Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1988, Page 16
40 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1988. íþróttir_______ Enska deildin 100 ára: Ellefu stofnendur leika enn í deildinni • George Best, leikmaður Manchester United, er einn snjallasti knattspyrnumaður sem hefur leikið í ensku deild- inni. Englendingar fagna nú 100 ára af- mæli ensku deildarkeppninnar sem stofnuð var árið 1888. Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síö- an fyrsti leikurinn var ílautaður á hefur leikstíll enskra liða lítið breyst. Enska knattspyrnan er vinsæl víða vegna þess hraða, seiglu og baráttu sem einkenna liðin. Hinn skoski knattspyrnuáhugamaður William McGregor, forstjóri Aston Villa, var stofnandi ensku deildarkeppninnar, fyrstu deildarkeppninnar sem sett. var á laggirnar. Þegar hann kallaði forsvarsmenn 12 knattspyrnuliöa á Englandi saman 22. mars árið 1988 í London, hafði verið keppt um enska bikarinn 17 sinnum. McGregor var ekki hrifinn af bikarleikjum. Hann »■ vildi leikjakerfi sem byggðist á stað- festu, þoli og þreki á löngu tímabili. Þann 17. apríl var enn haldinn fund- ur og ákváðu stjórnendur liðanna tólf: Accrington, Aston Villa; Black- burn, Bolton, Burnley, Derby, Everton, Notts County, Preston, Stoke, West Bromwich og Wolves leikdága fyrir leiki sín í millum. Af þessum liðum eru eliefu lið enn þann dag í deildinni en Accrington datt út í kringum 1960. Liðunum hefur fjölgað í 92 Tólf lið léku í deildinni fyrstu árin og stóð keppnistímabilið yfir í fimm mánuði. Liðum fjölgaði smám saman og eru orðin 92, þar af er 21 lið í 1. deild. Keppnistímabilið hefur lengst og er orðið níu mánuðir. Allt umfang keppninnar hefur breyst. Fyrstu leikmennirnir voru eingöngu áhuga- menn, en atvinnumennska var innleidd fljótlega. Félögin eru rekin sem fyrirtæki og hagnaður fer eftir árangri liðanna. Miklu skiptir að framkvæmdastjórinn sé snjall fjár- sýslumaður ekki síður en snjall þjálfari. Leikmenn eru seldir milli félaga og skipta upphæðirnar tugum milljóna. Leikmennirnir sjálfir eru vel launaðir, enda er það draumur flestra ungra manna, jafnt í Englandi sem öðrum löndum heims, að verða atvinnumenn í knattspyrnu. Tilvera flestra knattspymuliðanna byggist fyrst og fremst á stjörnum, leik- mönnum sem hafa þá náðargáfu að spila knattspyrnu betur en félagar þeirra. Englendingar eru með stærð- fræðilega útreikninga á hverju liði, markaskorurum og öðru því sem tengist íþróttinni. Dixie Dean var einn öflugasti markaskorari á Eng- landi. Hann skoraði alls 473 mörk fyrir Everton, þar af 60 mörk keppn- istímabilið 1927/28. Það er markamet sem stendur enn í dag. Sir Stanley Matthews spilaði knattspyrnu með Blackburn bg Stoke þar til hann var orðinn 48 ára. Hann var einkum frægur fyrir frábæran einleik á kant- inum. Tom Fmney spilaði með Preston á sama tíma og Matthews var á hátindi ferils síns. Finney spil- aði einnig á kantinum en skoraði einnig mikið af mörkum. George Best, sem spilaði með Manchester United, er einn hinna síðari snill- inga. Knatttækni hans og lestur leiksins var með því besta sem sést hefur í ensku knattspyrnunni. Leik- skipulag hefur breyst á undanfórn- um áratugum óg hefur það orðið til þess að einstakir leikmenn hafa ekki jafnmikið frumkvæði og áður fyrr. Nú eru það liðin sem vekja eftirtekt. Manchester United, lið Matts Busby, „The Busby Babes“, fórst í Múnchen árið 1958, en síðan þá hafa Totten- ham, Arsenal og Liverpool unnið tvöfalt, bæði deild og bikar. Á hveij- um laugardegi flykkjast áhorfendur á knattspyrnuvelli víða á Englandi og á hveiju