Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 17
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 17 ! Skýrsla um íslensku- kennslu, 2. grein í síðasta pistli kynnti ég skýrslu Baldurs Hafstað um íslensku- kennslu í framhaldsskólum. Niðurstaða skýrsluhöfundar var á þá leið að ktafsetningarkennsla væri ekki árangursrík, ekki tækist að glæða málfræðiáhuga nemenda, nemendur fengju gott yfirlit yfir fomar og nýjar bókmenntir, yfir- ferð ritgerða væri ómarkviss og þjálfun nemenda þar af leiðandi lít- il og menntunarskortur kennara kæmi í veg fyrir kennslu í fram- sögn og upplestri. Astandið virðist ekki vera fallegt og reyndar er flest þetta satt. En um leiö eru niðurstöður skýrslunn- ar rangar. Þetta hljómar undarlega en það má líta skýrsluna frá ólíkum sjónarhomum. Hún segir okkur sitthvað um skoðanir íslensku- kennara og að því leyti er hún rétt. Hún segir okkur hins vegar litið um raunverulegan árangur nem- endanna. Við höfum nefnilega ekkert til að miða við. Okkur er í fyrsta lagi óljóst hvert markmiðið er með íslenskukennslunni. í öðru lagi getum við ekki borið árangur nemenda í vetur saman viö árang- ur nemenda fyrir 10-20 áram en það er þó sá samanburður sem svíf- ur yfir vötnum títtnefndrar skýrslu. Fjölgun nemenda Nú fer meirhluti unglinga í fram- haldsskóla og lýkur stúdentsprófi, gagnstætt því sem var fyrir nokkr- um áratugum þegar framhalds- skólanám var forréttindi mjög fárra í hvetjum aldurshópi. Afleið- ing þessa er ekki að slakað sé á kröfum, eins og oft heyrist haldið fram; þvert á móti eru kröfur til meirihluta unghnga stórauknar. Flestar hefðir ,okkar í skólastarfi miðast hins vegar enn sem fyrr við htla forréttindahópinn. Vinnuað- ferðir, væntingar okkar og kröfur til nemenda eru þær sömu: Við ætlumst til þess að allir verði jafn- góðir og fáir voru áður. Þetta gerist einfaldlega ekki. Og þegar það kemur i ljós hættir mönnum til að leggjast í þunglyndi og telja allt skólakerfið ónýtt, kennarana lé- lega og nemendurna vitlausa. I ljósi þessa er út i hött að bera nemendur framhaldsskóla núna saman við þá sem áöur stunduðu nám. Þetta eru tveir gjöróhkir hóp- ar og árangur þeirra eftir því. Annars vegar forréttindahópurinn, hins vegár þorri allra unglinga. Hvað gerðu þeir sem ekki fóra í framhaldsnám fyrir tuttugu áram? Jú, þeir fóra að vinna og qkki nokkrum skólamanni datt í hug að hafa áhyggjur af því hvort þeir kynnu að lesa og skrifa og hvort þeir læsu bækur í frítímum eða gerðu eitthvað annað. Þegar síðan þessi hluti unghnganna kemur í framhaldsskóla þá reka menn upp stór augu og furða sig á því hvað þeir eru vitlausir! Við þetta má síðan bæta aö fjölg- Eiríkur Brynjólfsson un nemenda gerir stórauknar kröfur til kennara án þess að þeim sé það á nokkran hátt umbunað, hvorki í launum né vinnuaöstöðu. Breyttar aðstæður Áhugamál, tómstundagaman og uppeldisaðstæður unglinga hafa breyst veralega án þess að skóhnn komi þar til móts eða hafi breyst. Sumt af því sem börn og unghngar „lærðu“ á heimilum sínum áður læra þau hvergi nú. Ég nefni eitt dæmi, bóklestur. Það virðist vera svo að bóklestur á heimilum hafi minnkaö veralega. Þrátt fyrir að þetta sé viðurkennt og sömuleiðis það að bóklestur leggi líklega mik- hvægasta grunninn að málþroska hvers og eins þá hefur skólinn ekki komið th móts við þessar breyttu aðstæður með því að auka bóklest- ur nemenda. Þegar svona skýrslur koma fram í dagsljósið eru viðbrögð oft á þá lund að menn dæsa og segja stund- arhátt: „Heimur versnandi fer.