Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1988, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 1988. Atvixmumál Grindavík: Um 80 prosent bæjarbua hafa lífíbrauð af sjónum Vertíö stendur nú sem hæst í Grindavík þó ekki þyki mönnum fiskirí hafa veriö meö besta móti í vetur. Sjósókn og fiskvinnsla eru aðalatvinnuvegur Grindvíkinga. Um 80% Grindvíkinga lifa á sjósókn, fisk- vinnslu og þjónustugreinum í kring- um þessa atvinnuvegi, s.s. netagerö, aö sögn Gunnars Tómassonar fisk- verkanda. Er þetta eitt hæsta hlutfall sem þekkist á landinu. Tæplega 50 bátar róa frá Grindavík- og þar eru á annan tug fiskvinnslu- fyrirtækja. Nú hefur einnig veriö keyptur togari sem geröur veröur út og landar í bænum. Grindvíkingar hafa nokkra sérstöðu meðal sjávar- þorpa því þar er mesta saltfiskverk- un á landinu en frysting tiltölulega lítil. Vinnuveitendur í Grindavík sömdu á dögunum viö sitt fólk. Vinnuveitendasambandið felldi þá samninga sem kunnugt er. Fólki verður þrátt fyrir þaö greitt eftir nýju samningunum, en bónuskerfið veröur endurskoðaö. Blaöamaður og ljósmyndari heim- sóttu Grindavík í gær og spjölluðu við fólk. -JBj Gerður Guðnadóttir: Saltfiskur- inn betri en fiystihús „Ég er ánægð með samningana sem geröir voru hér í Grindavík. Að vísu hef ég ekki unnið hér nema í einn mánuö. Þaö er hins vegar alveg ljóst aö maður þarf aö vinna mikiö til aö fá sæmilegt kaup,“ segir Gerö- ur Guðnadóttir fiskvinnslukona í Grindavík. „Á virkum dögum er yfirleitt unniö fram yfir kvöldmat og stundum til klukkan ellefu. Auk þess sem unniö er á hverjum laugardegi. En ég kann betur viö saltfiskinn en frystihúsin. Mér finnst mjög leiðinlegt aö skera úr viö borðin.“ -JBj Gerður Guðnadóttir fiskvinnslukona. „Togaraútgerð er nýmæli í Grindavik. Þaö er hagstætt fyrir Grindvíkinga að fá togara því veiði- möguleikar hans eru mun meiri en bátanna. Stórfiskur verður nú stöð- ugt minni hluti aflans og leita menn því í smáfiskinn en togararnir geta náö í hann,“ segir Gunnar Tómas- son, fiskverkandi og einn eigenda fiskverkunarfyrirtækisins Þor- björns h.f. í Grindavík, en fyrirtækið hefur nýlega fest kaup á togara og loðnuskipi. Fyrir skömmu strandaöi Hrafn Sveinbjarnarson IIGK-12, fyr- ir utan innsiglinguna í Grindavík, en í staö hans var keyptur 25Ó tonna togari og loðnuskip sem ber um 550 tonn. „Þaö er auðvitað ekki snarað út fyrir skipunum, heldur fáum viö lán. En auk þess notuðum viö trygg- ingarféö sem fékkst fyrir Hrafn Gunnar Tómasson, fiskverkandi, fylgist með saltfiskvinnslunni. DV-myndir KAE Gunnar Tómasson fískverkandi: Togaraútgerð ný- mæli í Grindavík Sveinbjarnarson II í þessar fiárfest- ingar. Verðmæti þessara tveggia fiskiskipa nær ekki tvöfóldu trygg- ingarfénu," segir Gunnar. Þorbjörn er með stærri fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtækjum í Grindavík en þau eru eitthvað á ann- an tug. Fyrirtækið á nú 5 fiskiskip. Einnig rekur fyrirtækið saltfiskverk- un og rækjuvinnslu. Gunnar segir fiskiríið á vertíðinni ekki hafa verið mikið og oft hafa verið meira að gera í saltfiskvinnslunni. „Aðstæður á saltfiskmarkaðnum hafa veriö hag- stæðar undanfarið þangað til núna. Norömenn hafa dottið út af sínum markaði í Brasilíu og leitað inn á okkar markaði á Spáni og í Portúg- al. Þá gera tollar Efnahagsbanda- lagsins framtíðina óvissa.“ Sæunn Kristínsdóttir fiskvinnslukona: Vélvæðingin lúxus „Þetta er þriðja vertíðin sem ég ingana sem gerðir voru í Grindavík vinn hér í Grindavík og mér líkar en aftur á móti þarf að taka bónus- bara vel. Ég er nokkuð sátt við samn- kerfið í saltfiskvinnslunni til endur- Sæunn Kristinsdóttir, fiskvinnslukona, við saltdreifivélina sem nýlega var sett upp til að létta störfin við saltfiskvinnsluna. Vélar af þessari gerð eru komnar í mjög fá fyrirtæki, enn sem komið er. * útl11*.iVi'í í ííítirir?'