Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 42
■54 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. Ferðamál Undir Jökli I ríki Bárðar Snæfellsáss r\i ioiiiiiiciiu uiiuii uuivii — uciiiiaiMi ivja. Einar Haukur Kristjánsson Vegurinn vestur er nú aö stórum hluta lagöur bundnu slitlagi og því w > alls ekki fráleitt að bregða sér í stutt feröalag, jafnvel dagsferð, á Snæ- fellsnes þegar færi er gott. Nú fer vetur konungur senn í hönd, enda er þegar komiö hausthljóö í vindinn. Óvíöa er haustbrimið tilkomumeira en viö sunnanvert Snæfellsnes. Þar eru víða miklir, hvítgulir ægisandar og grynningar langt út frá strönd- inni. Gjárnar þrjár Ströndin viö Arnarstapa og Hellna, sem eru tvö lítil sjávarþorp á klett- óttri strönd, hefur nú verið lýst friðland samkvæmt náttúruverndar- lögum sakir þess hve fógur hún er og sérkennileg. Á Stapa, eins og þorp- ið nefnist í daglegu tali, skellur hafaldan á háum stuðlabergshömr- um en út í sjóinn skaga klettastapar og drangar, sumir umflotnir sjó, og liggja stuðlarnir í þeim með ýmsum hætti og skapa margs konar mynst- ur. Út í einn dranginn hefur báta- bryggjan verið gerð og geta aðrar hafnir landsins vart státað af tígu- legra umhverfi. Tilkomumestar eru þó Stapagjárnar svonefndu en þær eru spottakorn vestan við höfnina. Þar hefur sjórinn á löngum tíma brotið og sorfið mikla hellisskúta í stuðlabergsklettana og að lokum brotið sér leið upp um hvelfinguna innst í hellunum og sér þar nú niður í hvldýpið innan við mikla steinboga. Gjárnar eru þrjár og mjög svipaðar að gerð. Þær heita Hundagjá, Miðgjá og Músargjá. Sumarlangt óma gjárnar af klið óteljandi sjófugla sem þar eiga sér hreiður. í stórbrimi þeytist löðrið upp úr gjánum líkt og þar væru gjósandi hverir. Tilkomumestir verða gos- strókarnir upp úr gjánum þegar hittist á með hvassan útsynning og Við bjoðum uppá jóla—og áramótaferð til Vínar, heimsborgarinnar sem býður uppá það sem flesta "rómantíkera” dreymir um. Þú nýtur tónlistar, skoöar söfn, ferð í óperuna eða bara situr á góðum "restaurant” eða vínkrá jafnvel i sama sæti og Mozart fyrir nokkrum öldum síðan, og horfir á mannlífiö i fjölbreytileik sínum i sögufrægu umhverfi. Ómótstæðilegir töfrar Vínarborgar heilla alla og það ekki síst á þessum árstíma. Haltu uppá jólin og áramótin i Vín. Gist verður á góðu hóteli. Brottför 23. des. og komið heim 3. jan. Fecdnskf/ísro/.to Kaiandi Vesturgötu 5, Reykjavík simi 622420 stórstraumsflæði sem verður tvisvar i mánuði, þegar tungl er nýtt og fullt. Snertispöl vestan við gjámar er hinn frægi Gatklettur sem oft birtast myndir af á almanökum og víðar. Gat hans líkist mjög öðru gati sem kennt er við Dyrhólaey, enda flask- aði ágætur stjórnmálamaður á þessu í byrjun aldarinnar og lenti í kátlegri ritdeilu við andstæðing sinn í þjóð- málum. Vildi hvorugur láta af skoðun sinni svo sem nærri má geta. Hellnahraun Það er gáman að ganga með þess- ari strönd, enda margt að sjá og skoða. Þeir sem ekki eru sporlatir geta gengið alla leið út á Hellna. Þá liggur leiðin um Hellnahraun en yfir það er gömul reiðgata sem var fjöl- farin á meðan famar voru skreiðar- ferðir í verstöðvarnar undir Jökli. Við þessa