keppnistímabili koma á milli 16 og 18 milljónir manna á knattspymuvellina samtals. Það er mikil fækkun frá því er best lét, því meira en 40 miljónir manna komu á "völlinn á áranum 1947 til 1950. Breyttar þjóðfélagslegar aðstæður valda þessari fækkun fyrst og fremst, en einnig hafa óeirðarseggir hrætt fólk frá því að fara á völlinn. Englendingar hafa gaman af að bera saman knattspyrnumenn sína og knattspyrnumenn annarra landa, enda telja þeir sig spila bestu knatt- spymu í heimi. Frægt er dæmið þegar lið Ungveijalands heimsótti England árið 1953 og vann England 6-3. Fyrir þann leik var talið að lið Ungveijalands væri að vísu nokkuð gott, en einnig var gefið í skyn að leikmenn á meginlandinu kynnu ekki að skjóta af nokkru viti. Annað kom í ljós. Urðu tvöfaldir meistarar fyrsta árið Preston varð fyrsti Englandsmeist- arinn keppnistímabilið 1888/89 og varð liðið einnig bikarmeistari það ár. Slíkt hafa fá lið endurtekið, enda er það einkenni enskrar knattspymu að hvaða lið sem er getur unnið ann- að lið án tillits til hver staða þeirra er í deildarkeppninni. Lið úr lægri deildunum vinna oft og iðulega lið úr efri deildunum og er sigur Sund- erland á Leeds, í bikarkeppninni árið 1972, mönnum en í fersku minni. Reading sem er að falla úr 2. deild í 3. deild um þessar mundir vann Lut- on úr 1. deild í úrslitum Simod bikarkeppninnar á Wembley fyrir skömmu síðan. Þannigmá lengi telja. Liverpool hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið á Englandi undanfarin ár og hefur unnið deild- arkeppnina níu sinnum síðan 1975/76, að þessu keppnistímabili meðtöldu. Liverpool, hefur unniö deildarkeppnina 16 sinnum, Everton 9 sinnum, Arsenal 8 sinnum og Manchester United og Aston Villa 7 sinnum. Þessi frægu stórlið hafa því' unniö deildina samtals 47 sinnum. í gær og fyrradag spiluðu 16 lið stutta leiki á Wembley til minningar um aldarafmælið. Átta liö úr 1. deild, fjögur úr 2. deild, tvö úr,3. deild og 2 úr 4. deild komust í þessa keppni. Einungis fjögur af þeim tólf liðum sem stofnuðu deildina komust í keppnina: Aston Villa, Blackburn, Everton og Wolves. -EJ Knattspyman talin romvevsk íþrótt - fomminjar hafa fundist um knattspymuiðkun frá 200 Fornleifafræðingar hafa fundið í rannsóknum síhum á fornminjum dæmi um knattspyrnuiðkun frá því árið 200 fyrir Krists burð. íþróttin sú var mjög óskyld þeirri sem nú er iðk- uð. Talið er að knattspyrna sé upphaflega rómversk íþrótt og var tilgangurinn að fara með knött yflr afmarkaða línu á afmörkuðum velli. Eftir því sem nær dregur nútímanum fara dæmi um knattspyrnuiðkun að verða skýrari og auðveldara að sjá hver þróunin var. Knattspyrna hefur löngum verið vinsæl á Bretlandi, spiluö á götum og í almenningsgörð- um. Knötturinn, uppblásinn svína- belgur, sprakk oft og gekk illa að stjórna honum. Reglur voru engar né takmarkanir. Hendur og fætur vora notuð að jöfnu og þátttakendur spiluðu uns þeir nenntu ekki lengur að vera með og fóru heim. Ekki kom- ust þó allir heim því leikurinn var mjög grófur og blóðugur. Limlesting- ar vora tíðar. Edward 2., Richard 3. og James 1. Englandskonungar tóku það til bragðs að banna knattspymu með öllu því miklar óeirðir og styrr fylgdu leiknum. Þrátt fyrir bann Englandskonunga minnkaði áhugi almennings á íþróttinni ekki sem neinu næmi. Hendur bannaðar Smám saman þróaðist knattspyrn- an til hins betra og reglur fóru að sjá dagsins ljós. Mikil barátta var milli þeirra íþróttamanna, sem vildu að knattspyrna yrði leikur þar sem nota mætti hendur, og þeirra sem vildu banna handsnertingu með öllu. Sú barátta leiddi til þess að