Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1988, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1988. 25 Jþióttir íþróttir „Besti leikur íslands undir minni stjóm“ - það voru Sovétmenn sem náðu jafntefli, sagði Sigfned Held „Þetta er besti leikur íslenska landsliösins undir minni stjórn - strákamir léku frábærlega og ef liöið gæti spilaö alla leiki í keppninni svona þá væri möguleiki á aö ná langt. En þó það sé gott aö gera jafn- tefli við jafnsterkt liö og það sovéska er ég alls ekki ánægður með úrslitin. ísland fékk fjögur dauðafæri í leikn- um en sovéska liðið var aðeins tvi- svar í hættulegum færum þannig að ég vil segja að það hafi verið Sovét- menn en ekki Islendingar sem náðu jafntefli í þessum leik,“ sagði Sigfried Held, landsliðsþjálfari íslands. Síðasta korterið skilur á milli „Það er á síðasta korterinu sem skilur á milli atvinnu- og áhuga- manna og það gerði útslagið að þessu sinni. í svona leik þurfum við að hlaupa meira, spila betur og gera færri mistök en mótherjarnir, og við gerðum ekkert rangt í 70 mínútur. Þá gerðist það sem alltaf gerist hjá okkur og Rússarnir skoruðu. Ef okk- ur tekst að halda svona góðum og jöfnum leikjum getum við haldið áfram að reyta stig í keppninni,“ sagöi Atli Eðvaldsson, fyrirhði ís- lenska hösins, við DV. DV kynnir íslensku ÓL-farana Nafn: Vésteinn Hafsteinsson Fd./ár: 12. desember 1960 Hæð: 1,90 m Þyngd: 117 kg Félag: HSK Allir eiga möguleika „Ég hef aldrei undirbúið mig eins vandlega og núna og mér hefur enda aldrei gengið eins vel á undirbúningstímanum. Ég er því bjartsýnn á góðan árang- ur á ólympíuleikunum." Þetta sagði kringlukastarinn Vé- steinn Hafsteinsson í samtali við DV í gær. Hann stundar nú æfingar af miklu kappi í Svía- ríki þar sem aðstæður eru eins og best verður á kosið. Vésteinn hefur reynsluna í farteskinu er hann heldur til Seoul en hann keppti á síðustu leikum í Los Angeles. Hafnaði hann þá í 14. sæti en lengsta kast Vésteins mældist þar 59,56 metrar. Síðan þá hafa hlutirnir þróast og íslandsmet Vésteins er nú 65,60 metrar þótt lengsta kast hans hafi mælst 67,20 metr- ar. Það kast var á hinn bóginn fellt úr gildi fyrir nokkru vegna olögmætra skhyrða á þeim kastvelh er afrekið var 'nnið. „Mér frnnst út í hött að halda th Seoul með annað fyrir aug- um en komast í úrsht," sagði Vésteinn í samtahnu við blaðið. „Ég tel það enda raunhæft markmið. Ég ht þetta mót þeim augum að allir keppendur eigi möguleika enda verða á því saman komnir fremstu menn heimsins í íþróttinni, menn sem hafa náð thskhdum lágmarks- árangri. Ég vil því ekkert gefa frá mér möguleikana varðandi verðlaunasæti enda er það sjálf- sagt mál hjá hverjum og einum að stefna eins hátt og unnt er. Ég geri mér þó grein fyrir því að það eru fáir sem fara á pall- inn en ég á engu að síður mögu- leika,“ sagði Vésteinn. Vésteinn kastar nú tvisvar á dag og leggur áherslu á tækni- leg atriði sem honum hefur tek- ist vel að útfæra. Hann er hins vegar undir miklu álagi vegna æfinganna og hefur þvi ekki gefið sig í köstin á þann hátt sem gerist í keppni. „Ég ætla að vera í toppformi í Seoul og ég tel að ég hafi þá reynslu sem þarf th að svo tak- ist. Ég fæ þijár thraunir th að kasta og vitanlega ræður dags- formið og heppnin miklu þegar á hólminn er komið. Með hhð- sjón af æfingum mínum núna á ég engu að síður meiri mögu- leika en nokkru sinni