Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. Jarðarfarir I gærkvöldi Eiríkur Jónsson frá Helgustöðum, Biskupstungum, andaðist á Elli- og - hjúkrunarheimilinu Grund aðfara- nótt 25. nóvember. Jarðsett verður frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi mið- vikudaginn 2. desember kl. 14. Styrkár Snorrason, Mávahlíð 38, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. desember kl. 13.30. Valgerður Kristinsdóttir, áður Hverfisgötu 66, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 2. des- ember kl. 15. Laufey Sigfmnsdóttir er látin. Hún fæddist á Seyðisfirði 26. september 1913, dóttir hjónanna Jóhönnu 4 Gunnlaugsdóttur og Sigfinns Jóns- sonar. Hún giftist Kristjáni Guð- mundssyni en hann lést árið 1980. Þau hjónin eignuðust sex börn. Útför Laufeyjar verður gerð frá Hafnar- íjarðarkirkju í dag kl. 13.30. Magnús Guðjónsson lést 22. nóv- ember. Hann fæddist 21. september 1891, sonur hjónanna Guðjóns Gísla- sonar og Kristbjargar Steingríms- dóttur. Magnús starfaði lengst af sem bílstjóri hjá Nathan og Olsen. Útfór hans verður gerð frá Garðakirkju í dag kl. 13.30. Hilmar Ludvigsson lést 24. nóvemb- er. Hann fæddist í Reykjavík 5. október 1919, sonur hjónanna Ragn- heiðar Sumarliðadóttur og Ludvigs > C. Magnússonar. Hilmar fór ungur til náms í bakaraiðn hjá A. Bridde, bakara í Reykjavík. Hann fékk meist- araréttindi árið 1942 og starfaði síðan við iðnina í nokkur ár eða til ársins 1951 að hann gerðist vörubílstjóri. Árið 1974 réðst hann sem vaktmaður til Borgarspitalans í Reykjavík og starfaði þar allt til ársins 1987. Eftir- lifandi eiginkona hans er Sveiney Þormóðsdóttir. Þau hjónin eignuðust 10 börn, þar af dóu 2 í frumbernsku. Útför Hilmars verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag kl. 13.30. Tóiúeikar Megas - útgáfutónleikar Reykjavíkurplata Megasar, Loftmynd, hefur hálfum mánuði eftir útgáfudag selst í 3.500 eintökum. Megas heldur út- gáfutónleika í íslensku óperunni mið- vikudaginn 2. des. nk. til að kynna Loftmynd. Hann hefur fengið til liðs við sig nokkra af þeim tónlistarmönnum sem lögðu honum lið á plötunni. Þettá er í fyrsta sinn í langan tíma sem Megas held- ur tónleika með hljómsveit. Miðaverð verður kr. 800 og tónleikarnir hefjast kl. 21. Forsala aðgöngumiða er í Gramminu, Laugavegi 17. Tilkyimingar Bergþóra - í seinna lagi Bergþóra Ámadóttir er mjög þekkt og virt meðal vísnavina um land allt fyrir góðar vísnaplötur í gegnum árin. Nýlega I kom út ný plata frá henni, „í seinna lagi“, en hún inniheldur lög úr samnefnd- um sjónvarpsþætti sem var sýndur í ríkissjónvarpinu í september sl. Oll lögin á plötunni eru eftir Bergþóm og einnig á hún um helming textanna en meðal texta- og ljóðahöfunda eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Steinn Steinarr og Tómas Guðmundsson. Jólasmásagnakeppni Barna- útvarpsins 1987 Um þessar mundir stendur yfir á vegum Bamaútvarpsins smásagnakeppni sem böm og unglingar á aldrinum 9-14 ára geta tekið þátt í. Sögumar eiga að fjalla um jólin eins og nafnið bendir til og til Kristín ísfeld hótelstjóri: Mikið fyrir