Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 13
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 13 Verðlækkun á Vesturgötu? Reykjavík 11. jan. 1988 Kæri vin Hér er allt á uppleið samkvæmt venju og þó sérstaklega verðlag eft- ir því sem mér skilst á fréttum. Þessar verðhækkanir sigla í kjölfar ráðstafana ríkisstjórnarinnar til að lækka verð. „Allt hækkar nema kjötskrokkar og mjólk,“ segir DV í dag og maður verður vist að hakka í sig skrokkana og hafa mjólk með næstu daga. Ekki þar fyrir að ís- lenskt'lambakjöt er betri matur en nokkur annar sem ég hef lagt und- ir tönn og hef þó dálæti á svínum, sérstaklega eftir að þau eru komin á diskana. En það er þetta með skrokkana. Þeir geta breyst í kótelettur og þá kveður við annan tón. Verðlækk- unarstefna ríkisstjómarinnar er nefnilega gædd þeim ósköpum að þótt skrokkarnir hækki ekki í verði, þá hækkar verð á kótelettum sem unnar eru úr þessum blessuð- um skrokkum. Þetta kemur að sjálfsögðu á óvart og meira að segja Jón Baldvin er öldungis hlessa. En hvað veit hann um verð á kótelett- um? Það er með öllu ósannað mál að Bryndís framreiði lambakóte- lettur á Vesturgötunni því ekki verða lambakótelettur tii úr fiski þeim sem ku vera þar á borðum jafnt hvunndags sem aðra daga. Ekki ætla ég að gagnrýna ráödeild ráðherrahjónanna í heimilishaldi og get sagt þér bara hreint út, að ég trúi ekki þessum Velvakanda- kerlingum sem halda því blákalt fram að það hafl sést til Jóns Bald- vins og Bryndísar á matsölustað í fyrra þar sem þau hökkuðu í sig stórsteikur. Fyrr má nú rota en dauðrota og segi ég ekki meira um þetta mál. Greiðslur hækka líka Það gefur augaleið að þegar þarf að greiða meira en áður fyrir allt nema kjötskrokka og mjólk kostar meira að láta greiða sér. Mér er tjáð af kunnugum að nú sé orðið svo dýrt að láta greiða sér á stofu í Reykjavík að það borgi sig frekar að fara til útianda í þeim erindum, ekki síst ef á að klippa í leiðinni. Ekki veit ég sönnur á þessu en treysti bara á hann Villa Þór sem fyrri daginn því hann hefur árum saman klippt og greitt á mér strýið án þess að það hafi gert mig meira gjaldþrota en orðið er. Auk þess hef ég illan bifur á hárskerum í útlöndum. Það er kannski vegna þess að fyrir margt mörgum árum slysaðist ég inn á rakarastofu í Kaupmannahöfn. Ekki þó til að láta skera hár mitt heldur bað ég ein- faldlega um rakstur. Nú hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að yfirleitt hefur mér tekist að raka mig á hveijum morgni hjálparlaust án stórslysa. En í þessu tilfelli hafði forsjónin ákveðið að farangur minn, og þar með rakdótið, ferðað- ist í aðra átt en ég og ekkert við því að gera. En órakaður gat ég ekki lagt upp í daginn og því brá ég mér á rakarastofu ekki langt frá hótelinu. Með djúpum kokhljóðum tókst mér að koma miðaldra manni þama á stofunni í skilning um að ég vildi láta skafa framan úr mér og hann var strax fullur alúðar og skilnings á þessu vandamáh. En fljótt eftir að hann hóf raksturinn komst ég að raun um að hann var ekki bara fullur samúðar, heldur líka fullur af öli því hann staupaði sig ótæpilega. Ég get svo sem skilið þaö að fólk þurfi einhverja hress- ingu að morgni dags eftir erfiða nótt, en af einhveijum ástæðum var ég ósáttur við þennan forleik að rakstrinum, Kannski hefur þetta bara verið öfund í mér enda var það jafnvel svo að fleiri hefðu viljað hressingu en hinn danski rakari. Ekki ætla ég að lýsa rakstr- inum en þóttist góður að sleppa út tiltölulega lítið skaddaður og meira segja með höfuðið á réttum stað. Ég óttaðist nefnilega um tíma að það mundi skilja milli höfuðs og bols þegar maðurinn mundaði Sæmundur Guðvinsson hnífinn sem ákafast og lagði hann aö barka mér með ódulinni ánægju. Frá því þetta skeði hef ég stillt viö- skiptum mínum við erlenda rakara mjög í hóf og jafnan gengið ómyrt- ur út frá Villa Þór sem aldrei hefur klippt af mér hausinn. Hins vegar klippti hann einu sinni af mér for- láta hálsbindi og glöddumst við báðir við það tiltæki. Hann vegna þess að þama fékk hann útrás fyr- ir löngun sem hefur