Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1988, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 1988. Sandkom Umsjón Axel Ammendrup Hættulegur sjúkdómur? Nýrogaðþví ervirðistafar hættulegur qukdómurhef- urgripiðumsig meðalungraog fallegrákvenna aöundanförnu. ífjölmiðlum hafa hinar ógæfusömu stúlkurlýst helstusjúk- dómseinkenn- uraogeruþau, svo vægt sé til orða tekið, ógnvekj- andi. Stúlkumar fá taugatitring, bresta í grát á gleðistundum, fá hj artastopp og almenn t virðast þær vera ótrúlega lasnar. En fjölraiðlarn- ir viröast bara velta sér upp úr ógæfu stúlkukindanna. Slíkt kaldlyndikoll- eganna er undirrituðum illskiljan- legt. Hver veit nema þessi sjúkdómur ■ verði að faraldri! Hópurinn þrengist Síðanhefur veriðbentáað útbreiðsla sjúkdómsins komivarlati! meðaöverða mikil. Lasleik- inn virðist einskorðast við sígurvegaraí kroppasýning- tim aðskiljan- legustu landsMuta. Fegurðardísum virðist neíhilega vera hættara við sjúkdóranura en þeim sem ekki hafa jafn beinar tcnnur, ruglað hár eða fylla eins vel út í sundbolinn sinn. Það eru sumsé fegurðardrottmngar lándshlutanna sem eru haldnar þess- um hræðilega krankleika. Hvað ertilráða? Enhvaðer hægtaðgera? Hjartastopp er alvarlegtmál ogsannanlega heilsuspillandi, ogekkigeta taugatitringur, veikhnéog óvænturgrátur ágleðístundum talistheilsu- samlegein-, kenni. Er hér ekki komin sönnun á síaöhæfingar andstæöinga feguröarsamkeppni aö slík fyrirbæri séu óeðlileg og hreinlega hættuleg? Hér finnst undirrituðum að land- læknir verði að grípa inn í og koma í veg fyrir að ungar, hraustar ogfall- egar stúlkur þurfi að þjást svona hræðilega. Shk sjúkdómseinkenni liljóta að hafa áhrif á blóöþrýsting og gott ef ekki miðtaugakerfið! Hér þarf að grípa inn í og það fljótt ef ekkiáillaaðfara. Það á enn eftir að versna! Eftitilhnn „ungfrú Sval- barðseyri" framkallar hjartastoppí ungumeyjar- brjósti hvað geristþáefsú hjanveila verð- urkjörin „ungfrúís- land*‘?Undir- rituðum hrýs hugurviðtil- hugsuninni einni saman. Og þá eru eftir kroppa- sýningar erlendis og sigur í einni slíkri hlýtur aö ríða íslenska kepp- andanum að fullu! Hér dugar enginn sofandaháttur! íslensk heilbrigðis- yfirvöld hljóta að grípa hér inn í fljótt og örugglega þvi þótt enn hafi engin fegurðardlsin látist úr geðshræringu eru sjúkdómseinkennin svo svakaleg að öllum ætti að vera ljóst að hér er veruleg hætta á ferðum. Fréttir Allsherjarverkfall boðað í Eyjum Verkalýðsfélag Vestmannaeyja boðaði verkfall í gær með viku fýrirvara Verkalýðsfélag Vestmannaeyja boöaði í gær verkfall með viku fyrir- vara sem þýðir að verkfallið hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Þar með verða bæði verkalýðsfélögin í Eyjum komin í verkfall, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Þetta myndi þýða allsherjarverkfall fyrir fisk- vinnsluna í Vestmannaeyjum en eftir að Sóknarkonur fóru í verkfall hefur meira verið saltað en áður í Vestmannaeyjum. „Ástæðan fyrir því að við boðuðum verkfallið er sú að atvinnurekendur fundu hnökra á yfirvinnubanninu sem við boðuðum og átti að taka gildi í gærkveldi. Þess vegna þótti okkur rétt aö vera ekkert að draga það leng- ur að boða verkfall enda