Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. Spumíngin Finnst þér aðventan skemmtileg? Lilja Pálsdóttir: Já. Undirbúningur allur með íjölskyldunni og jólafastan er skemmtilegur tími. Bragi Halldórsson: Já, já, ég set t.d. alltaf aðventuljós í glugga og ýmis- legt í þeim dúr. Ingibjörg Júlíusdóttir: Já. mér finnst hún mikil tilbreyting í skammdeginu og lífga það upp. Margrét Óskarsdóttir: Já, það finnst mér. Það fá flestir í sig einhvem jóla- fiðring. Jólin byrja með aðventunni. Þórarinn Þorgeirsson: Finn ekkert fyrir henni. Ekkert kominn í jóla- skap. Jóna Bjarnadóttir: Hún er ágæt, all- jir undirbúni^|ujjip| j ' (gr Lesendur Hvenær lögðust þéringar niður? Steingrimur skrifar: Skyldu vera margar þjóðir sem gera sér það að leik að fremja eins konar kviðristu á móðurmáli sínu? Þetta gerum viö íslendingar stöð- ugt með því að líða börnum og öðrum sem eru við nám að iðka latmæli af ýmsu tagi, t.d. með óskýrum framburði og óvönduðum orðatiltækjum o.fl. o.fl. En það þarf ekki börn eða nem- endur til. Orðaforði landsmanna virðist verða fátæklegri eftir því sem tíminn líöur og erlendar mál- slettur og orðskrípi setja svip á talað mál og ritað, en þó miklu fremur hið talaða. Það væri nú svo sem í lagi ef hin erlendu orð og orðatiltæki væru færð á réttan hátt að íslensku máli. En því er nú ekki að heilsa. Við íslendingar höfum stórlega sett niður varðandi málvenjur bæði í ræðu og riti, viljandi og óaf- vitandi. Eitt atriði vil ég sérstak- lega minnast á og það eru þéringar sem viðgengust hér til skamms tíma. Ekki eru liðnir nema svo sem tæpir tveir áratugir frá því að hætt var að nota þessa kurteisisvenju í ávarpi við ókunnugt fólk, svo og í viðskipta- og verslunarbréfum. Þetta er viðtekin venja hjá öllum þjóðum sem ég þekki til. Meira að segja verðum við íslendingar að hlíta þessari venju er við skrifum bréf til erlendra aðila og það virö- umst við sætta okkur við, einnig í ávarpi við ókunnugt erlent fólk, hérlendis og erlendis. En hvers vegna eru þá þéringar ekki við lýði hér á landi? Hefur ein- hver lögboðið að þéringar skuli aflagðar eða hefur þetta bara þró- ast svona gegnum árin? Ég hef grun um að tveir öflugir hópar eigi hér talsverðan hlut að máli, nefnilega alþingismenn og kennarar. Á Afþingi urðu aflheitar umræður fyrir nokkrum árum og skiptust menij þar í tvo hópa um málið. Eins hafa kennarar verið á móti þéringum og ekki talið við hæfi að skikka börn í skólum til að þéra kennara. Þéringar hafa að vísu ekki alveg lagst niður því opinberar stofnanir og mörg fyrirtæki þéra viðtakend- ur í ávarpsorðum bréfa. En í talmáli eru þéringar gjörsamlega horfnar. Sá myndi þykja meira en lítið skrýtinn sem notaði þær, jafn- vel þótt um alls ókunnugt fólk væri að ræða. En það er sérstakt rannsóknar- efni hvernig íslendingar, sem ekki vilja nota þessar kurteisisvenjur hér heima, geta brotið odd af oflæti sínu er þeir hafa samskipti við ókunnuga erlendis, t.d. þeir sem stunda viðskipti og eru við nám í skólum sem undantekningarlaust krefjast að kennarar séu þéraðir. Það er í tísku á okkar dögum að vekja upp ýmislegt frá liðnumn tíma, t.d. í fatnaði, dægurlögum, húsgögnum o.fl. Vonandi hvarflar það að einhverjum þeim er hafa nógu sterka persónutöfra eða aðra eiginleika til eftirbreytni að taka upp þéringar að nýju. Það myndi óneitanlega veita siðfágaðri straumum inn í okkar annars los- aralega þjóðfélag og færa okkur þær alþjóðlegu og viöteknu um- gengnisvenjur sem þykja sjálfsagð- ar. Gervihnattasjónvarp: Gerræði íslenskra yfirvalda íbúi á Patró skrifar: Það byrjaði eiginlega allt hérna með því að hingað komu útsendarar að sunnan sem áttu að gera könnun á því hve margir hér horfðu á útsend- ingar erlends sjónvarpsefnis frá gervihnöttum. Nú ætla ég ekki að dvelja lengur við heimabyggðina, vegna