götu er djúp laut í hraun- inu sem heitir Draugalág eða Oddnýjargjóta. Þar þykir vera reimt mjög síðan Latínu-Bjarni kvað þar niður uppvakning. Sá draugur var óknyttasamur og hlaupagikkur hinn mesti og nefndist Oddný píla. Þeim sem óttast afturgöngur er ráðlegt að vera þar ekki einir á ferli eftir að skyggja tekur á kvöldin. Vestast í hrauninu er Valasnös og hinn mjög svo rómaði hellir, sem nefnist Bað- stofa, og er þá komið í Hellnapláss. Baðstofan, sem er kvik af fugli á sumrin, líkist nokkuð Stapagjánum en er þó langtum tilkomumeiri, enda er unnt að virða hana fyrir sér bæði ofan af snösinni og úr fjörunni. Hún hefur tvo innganga, auk glugga á þaki. Þegar sólar nýtur árla dags verða ljósbrigði þar með þeim hætti að eigi verður lýst. Lóndrangar Hér er ekki rúm til að lýsa svo nokkru nemi öllum þeim fjölbreyttu og skemmtilegu gönguleiöum sem hægt er að velja sér undir Jökli og verður að fara fljótt yfir sögu. Það er til dæmis bæði gaman og fróðlegt að bregða sér vestur á Þúfubjarg þegar brim gengur þar sem hæst og Bráöabirgðavegabréf „Það hefur margoft verið rætt um þetta," svaraði Kristján Péturs- son, yfirtollvörður hjá vegabréfa- skoðun, í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar á Keflavíkurflugvelli. Hann var spurður hvort ekki væri tímabært að starfsmenn vegabréfaskoðunar hefðu heimild til að gefa út bráða- birgðavegabréf, framlengja útrun- nið vegabréf eða til dæmis aö skrá barn í vegabréf foreldris ef foreldri er á útleið með barn. Kristján sagði að ótalmörg vandamál kæmu upp í vegabréfaskoðun sem hægt væri að leysa á staðnum ef heimilað væri af hálfu yfirvaida. „Ég bendi á að hjá ræðismönnum íslands erlendis er heimilt að gefa út bráðabirgðavegabréf sem oft þarf að grípa til,“ sagði Kristján. Hann sagði að það væri í raun brýnt að hægt væri að leysa þau vandamál sem upp koma hverju sinni á Keflavíkurflugvelli. -ÞG Vegabréf fyrir bömin Ferðalög barna á milli landa eru tíðari í dag en áður. Það hefur vak- ið athygli margra er starfa að ferðamálum að oft er ekki hugað að vegabréfum fyrir börn eins og skyldi. Börn geta fengið vegabréf við fæðingu eða um leið og þau hafa verið skírð. Vegabréf barna gilda aðeins til fimm ára í senn og kosta þrjú hundruð og fimmtíu krónur (vegabréf fullorðinna kosta ellefu hundruð krónur). Algengt er að börn séu skráð í vegabréf foreldra sinna. En athuga verður að skrá börnin i vegabréf beggja foreldra. Mörg dæmi eru um að barn eða börn hafa aðeins verið skráð í vegabréf annars foreldris og af hafa hlotist vandræði. Tökum sem dæmi ef það foreldranna, sem hefur barnið skráð í vegabréfi sínu, veikist á ferðalagi erlendis og verð- ur að dvelja lengur en samferöa- mennirnir sem í þessu tilviki eru hitt foreldrið og barn. Það foreldri sem heldur heimléiðis með barnið hefur það ekki skráð í vegabréfi sínu og hægt er að neita því um að fara með barnið úr landi. Dæmi eru um að barn hafi ekki verið skráð í vegabréf foreldra sinna og þegar komið var á erlenda grund neituðu yfirvöld barninu um landvist. Rétt er að huga að vega- bréfunum áður en lagt er upp í ferðalag með börnin til útlanda. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.