Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1987, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987. Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu í sama símtali. Hámark kortaúttektar i sima er kr. 4.000,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - sima - nafnnúmer -kortnúmer\ og gildistima og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. 7 Lýst eftir bifreiðum Lögreglan í Reykjavík og lögreglan í Kópavogi lýsa eftir eftirfarandi bifreiðum vegna vanrækslu á um- skráningu og vanrækslu á tilkynningu eigandaskipta. Beiðnir hafa komið frá skráðum eigendum þessara bifreiða um að skráningarnúmer verði tekin af þeim. I einstaka tilviki er ekki vitað um hvar bifreið er helst að finna og beinir lögreglan þeim tilmælum til al- mennings að verði hann var við bifreið, sem ber eitthvert eftirtalinna skráningarnúmera, láti hann vita ' um staðsetningu hennar til næstu lögreglustöðvar. Skráningarnúmer: A-00899 A-01291 A-02287 A-02867 A-04131 A-05305 A-06618 A-06958 A-07633 A-07866 A-09353 A-09459 A-10154 A-10287 A-10730 A-10767 A-11062 A-55381 B-00474 B-00801 D-00116 D-00154 D-00868 E-00527 E-00942 E-01185 E-02588 E-02820 E-02824 E-02873 E-02939 E-03108 F-00857 G-00739 G-01644 G-02806 G-02873 G-03806 G-04270 G-05731 G-06085 G-06886 G-10306 G-10628 G-13527 G-14148 G-15036 G-15347 G-15770 G-16461 G-16807 G-16813 G-17357 G-18441 G-19283 G-20294 G-20836 G-20918 G-21636 G-22664 G-22761 G-23294 G-23414 G-23912 H-00256 H-00419 H-01032 H-01780 H-02162 H-02396 H-03541 I-00654 I-00672 I-00839 1-01066 1-01146 1-01438 1-01882 I-02440 1-05111 K-00850 K-01232 K-01561 K-02311 K-02559 L-00465 L-00753 L-01044 L-01544 M-00705 M-00788 M-01559 Ö-01374 Ö-01439 Ö-01829 Ö-02276 Ö-03928 Ö-04387 Ö-04604 Ö-04928 Ö-05066 Ö-05269 Ö-05376 Ö-05447 Ö-05473 Ö-05781 Ö-05962 Ö-06065 Ö-06097 Ö-06099 Ö-08272 Ö-09587 Ö-09711 Ö-10106 P-00238 P-00628 P-01132 P-01248 P-02176 R-01681 R-06272 R-07431 R-09485 R-09791 R-10281 R-10711 R-10882 R-10914 R-12241 R-13546 R-13705 R-14530 R-14581 R-15094 R-15212 R-16083 R-16334 R-16750 R-17122 R-17401 R-18187 R-18448 R-18822 R-18851 R-19029 R-19670 R-20998 R-21808 R-22237 R-23298 R-23372 R-23719 R-24175 R-24525 R-24592 R-24706 R-25387 R-25503 R-25511 R-26877 R-28143 R-29126 R-29607 R-29617 R-30051 R-30164 R-30704 R-31258 R-31759 R-32202 R-33705 R-34265 R-34516 R-34692 R-35469 R-35826 R-36158 R-36634 R-36929 R-37039 R-37289 R-37354 R-37563 R-37780 R-38400 R-38598 R-39164 R-39215 R-39336 R-39527 R-40216 R-40641 R-41205 R-41315 R-41805 R-42513 R-42693 R-43487 R-43490 R-43608 R-44167 R-44403 R-45079 R-45505 R-45562 R-47681 R-48698 R-48871 R-49085 R-49483 R-49662 R-49772 R-50322 R-50360 R-50873 R-50959 R-51130 R-52089 R-52223 R-52382 R-52597 R-53839 R-53844 R-53845 R-53964 R-54182 R-54230 R-54609 R-54903 R-54925 R-55799 R-56675 R-56840 R-57605 R-57643 R-57762 R-57976 R-58013 R-59018 R-59196 R-60367 R-60846 R-61063 R-61293 R-62633 R-63224 R-63434 R-63970 R-63991 R-64010 R-65659 R-65684 R-65709 R-66026 