö aö kvöldi. Samkvæmt heimildum DV fóru hestamennirnir í dómsmálaráðu- neytið. Var ætlun þeirra að reyna fá ákvörðun lögreglustjóra breytt. Sig- urður J. Líndal vildi ekkert segja til um hvaða erindi þeir hefðu farið með í ráðuneytið. Sigurður sagði að það væri ekki búið að ganga frá þessu máli. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.