Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. 23 Nýjar bækur Sagan af brauðinu dýra á ensku Vaka-Helgafell hefur gefið út Söguna af brauöinu dýra eftir Halldór Lax- ness í 'enskri þýðingu Magnúsar Magnússonar þar sem hún hefur hlotið nafnið The Bread of Life. Sagan af brauðinu dýra er upphaf- lega úr Innansveitarkroniku þar sem hún birtist í tveimur köflum. Fjallar sagan á eftirminnilegan hátt um stúlkuna húsbóndahollu sem lendir í villu á heiðum uppi með brauðið sem henni hafði verið trúað fyrir. Lýsir sagan vel lífsviðhorfum tveggja tíma, annars vegar hinu kyrrstæða bændasamfélagi fyrri alda og nútím- anum þegar „traffik og konkúrensi er fariö að gera vart við sig í hérað- inu“. Bókin er unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf., Reykjavík. Verð kr. 1.960. Texti: Micteel og Karen Bonrj Tvær bækur um Paddington frá Erni og Örlygi Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út tvær bækur fyrir börn um Perúbjörninn Paddington eftir Mic- hael og Karen Bond í þýðingu Stefáns Jökulssonar. Önnur bókin heitir Paddington á flugvellinum og er harðspjaldabók ætluð yngstu lesend- unum. Paddington er á leið í sum- arfrí til Frakklands með töskuna sína. Fyrr en varir er hann lentur í hinum ótrúlegustu ævintýrum þegar hann eltir töskuna sína eftir færi- böndum, en hún fýlgir laus með bókinni. Hin bókin nefnist Paddington og klukkan hans og er ætlað það hliít- verk að kenna börnum á klukkuna. Verð kr. 395. Svona er tæknin Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina: Svona er tæknin. Margir kannast við bókaflokk Setbergs eftir Joe Kaufman: „Svona erum við“, „Svona er heimurinn", „Svona eru dýrin“. Fjórðu bókina hefur vantað nokkurn tíma en verður nú fáanleg aftur, en það er „Svona er tæknin". Börnin hafa mikinn áhuga á öllu er varðar tæknina í kringum þau og þekking þeirra sem eldri eru dugir ekki alltaJf til þess að veita viðunandi svör við þeim spurningum sem börn- in spyrja. Hundruð litmynda prýða bókina. Þýðandi: Örnólfur Thorla- cius. Verð kr. 988. Ljósmyndabókin Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér Ljósmyndabókina sem verið hef- ur ófáanleg um 2 ára skeið. Hún er handbók um ljósmynda- tækni, búnað, aðferðir og val myndefnis. Hér er að finna vitneskju um flest þaö er ljósmyndari - áhugamaður jafnt sem atvinnumaður - þarf að vita um myndavélar, tæknibúnað og filmur, um myndatökur við hvers kyns aöstæður, um framköllun, frá- gang og varðveislu myndanna, í svarthvítu eða lit. Hún er 350 blaðsíð- ur. Verð kr. 2.980. Handbók um Ijósmyndatækni, búnaó, adfofólr og val myndefnis.Yfir 1250 myndir John Hedgecoe Listaverkabók Tryggvi Ólafsson Út er komin sjöunda listaverkabókin í bókaflokkum íslensk myndlist sem Listasafn ASÍ og Lögberg-bókaforlag gefa út og fjallar hún um Tryggva Ólafsson. Höfundar texta eru Halldór Björn Runólfsson og Thor Vilhjálmsson. í texta Thors kynnumst viö mannin- um að baki málverkanna, uppvaxt- arárum, námi og viðhorfum til lífsins.. HaUdór rekur feril hans sem Ustamanns og skilgreinir efnistök, áhrif frá öðrum listamönnum og ýmsum miðlum samtímans. Bókin er 96 bls. að stærð og eru í henni litprentanir af 46 málverkum frá ýmsum skeiðum á ferU