“ Sumir halda þvi hka fram að í nú- tímaþjóðfélagi sé orðið svo erfitt að lifa að það sé varla gerlegt með góðu móti; einkum fyrir unglinga. Þetta hafi allt verið miklu betra fyrir tiu - tuttugu árum. Slíkt gaf að lesa í Morgunblaðinu 5. nóv- ember sl. Þar stóð í grein eftir íslenskukennara við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti: „Eg tel mig hafa upplifað gjörbreytta afstöðu ungs fólks til náms frá því ég var sjálfur í framhaidsskóla, fyrir um 15 áram. Hugsun ungs fólks er nú sundurlausari, dreifðari og tættari en fyrir rúmum áratug, og þótti mörgum þá þegar nóg um. Það er miklu erfiðara að vera ungur um þessar mundir en þá. Ef ungt fólk vill komast hjá því að vera eins og rekald í stórsjó verður það að skipuleggja tíma sinn því það er svo miklu fleira á boðstólum en fyrir fáeinum árum, miklu fleira en nokkur maður getur sinnt.“ Síðan fer höfundur hörðum orðum um nýjar útvarpsstöðvar og neyslu- kapphlaup. Hugsun ungs fólks nú á dögum er ahs ekki „sundurlausari, dreifð- ari og tættari" en áður, og nú um mundir er ekkert „erfiðara" að vera ungur. Hins vegar hafa vissar aðstæður breyst og það er öðravísi að vera unghngur nú en áður. Og þá vaknar áleitin spurning: Hvem- ig bregðast kennarar og skóh við breytingum? Gefum okkur það að nýjar út- varpsstöðvar hafi vond áhrif á málfar unglinga. Og spyijum svo: Hvaö gerir skólinn eða hefur gert til að sporna við fæti? Ég get sagt ykkur alveg eins og er, að hann gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Skólinn og kennarar hefðu átt að sjá þetta fyrir og gera viðeigandi ráðstafanir. En íslenskir skólar era hálfgerðir attaníossar og þess vegna kemur það sífellt á óvart að fyrir utan skólastofumar er þjóðfélag sem tekur hreytingum. Niðurstaða mín er reyndar sú að íslenskuþekking unghnga nú sé meiri og almennari en nokkru sinni fyrr. En í sífehdri sókn okkar að markvissari og betri menntun þá er unnt að gera betur og það verður að vera markmið okkar. En til þess þarf meðal annars að búa miklu betur að skólunum. Það þarf sömuleiöis að meta starf kennara miklu meira en nú er gert, bæði í launum og vinnuaðstöðu. Þess vegna má svona skýrsla aldrei veröa til þess að gera menn niður- dregna heldur efla mönnum kjark til að laga það sem aflaga fer. Vísnaþáttur Bamaglingur frónbúans Árið 1947 var ritgerðum Áma Pálssonar prófessors safnað í bók og gaf Helgafell út. Hún heitir „Á víð og dreif‘. Þar minnist hann vin- ar síns, Andrésar Bjömssonar, skálds og leikara. Þaðan er tekið það sem hér er sett með thvitnun- armerkjum og vísur sem í þeirri grein era. En hér era úrfellingar og sums staðar önnur röð orða en þar er: „Ég hygg að Andrés Björnsson sé einn þeirra fáu manna sem verða mér minnisstæðir til ævi- loka. Ekki er það vegna þess að hann ynni þrekvirki um ævina né færðist stóra hluti í fang. Það var einmitt eitt höfuðeinkenni hans að hann treysþ aldrei sjálfum sér, svo sem vera bar, hugsaði aldrei nógu hátt. En hann har nokkra þá hluti með sér sem fátíðir era, einkenni- legir og aðlaðandi. Hann bjó bæði yfir gáfum og gæðum. Hann var einfaldur maður í gamalli og góðri merkingu þess orðs. Andrés kom th Kaupmannahafnar haustið 1905. Hafði skrifast út úr skóla þá um vorið með hárri einkunn... efstur þeirra er þá tóku próf... Gáfur hans höfðu vakið athygli... og fregnir borist til Kaupmannahafn- ar... skólabræður hans höfðu sérstaklega orð á því að hann væri slyngasti hagyrðingur sem þá væri í skóla. ...Fundum okkar bar bráðlega saman, eftir að hann var kominn... Lét hann þá oft íjúka í kviðhngum og eitt sinn- kenndi hann mér vísu sem hann hafði þá ort nýlega og landsfræg er orðin fyrir löngu: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta bamaghngur, en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. En þessa vísu hygg ég að hann hafi ort síðasta: í mér glíma ástarbrími pg ölvavíma. í mánaskímu um miðja grímu margt ég ríma.