Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Fréttir DV Skattamet rík- isstjómarinnar íslandsmet ríkissljómar Þorsteins Pálssonar í skattlagningu á þjóöina sést á meðfylgjandi súluriti sem DV hefur gert og byggt er á upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Með ákvörðun sinni í síðustu viku um 3 miiljarða í nýja skatta ofan á þá 5,7 milljarða, sem áður höíðu ver- iö ákveðnir í sumar og haust, nær ríkisstjómin á árinu 1988 að leggja hærri skatta á landsmenn, sem hlut- fall af þjóðarframleiöslu, en áður hefur þekkst. Ríkisstjórnin kemst upp í 24,7%. Gamla metið, frá árinu 1982, var 24,5%. Talan 24,7% er áætluð af Þjóð- hagsstofnun. Hagfræðingar, sem DV hefur rætt við, telja að hér sé varlega áætlað. Hugsanlegt sé að skatthlut- fallið verði enn hærra. Hafa verið nefndar tölur á bilinu 25-26%. Hér er einvörðungu átt við skatt- tekjur ríkissjóðs. Skattar sveitarfé- laga á þegna sína koma einnig til með að hækka verulega. Hlutfail þeirra hækkar úr um 7% upp í um það bil 8%. Ríkisstjórnin ákvað í síðasta mán- uði að innheimt útsvar sveitarfélaga í staðgreiðslu skatta skyldi hækka um 0,45%. Það þýðir, samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðu- neytinu, 750 miiljónir króna í hærri útsvarstekjum að raungildi. Hækkun fasteignamats í landinu langt umfram byggingarvísitölu gæti þýtt 300-600 milljónir króna í hærri fasteignasköttum til sveitarfélaga. Niðurstaðan er sú að ríkisstjómin hefur á þeim 22 vikum sem hún ríkt lagt á landsmenn nýja skatta sem Þingmenn í veislu forseta Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti islands, bauð þingheimi ásamt mökum til árlegrar kvöldverðarveislu að Bessastöðum í gær. Á efstu myndinni athugar forsetinn hvort nokkuð skorti á veisluborðið áður en gestina ber að garði. Á miðmyndinni ganga þingmenn og makar þeirra til veislu. Á neðstu myndinni sjáum við Vig- dísi taka á móti forseta sameinaðs þings, Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, og eiginkonu hans, frú Elísabetu Maríu Kvaran. . DV-myndir GVA Skatttekjur ríkissjóðs sem hluti af vergri þjóðarframleiðslu 1979-1988 1988 Súluritið sýnir skatttekjur ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. þýða 8,6-8,8 milljarða króna í við- bótartekjur fyrir ríkissjóð á næsta ári. Skattar sveitarfélaga munu hugs- anlega verða 1,0-1,4 milljörðum króna hærri. Það er því ekki ofsagt að segja aö nýir skattar hins opinbera á þegnana nálgist tíu milljarða króna. -KMU Kennarasamband íslands: Samkomulag um launa- og starfsald- urshækkanir - innan starfskjaranefndar Starfskjaranefnd um launamál og vinnutilhögun kennara, sem skipuð er þremur fulltrúum frá kennurum, tveimur frá menntamálaráðuneyt- inu og einum frá íjármálaráðuneyt- inu, hefur orðið sammála um að heildartillögur, sem lagðar verða til grundvallar í viðræðum Kennara- sambandsins við ríkisvaldið, verði eftirfarandi: Hækkun launa frá því sem nú er. Bætt vinnuaðstaða í skólum, málefni skóla í dreifbýlinu. Starfsaldurs- hækkanir komi fyrr en nú er og að fullum starfsaldri verði náð eftir 10 ár. Jöfnun vinnuálags kennara með því að kennsluskylda verði mismun- andi og fjölgun námsorlofa. Við gerð síðustu kjarasamninga kennara var gert samkomulag um endurskoðun á vinnutilhögun og launakerfi kennara. Á næstu dögum mun kjararáð Kennarasambandsins vinna að kröfugerð á grundvelli til- lagna nefndarinnar. Samningaviö- ræður munu hefjast strax upp úr áramótum. Talsmenn Kennarasamhandsins segja að ef samningar nást ekki verði gildandi kjarasamningum sagt upp með 15 daga fyrirvara. -S.dór Skip tók niðri við Þórshöfn Skipið Silver Fox, sem var að koma til Þórshafnar á Langanesi til að lesta lýsi, tók niðri um 10 metra suður af hafnargarðinum. Það var klukkan hálfeitt aðfaranótt fostudags sem skipið tók niöri. Skipveijar óskuðu aðstoðar þar sem skipið komst ekki af stað fyrir eigin vélarafli. Varðskipið Týr var nærri Þórshöfn og var komið skipinu til aðstoðar skömmu eftir að hjálparbeiðnin barst. Það var ekki liðin nema rúm hálf klukkustund frá því að aðstoðar var óskað og þar til búið var að losa skipið. Týr aðstoðaði síðan skipið meðan það lagðist að bryggju. Skipið mun ekki hafa orðið fyrir verulegum skemmdum. -sme Um hádegisbil í gær kviknaði eldur í kjallaraherbergi í gistihúsinu að Braut- arholti 22 í Reykjavík. Mikinn reyk lagði frá eldinum. Tveir reykkafarar fóru inn í herbergið og slökktu eldinn. Reykinn lagði upp á efri haeðir hússins. Nokkurn tíma tók að blása reyknum út. Engan sakaði. DV-mynd S Iristján syngur lslenska hljómsveitin heldur tónleika í Hall- grímskirkju á raorgun, sunnudag, kl. 17.00. Einleikari raeö hljómsveitinni verður Laufey Sigurðardóttir én einsöngvari verður Kristján Jóhannsson. -J.Mar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.