Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS.1988. 13 S l'O URHLIÐ Teikning af fyrirhugaðri skoðunarstöð í Reykjavík. Fýrirhuguð stofnun hlutafélags um Brfreiðaskoðun íslands: Hlutur ríkisins 41 milljón Mikil breyting er fyrirhuguð á bif- reiðaskoðun hér á landi en stjórnar- frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um breytingu á umferðarlög- um. í lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir tveim róttækum breytingum. Annars vegar að stofnað verði hluta- félagiö Bifreiðaskoðun íslands sem taki við þegar Bifreiðaeftirlit ríkisins veröur lagt niður. Hins vegar að tek- ið verði upp fastnúmerakerfi á ökutækjum sem byggist á því að sama einkennisnúmer fylgi bifreið frá nýskráningu til endanlegrar af- skráningar hennar af bifreiðaskrá. Verulegur sparnaður er talinn geta fylgt þessu kerfi en rétt er að taka fram að ekki munu menn geta valið sér númer eftir eigin höfði. Hlutafélagið Bifreiðaskoðun ríkis- ins verður stofnað með þátttöku ríkissjóðs, tryggingafélaganna, fyrir- tækja og samtaka sem tengjast bifreiðaeign og bifreiðaþjónustu. Þetta fyrirtæki mun taka til starfa um næstu áramót og er reiknað með að hlutafé félagsins verði 80 milljónir kr. Er reiknað með aö hlutur ríkisins veröi 41 milljón en rúmlega 20 millj- ónir munu vera til á fjárlögum þessa árs til þessara ráðstafana. Annað yrði aö fá lánað. Stofnkostnaður 160 milljónir Stofnkostnaður vegna þessa nýja fyrirtækis er talinn vera um 160 milljónir. Skiptist stofnkostnaðurinn þannig - tölurnar eru frá 1. desemb- er: Skoðunarstöð í Reykjavík 74,8 millj- ónir, fjórar skoðunarstöðvar úti á landi 57,3 milljónir, annar stofn- kostnaður 26 milljónir. Að sögn Leifs Eysteinssonar, deild- arstjóra hjá Fjárlaga- og hagsýslu- deild sem starfað hefur að undirbúningi laganna, á Bifreiðaeft- irlit ríkisins litlar eignir sem geta runnið til hins nýja fyrirtækis. Bif- reiðaeftirlitið er víðast hvar í leigu- húsnæði en ætlunin er að hið nýja fyrirtæki fari út í miklar bygginga- framkvæmdir. Húsið, sem á að byggja hér í Reykjavík, er miðað við aö mikinn tækjakost þurfi við skoð- un bifreiða sem verður mun viða- meiri en núna. Verður um að ræða mikla véla- skoðun sem reynir meira á vélar en menn. Mun starfsmönnum við skoð- unarstörf því fækka eitthvað. Lækkar skoðunargjald? Aö sögn Leifs er reiknað með að skoðunargjald lækki en eigi að síður fái fólk ýtarlegri skoðun á bifreiðum sínum. Mun þessi lækkun skoðunar- gjalds byggð á því að ríkið gefi eftir þann hluta skoðunargjalds sem farið hefur í ríkissjóð. Sem dæmi um tölur í þessu máli má nefna aö 160 milljón- ir innheimtust í skoöunargjöld á síðasta ári en rekstrarkostnaður Bif- reiðaeftirlitsins var hins vegar 120 milljónir. Ætlunin er að hið nýja hlutafélag standi undir sér. -SMJ Eldri borgarar á Selfossi í kaffiveislu hjá frímúrurum Regma Thorarensen, DV, Selfossi: Frímúrarar á Selfossi buðu eldri borgurum á staðnum í kaffiveislu 12. mars sl. í hinum glæsilegu húsa- kynnum sínum. Fjölmenni var og fjölgar í þessari veislu þeirra með ári hverju enda vel að öllu staðið. Mikil reisn yfir starfsemi frímúrara hér á N Selfossi, góðmennska og hlýlegheit einkenna framkomu þeirra og störf. Kjartan Ólafsson setti samkomuna, Páll Jónsson tannlæknir hélt athygl- isverða ræðu og kom víða við. Til dæmis ræddi hann um frelsisstytt- una í New York sem var reist á síðustu öld og er mikiö mannvirki. Með árunum fór hún að láta á sjá, tærðist mjög. Ekkert var þó að gert, ríkið og borgarstjórn NY þóttust ekki hafa efni á að standa fyrir viðgerð. Vilji er allt sem þarf. Frímúrarar í Bandaríkjunum og Kanada. stóðu saman og söfnuðu fé fyrir viðgerð og endurnýjun. 1986, á aldarafmæl- inu, var því lokið og mikið um dýrðir til mikils sóma fyrir hreyfinguna. Margt fleira var til skemmtunar í kaffiveislunni, margar ræður fluttar, stuttar og laggóðar. Þá var almennur söngur þar sem allir tóku undir af tilfinningu og ánægju. Byrjað var að syngja Nú er frost á Fróni því 10 stiga frost var einmitt þennan dag og mik- ill skafrenningur. Sjö börn frímúr- ara, öll innan við fermingu, 10-13 ára, skemmtu með söng og hljóð- færaslætti og heilluðu viðstadda. Heiðursgestir voru hjónin Jóhanna og Einar Birnir úr Reykjavík. Hinn skemmtilegi veislustjóri, Kjartan Ól- afsson, gat þess í lokin að fyrsti skráði fundur frímúrara hér á landi heföi verið í hvalveiðistöðinni Gimli á Hesteyri við Jökulfiröi árið 1900 og annar skráður fundur var haldinn á Hornbjargi á Ströndum undir berum himni 1902. Kjartan er frá Látrum í Aðalvík, bráðskemmtilegur gáfu- maður. Það var tíguleg sjón að sjá tuttugu kjólklædda frímúrara syngja söng- inn sinn eftir Brynleif Steingrímsson lækni við lag Sigfúsar Halldórssonar. Þá má ekki gleyma að þakka konum frímúrara á Selfossi fyrir hinar frá- bæru kökur sem bornar voru fram. Veiðihúsið að Ámesi stækkað Fiimur Balduisson, DV, Mývatnssveit: Fyrirtækið Sniðill hf. í Mývatns- sveit hefur margt á sinni könnu og ekki allt í sveitinni því undanfarið hefur fyrirtækið verið að stækka veiðiheimilið að Árnesi í Aðaldal um 55 fermetra. Húsið var byggt upp úr 1970 og hefur verið mikið notað og ætti aðstaðan þar að batna til muna með þessari viðbyggingu sem er úr timbri. Verkinu miðar vel og veröur húsið tilbúið fyrir veiðitímann í sum- ar. HEMLAHLUTIRÍ f JAPANSKA BÍL4 ^ „Original" hemlahlutir í alla japanska bíla. Innfluttir beint frá Japan. Einstaklega hagstætt verð. ®] Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavik Símar 31340 & 689340

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.