útvarp í gærkvöldi horfði ég bæði á sjón- varp og hlustaði á útvarp. Klukkan rúmlega 6 byrjaði þáttur á Stjörn- unni þar sem leikin voru gömul íslensk lög. Á þennan þátt hlusta ég eins oft og ég get. Eftir íslensku lögin hlustaði ég á gömlu góðu gullaldartónlistina á Stjörnunni í stað útvarpsfrétta á Rás 1 eins og ég geri þó oftast. Þeg- ar Finnur Karlsson talaði um daglegt mál var ég farin að hlusta á Rás 1. Þessir þættir eru frábærir og ég tel þá mjög nauösynlega. Strax á eftir talaði Jón Á. Gissurar- son, fyrrverandi skólastjóri, um daginn og veginn. Þetta eru þeir þættir í útvarpi sem ég reyni ailtaf að hlusta á og varð ekki fyrir von- brigðum í þetta sinn þó að ég væri ekki alltaf á sama máli og gamli maðurinn en það var aðallega í sambandi við bjórinn sem skoðanir voru skiptar. Annars kom hann víða við eins og ætlast er til í þess- um þáttum. Klukkan átta voru svo fréttir í Ríkissjónvarpinu. Það sem sérstak- lega hafði áhrif á mig þar var uppsögn starfsfólks hjá Álafossi og Sambandinu. Heldur óskemmtileg- ar fréttir svona rétt fyrir jólin. Mér finnast fréttirnar betri í Ríkissjón- varpinu. Eftir að 19:19 kom á Stöð 2 finnst mér fara allt of langur tími í að fylgjast með fréttum þar og fréttatengda efninu. Eftir fréttir var Gleraugaö, þáttur í umsjón Steinunnar Sigurðardótt- ur. Þetta þótti mér mjög góður, líflegur og skemmtilegur þáttur. í honum var rætt við höfunda um nýútkomnar bækur þeirra. Einnig skiptust þeir á skoðunum. Sérstaka athygli vakti það hjá mér sem Stef- án Jón Hafstein sagði um frjálsa fjölmiðla og hvernig þeir hefðu þurft að mótast en vera ekki eft- iröpun utan úr heimi. Stefán Jón Hafstein finnst mér einn besti fjöl- miðlamaður sem komið hefur fram síðustu árin. Góði dátinn Svejk var næstur á dagskrá. Á þessari þáttaröð hef ég engan áhuga. Ég hef sennilega séð þrjá þætti og finnst atburðarrásin allt of hæg. Hef sennilegá allt öðru- vísi kímnigáfu. Ég hafði rekiö augun í dagskrárlið um íslenskt mál á Rás 1. Þáttur sem nefndur var Deyjandi mál, eða hvað? Ég tók hann framyfir myndina um Tjékova og Jöltu og sá ekki eftir því þegar bóndinn og allir synirnir gáfust upp við hana. í þessum þætti var fjallað vítt og breitt um móður- Kristín ísfeld. málið okkar. Mér fannst þessi þáttur afbragðsgóöur og hlakka til að heyra framhald hans eftir viku. Ég hlustaði ekki á Sigtrygg Jóns- son, sálfræðing á Bylgjunni, eins og ég geri þó oft. Skrítið hvað fólk getur verið opinskátt í útvarpinu. Hvers vegna flettir aumingja fólkið ekki upp á manninum á gulu síðun- um i símaskránni. Skák_________________. _________________ Átjánda skákin í heimsmeistaraeinvíginu: Gamalt jafhteflísaf- brigði dregið fram - Staðan 9-9 er sex skákum er ólokið Jafntefli varð í átjándu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu í Sevilla á Spáni eftir fjörutíu leikja tafl- mennsku. Áskorandinn Karpov varðist fimlega sóknarlotum Kasp- arovs, sem voru þó ekki sérlega hættulegar, enda tefldu þeir af- brigði af drottningarbragði sem þeir gjörþekkja. í einvígjum þeirra í Moskvu 1984 og 1985 tefldu þeir afbrigðið fimm