Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 27 Sæl nú... Rokkstjömur stíga á stokk eins og margir aðrir um áramót og setja sér markmið á nýju ári. Við rák- umst á nokkur nýársheit og látum þau flakka til gam- ans. Hin unga Tiffany ætlar að herða róðurinn i trimminu og stefnir ennfremur að þvi að rækta náttúrulegar neglur og þær sem lengstar. Liðs- menn hljómsveitarinnar Breakfast Club stefna að því að verða herrar himingeims- ins, tíma og vídda, hvorki meira né minna. Belinda Carlisle lofaði sjálfri sér að kaupa ekki fleiri dýr á árinu en hún er haldin kaupæði á skepnum og á þegarfjóra hunda, páfagauk og gris. Alice Cooper stefnir að þvi að finna enn magnaðri hryll- ingsmyndir en hann hefur séð til þessa og Steve Jones hefur það lítilláta markmið að gefa út rokkplötu níunda áratugarins... Nýjarplötur halda áfram að koma út er- lendis þó jólin séu fyrir bi enda markaður þarfyrir hljómplötur allan ársins hring. Meðal bitastæðra platna, sem eru væntanleg- ar.er önnur sólóplata Davids Lee Roths en hún er væntanleg i búðir vestan- hafs undir mánaðamót. Heitir gripurinn Scytscraper og hefur innihaldinu verið haldið mjög leyndu... Joni Mitchell sendirfrá sér plötu i næsta mánuði og fær að- stoð frá mörgum mætum manninum. Meðal aðstoðar- manna sem leggja hönd á plógeru Billy Idol, Willie Nelson, Peter Gabriel, Don Henley, Thomas Dolby og Wayne Shorter... Smit- hereens senda f rá sér nýja plötu innan ttðar og fá lika til liðs við sig nafntogaða hjálparkokka. Meðal þeirra eru Steve Berlin, saxafón- leikari Los Lobos, Del Shannon og Marti Jones. Eitt laganna á plötunni er endurútgáfa á laginu Somet- hing Stupid sem þau feðgin- in Frank og Nancy Sinatra sungu hérum árið... Bruce Springsteen hefur látið þau boð út ganga að hann ætli að leggja land undirfót i lok næsta mánaðar til að fylgja eftir plötunni Tunnel of Love en hún hefur ekki selst eins vel og vonast var til. Stend- ur til að Springsteen heim- sæki 22 borgir vestanhafs i ferðinni en engar fréttir hafa boristaf tónleikum i Evr- ópu... Þaðvarog... -SþS- ________________________________________Nýjarplötur Sverrir Stormsker - Stormskers guðspjöll vandað Ekki nóg til Magn og gæöi eru hugtök sem koma ósjálfrátt upp í hugann þegar hlustað er á þessa nýjustu afurð Sverris Stormskers. Það er með ein- dæmum hversu afkastamikll laga- smiður drengurinn er en slíkar hamhleypur verða að temja sér meiri sjálfsgagnrýni en hinir sem eyða löngum tíma í tónsmíðarnar. Því held ég að úr þessum tveimur plötum hefði mátt gera eina mun heilsteypt- ari og betri en þessar tvær eru. Því er nefnilega ekki að neita að hér er mörg mjög frambærileg lög að fmna og fer ekkert á milli mála að Sverri fer fram sem lagasmið með hverri plötunni. Inni á milh er aftur á móti að finna efni sem er hvorki fugl né fiskur og mætti því missa sig. Textar Sverris skipta tónlist hans meira máh en hjá mörgum öðrum tónlistarmanninum. Sverrir gerir lít- ið að því að semja bulltexta sem ijalla ekki um neitt. Hinu er svo ekki að neita að margt af því sem Sverrir setur fram í textum sínum er frekar groddalegt og finnst mér það miöur að láta subbulega texta gera það að verkum að fjölmargir fælast frá því að leggja við hlustir. Þannig fara mörg góð lög í hundskjaft; lög sem ég er ekki í vafa um að margir hefðu ánægju af að hlusta á en ólánlegur texti kemur í veg fyrir. Það er nefnilega eitt að vera gagn- rýninn í textum og annað að klæða gagnrýnina í snyrtilegan búning. Ég held að snyrtilega klædda gagnrýnin nái yfirleitt mun lengra en sú sóða- lega. Og með örlítið meiri snyrti- mennsku í textum held ég að Sverrir Stormsker geti náð til enn stærri hlustendahóps en hann gerir nú því eins og komið hefur fram skortir ekki hæffieikana í lagasmíðunum. -SþS- Steve Windwood-kronika Dularfulli popparinn Lesendur athugið: Við bræðurnir ætlum að rekja hér í máli, og að mestu án mynda, feril Steve Wind- woods. Við látum þó unglingsár