áður,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson. -JÖG Fengum færin til að vinna „Ég vissi ekki nema það væri varn- armaður í bakinu á mér og þorði ekki annað en að skjóta viðstöðu- laust, og hitti boltann ekki alveg nógu vel,“ sagði Arnór Guðjohnsen við DV um færið sem hann fékk til að koma íslandi í 2-0 á 67. mínútu leiksins. „Ég er mjög ánægður með leik okk- ar framanaf en seinni hlutann var farið að gæta þreytu hjá liðinu. Við fengum færin th að vinna leikinn, ef við hefðum komist í 2-0 heföu þeir ekki átt smugu í að jafna,“ sagði Arnór. Merkilega auðvelt „Við lékum mjög skynsamlegan varnarleik og það var merkhega auð- velt að halda sóknarmönnum Sovét- manna niðri. Zavarov var þeirra hættulegastur, hann var alltaf á dóh mihi vamarinnar og tengihðanna og við lentum stundum í vandræðum með að gæta hans. En þetta var gamla íslenska þjóðsagan, að ná ekki að halda út og vinna, og úrshtin hefðu svo sannarlega getað orðið á betri veg. Áhorfendur voru ómetan- legir, það var stórkostlegt að finna stuðning þeirra ahan tímann,“ sagði Guðni Bergsson viö DV. Áttum að sigra í kvöld „Það er ekki hægt að segja að jafn- tefli gegn Sovétmönnum sé slæm úrsht. Hins vegar, eins og leikurinn þróaðist, áttum við aö sigra í kvöld. Þetta er annars góð byrjun í heims- meistarakeppninni og ef við náum að leika oftar eins og við gerðum í kvöld þá getum við náð langt í riðlin- um. Annars er of snemmt að spá ein- hveiju. Þetta er bara byijunin og við tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson eftir leik- inn. Sárt að klára ekki dæmið „Ég er hálfsvekktur með þetta jafn- tefli. Við fengum góð færi og áttum að sigra Rússana í þessum leik. Við duttum aðeins niður í seinni hálfleik og vorum ekki alveg eins ákveðnir í sókninni og í fyrri hálfleik. Það var virkilega sárt að ná ekki að klára dæmið og missa sigurinn niður í jafntefli," sagði Gunnar Gíslason í spjalli við DV. Dasajev sá við mér „Það var auðvitað dapurt að ná ekki að halda þetta út og sigra. Það er varla hægt að sætta sig við jafn- tefhð þótt mótheijarnir hafi verið sjálfir Sovétmenn. Það var auðvitað hrikalegt að misnota færin í fyrri hálfleiknum. Fyrra færið var dálítiö erfitt því ég náði ekki almennilega th boltans. í seinna skiptið fékk ég sannkahað dauðafæri. Dasajev lagð- ist th vinstri og ég sendi boltann þá hinum megin við hann en einhvern veginn sá hann við mér og varði. í heildina er ég annars sáttur við hlut- ina. Láðið lék mjög vel og baráttan var gífurleg. Við gáfum þeim aldrei frið og það fór í skapið á þeim. Mér fannst þeir leika mun grófar en þeir hafa gert áður í leikjum sínum. Það hefur áreiðanlega farið mikiö i skap- ið á þeim hvað við stóðum í þeim. Ég er auðvitað bjartsýnn á fram- haldið eftir svona leik en næstu tveir leikir verða erfiöir en viö höfum nú fengið byr undir báða vængi," sagði Sigurður Grétarsson, sem skoraði mark íslands á 11. mínútu. Frábær úrslit „Þetta voru frábær úrsht. Það verður að hafa í huga að við vorum að leika gegn hði sem varð í öðru sæti á Evrópumótinu fyrir tveimur mánuðum. Það besta við þetta er þó að íslenska hðið náði að skapa sér mörg færi og hðið lék til sigurs. Mér fannst Held gera alveg rétt. Hann lét strákana veijast aftarlega og beitti síðan hættulegum skyndisóknum," sagði Marteinn Geirsson, leikjahæsti landshðsmaður íslands frá upphafi, en hann var meðal áhorfenda í gær- kvöldi. -RR/VS Rinat Dasajev bjargar heiðri