Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. 15 „Lin-kind“ í landgræðslu- málum „Fyrir nokkru fann einhver spekingur upp nýtt nafn á hina islensku sauö- kind. Hún er í dag nefnd „fjallalamb“,“ segir greinarhöfundur. Mikiö hefur veriö rætt undan- famar vikur um nauðsyn aukinnar landgræðslu og aðhlynningar á landi voru. Þetta eru vissulega orð í tíma töluð og málefni sem ávallt þarf aö vera á oddinum. Málefhum er í dag slegið upp í fjölmiölum. Þau em tískumál í nokkra daga, sum ná jafnvel athygli fjöldans um nokkurra vikna skeið. Svo virðist mér ætla að verða um land- græðsluumræðuna. Hún hverfur, þegar þetta er skrifað, í skugga af söfnun til styrktar handboltalands- hðinu okkar sem keppa mun í Kóreu á ólympíuleikunum. Á morgun er annað málefni brýnna og hverfur þá landgræðsluumræð- an enn dýpra niður í skúffuna. Auðvitað ráðum við sjálf hvaða málefni við styrkjum og hvernig við viljum lifa okkar lífi. Nú er málum þannig háttað að við búum öll á íslandi, við metum öll hið fall- ega umhverfi sem hér er. Við kunn- um öll að meta haga og engi og feg- urð fjallanna. Við erum öll íslend- ingar og öll sprottin úr bænda- samfélagi. Grunnur okkar er bændamenn- ingin og þær hefðir og viðhorf sem henni fylgja. Öll höfum við gaman af að sjá búfénað þegar við fórum úr þéttbýlinu. Við erum vön að sjá kindur og hesta á beit um allt. Kindurnar hlaupa fyrir böa og hggja meöfram vegum. Kindumar eru ahs staðar. Ég er ekki á móti kindum. Ég er hlynntur því að slík- um búskap sé haldið áfram en það þarf að stjórna beit þessara dýra. Það eru vissulega hugtök í okkar þjóðarvitund sem myndu hverfa Kjallariim Friðrik Á. Brekkan blaðafulltrúi þegar beitarstjórnun kemur tö, hugtök eins og að „reka á fjalT‘, „smala“, „eftirleitir" o.s.frv. En tíminn krefst þess að beit bústofns sé betur skipulögð. Það er ekki hægt að láta kindurnar æða eins og sláttuvélar um allar jarðir ásamt hestunum og éta upp landið. Það verður að koma til skipulag á lág- lendi. Það verður að giröa af mikið akurlendi og hafa kindurnar þar og gera síðan stórátak í að endur- vinna aht það land sem hefur tap- ast og er að blása frá okkur. „Fjallalambið“ Tímamir era breyttir og við verð- um að aðlagast þeim. Fyrir nokkra fann einhver spekingur upp nýtt nafn á hina íslensku sauðkind. Hún er í dag nefnd „fjallalamb". Þaö er sagt að kjötið af hinu svonefnda „fjallalambi" sé svo þrútið kjarn- góðu bragði lyngs og fjallagrasa að það hggi við að „fjallalambskjötið" sé nokkurs konar ijúpnakjöt sem kóngar og generálar eiga að falla flatir fyrir um víða veröld. Rugl og.þvættingur, segi ég. Það er ekki nóg með að kindurnar séu sendar í leiðangra til þess að eyði- leggja landið á sumrum með skipu- lögðum hætti heldur á svo að nota hundruð mihjóna úr ríkissjóði tö þess að greiða niður þá afurð sem sprottin er af eyðingarbeit kind- anna. Hér er fáránleikinn full- komnaður. Landið er eyðilagt við að framleiða kjöt sem annaðhvort er urðað á öskuhaugum þjóðarinn- ar eða greitt niður með mihjónum til útflutnings. Ef þú, sem þetta lest, hefur einhver áhrif þá bið ég þig um að beita þeim í þá átt að við ákveðum að gera þrennt. í fyrsta lagi að koma á stjórnun á beit kinda og hesta. Láglendi sé girt af. Ekki þarf að fækka kindum, aðeins koma’búskap meö þessi dýr í nú- tímalegra horf. í öðra lagi þarf aö gera stórt átak í að girða hálendi og græða upp en það verður ekki gert nema með því að þriðja atriðið sé í lagi og það eru stjómmála- mennirnir. Menn þurfa einhvem tíma að koma sér saman um stóra hluti og nú er tíminn. Þjóöfélagið er að leysast smám saman upp í afar litla sérhagsmunahópa sem er alveg sama um hvað