sinnum og ávallt lauk skákinni með jafntefli. Ka- sparov reyndi að fá meira út úr stöðunni en sem fyrr féll allt í dúnalogn, Þrátt fyrir varfæmislega tilburði í upphafi taflsins er ekki hægt að segja að þeir hafi samið stórmeist- arajafntefli. Þeim tókst ágætlega að búa tfi baráttu úr fremur rólegri stöðu. „Þetta var góð baráttu- skák,“ hefur fréttaritari Reuters eftir Helga Ólafssyni stórmeistara, sem er staddur í Sevilla. Helgi hafði einnig á orði að yfirburðir Ka- sparovs eftir byrjunina heföu ekki verið sérlega sannfærandi en þó hefði honum tekist að skapa stöðug vandamál fyrir Karpov til úrs- lausnar. Skákin bar þess merki að Ka- sparov vildi tefla og sækja án þess að þurfa að taka áhættu. Nú eru aöeins sex skákir eftir af einvíginu og Kasparov stendur betur að vígi. Staðan er jöfn, 9-9, en Kasparov nægir jafntefli til að halda titlinum. Sjálfsagt óskar hann sér einskis frekar en sex jafntefla en hann má samt ekki tefla of augljóslega til jafnteflis - það væri veikleika- merki. Skák eins og sú sem tefld var í gær hentar honum vel. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 4. Rf3 RfB 5. Bg5 Drottningarbragð hefur einu sinni áður veriö teflt í einvíginu en þá skipti Kasparov upp á d5 og lék biskupi sínum til f4. Nú tefla þeir Tartakover-afbrigðið hefðbundna eftir tveggja ára hlé. 5. - h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. BxfB Bxf6 10. cxd5 exd5 11. b4 c5 12. bxc5 bxc5 13. Hbl Bc614. 0-0 Rd7 15. Bb5 Dc7 16. Dd3 Kasparov lék þessa leiki með eld- ingarhraða en Karpov var lengur að rifja upp fyrri skákir. Fyrr en varði var Kasparov kominn með klukkustundarforskot á kluk- kunni. Drottningin fór á þennan reit síðast er þeir tefldu afbrigðiö í seinna einvíginu í Moskvu. Áður voru þeir búnir aö reyna 16. Dc2 og Dd2. Þess má geta að á Invest- banka-skákmótinu í Belgrad á dögunum lék sovéski stórmeistar- inn Salov 16. Da4 gegn Jóhanni Hjartarsyni. Salov var einn aðstoð- armanna Karpovs í einvíginu í London og Leningrad í fyrra. Vita- skuld fetar Kasparov ekki í fótspor aöstoðarmanns óvinarins. 16. - Hfc8 Það er eins og mig minni að Karpov hafi leikið 16. - Hfd8 fyrir tveim árum. Annars virðist ekki skipta öllu máli hvaða leikir verða fyrir valinu. Taflið breytir ekki um persónuleika. 17. Hfcl Hab8 18. h3 g6 19. Bxc6 Hxbl 20. Dxbl Dxc6 21. dxc5 Dxc5 22. Re2 Df8. Áferð stööunnar kemur kunnug- lega fyrir sjónir. Möguleikar hvíts verða að teljast betri vegna heil- steyptari peðastöðu - svartur á stakt peð á d-línunni. Samt hefur hvorugum þeirra tekist að yinna áþekkar stöður á hvítt. Ef svartur heldur höfði á hann að geta varist skakkafóllum. 23.li 4 Örlítið merki um að Kasparov ætli sér að leyfa mótherjanum að hafa fyrir jafnteflinu. Karpov lætur ekki blekkja sig og tekst með upp- skiptum að beina skákinni yfir í hróksendatafl. 23. - Re5 24. Rxe5 Bxe5 25. Hdl Dc5 26. h5 Dc2! Möguleikarnir verða bersýnilega hvits megin í endataflinu sem nú fer í hönd en reynsla Karpovs og þekking segja honum að hann eigi að halda jöfnu. 