piltsins eiga sig, ekki vegna þess að þau séu ekki í frásögur færandi, heldur miklu frekar sökum skorts á almennilegum heimildum, s.s. frá móðursystur og öðru frændfólki. Þetta er síður en svo auðvelt verk, það megið þið vita. I. kafli: Eiginlegur ferill Wind- woods hófst þegar hann slóst í hópinn meö Spencer Davies-flokkn- um í kringum ‘63. Svo stofnaði hann Traffic ‘67 ásamt Jim Capaldi og fleiri góðum drengjum. Tveim árum síðar varð svo „súpergrúppan" Blind Faith til þar sem hetja vor var í fé- lagi við sjálfan Clapton, Ric Grec og Ginger Baker. Árið eftir sneri hann aftur í Traffic og spilaði með henni þangað til hún lagði upp laupana ‘74. D. kafli: Windwood ákvað, þegar hér var komið sögu, að reyna fyrir sér upp á eigin spýtur. Fyrsta sóló- platan hans kom út ‘77 og vakti enga sérstaka athygli. Við útkomu plöt- unnar Arc of a Diver 1980 kom hins vegar annað hljóð í strokkinn. Þetta var að flestra dómi hin frambærileg- asta poppplata. Meðal annars átti lagið While You See a Change láni að fagna á vinsældalistum í Bret- landi. Okkar maður hafði róiö á/ fengsæl miö. Gaman, gaman. Wind- wood bætti svo tveim plötum í sólósafnið næstu sex árin, Talking back to the" Night og Back in the High Life. III. kafli: Windwood ákveður að draga saman aðalatriöin úr öðrum kafla. Og til hvers? Ja, því hefði Sherlock, kollegi okkar, ef tíl vfil getað svarað. Þessi plata geymir helstu afuröir Windwoods eftir 1977, Valerie, Higher Love, svo þessi allra nýlegustu séu nefnd. Við teljum að lausnin geti hugsanlega legið í dular- fullu brosi hetjunnar á plötuumslag- inu. Dálitið dularfuUt. Þessi lög eru slagarar sem við áUtum að hljóti að Ufa enn þá í skammtímaminninu og því engin ástæða til að rifja þá upp að sinni. Windwood er að vísu enginn meðaljón. Rúmlega tuttugu ára reynsla hefur gert hann aö slyngum tónlistarmanni sem erfitt er að etja kappi við. Þessi safnplata er hin mesta ráðgáta sem við nennum ekki að leysa. Þess í stað bjóðum við upp á mögulegar lausnir í stöðunni. Sögulok: Ætlar Steve ekki að gera aðra plötu? Er hann kannski búinn að stofna nýja hljómsveit? Snýr hann sér hugsanlega aö því að framleiða tískuvörur fyrir herra? Ætlar Steve að leika í bíómynd? Skyldi hann skrifa ævisögu sína sjálfur? Okkur er svo cem sama. Þetta mál er komið úr okkar höndum. Frank og Jói. Bee Gees - E.S.P. í sama farinu Líklega hafa áströlsku bræðurnir Robin, Maurice og Barry Gibb, er skipa tríóið Bee Gees, náð hátindi ferils síns með lögunum í diskó- myndinni frægu Saturday Night Fever. Dýrðarljóminn, sem um þá laukst á þessu tímabili, hefur farið snarminnkandi og á tímabili slokkn- aði alveg á þeim. Þeir fóru sinn í hveija áttina, Barry gerði það gott með Barbra Streisand og fleiri en sólóferill hans varð stutt- ur og afrekalítill. Robin hóf einnig sólóferil, byijaði ágætlega en fijót- lega tilheyrði hann einnig sögunni. Lítið hefur farið fyrir hinum hljóláta Maurice. Þegar svo var komið að enginn vildi hlusta á þá sinn í hverju lagi var ekki um annað að ræða en endur- lífga Bee Gees. Það hafa þeir gert og nýlega sá platan E.S.P. dagsins ljós. Þeir hittu á rétta tóninn með You Win Again sem farið hefur sigurfór um Evrópu þó minna hafi farið fyrir því á Bandaríkjamarkaði. You Win Again er lagleg lítil melódía, vel flutt af þeim bræðrum og við erum bless- unarlega laus við falsettu Barry Gibb. Því miður er ekki um fleiri smelli að ræða á E.S.P. að því er séð verð- ur. Þeir sækja á gömul mið, ekkert nýtt, diskótakturinn meira að segja endurvakinn í nokkrum laganna og verður E.S.P. sjálfsagt ekki talinn merkfiegur gripur í framtíðinni, þeg- ar ferill þessarar vinsælu hljómsveit- ar verður rakinn. Þó er platan ekki alslæm. Þeir bræður hafa alltaf getað samið lag- legar melódíur og það geta þeir enn en útsetningar og röddun laganna er gamaldags og verður því E.S.P. frek- ar langdregin þegar til lengdar lætur. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.