R-67061 R-67375 R-67870 R-68917 R-68963 R-69157 R-69497 R-69634 R-70107 R-70481 R-71415 R-71522 R-73846 R-73856 S-00259 S-03114 T-00036 T-00691 U-03172 U-04720 V-00952 V-01092 V-01348 V-01449 V-01593 V-01732 V-01960 X-02438 X-03054 X-03116 X-03224 X-03932 X-04496 X-04630 X-05491 X-05730 X-05798 X-06458 X-06984 X-07016 X-07224 Y-06778 Y-02051 Y-02135 Y-03130 Y-03288 Y-03314 Y-03522 Y-04430 Y-05030 Y-05280 Y-05957 Y-09160 Y-10360 Y-12819 Y-13105 Y-13355 Y-14240 Y-14355 Y-14598 Y-14778 Y-15701 Y-15847 Y-16888 Þ-01314 Þ-04043 Þ-04393 Með þökk fyrir samvinn una. lögreglan í Reykjavík, lögreglan í Kópavogi. —- Nýjar plötur__________________________________________dv George Harrison - Cloud Nine: Lengi lifir í gömlum glæðum. Þegar flestir voru orðnir þess fullvissir að George Harrison væri tónlistarlega útbrunnið skar kemur vinurinn aft- ur fram í sviðsljósið léttari og hressari en nokkru sinni á hartnær tuttugu ára sólóferli. Harrison virðist loksins vera kom- inn yfir allt þetta trúarlega grufl sem hefur truflað hann í gegnum árin og hellir sér nú í poppið á nýjan leik og byrjar þar sem frá var horfið á bítla- tímabilinu. Hér kemur nefnilega aftur til sögunnar lagasmiðurinn sem samdi Someday, Here Comes The Sun og My Sweet Lord. Margir hafa spurt sig að því í gegnum árin hvar þessi maður hafl verið og að mínu mati hefur hann alltaf verið til staðar en það sem gerir gæfumuninn á þessari plötu er að Harri fær til liðs við sig í útsetningar og upptöku- stjórn mann sem hefur lifað og hrærst í léttu poppi alla sína tíö. Þetta er Jeff Lynne forstöðumaður Electric Light Orchestra um langt árabil. Áhrif hans á þar fyrir utan góðar lagasmíðar Harrisons eru greinileg og gera sitt til að skapa þennan létta og lífsglaða blæ sem einkennir þessa plötu. En auðvitað eru lagasmíðarnar mikilvægastar, það er erfitt að lífga uppá handónýt lög með snjöllum út- setningum og það verður að segjast einsog er að Harrison fer hér á kost- um í mörgum lögum. Og reyndar býst ég við að það komi mörgum manninum á óvart hversu góður lagasmiður Harri er. Hann hafði þann djöful að draga að vera sífellt miðaður við þá félaga sína Lennon og McCartney. Hann fjallar reyndar aðeins um þetta tímabil ævinnar með bítlunum í einu lagi á þessari plötu, laginu When We Was Fab og þar bregður fyrir ýmsum töktum sem minna á þessi ár. Aörir aðstoðarmenn Harrisons á plötunni fyrir utan Lynne eru ekki af lakari endanum; þar má fyrst geta aldavinar Harra, Erics Clapton. Svo eru þarna Elton John og Ringo Starr svo einhveijir séu nefndir. Þessi plata er öllum þessum mönn- um til mikils sóma og gamlir bítla- aðdáendur ættu að sæta færis og ná sér í þessa plötu; hún sómir sér vel í bítlasafninu. -SþS- Bubbi Morthens - Dögun Stuttog laggóð Þetta er áreiðanlega ein allra stysta plötugagnrýni sem birst hefur opin- berlega. Ástæðan: Það væri að bera í bakkafullan lækinn. Bubbi hefur veriö spurður spjörunum úr í út- varpi og blöðum. Nýja platan hefur þegar selst í þúsundum eintaka. Lög