lista- mannsins. Flestar ljósmyndirnar eru eftir Kristján Pétur Guðnason. Ennfremur eru í bókinni fjölrnargar ljósmyndir úr lífi Tryggva og starfi. ásamt teikningum og grafíkmynd- um. Torfi Jónsson er útlitshönnuður bók- arinnar. Setning, íitgreining, filmu- vinna. prentun og bókband var unnið í prentsmiðjunni Odda hf. Verð krj 2.950. Bitéécv: •ÓiA.CÍSii Saga Ólafs Þórhallasonar eftir Erík Laxdal Út er komin í fyrsta sinn Saga Ólafs ÞórhaUasonar eftir Eirík Laxdal. Nærri tvær aldir eru liðnar siðan skagfirskur flakkari fór um sveitir norðanlands með handrit þessarar bókar í skjóðu sinni og skemmti fólki á kvöldvökum með upplestrum úr því, orðgnótt þess, kímni og vísdómi. Hendingar réðu að frumrit Eiríks varðveittist og nú hefur tækni síö- ustu ára gert mögulegt að varpa að einhverju leyti ljósi á leyndardóm þessarar bókar, galdur máls og efnis, sem margir hafa heyrt getið. í „fyrstu íslensku skáldsögunni", sem bók þessi hefur einnig verið kölluð, er greint frá þroskaárum titil- persónunnar, frá ferðum Ólafs um landið og um álfheima sem mikiö koma við sögu, álögum Ólafs og ást- um. Persónulýsingar éru oftast mótaðar af sálfarslegu raunsæi gagnmenntaðs manns síns tíma. Kvenlýsingar eru margar og ítarleg- ar og hlýtur Ólafssaga aö teljast meiriháttar framlag til slíkra sagna íslenskra. Efnisfóng eru m.a. sótt í þjóðsögur, sumar kunnar. Frágangur þessarar útgáfu að Sögu Ó}afs Þórhallasonar er miðaður viö að gera hana aðgengilega almenn- ingi. Umsjónarmenn, Þorsteinn Antonsson og María Anna Þorsteins- dóttir, lýsa flóknum söguvef með ítarlegu efnisyfirliti sem fylgir. Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur út. Verð kr. 2.125. JsaacBashevis. Singer: Þrællinn Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út skáldsöguna Þrælinn eftir Isaac Bashevis Singer sem gerist í Póllandi í umróti gyðingaofsókna sem aðal- persónan sleppur frá með naumind- um. En þar með er sögu þrælsins engan veginn lokið. í afskekktri fjallabyggð takast kynni með honum og ungri ekkju. Þá hefst barátta upp á líf og dauða - barátta fyrir lífi og frelsi en gegn grimmd og fordómum. Af skarpskyggni sinni lýsir Singer baráttu holdsins og andans, tveggja siða góðs og ills, sem hann lætur speglast í örlagasögu gyðingsins og kristnu sveitastúlkunar. Þessi bók hefur hlotið einróma lof gagnrýn- enda. Verð kr. 2250. II1M>\K>I\I, Danielle áleel jÉffp1 V% Leyndarmál Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út nýja ástarsögu eftir Danielle Steel - Leyndarmál. Mel Wechsler, frábær framleiðandi sjónvarpsþátta, maður með gullfing- ur, safnar saman glæsilegu Uði til að hefja framleiðslu þáttaraðarinnar Manhattan sem hann segir muni marka tímamót. AUir aðalleikararn- ir búa yfir leyndarmálum sem smám saman koma í ljós. Danielle Steel er án efa í fremstu röð þeirra sem nú skrifa fjölskyldu- og ástarsögur. Þetta er áttunda bókin eftir Danielle Steel sem út kemur á íslensku. Verð kr. 1.488. ER FRÁBÆR GJÖF Leikfélagi, sem á eftir að.endast lengi. Þýsku dúkkurnar frá Zapf eru vönduð leikföng, sem ekki látaásjávið misjafnameðhöndlun ungra eigenda. Póstsendum — Góö aðkeyrsla, næg biiastæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.