hinna óréttlátu reglna og ákvæða sem gilda í landinu hvað varðar móttöku á er- lendu sjónvarpsefni, heldur lýsa óánægju okkar sem viljum ná þessu sjónvarpsefni. Það er farið að ganga einum of langt í lýðræðisríki þegar á að banna fólki aö horfa á frjálsa fjölmiðla eins og ég vil kalla þessar erlendu stöðvar vegna þess að þær sjálfar, allflestar, setja engar hömlur á „horfun" fólks sem á annað borð getur náð sending- Intelsat - eitt þeirra gervitungla sem við eigum kost á að nýta hér á landi fyrir móttöku sjónvarpsefnis. unum. Sumar þessara stöðva, sem varpa út frá gervihnöttum, eru svokallaðar auglýsingastöövar og eru með þætti sem eru greiddir af ákveðnum fyrir- tækjum sem vilja ekkert frekar en að sem flestir horfi á efnið, hvar sem vera skal. Hvers vegna eigum við frekar að þurfa leyfi til að horfa á alþjóðlegt sjónvarp en aö opna fyrir útvarpið og hlusta á hvaða erlenda stöð sem vera skal? Allt þetta eftirht með móttöku erlends sjónvarpsefnis frá gervihnöttum er ekki hægt að flokka undir annað en gerræði af hálfu ís- lenskra yfirvalda. Slíkt gerræði lítur fólk á sem þvingun og ósanngimi og reynir sem mest það má að forðast það með einhverjum hætti og þá er stutt í það sem hið opinbera flokkar undir „lögbrot". Er nú ekki mál að linni eftirliti hins opinbera með þvi hvað við horfum á frá hinum alþjóðlega ljósvakamark- aði og gerum þar útvarpi, sjónvarpi og erlendum blöðum jafnt undir höfði? Á meðan við eram skylduð til að greiða afnotagjald af Ríkissjónvarpi hvort sem okkur líkar betur eða verr, ef við viljum hafa sjónvarp í stofunni á annað borð, þá ætti hið opinbera að sjá sóma sinn í því að láta ekki kné fylgja kviði og meina okkur full og óskert afnot af rándýru sjónvarps- tæki á þann hátt sem við sjálf óskum. Skiptistöð SVK: Vantar hreinlætis- aðstöðu Garðar V. Sveinsson hríngdi: Hér í Kópavogi er skiptistöð á vegum Strætisvagna Kópavogs. Þar er hið versta ástand að því er snertir hreinlætis- og salernis- aðstööu. Þessi aöstaða hefur aldrei verið fyrir hendi svo ég viti til. Hins vegar er engin ástæða til aö láta þetta kyrrt liggja. Eldra fólk, börn og reyndar flestir aörir, sem þarna þurfa að bíða, hafa þurft að leggja leið sína alla íeið í Utvegsbankann eða enn annað til komast í snyrtiaðstöðu. Eftir lokun annarrar þjónustu- starfsemi og verslana er ekkert athvarf fyrir viðskiptavini SVK. Það er Iiins vegar afleitt til af- spurnar fyrir annars gott þjón- ustufyrirtæki, sem SVK er, að bjóða fólki upp á þetta aöstööu- leysi Ég beini áskorun minni til réttra aðila um að bæta úr þessu sem allra fyrst. Kartöflur líka á spenann? Gunnar Jónasson hringdi: Ég var að lesa frétt í DV þess efnis að útflutningur á kartöflum væri nú hagstæðari en á kindakjöti. Allt virð- ist þó vera óljóst um hvaða verð fæst fyrir íslenskar kartöflur í Noregi en þangað er ferðinni heitið með þær. En þaö sem mér finnst nú vera meginmáliö í fréttinni, eins og reynd- ar kemur fram í fyrirsögn, er að kartöflubændur hafa leitað eftir „fyrirgreiðslu" hjá Framleiðnisjóði og markaðsnefnd um útflutnings- bætur á þessar kartöflur. Og það sem verra er: málið er í skoðun, segir einnig í fréttinni. Haft er eftir einum aðila sem hefur kannað hugsanleg viðskipti við Norðmenn: „Mér finnst ekki óeðli- legt að við leitum þangað eftir þeim peningum sem við höfum óbeint skapað“!! Þetta þýðir á mannamáli að kartöflubændur vilja að ríkið greiði þeim fyrir að flytja út kartöfl- ur! Já, það á ekki af okkur að ganga aumingjaskapurinn og ásóknin í framfærslu af hálfu ríkisins. Kartöfl- ur líka komnar á spenann. - Það var einmitt það sem okkur vantaði, ís- lendinga! Hringiö í síma 27022 milli kl. 13 og 15 eöa skrifið. Útflutningur á kartöflum. Peningar úr Framleiönisjóði?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.