af a-hlið hennar heyrast daglega í viðtækjum landsmanna. Útskýring: Bubbi er sá vinsælasti. Hér bregður hann sér í hlutverk rokkarans og ttúbadorsins og er trúr hvoru tveggja. Hann er öryggið uppmálað enda sigldari en flestir í jólaplötu- flóðinu. Ábending: Leggiði sérstak- lega eyrun við titillaginu Dögun sem sker sigalgerlega úr heildinni. Stórg- ott. Fleiri orð eru óþörf. Þetta er metsöluplatan í ár. Þorsteinn J. Vilhjálmsson Mike Oldfield - Islands Stórta'ðindalaust Þrátt fyrir allar tískustefnur og tæknilegar framfarir hefur tónlist Mike Oldfield ótrúlega lítið breyst. Þessi þrjátíu og fjögurra ára snilling- ur hefur haldið sínu striki allt frá því tímamótaverkið Tubular Bells kom út, en þá var hann aðeins tvítug- ur að aldri. Munurinn liggur helst í að hann hefur á síðustu árum fengið söngvara til liðs við sig og þrátt fyrir einstaka bitastætt verk hafa söng- lögin haldið nafni hans á lofti, kannski ekki nema von, önnur verk of löng og of flókin til almennrar spilunar. Islands, nýjasta plata Oldfield, sver sig í ætt við þessa stefnu hans. Fyrri hliðin hefur að geyma stórvirkið The Wind Chimes, samfellt verk í tveim- ur hlutum. Seinni hliðin innheldur fimm lög sem öll eru sungin. The Wind Chimes, sem gæti útlagst á íslensku Klukknaþeyr, er meló- dískt verk þar sem Mike Oldfield nýtir stúdíótækni til fullnustu. Lík- legt þykir mér að Oldfield sé hér einn á ferðinni, því verkið ber það með sér að vera nær eingöngu leikið á hljómborð með allri þeirri tækni er því fylgir. The Wind Chimes byrjar rólega, ljúfir róandi tónar eins og lygn sjór, en þetta er lognið á undan storminum. Eins og oftast í slíkum verkum byggir það sig upp í magn- þrunginn og stormasaman endi. Helsti galli The Wind Chimes er kannski fyrst og fremst hversu mikið það líkist öðrum verkum Oldfields. Stefin eru ný en uppbygging og út- setning kunnugleg. Það er ekki þar með sagt að verkið sé slæmt, þvert á móti. Maðúr hefði samt viljað fá eitt- hvað ferskara frá meistaranum. Það er slegið á léttari strengi á seinni hlið Islands. Margir munu sakna Maggie Reilly, en hún hefur sett gæðastimpil á lög Oldfields með sinni ágætu rödd. Hún er yíðs fjarri. I staðinn er notast við Bonnie Tyler í titillaginu Islands. Og satt best að segja eiga þau lítið sameiginlegt, hún og Mike Oldfield. Islands er algjör- lega misheppnað lag. Önnur lög eru mun skárri, enda aðrir og betri söngvarar. Sérstaklega hefur Anita Hegerland geðþekka rödd. Þá má geta þess að Kevin Ay- ers syngur eitt lag, Flying Start, en það var einmitt í hljómsveit hans sem Mike Oldfield byrjaði feril sinn, þá fimmtán ára gamall. Islands boðar engiri stórtíðindi fyr- ir Mike Oldfield. Platan er samt í heild áhugaverð að hlusta á. Mike Oldfield hefur að mínu áliti sniðið sér of þröngan stakk. Víkkun tóm- listarsviðs væri til bóta og í stað að skipta plötu í tvo ólíka hluta held ég að kominn sé tími á eitt heilsteypt verk sem hann fellur eða stendur með. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.