hinir eru aö gera eða hvort þeir eru yfirleitt tö. Þetta er eðlilegt, við eram að stækka, en þetta er líka óeðlöegt því viö erum ahs ekki stór þjóö. Það verða að koma tö verkefni sem stappa öhum saman með jöfnu mölibih í sögunni, annars fýkur þjóðin á haf út ásamt jarðveginum sem hún er sprottin úr, Land- græðsluverkefni er slíkt stórverk- efni. Líttu í kringum þig gagnrýn- um augum og þú munt komast aö sömu niðurstööu. Aðgerðir strax Málið liggur ljóst fyrir. Landið er að eyðileggjast. Við getum stjórnaö því að svo veröi ekki og við eigum að gera það nú þegar. Sumar fréttir af málefnum, tengdum búsmala okkar, eru alveg út í hött eins og þjóðfélagið er í dag. Til að mynda eru stundum fréttir af.einhveijum rohum sem fundist hafa inni í afdölum eða uppi á jöklum löngu eftir að smölun er lokið. Þessar fréttir eru með stóram fyrirsögnum á baksíðum eða jafnvel forsíðum blaðanna. Stundum eru þyrlur Landhelgis- gæslunnar sendar til þess að sækja nokkrar rollur einhvers staðar lengst uppi á fjöllum. Möljónatækjum er stefnt í voða til þess að viðhalda úreltum bú- skaparháttum. Ég hef miklar áhyggjur af fækkun mannafla í sveitunum en ég held einmitt að ein af ástæðunum sé einmitt „lin- kind“ og stefnuleysi stjórnvalda í að leiðbeina virköega bændum og hjálpa á allan hátt að nýta sinn stofn sem best. Það er erfitt að vera bóndi og enn erfiöara hlýtur það að vera að eiga það ávallt yfir höfði sér að þurfa upp á fjöll á hverju hausti og smala saman rollum sem svo auðveldlega gætu verið í hag- anum við bæjarhlaöið. Það er flest gert til þess að gera bændum lífið leitt en tökum nú öll höndum saman og græðum upp landið á skipulegan hátt. Það er ekki nóg að kaupa tvö kíló af gras- fræi á bensínstöð og henda síðan fræjunum einhvers staðar í skipu- lagsleysi. Ég vö að lokum minnast á Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti og aðrar slíkar stöðvar og gagnsemi þeirra. Það er oft að menn rjúka upp til handa og fóta og gagnrýna allt og ekkert en ég vona að svo verði ekki vegna þess- ara skrifa því málefnið er hafið yfir alla gagnrýni. Þaö snýst um tilveru þína... Friðrik Ásmundsson Brekkan „Landið er eyðilagt við að framleiða kjöt sem annaðhvort er urðað á ösku- haugum þjóðarinnar eða greitt niður með milljónum til útflutnings.“ Vinnulýður, verk þín bíður ASÍ, samtök erfiðisfólks, var stofnað fyrir rúmlega 70 árum af fáum en harðsnúnum hugsjóna- mönnum. Smátt og smátt hefur meðhmum fiölgað og munu nú vera yfir 60 þúsund af báðum kynj- um. Maður hlýtur að velta því fyr- ir sér hvernig stendur á þvi að þessi voldugu samtök skuli ekki, í þessu breytta þjóðfélagi, hafa áorkað að tryggja meðhmum sínum lífvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag. Ég hef eins og aðrir velt þessu fyr- ir mér og læt þær vangaveltur flakka hér. Fram yfir 1940 var ASÍ tengt Al- þýðuflokknum, þ.e. allir meðlimir þess voru skráðir alþýðuflokks- menn. Þetta kahaði fljótlega á skærahernað, klofning og hvers konar innri átök. Þegar þessu var aflétt gekk á ýmsu og þá upphófust fljótlega hrossakaupin sem síðan hafa veriö þar ahsráðandi. Verslunarmannafélag Reykja- víkur komst þar inn við illan leik enda þá að mestu orðið hreint launamannafélag. Þar með komst þar tö áhrifa Björn Þórhallsson, viðskiptafræðingur sem á sitt eigið fyrirtæki og hlutdeild í öðrum. Þetta er ekki sagt honum tö hnjóðs, bara undarlegt að hann skuh vera þarna. Undir stjóm háskólamanna Lengi vel var greinöegur vinstri meiröiluti í miðstjórn ASÍ. Því var það undarlegt að einmitt á þeim tíma var tekin upp ahs konar bón- us- og ákvæðisvinna og launabihð óx. Þegar Bjöm Jónsson féh frá tók KjaUaiiim Ágústa