“ Hér er glettnisvísa heiman úr Skagafirði. Tilefnið var þetta: „Tveir karlskröggar áttust illt við í réttum og höfðu báðir viðurnefni. Var annar nefndur Rógur en hinn Stóri-Sannleikur.“ Ekki fullyrðir Árni Pálsson að Andrés Bjömsson hafi ort þessa vísu en hún var með- al þeirra sem hann fór með á þeirra fyrsta fundi. Það er bölvað þrælatak, þvert á móti kærleikanum, sveðjuna þegar Rógur rak í.rassgatið á Sannleikanum. Nú víkjum við um sinn frá grein Áma Pálssonar en lokaorð hans, aöeins stytt, koma síðast í þessum þætti. Úr Stuðlamálum Andrés Bjömsson var bóndason- ur úr Skagafirði og missti móður Jón úr Vör sína á barnsaldri. Heimkominn frá námi erlendis dvaldist hann mest í Reykjavík, var blaðamaður, þing- skrifari og leikari; bjó viö þröngan kost, nokkuð ölkær. Áratugum eft- ir lát hans var gefin út bók eftir hann, 1940. Hún nefndist Ljóð og laust mál, nú fágæt. Andrés fæd- dist 1883 og dó 1916. í safnritinu Stuðlamál, sem Mar- geir Jónsson, skagfirskur fræði- maður, gaf út á árunum 1925-32 á vegum Þorst. M. Jónssonar, eru rúmlega tuttugu tækifærisvísur Andrésar Bjömssonar. Hef ég þær tíl hhðsjónar að þessu sinni en þess mun ekki langt að bíða að annar þáttur komi með efni eftir A.B. Á ferð mflli íslands og Danmerk- ur orti hann: Vinda þengill yiti fjær veltir skeiða grúa. Hrannar engið ólmur slær upp í breiða múga. Þorsteini Erlingssyni hafði orðið það á að fara rangt með á prenti vísubotn eftir Andrés og fékk að launum þessa sérkennilegu kveðju: Drottnum illur, þrjóskur þræll, Þorsteinn snillikjaftur, botnum spillir, sagnasæll, Sónar fylliraftur.- Doktor Fomi var hiö algengasta nafn á Jóni Þorkelssyni, alþingis- manni, forstöðumanni Þjóðskjala- safnsins og skáldi. Þótt virðulegur borgari væri tók hann stundum þátt í gleðskap ölkærra gáfumanna á Hótel íslandi í miðbæ, en hann var búsettur uppi á Hólavöllum. Svigna fomu salagóf, setið er hom og bekkur. Fastan spoma fjalagólf fatanom og rekkur. Kættist Forni klukkan tólf, klingir homi og drekkur glætu, boma glers í kólf, gengur að morgni upp brekkur. Alkunn er þessi þingvísa frá langri skrifaratíð höfundarins. En þær munu til fleiri: Þegar fer í þennan dans, - það er gamall siður - ætti að skera andskotans umræðumar niður. Þá er aöeins rúm fyrir lokaorð Áma Pálssonar úr hinum merka formála hans fyrir Ljóðum og lausu máli sem áöur er til vitnað: Lokaorð „Fráfall Andrésar bar að höndum á hörmulegan hátt. Hinn 15. mars 1916 fór hann að morgni dags á skipi til Hafnarfjarðar og ætlaði að ganga heim til Reykjavíkur sam- dægurs. Hann lagði af stað frá Hafnarfirði og mættu honum tveir menn á heimleiðinni. Eigi höföu þeir þó tal af honum en sáu að skömmu síðar snéri hann út í hrau- nið... Andrés hefur að líkindum farið villur vegar en staðnæmst í hraunbrúninni sunnan viö Amar- nessvík. Þar hefur hann ætlað að hvíla sig en sofnað og ekki vaknaö aftur. ... Fregnin um hið sviplega frá- fall Andrésar vakti óvenjulegan trega og eftirsjá meðal vina hans og kunningja, en þeir vora margir. Mér flaug í huga vísa Indriöa á Éjalli: Eina þá, sem aldrei frýs, úti á heljarvegi, kringda römmum álnar-ís, á sér vök hinn feigi.“ Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.