er staðan í þessum málum slík að verkfóll fara að skella á. Ég hygg að mörg verka- lýðsfélög verði þetta viku til 10 dögum á eftir okkur til að boða verk- fall,“ sagði Jón Kjartansson, formað- ur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, í samtali við DV í gær. „Þetta er auðvitað hroðalegt og menn eru hreinlega að gefast upp. Ég hef enga von um að kjaradeilurn- ar leysist á næstunni og langt verkfall verður til þess að ýmsar fisk- vinnslustöðvar opna ekki aftur,“ sagði Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum, í samtali við DV eftir að verkfallið hafði verið boðað. Sigurður sagðist minnast verkfalls í Eyjum, 1961, sem stóð yfir mánuð- ina janúar og febrúar. Það hefði verið ömulegur tími, bæði fyrir fólkið í bænum sem og bæjarfélagið. Hann sagðist óttast eitthvaö svipað nú og það tryði því enginn, nema sá sem reynir, hversu lamandi slíkt ástand sé í útgerðarbæ. „Það er mikil gremja í fólki, ekki út í okkur atvinnurekendur, heldur ríkisstjórnina. Það dynja yfir hækk- anir, matarskatturinn olh mikilli gremju, alls konar opinber gjöld eru að hækka, gengisfelling nýafstaðin, og allt þetta veldur því að upp úr sýður hjá almenningi. Ég tel þetta aðalástæðuna fyrir því hvemig kom- ið er,“ sagði Sigurður Einarsson. Jón Kjartansson sagðist eiga von á því að kjarasamningar ættu eftir að taka langan tíma, eftir að ákveðið var að skipta verkalýösfélögunum upp í 3 hópa og ein samninganefnd vinnu- veitenda ætlaði að fara milli lands- hluta og semja. -S.dór Kleinubakstur að Hótel Höfn. DV-mynd Ragnar Imsland Kleinuuppskríft frá Höfn: Kleinumar mnnu út Vestmannaeyjar: Togarinn Breki landaði afla sínum í gáma Vestmannaeyjatogarinn Breki, sem ekki fékk að landa á Faxamark- aði í Reykjavík í lok síðustu viku vegna löndunarbanns Dagsbrúnar til styrktar Snótarkonum sem eru í verkfalli í Vestmannaeyjum, landaði afla sínum í gáma í heimahöfn. Alls landaöi hann 100 tonnum um síðustu helgi en kom svo aftur inn í gær og landaði þá 70 tonnum. Það verða 14 gámar sem fara með afla Breka til Bretlands á morgun, fimmtudag. Jóhannes Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Gámavina sf„ sagði áð þrátt fyrir þessa 14 gáma frá Breka myndi ekki verða metútflutningur í gámum frá Vestmannaeyjum í þess- ari viku. Hann sagði að ílestir hefðu gámarnir frá Vestmannaeyjum orðið rúmlega 40 á einni viku en þeir yrðu ekki nærri því svo margir í þessari viku sökum brælu á miðunum. -S.dór Júlia Imsland, DV, Höfn; Eldsnemma á laugardagsmorgun byrjuöu Kolgrímur, lionessur. á Höfn, að búa til og steikja nokkur þúsund kleinur og átti að hafa kleinumarkað úti á hótelplaninu. Hins vegar kom 10 stiga frost og norðan kaldi í veg fyrir það svo salan var innan dyra hótelsins. Kleinurnar bókstaflega runnu út eins og heitar lummur enda voru gæðin í hámarki. Lionessur vildu gjarnan senda les- endum DV eina góða kleinuupp- skrift. Hún er svona. Fjórir bollar hveiti. Einn bolli syk- ur. 50 grömm hrært smjörlíki. Eitt egg. Fjórar teskeiðar ger. Ein teskeið natron, hrærð út í súrmjólk eða súran rjóma. Kardimommudropar og mjólk. Allt hrært saman í einu og hnoðað og steikt í góðri feiti. Heildarhlustun og „áhorfun“ á