Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 18
18 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. Styrkir úr Minningarsjóði Theódórs Johnsons I samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs Theó- dórs Johnsons hefur Háskóli Islands ákveðið að úthluta þremur styrkjum, að upphæð kr. 100 þús. hvern. I 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim tekjum sem ekki skal leggja við höfuðstól sbr. 3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms til Háskóla Islands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Há- skóla Islands. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu háskólans. Umsóknárfrestur er til 15. febrúar 1988. FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALUANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 25. janúar. Kennt verður á öllu stigum ásamt bókmenntaklúbbi, samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni ALLIANCE FRANCAISE, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 14 til 19 og hefst fimmtudaginn 14. janúar. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað- greiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Greiðslukortaþjónusta. AUGLYSING FRA MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, I SAMVINNU VIÐ BANDALAG KENNARAFÉLAGA, HÁSKÓLA ÍS- LANDS OG KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS, GENGST FYRIR RÁÐSTEFNU UM MENNTAMÁL VEGNA ATHUGUNAR EFNAHAGS- OG FRAM- FARASTOFNUNARINNAR i PARlS (OECD) Á ÍSLENSKA SKÓLAKERFINU í BORGARTÚNI 6 30. JANÚAR NK. Dagskrá: Kl. 8.30 Skráning. Kl. 9.00 Setning. Menntamálaráðherra, Birgir isleif- ur Gunnarsson. Kl. 9.10 Almenntyfirlit. Frummælandi: Sólrún Jens- dóttir skrifstofustjóri. Kl. 9.40 Grunnskólastig. Frummælendur: Svan- hildur Kaaber, form. Ki, Arthúr Morthens kennari. Kl. 10.10 Framhaldsskólastig. Frummælendur: Jón Hjartarson skólameistari, Wincie Jóhanns- dóttir, form. HÍK. Kl. 10.40 Kaffihlé. Kl. 11.00 Kennaramenntun. Frummælendur: d"r. Ólaf- ur Proppé, kennslustjóri KHÍ, Rósa B. Þorbjarnardóttir, endurrhenntunarstjóri KHÍ. Kl. 11.30 Háskóli íslands. Frummælendur: dr. Sig- mundur Guðbjarnason háskólarektor, dr. Jón Torfi Jónasson dósent. Kl. 12.00 Stjórn, fjármögnun, skipulag. Frummæl- endur: Hrólfur Kjartansson deildarstjóri, Hörður Lárusson deildarstjóri, Örlygur Geirsson skrifstofustjóri. Kl. 12.30 Hádegisverður. Kl. 13.30 Starfshópar hefja störf. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Starfshópar gera stuttlega grein fyrir niður- stöðum. Kl. 16.40 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 17.30 Ráðstefnuslit. Ráðstefnugjald er kr. 500,- sem innifelur kaffi og hádegisverð. Þátttaka tilkynnist menntamálaráðu- neytinu fyrir 25. janúar í síma 91-26866. Öllum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. DV leitar að Ford-fyrirsætum: DV-mynd KAE Starfið átti ekki við mig en ég fékk ákveðna reynslu - segir Lálja Pálmadóttír, sigurvegari Fordkeppniimar 1985 „Eg var eiginlega dregin í keppn- ina af Sif Sigfúsdóttur sem hvatti mig óspart," sagði Lilja Pálmadóttir, sigurvegari Fordkeppninnar árið 1985, í samtali við DV. „Við Sif vorum í sama bekk og ég lét undan henni og skilaði inn mynd á síðustu stundu," sagði Lilja ennfremur. Eins og fram kom í síðasta helgarblaði DV er Fordkeppnin komin í gang og geta þær stúlkur, sem áhuga hafa á fyrirsætustörfum í útlöndum, sent hingað mynd af sér sem síðan verður send til Eileen Ford í New York. Þar verða valdar þær stúlkur sem til greina koma sem fyrirsætur hjá Ford-fyrirsætuskrifstofunni í New York. Fjórar stúlkur, sem valdar hafa veriö hér á landi, eru á fóstum samningi erlendis og vegnar vel. Sú fimmta, Lilja Pálmadóttir, hefur einnig reynt fyrir sér á erlendri grund en hafði síðan ekki áhuga á áframhaldandi starfi þó að það væri íboði. „Ég fór til New York eftir keppnina hér heima, að beiðni Eileen Ford, í prufumyndatökur. Ég fann það mjög fljótlega að starfið átti ekki við mig. Á þessu sviöi er mikil yfirborðs- mennska og smjaður að mínu áliti. Æth það sé ekki samkeppnin sem veldur því,“ sagði Lilja Pálmadóttir sem í vor ætlar að taka stúdentspróf úr yerslunarskóla íslands. „Ég var aðeins sautján ára og var hrædd við að takast á viö þetta starf. Ég bjó hjá systur minni, sem býr í New York, og var undir hennar verndarvæng. Annars sér Eileen Ford sjálf um þær stúlkur sem fara út. Ég held að upphaflega hafi það frekar veriö útþrá en áhugi á fyrir- sætustörfum sem fékk mig til að taka þátt í keppninni og ég fékk vissa reynsluút úrþví.“ Lilja vann hjá umboðsskrifstofu Ford fram að jólum en kom þá heim í jólafrí. í janúar 1986 tók hún þátt í aöalkeppninni í New York. „Mér leið illa í þessari keppni því ég var búin að fá mig fullsadda af fyrirsætustörf- um eftir reynslumánuðina á undan. Það er mikill „glamour" yfir keppn- inni og henni er sjónvarpað um öll Bandaríkin. - Mundir þú ráðleggja stúlkum að taka þátt í Fordkeppninni? „Já, alveg hiklaust, svo framarlega sem þær hafa áhuga á starfinu og því sem fylgir. Fyrirsætustarfiö er mjög erfitt og þær þurfa að hafa bein í nefinu til að þola álagið. Eileen Ford er mjög ströng í sambandi við þyngd og ef henni finnst stúlka of feit er hún umsvifalaust sett í megr- un og fær frí frá störfum. Hún þarf að halda sínum standard á fyrirtæk- inu. Ef stúlkur hafa áhuga á starfinu finnst mér sjálfsagt að notfæra sér þessa keppni og prófa, þær þurfa þá ekki aö naga sig í handarbökin eftir á. Það er engu að tapa og alltaf er hægt að fara heim aftur ef manni lík- ar ekki starfið þegar á hólminn er komið,“ sagði Lilja. Umboðsmaður Ford Models á ís- landi er Katrín Pálsdóttir fréttamað- ur og sagði hún í samtali við DV að Lilja hefði getað náð langt á þessari braut ef hún heíði kært sig um það. DV tekur á móti myndum fram til 9. febrúar nk. Þá verða myndirnar, sem berast blaðinu, sendar til Ford Models. Eftir valið mun helgarblaðið kynna þær stúlkur sem komast til úrslita. Fulltrúi frá Ford Models kemur hingað í vor og velur sigur- vegara sem síðan tekur þátt í aðal- keppninni. Það er alveg undir Ford Models komið hversu margar stúlk- ur taka þátt í úrslitunum og einnig hvort einhveijar fá samning, burtséð frá hvort þær sigra í keppninni hér heima.'Sendið mynd með upplýsing- um um nafn, heimilisfang, síma og aldur, merkt: Fordkeppnin, Helgar- blað DV, Þverholti 11, pósthólf5380, 125 Reykjavík. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.