S. Björnsdóttir húsmóðir og varaformaður Borgaraflokksfélags Akraness og nágrennis Asmundur Stefánsson fljótlega við forustu, studdur af fólki bæði tö hægri og vinstri. Geðþekkur maður sem er hagfræðingur aö menntun og hafði um árabil unnið sem slíkur hjá ASÍ, vel þekktur og vel hðinn og þó hann væri yfirlýstur alþýðu- bandalagsmaður og ekki tahn hk- legur tö aö breyta pólitísku ofríki. Sem varaforseti var valinn Björn Þórhallsson. Inn tö sambandsins kom líka Björn Björnsson, einn fræðingurinn frá Kjararannsókn- arnefnd, geðþekkur ungur maður og afar tölufróður. Þessir þrír menn hafa mest ráðið stefnu ASÍ sl. átta ár og með þeim komust samtök erfiðismanna undir stjórn háskólamanna. Á árunum 1980-84 var frekar hljótt um ASÍ enda var meirihlutinn hlynntur stjórn Gunnars Thoroddsen en þegar sfiórn Steingríms tók viö kom máttleysið brátt í ljós. Seinna kjörtímabihð má segja að einkennist af sundrung og sam- takaleysi og það svo að flestir telja sambandiö í dauðateygjunum. Ég hef verið að reyna að gera mér grein fyrir af hverju og tala um það við fólk sem ég tek mark á. Mér sýnist allur metnaður forsetans hafa farið í póhtísk slagsmál í eigin flokki. Hann hafi hvorki haft tíma né áhuga fyrir öðra. Möh hans og sumra áhrifamanna í Verka- mannasambandinu var eilift ósam- komulag. 1. varaforsetanum var af alkunnum ástæðum aldrei að treysta og 2. varaforsetinn, Guðríð- ur Elíasdóttir, sem á uppruna sinn og starf í verkalýðsstétt, hefur ekki passað í kramið. Þegar svo forset- inn féll fyrir borð í eigin flokki var Björn Björnsson orðinn áhrifa- mesti maður ASÍ. Honum þurfti að koma burt með góðu móti. Það reyndist auðvelt. Fyrst fór hann sem aðstoðarmaður til fiármála- ráðherra og hann!! maðurinn frá ASÍ er a.m.k. líklegur til að vera einn af höfundum þeirra ólaga sem Jón Baldvin hefur leitt yfir alþýðu manna. Sennöega líka skapari Vestfiarðasamninganna. Á meðan beið eftir honum laust sæti sem bankastjóra Alþýðubankans eftir að öllum sem unnið höfðu að því að byggja bankann upp var fleygí burt eins og ónýtu drasli. Hvað er til ráða? Efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar kölluðu á nokkur mót- mæh, m.a. kæru tö útlanda, og þarf ekki að gráta það. En væri ekki nær að berjast hér heima? En hvar á að byrja? Það er ASÍ-þing í haust. Það verður farið að kjósa hljóðlega og sem minnst áberandi. Ef á því þingi ríkir sama máttleys- ið, sama makkið, sömu hrosskaup- in, þá óttast ég veralega um fram- tíð ASÍ, að það splundrist í ahar áttir. Sumir eru farnir að tala um það sem einu leiðina. Þetta hefur verið að gerast og er að gerast í BSRB. Ekki hefur það breytt miklu fyrir láglaunastéttimar þar. Ég get ekki séð annað en þar séu ríkjandi sömu vinnubrögð og í ASÍ og alveg „Seinna kjörtímabilið má segja að ein- kennist af sundrung og samtakaleysi og það svo að flestir telja sambandið í dauðateygjunum.“ er það sláandi að Reykjavík skuh borga sínu fólki, þ.e.a.s. í lægri kantinum, hklega verst allra bæj- arfélaga á landinu. Og hvaö um hfeyrissjóðina? Get- ur það verið satt að öla stödd fyrir- tæki skuldi tugi miöjóna í launa- tengd gjöld? Era það ekki fyrst og fremst lífeyrissjóður og önnur gjöld sem fyrirtæki taka af fólki við hverja útborgun. Ég vö fá skýr svör hjá ASÍ og sambandi lífeyrissjóða hvort þetta getur verið. Gleymið því ekki, góðir menn, - „að þjófurinn þrífst en þjófsnauturinn ekki“. Ágústa S. Bjömsdóttir „Á arunum 1980-84 var frekar hljótt um ASÍ enda var meirihlutinn hlynntur stjórn Gunnars Thorodd- sen en þegar stjórn Steingríms tók við kom máttleysið brátt í ljós.“ segir m.a. i greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.