**'ví'i'ii,, t * < i;rrrr'*• *<*#*#v»* í«i#t* skoðunar," segir Sæunn Kristins- dóttir fiskvinnslukona hjá Þorbirni í Grindavík. „Kaupið er náttúrlega mjög lágt nema maður vinni tuttugu til þrjátíu næturvinnutíma á viku. Þegar lítið er að gera og engin nætur- vinna, hugsa ég stundum að það borgi sig varla að koma í vinnuna. Það er aftur á móti alveg lúxus að flest stærri vinnsluhúsin eru farin að vélvæða saltfiskvinnsluna til að létta störfin. Við fengum nýlega vél sem saltar fiskinn um leið og maður ýtir á einn takka. Auk þess sem hún fyllir á sig sjálf. Áður þurfti aö hand- moka saltinu á fiskinn. Það mætti gera meira af þvi að létta undir með starfsfólkinu á þennan hátt, því það er allt annað líf að vinna við þetta þegar ekki þarf að gera allt með höndunum,“ segir Sæunn. -JBj i;;; Í í; r ■ hiilllli 111 ílTj Benóný Benediktsson formaður Verkalýðsfelagsins: Ekki hægt að drepa sama fískinn tvisvar Vertíðin hefur verið mjög léleg og lítið fiskirí. Það er ekki hægt að drepa sama fiskinn tvisvar. Fyrst smáan fyrir norðan og síðan stóran fyrir sunnan," segir Benóný Benediktsson formaður Verkalýðsfélags Grinda- víkur. Benóný hafði þetta að segja um samningana um laun fiskvinnslu- fólks í Grindavík: „Við erum kannski ekki ánægð með samningana en það verður borgað eftir þeim og við verð- um að sætta okkur við það. Nú eru í gangi viðræður milli atvinnurek- enda og verkalýðsfélagsins um nýtt bónuskerfi í saltfiskvinnslunni og vonum við að það verði betra en það gamla. Þessar viðræður eru þó enn á byrjunarstigi. Ákveðið er þó að prófa nýja kerfið í einu saltfiskverk- unarhúsinu hér á staðnum og vonandi kemur eitthvað jákvætt út úr því. Hugsanlega gæti þetta gert Benóný Benediktsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. það að verkum að hér yrði tekið upp algerlega nýtt bónuskerfi." -JBj Magnus Hennell og Stefan Nilsson, fiskvinnslumenn: Launin tvisvar sinn- um hærri en í Svíþjóð Um 'A starfsfólks í fiskverkun hjá Þorbirni h.f. eru útlendingar. Svíarn- ir, Magnus Hennell frá Norrköping og Stefan Nilsson frá Finspáng, starfa við saltfiskverkun hjá fyrir- tækinu. Magnus kom til íslands frá Færeyjum og hefur hann veriö í Grindavík í 2 vikur en Stefan hefur unnið þar í 7 vikur. Þeir eru báðir rúmlega tvítugir. Strákarnir eru sammála um aö þeir fái um tvisvar sinnum meira fyrir það að vinna í fiski á íslandi heldur en aö vinna í Svíþjóð. Stefan segist hafa haft betri og auðveldari vinnu í pappírsverksmiðju í Svíþjóð en þar borgar hann meiri skatta svo það er hagstæðara að vinna hér. „Auk þess er engu hægt að eyða í Grindavík. Við fáum ódýran mat og húsnæði og getum því lagt mestan hluta launanna til hhðar. Það er aft- Svíarnir, - Stefan Nilsson t.v. og Magnus Hennell t.h., segjast hafa tvisvar sinnum meira upp úr þvi að vinna á islandi en i Svíþjóð. ur á móti erfiðara að halda í pening- ana þegar maður fer til Reykjavík- ur,“ segir Stefan. Strákarnir segjast ætla aö vinna í Grindavík fram á vor, en þeir ætla að eyöa sumrinu í Svíþjóð. Með haustinu getur vel ver- ið að þeir komi aftur. -JBj Yfirvinnu- og bónus- bann að skella á víða í kvöld tekur gildi yfirvinnubann verkakvenna í Framsókn í Reykja- vik þjá Granda hf. og mánudaginn 21. mars tekur gildi yfirvinnubann í allri fiskvinnslu á svæði Fram- .sóknar. Þá hafa átta verkalýðsfélög á Norðurlandi boðað yfirvinnu- og bónusbann frá og með næsta þriöjudegi. Að sögn Þóru Hjalta- dóttur, formanns Alþýöusambands Norðurlands, eru þetta verkalýðs- félögin á Þórshöfn, Raufarhöfn, Hofsósi, Hvammstanga, Eining á Akureyri, Húsavik og bæöi verka- lýösfélögin á Sauðárkróki. Þóra Hjaltadóttir sagði í morgun að búist væri við að boðaður yrði samningafundur á Akureyri á mánudaginn kemur. Sáttasemjari, Guölaugur Þorvaldsson, mun fará til Vestmannaeyja í dag og halda sáttafund þar. -S.dór i il; u : c i r i~r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.