ábyggilega blundað lengi með honum og ég gladdist vegna þess að aldrei hef ég séö lægri klippingareikning en í þetta skipti. Höfuð hneigja í djúpið Manstu eftir kvæðinu um litlu andarungana sem höfuð hneigja í djúpið? Þetta var þjóðsöngur ótal heimila í dentíð. Ég var að horfa á sjónvarpsfréttir hér um kvöldið og horfði á báðar stöðvarnar því alltaf er von til að maður frétti eitthvað sem maður hefur ekki frétt áður. Sem ég sit þarna fyrir framan skerminn fer ég ósjálfrátt aö virða fyrir mér höfuðhreyfingar þeirra sem á skjánum birtast. Talað er við ýmsa menn en fáar konur þrátt fyrir eindregin tilmæli útvarpsráðs þess efnis að það skuli hka talað viö konur. Sumir þessra manna sem fram komu töluðu meira með höfðinu en tungunnni. Það er að segja, þeir hneigðu sig þegar þeir sögðu og og reistu makkann þegar þeir sögöu en. Ég fór að reyna að líkja eftir þessum hreyfingum og hneigði mig og reisti til skiptis milli þess sem ég hristi höfuðið í takt við þann boðskap sem skókst út úr sjónvarpinu. Eftir að hafa stundað þessar æfingar um skeið komst ég að þeirri niðurstöðu að ekki væri hoifandi á sjónvarpsfréttir nema vera mjög sterkur í hálsliðunum. Hefurðu ekki tekið eftir því hvað það er óþægilegt að horfa á fólk tala, sem þarf alltaf að ná orðunum út úr sér með þeim hætti að skaka til höfðinu um leið? Er ekki hægt að komast yfir afhristara með ein- hveijum hætti því ekki dugar afruglari á þetta Uð? Einmuna tíð Jæja, þú ert eflaust farinn að spyrja hvort ég fari ekki að koma að fréttunum. Og þá eru það auð- vitað ættingjamir sem þú vilt vita um. Ég skal bara segja þér strax að það amar ekkert að þeim nema það eru ennþá þessi vandræði með Ebbu frænku okkar eftir jólaboðið. Hún er sannfærð um.það að ættin hafi splundrast út af þessu rifrildi sem mér skilst að þú hafir verið upphafsmaður að. Geturðu ekki reynt að lækka eitthvað í henni? Sent henni osta áð utan, smér eða símskeyti? Ég get ekki endalaust hlustað á grátinn í henni út af þessu sófasetti sem fór forgörðum í jólaboðinu enda var ég ekki boð- inn, hvemig sem á þvi stendur. Auðvitað ert þú ekki borgunar- maður fyrir settinu og hún getur ekki átt neina kröfu á þig. Ég segi henni bara að þú sért kominn með krabba eða hálsbólgu og sért ekki í standi til að hafa áhyggjur af þessu. Eða viltu að ég segi henni að þú hafir fengið hálsbólgu upp úr krabbanum eða krabba upp úr hálsbólgunni? Blessaður láttu mig vita. Af veðri er það helst að frétta að hér hefur ekki verið neitt veður í langan tíma. Oft hafa skollið á veður í janúar en í þetta skipti hef- ur það brugðist og banka ég nú þrisvar í tré. Að vísu fór hann að snjóa fyrir norðan og vestan en það tekur nú enginn nærri sér sem býr hér á suðvesturhorninu. Fólkið sem býr á þessum slóðum á ekkert betra skilið fyrst það þijóskast enn við að flytja hingað í stórborgar- sæluna þar sem hunang drýpur af hveijum kaupmanni. Staðgrelðsla skatta Eins og þú manst er okkur allt í einu ætiað að fara að borga skatta á sömu mínútu og við fáum tekjur. Þetta er svo nýtt fyrir okkur héma á skerinu að margir mega vart halda höfði af áhyggjum yfir því að skattsvik leggist jafnvel af. Þaö hafa verið okkar ær og kýr að geta treyst því að með því að svindla á skattinum fáist betri svefnró því skatturinn er bara einhver stofnun úti í bæ sem allir eiga að sameinast um að koma fyrir kattarnef. En nú á bara að borga í hvelli og ekkert múður. Ófáum slær fyrir bijóst af tilhugsuninni einni saman að gjalda Davíð það sem Davíð ber undir eins í stað þess að hugsa máhð fram eftir ári. Mér er hins vegar fyrirmunað að skilja hveiju þetta breytir fyrir venjulegt launa- fólk því ég veit ekki betur en lögum samkvæmt hafi það greitt sína skatta hvort sem því var það ljúft eða leitt í hverjum mánuði. Ef það er ekki staðgreiðsla þá veit ég ekki hvað orðið þýðir, en auðvitað má telja þjóðinni trú um að ný stað- greiðsla sé aht annað en gömul staðgreiðsla. Hafðu það svo ævinlega sembest og gangi þér allt í haginn. Þinn vinur, Sæmundur Bréftilvinar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.