Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. 39 DV Leikmenn LeHturs á Brúnni Leikmenn Leifturs frá Ólafsfirði voru sérstakir gestir Chelsea á heimaleik liðsins gegn Arsenal í ensku 1. deildinni fyrir skömmu, en Leiftur dvaldi í æfmgabúðum í Eng- landi um það leyti. í leikskránni, sem Chelsea gaf út fyrir leikinn, var sérstaklega fjallað um lið Leifturs og þann ótrúlega ár- angur sem það hefði náð, unnið sig úr 4. deildinni í þá fyrstu á fáum árum. Þá var til þess tekið að liðið væri frá 1200 manna bæ og talan tví- tekin til að taka af allan vafa og það var greinilegt að þeim hjá Chelsea fannst mikið tii um afrek Ólafsfirð- inganna. -VS Júrí Sedov predikar Júrí Sedov, knattspyrnuþjálfari Víkinga, verður aðalleiðbeinandi á námskeiði sem knattspyrnudeild fé- lagsins stendur fyrir um næstu helgi. Námskeið þetta er haldið í sam- vinnu við tækninefnd KSÍ og er það aðallega ætlað þeim aðilum er þjálfa meistaralið eða annars flokks lið. Nánari upplýsingar og skráning er í síma 36822 (Sigurður Ingi) eða í síma 34180 (Eyjólfur). -JÖG Badminton: Danir fremstir í Evrópu Evrópumeistaramótinu í badmin- ton lauk um helgina en um miðja síöustu viku réðust úrslit í keppni þjóðlanda. íslendingar höfnuðu í 15. sæti og réð þar mestu tap gegn Norö- mönnum. Staða þjóðanna í Evrópu er annars.þessi: 1 Danmörk, 2 Svíþjóð, 3 England, 4 Sovétríkin, 5 Holland, 6 V-Þýska- land, 7 Skotland, 8 Pólland, 9 Wales, 10 Belgía, 11 írland, 12 Finnland, 13 Austurríki, 14 Noregur, 15 ísland, 16 Tékkóslóvakía, 17 Ungverjaland, 18 Búlgaría, 19 Sviss, 20 Frakkland, 21 Portúgal, 22 Spánn, 23 Ítalía. -JÖG GoKklúbbur Akureyrar: Annar kennari til starfa David Bamwell, golfkennari á Ak- ureyri, hefur ráðið til sín enskan aðstoðarmann og er um að ræða mann sem hefur starfað við golf- kennslu í 16 ár. Hann heitir Peter Stacey og hefur þjálfaö víða í Evrópu. Peter mun starfa við hliö Davids á Akureyri og auk þess kenna í klúbbum á Norður- landi og viðar ef þess verður óskað. -GK blað- sölustöðum Iþróttir Gróska á Niðurlöndum Danski landsliðsmaðurinn Sören Lerby er einn burðarása i sterku liði PSV. - slær PSV spánska tröllið út Mikil gróska er nú í hollenskri knattspymu í kjölfar hallæris hin allra síð- ustu ár. Segja má að vöxtur hafi hlaupið í íþróttina með sigri Ajax í Evrópu- mótinu í fyrra en nú státa Niðurlendingar af tveimur liðum í undanúrslitum, PSV og Ajax. Bæði þessi félög standa í gætt úrslitanna eftir áfangasigra í fyrri viöureignum sínum. Þessi stjörnum prýddu lið munu spila seinni leik- ina á miðvikudagskvöld og bíða sjálfsagt margir með öndina í hálsinum eftir rimmu PSV og Real Madrid. Fyrri leik liðanna, sem fram fór á Spáni, lauk með jafntefli, 1-1. Leikmenn Ajax skelltu hins vegar stallbræðrum sínum frá Marseille í gapastokkinn í fyrri viðureigninni, unnu 0-3. -JÖG Tryggðu sparifé þínu háa vexfi á einfaldan og öruggan hátt með spariskírteinum ríkis- sjóðs og ríkisvíxlum Verdtryggð spariskírteini Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs bjóðast nú í þremur flokkum og eru vextir á þeim allt að 8,5%. Söfnunarskírteini bera 8,5% vexti í 2 ár eða 3 ár og hefðbundin spariskírteini með 6 ára binditíma og allt að 10 ára lánstíma bera 7,2% vexti. Að binditíma liðnum eru hefðbundnu spariskírteinin innleysanleg af þinni hálfu og er ríkissjóði einnig heirn- ilt að segja þeim upp. Segi hvorugur skírt- einunum upp bera þau áfram7,2% ársvexti út lánstímann, sem getur lengst orðið 10 ár. Verðtryggð spariskírtcini ríkissjóðs til sölu núna: um innlausnardag hvenær sem er næstu 6 rnánuði eftir gjalddaga. Endurgreiðslan er miðuð við gengi þess dags. Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna: Flokkur Lánstimi Ávöxtun Gjalddagi 1-SDR 3 ár 8,3% 11. jan.- 10. júlí ’91 1-ECU 3 ár 8,3% 11. jan.- 10. júlí ’91 Ríkisvíxlar Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi 1. fl. D 2 ár 8,5% 1. feb ’90 l.fl. D 3 ár . 8,5% l.feb. '91 l.fl. A 6/10 ár 7,2% 1. feb '94—'98 Iú hefur ríkissjóður hafið sölu á ríkis- víxlum til fyrirtækja og einstaklinga. Helsti kostur ríkisvíxla er sá, að á sama tíma og skammtímafjármunir eru varð- veittir á öruggan hátt bera þeir nú 29,0% forvexti á ári. Það jafngildir 35,1% eftirá greiddum vöxtum á ári miðað við 90 daga lánstíma í senn. Ríkisvíxlar: Gengistryggð spariskírteini |ý gengistryggð spariskírteini ríkis- Isjóðs eru bundin traustum erlendum gjaldmiðlum, sem verja fé þitt fyrir geng- issveiflum. Gengistryggð.spariskírteini ríkissjóðs eru annars vegar bundin SDR (sérstökum dráttarréttindum) og hins vegar ECU (evrópskum reikningseiningum), sem eru samsett úr algengustu gjaldmiðlunum í alþjóðaviðskiptum. Binditíminn er 3 ár og í lok hans færðu greiddan höfuðstól miðað við gengi á innlausnardegi auk vaxtanna, sem eru 8,3%. Hægt er að velja Lánstími dagar Forvextir Samsvarandi eftirá greiddir vextir Kaupverð 500.000 kr. víxils 45 29,0% 34,4% 481.875 kr. 60 29,0% 34,6% 475.833 kr. 75 29,0% 34,9% 469.792 kr. 90 29,0% '35,1% 463.750 kr. Ríkisvíxlar bjóðast nú í 45 til 90 daga. Þú getur valið um gjalddaga innan þeirra marka. Lágmarks nafnverð þeirra er 500.000 kr., en getur verið hvaða fjárhæð sem er umfram það. (Kaupverð 500.000 kr. víxils miðað við 90 daga lánstíma er kr. 463.750.) Samsetning SDR (Hlutföll (% ) m.v. gengi 30/3 ’88). Dollarar Belg. Samsetning ECU (Hlutföll (% ) m.v. gengi 30/3 ’88). Mörk 45 dagar 60 dagar 75 dagar 90 dagar Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru viðskiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðía- banka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í síma 91- 699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síðan send í RiKISSJOÐUR ISIANDS abyrgðarposti. —.......

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.