Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988. 39 Tungan og þingið Svohljóöandi þmgsályktunartil- laga var flutt á alþingi á dögunum: Alþingi ályktar að fela mennta- málaráðherra að láta undirbúa og halda íslenskunámskeið fyrir al- menning i sjónvarpi og á vinnu- stöðum. Gera skal ráð fyrir því að fólki gefist kostur á að rifja upp beygingafræði íslenskrar tungu, fái æfingu í réttritun og ritmáli, þjálf- un í framsögn og kennslu í talmáli. Slík námskeið skulu haldin reglu- lega í sjónvarpi og útvarpi. Kostn- aður vegna þeirra skal greiddur úr ríkissjóði. Það var og. Þaö situr síst á mér aö mótmæla þessri tillögu, hún er góöra gjalda verð. Ég fór hinsvegar að velta þrennu fyrir mér; hvað á að kenna, hvar og hvernig? Tillagan gerir ráð fyrir þrenns- konar kennslu, þ.e. í beyginga- fræði, réttritun og framsögn. Af hverju ekki kennslu í bókmenntum og bókmenntasögu? Lestur bók- mennta er betri undirstaða undir bætta máltilfinningu heldur en kennsla í beygingafræði. Einnig verðum við að hafa í huga að ólíkir hópar manna hafa ólíka þörf fyrir kennslu. Fer það til dæmis eftir því hvaða starfi þeir sinna. Þetta á sérstaklega við um þá tillögu þing- mannanna að láta kennsluna fara fram á vinnustöðum sem mér finnst mjög gott mál og líklegt til að skila miklu meiri árangri en sjónvarpskennsla. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til móður- málskennslu í sjónvarpi hafa mislukkast. Og nýjasta afrekið, fræðsluvarpsþátturinn f'yrir nem- endur í 9da bekk, var mjög eðlilegt framhald af fyrri mistökum. Það örlaði ekki á því að nýttir væru möguleikar sjónvarps sem mynd- miðils. Að auki var þátturinn illa unninn. Til dæmis vitlaust klippt- ur; þegar einn nemandinn spurði ,Mér finnst Ijótt af þingmönnum að hvetja til þess að fólk eigi að skammast sín fyrir málfar sitt. um undirbúning fyrir ljóö þá svar- aði námstjórinn í íslensku allt annarri spurningu. Fyrir utan það að láta fyrsta þáttinn vera „kennslu í því að taka próf‘. Það eitt lýsir mjög einhliða sýn á skóla- starf og fræðslu. Fræðsluvarp sem einungis stæhr kennslu í kennslu- stofu er gelt og dæmt til að deyja. Hinsvegar er ástæða til að aö hrósa nemendunum fyrir skýra og góða framsögn. Þétta var útúrdúr. Ég spurði þriggja spurninga, hvað á að kenna, hvar og hvernig? Ég get ekki svarað þessu ná- kvæmlega frekar en aðrir. Áður en þeim verður svarað af viti þarf að taka kennslufræði íslenskunnar til gagngerrar athugunar. Að mínu viti er íslenskukennsla stöðnuð. Fyrsta skref menntamálaráðherra á að vera að gefa íslenskukennur- um kost á að endurmeta íslensku- kennslu, bæði aðferðir og kennslubækur. Hann má líta á Eiríkur Brynjólfsson þetta sem áskorun. Siðan má vinna sjónavarpsefni í samvinnu kenn- ara og tæknimanna og vinnustaða- námsefni í samvinnu kennara og þeirra sem á að fræða. Þessi fræðsla verður einnig að byggja á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á íslensku talmáli. Allt annað er að byija á öfugum enda og þeim sem pissar í skóinn sinn farnast aldrei vel. Greinargerðin með tillög- unni Nú er komið að því að sorglega. Það er greinargerðin meö tillög- unni. Hún úir og grúir af sleggju- dómum og svartsýnisrausi. Þar er mikið rætt um ensk áhrif. Dæmi: Áhrif erlendra tungumála á málfar manna á íslandi, einkum þó enskrar tungu, eru uggvænleg. Enskuslettur verða sifellt meira áberandi í málfari manna ... Setn- ingaskipan bæði í talmáli og ritmáli er byrjuð að brenglast og tekur meir og meir mið af enskri tungu ... Beygingarvillur og ritvill- ur eru mjög áberandi bæði i talmáli og ritmáli. Og niöurstaðan er hræðileg. Ef ekki verður að gert hlýtur að vera hætta á því að íslenskunnar bíði sömu örlög og gelískunnar á ír- landi... Ef við tökum okkur ekki tak og reynum að sporna við þess- ari þróun má búast við því að islenska sem talmál líði undir lok á næstu öld. Þessar skelfilegu hamfarir ís- lenskrar timgu hljóta að stafa af vonlausri íslenskukennslu. Nei, reyndar ekki: íslenska er erfitt tungumál... Þótt islenskukennsla í skólum landsins sé yfirleitt góð er hætta á því að málfræðiundir- staðan gleymist og beygingar- og stafsetningarreglur ryðgi hjá mörgum. Ég er þeirrar skoðunar að kennsla sem dugir ekki nema örfá ár hljóti að vera meir en lítiö gölluð, jafnvel þótt íslenska sé er- fitt tungumál sem skiptir engu máh í þessu sambandi því engir menn i heiminum eru betur í stakk búnir til aö læra þetta mál en ein- mitt íslendingar sjálfir. Ég er næstum