Ijósvakamiðla: Hefur ekki breyst undanfarin ár Borgarráð um nýjan ammoníaksgeymi: Byggingarleyfi bíður - Beðið niðurstoðu úr hagkvæmnisathugun segir Stefán Olafsson hjá Felagsvísindastofnun Borgarráð Reykjavíkur mun ekki heimila byggingu á nýjum kældum ammoníaksgeymi við Áburðarverk- smiðju ríkisins fyrr en niðurstöður liggja fyrir úr hagkvæmnisathugun þeirri sem félagsmálaráöherra hefur lýst yfir að sé hafin, samkvæmt upp- lýsingum sem DV fékk hjá Davíð Oddssyni borgarstjóra í gær. Davíð sagði að á borgarráösfundin- um heföi veriö lögð fram álitsgerð Almannavarnanefndar Reykjavík- urborgar, þar sem ekki var lagst gegn veitingu byggingarleyfis fyrir geym- inn en þar var hins vegar lögð áhersla á að ammoníak yrði ekki flutt til landsins á meðan gamli geymirinn væri enn í notkun. . Samkvæmt niöurstöðu borgarráðs verður því einhver bið á að leyfi verði gefið fyrir byggingu nýs ammoníaks- geymis, eða þar til að niðurstöður hagkvæmnisathugunar liggja fyrir. -ój Heildarhlustun á útvarp og „áhorf- un“ á sjónvarp hefur ekki breyst undanfarin ár, eða frá því Félagsvís- indastofnun fór að gera kannanir á slíku, samkvænt upplýsingum sem DV fékk hjá Stefáni Ólafssyni, dósent í félagsvísindadeild Háskóla Islands, en hann hefur séð um kannanir af þessu tagi. Sagði Stefán í samtali við DV að útvarpshlustun hefði ekki aukist enda þótt útvarpsstöðvum hefði fjölgað. Hins vegar gæti hlustun ver- ið mismikil á milli kannana en frávikið væri innan eðlilegra marka. Stefán sagði að samkvæmt könnun- um Félagsvísindastofnunar virtist svo sem útvarpshlustun væri að jafn- aði á bilinu 20 til 30% á daginn og næði hámarki á fréttatímum Ríkisút- varpsins í hádeginu og á kvöldin en þá fer heildarútvarpshlustun upp f 50%. Svipaða sögu kvað Stefán að segja af sjónvarpsnotkun. Sá fjöldi sem horfir á sjónvarp virtist vera svipað- ur á milli kannana og frávikin þar á milli væru ekki óeðlileg. Getur „áhorfun" á sjónvarp verið á bilinu 60 til 80% þegar mest er og með til- komu Stöðvar 2 heföu áhorfendumir skipst á milli sjónvarpsstöðvanna. Aðspurður sagði Stefán að niður- stöður úr könnun þeirri sem kynnt var í gær sýndu eitthvaö minni hlust- un og „áhorfun" hjá ljósvakamiðlum en það frávik væri innan þeirra marka sem eðlileg gætu talist. -ój Iðnrekendur ræða kjaramál í stað fjármögnunar Félag íslenskra iðnrekenda hefur frestað fundi sem vera átti í fram- haldi af aðalfundi félagsins, sem haldinn er í dag, en að aðalfundinum loknum stóð til að fjalla um fjár- mögnun í iðnaði ásamt því sem iðnaðarráðherra og formaður Félags ísl. iðnrekenda áttu að flytja ávörp. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Ólafi Davíössyni, fram- kvæmdastjóra Félags ísl. iðnrek- enda, er ástæða frestunarinnar sú óvissa sem nú ríkir í kjaramálum og sagði hann að ákveðið hefði verið að fresta ræðuhöldum og umræðum um fjármögnun í iðnaöi þar til síðar. Þess í stað verður haldinn lokaður fundur iðnrekenda þar sem fjallað veröur um ástandið í kjaramálum. „Við ákváðum að láta hinn fundinn bíða þar til línur hafa skýrst í kjara- málum og sæmilegur friður komist á á vinnumarkaðinum,“ sagði Ólafur Davíðsson. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.