27. Dxc2 Hxc2 28. Hxd5 Hxe2 29. Hxe5 Hxa2 30. hxg6 fxg6 31. He7 Sker kónginn frá peðum sínum og í næsta leik hreiðrar hann um sig bak við svarta frelsingjann. Báðir hafa grundvallarreglur hróksendatafls greinilega á hreinu, enda ekki við öðru að búast. Þeir sem styttra eru komnir í fræðunum gætu haft talsvert gagn af því að skoða hvernig meistaramir tefla Skák Jón L. Árnason þessa tiltölulega einfóldu stöðu. 31. - a5 32. Ha7 a4 33. g3 h5 34. Kg2 a3 35. e4 Eftir 35. Kf3 g5! 36. Ha5 g4+ 37. Kg2 Kf7 38. Hxh5 Hb2 39. Ha5 a2 er auðvelt að sannfærast um aö hvítur kemst ekkert áleiðis - jafn- tpflícctafta 35. - g5! 36. Kf3 g4+ 37. Ke3 Hal 38. Kf4 Svartur heldur jafntefli á einfald- an hátt eftir 38. e5 Hel+ 39. Kf4 He2 o.s.frv. Annað afbrigði er tal- svert íjörugra: 38. e5 a2!? 39. Kf4 (takið eftir að nú strandar 39. - Hfl? á 40. Hxa2 og valdar f-peðið um leið) h4! 40. Kf5 (ef 40. gxh4 þá 40. - g3! - svartur reynir að opna línur, skáka eftir fyrstu reitaröð og vekja svo upp drottningu) hxg3 41. Kg6 KÍ8 42. Kf6 (eða 42. fxg3 Hel með jafntefli) Kg8 og enn er staðan jafntefli, þrátt fyrir góða tilburði skákskýrandans til annars. 38. - Hfl 39. Kg5 Hxf2 40. Kxh5 He2 Og í þessari stöðu sömdu þeir um jafntefli. Eftir 41. Hxa3 Hxe4 42. Ha5 nær hvitur frelsingja á g-línunni en svarti kóngurinn valdar upp- komureitinn og taflið er jafntefli. -JLÁ Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu með heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum. Sérstakar þakkir til Lóu, mág- konu minnar, og Þórðar, bróður míns, fyrir að gera daginn sem eftirminnilegastan. Guð blessi ykkur öll 1 ' SIGRÍÐUR BOGADÓTTIR HÁTÚNI 10, REYKJAVÍK viðmiðunar eiga þær að vera 3-4 hand- skrifaðar síður eða 2-3 vélritaðar. Skila- frestur er 15. desember og verða veitt þrenn vegleg verðlaun, 1. verðlaun eru Goldstar útvarps- og kassettutæki, 2.-3. verðlaun eru Leader Wade vasaútvarps- tæki. Utanáskriftin er: Bamaútvarpið, Efstaleiti 1,150 Reykjavík. Þær sögur sem bera sigur úr býtum verða lesnar í Bama- útvarpinu 18. desember og verðlaunaaf- hending fer þá einnig fram. Fyrirlestur með Leland Bell Bandaríski listmálarinn og fyrírlfesárínn Leland Bell heldur opinberan fyrirlestur í dag, 1. desember, í húsnæöi Hugvísinda- stofnunar Háskóla íslands, Ödda, stofu 101, kl. 17. Heiti fyrirlestursins er: Mondrian, Giacometti og staða Derain. Fyrirlesturinn fjallar um tengsl þessara listamanna og sýndur verður mikill fjöldi litskyggna af verkum þeirra sem ekki hafa áður komið mikið fyrir almennings- sjónir. Fyrirlestur þessi er haldinn á vegum Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, Máls og menningar og Gallerís Borgar. Athygli er vakin á breyttum tíma og stað frá þvi sem áður hefur verið aug- lyst. TyiineslQnnn e meðan húsrúm leyfir. Tapað - Fundið Leðurjakki tapaðist Þriðjudaginn 24. nóvember var leður- jakki tekinn úr fatahengi Kennarahá- skólans. Jakki þessi er brúnleitur meö hvítu skinni á kraga og ermum, „Pilot“. I vasa jakkans vom lyklar sem eigandan- um er mjög annt um. Sá sem getur gefið einhverjar upplýsingar um jakkann ' 11993. “KHSfíhtf U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.