orðlaus yfir grein- argerðinni. Ég get bara sagt við þingmennina: Strákar minir, það er ástæðulaust að láta svona. Lokaorð greinargerðarinnar ganga út á að hefja móðurmálið til vegs og virðingar að nýju ... með áróðri og samstilltu þjóðarátaki... Það þarf einnig að koma því á að þeir sem sletta erlendum orðum að óþörfu séu taldir hlægilegir. Enn fremur þarf að skapa almenna virð- ingu fyrir móðurmálinu svo að menn fyrirverði sig fyrir að tala lélegt mál og séu taldir aumkunar- veðir fyrir málglöp að óþörfu. (Geta slettur og málglöp verið annað en óþarfi?). Mér finnst ljótt af þing- mönnum að hvetja til þess að fólk eigi að skammast sín fyrir málfar sitt. Það á að hvetja fólk til aö vanda mál sitt og síöur en svo skammast sín fyrir að nota móðurmáhð. Að svo mæltu óska ég ykkur náð- ugra stunda um helgina. Jón S. Bergmann sagði: Skal þó enginn hannahljód heyra í strengjum mínum. Jón S. Bergmann, f. 1874 að Króksstöðum í Miðfirði, var sjó- maður og farmaður, seinast lög- regluþjónn í Hafnaríirði. Einn vetur var hann við nám í Flens- borgarskólanum, hann dó í Reykja- vík 1927. Hann gaf út tvö ljóðakver og var með réttu kallaður hpur hagyrðingur. Dóttir hans gaf fal- lega út úrval vísna hans 1949. I bókunum eru vísurnar meö fyr- irsögnum en hér eru þær flokkaðar eftir efni og dálítið af handahófi. Ég mun seinna leita á þessi mið, t.d. bráðum birta vísur sem höf- undur orti um samtíðarmenn, einkum við fráfall þeirra. Vorvísur Vorið ég að vini kýs, verður nótt að degi, þegar glóhærð geisladís gengur norðurvegi. Aldrei hefur betra á beð brugðið næturfriði, en að vera vakinn með vori og fuglakhði. Þaö er eins og vonin veik verði gleöi saga, þegar dauðinn hf í leik leggur nótt og daga. Vorið kahar kærleiks róm: Kyrrist ahur særinn, heíjist vallar heilög blóm, hlýni fjallablærinn. Svo skal haldinn seint og fyrst sólar valla mátinn, eftir kalda vetrarvist verður Baldur grátinn. Langt að handan leggur æ ljósra stranda máttur yfir land í ljúfum blæ, líkt og andardráttur. Til kvenna Verkin huldu síðar sjást, sálarkulda sprottin. Hver sem duldi aha ást er í skuld við Drottin. Alfaðir, sem eðlið gaf, ákvað manni og fljóði skipti heil og hitann af hreinni sál og blóði. Ástin blind er lífsins lind, - leiftur skyndivega, - hún er mynd af sælu og synd, samræmd yndislega. Meðan kærleikskrafturinn klýfur strauminn þungan, vörðinn haldi um heiður þinn hrein og hvassa tungan. Halhst ég aö hrundar barm, hitnar snortinn strengur, þá er hvorki hryggð né harm hægt að muna lengur. Aldrei vermir ylur báls eins og göfug kona, því er hennar faðmur fijáls fyhing allra vona. Ástin heilög heillar mig, hún er Drottins líki. Meðan einhver elskar þig áttu himnaríki. Hafið Sá ég lokuð sundin flest, svarf að högum mínum, aht það, sem ég unni mest, er mér horfið sýnum. Þegar hríðarhretin svört himin byrgja öörum, sá ég ávallt bjarma björt blik á skýjajöðrum. Bhtt við ysta bjargatind blærinn kyssti daginn, sem við nyrstu sjónar mynd seig og gisti æginn. Unnir ijúka. Flúðin frýs. Fold er sjúk að líta. Vefur hnjúkum veöradís vetrardúkinn hvíta. Sólareldinn syrta ský. Svörtu kveldin falda. Vestur heldur innreið í ísaveldið kalda. Oft er myrkt um ævihaf, örbyrgð lokar vegi, bráðum fer að birta af betri og hlýrri degi. Hugann æðri útsýn ber yfir lengstu sundin, því að mannsins andi er engum fjötrum bundinn. Burt frá lágu, sorg og synd, svífur þráin skjótar, Þegar háa himinmynd hafiö bláa mótar. Síst ég kvarta um salta veig, seiddur skarti þínu. FeUdu bjartan friðarsveig fast að hjarta mínu. Ýmsar stökur Mér varö oft um hjartað heitt heldur meir en skyldi. Þess vegn’ er ég ekki neitt af því sem ég vildi. Ég hef gengiö grýtta slóð glapinn lengi sýnum. Skal þó enginn harmahljóð heyra í strengjum mínum. Jón orti á fimmtugsafmælinu: Að ég græddi guU og völd getur enginn sannaö, hef ég þó í hálfa öld heiminn víöa kannað. Aflinn minn varð ekki stór, oft mér lá við strandi, eftir hálda öld ég fór öngulsár að landi. Þó að lækki bjarma brún og boðar hrynji um kjölinn, dreg ég seglin hæst við hún og held um stjórnarvölinn. Hugur hvass á hættustund hleypir krafti í hmi, þá er aUtaf eitthvert sund opið, þó hann brimi. Þessar skulum við svo hafa í lokin: Sýknir þola sumir menn sekt á öllum þingum, Grettis böl er arfgengt enn ýmsum Miðfirðingum. Þeim er lífið fréttafátt, frægð er Utt til sagna, sem að hafa aldrei átt öðru en láni að fagna. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.