íþróttagrein- amar urðu tvær: soccer, knatt- spyrna án handsnertingar, og ragby, en í þeirri íþrótt má nota alla hluta líkamans til að færa knött milli staöa. Knattspyrnan færðist af götum bæja og borga yfir á graslendi og auð svæði. Reglur sáu dagsins ljós en mismunandi eftir svæðum. Harrow, Eton og Winchester skólarnir höfðu hver sínar reglur og kepptu eftir þeim og gera jafnvel enn í dag. Árið 1863 urðu þáttaskil í þróun knatt- spymunnar er Englendingar stofn- uðu fyrsta knattspyrnusambandið, The Football Association. Sú stofnun kom í kjölfar fyrsta bikarúrslitaleiks á Englandi sem liðin The Wanderers og The Royal Engineers léku 16. mars 1862. The Wanderers unnu, 1-0, og vora áhorfendur 2000. Síðan er spilaöur úrslitaleikur í F.A. bikar- keppninni á ári hverju og áhorfendur jafnan um 100.000 en að auki fylgjast hundrað milljóna manna með leikn- um í sjónvarpi víða um heim. Breytingar á knattspymureglun- um þróuðust með tímanum. Árið 1878 fengu dómarar flautur, árið 1883 komu slár á mörkin og árið 1891 net í mörkin. Markatöflur voru engar og var fjöldi marka skráður með skor- um í stangirnar, sem vora auðvitað úr tré. Árið 1872 uröu enn þáttaskil í knattspyrnu er Englendingar og Skotar léku fyrsta landsleikinn. Leikurinn endaði í jafntefli, 0-0. Árið 1888 var enska knattspyrnudeildin stofnuö að frumkvæði Skotans Will- iams McGregor sem var aðalstjórn- andi hjá Aston Villa. McGregor vildi sjá lið ellefu manna keppa við önnur lið þar sem seigla og vilji skipti máli en ekki dagsform liðs eða heppni. Knattspyrna barst sem eldur í sinu til annarra landa með sjómönnum, hermönnum og kaupmönnum. Til dæmis hófst knattspyrnuiðkun í Ástralíu árið 1894 og varð strax vin- sæl í Suður-Ameríku. Frakkar litu hýru auga til iþróttarinnar og árið 1904 var Alþjóða knattspymusam- bandiö (FIFA = Federation Inter- nationale de Football Association) stofnað í Frakklandi. Lítið fór fyrir Alþjóða knattspyrnusambandinu fyrstu árin og fyrri heimsstyijöldin setti strik í reikninginn. Árið 1921 varð hinn áhugasami Jules Rimet forseti FIFA. Knattspymulið Uru- f.Kr. guay vakti athygli hans og annarra knattspyrnuáhugamanna á ólympíu- leikunum í Frakklandi 1924 og Hollandi 1928 því leikmenn Uraguay urðu ólympíumeistarar í bæði skipt- in. Rimet fékk forseta Uruguay til að halda fyrstu heimsmeistarakeppnina árið 1930. Einungis fjögur Evrópu- lönd, Frakkland, Júgóslavía, Rúmenía og Belgía, mættu til leiks utan keppenda frá Suður-Ameríku og Bandaríkjunum. Ferðin frá Evr- ópu tók 14 daga. Fyrsti leikurinn fór fram 18. júlí í Montevideo en úrslita- leikur Argentínu og Uruguay var leikinn 30. júlí. Bæði liðin vildu nota sinn knött en Argentína vann upp- kast og því var leikið með argent- ínska knöttinn. Það dugði þó ekki til sigurs því lið Uruguay sigraði, 4-2, og voru leikmennirnir því fyrstu heimsmeistararnir í knattspyrnu. Reglur hafa lítið breyst Knattspyrnureglur hafa ekki breyst mikið síðan fyrstu reglurnar voru settar en allt yfirbragð knatt- spymunnar er annað. Tækni er orðin slík að hundruð milljóna manna horfa á knattspymuleiki beint í sjónvarpslýsingum víða um heim. FIFA stjórnar nú knattspyrnu- iðkun í meira en 130 löndum víða um heim. Leikurinn sjálfur hefur fyrir löngu orðið alþjóðlegt tungumál, leikur sem allir geta spilað án tillits til trúarbragða, kynþátta eða tungu- mála. -EJ • Áhugi á knattspyrnu er geysilegur í Englandi og um helgar koma menn vfða saman til aö leika knattspyrnu. Eins og myndin ber glöggt merki um er hver reitur notaður til hins ýtrasta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.