Sovétmanna í fyrra sinniö þegar Sigurður Grétarsson var einn gegn honum á 20. mínútu leiksins í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti • Arnór Guðjohnsen lék í gærkvöldi einn sinn besta landsleik tyrir Islands hönd og ógnaði stöðugt vörn Sovétmanna. Hér er hann á ferðinni á þeirra vallarhelmingi og fjórir Sovétmenn hafa góðar gætur á honum. DV-mynd Brynjar Gauti Kraftmlkll byrjun íslands 1 heimsmeistarakeppnlnni: Sigur í sjónmáli - silfurliðið frá EM sátt við jafhtefli á Laugardalsvellinum Þegar sovésku landsliösmennirnir, sem unnu silfurverð- laun í Evrópukeppni landsliða fyrr í sumar, sættu sig við að leika boltanum meinlaust sín á milli á miðjum vellinum og bíða eftir lokaflauti dómarans - ánægðir með eitt stig, var ljóst að rétt eina ferðina hafði ísland sýnt styrk sinn á knattspyrnuvellinum. Sovésku snillingarnir játuðu á loka- mínútunum að íslenska landsliðið væri annað og meira en uppfylling í 3. riðli heimsmeistarakeppninnar, þeir viður- kenndu að það væri hættulegur andstæðingur sem bera þyrfti fyllstu virðingu fyrir. Jafntefli, 1-1, er afrek sem vekur at- hygh víða um heim, það eru úrsht sem hvaða þjóð heims sem er gæti fyllilega verið ánægð með gegn liöi Sovétmanna. Samt - samt er erfitt að kyngja því að íslenska landsliðinu skyldi ekki takast að vinna opnunarleik heimsmeistara- keppninnar á Laugardalsvelhnum í gærkvöldi því að þar gafst til þess fágæt- ur möguleiki sem kannski býðst ekki aftur. Þrjú dauðafæri Islands Þrisvar fékk íslenska höið kjörin tækifæri til þess að auka við 1-0 forskot- iö sem Sigurður Grétarsson færði því svo óvænt á 11. mínútu. Tvisvar sýndi Rínat Dasajev markvörslu eins og hún gerist best í heiminum þegar hann stóð einn andspænis Sígurði Grétarssyni og varði með glæsilegum úthlaupum í bæði skiptin. Þetta gerðist á 20. og 30. mínútu og ef ísland heíði komist í 2-0 eða þaðan af meira er ljóst að meiri háttar ævintýri hefði orðið staðreynd. Síðan sluppu Sovétmenn með skrekk- inn í þriðja sinn á 67. mínútu - Amór fékk boltann á hægra markteigshomi þeirra, lyfti honum glæsilega yfir varn- armann og tók hann síðan á lofti en hörkuskot hans geigaði, boltinn þeyttist þvert fyrir markið og framhjá stönginni fjær. Bjarni bjargaði af snilld Þó Sovétmenn væru meira með bolt- ann í leiknum gekk hvorki né rak hjá þeim að skapa sér marktækifæri. Það eina virkilega hættulega kom á 81. mín- útu og engu munaði að það tryggði þeim sigur. Eftir fyrirgjöf frá vinstri hitti Atli Eðvaldsson ekki boltann á miðjum vítateignum, Oleg Protasov var aleinn gegn Bjarna Sigurðssyni sem gbrði svip- að og Dasajev gegn Sigurði í fyrri hálf- leiknum, varði glæsilega með úthlaupi. Sigurður skoraði eftir ótrúleg varnarmistök Mark Sigurðar Grétarssonar á 11. minútu kom eftir ótrúleg mistök hjá Vagíz Khídíatúllín, varnarstjórnanda sovéska liðsins. Hann hitti ekki boltann þegar Sævar Jónsson átti langa send- ingu frá hægri inn í vítateiginn, Sigurð- ur Grétarsson komst einn gegn Dasajev og náði aö senda þoltann framhjá hon- um í markhornið, 1-0. Heppnismark Sovétmanna Jöfnunarmark Sovétmanna á 74. mín- útu var með miklum heppnisblæ. Atli Eðvaldsson komst fyrir skot Zavarovs og hugöist senda boltann aftur fyrir endamörk, Bjarni Sigurðsson var kom- inn út úr markinu og virtist grípa hann glæsilega en missti hann aftur fyrir sig. Þar var Protasov út við endalínu og á ótrúlegan hátt náði hann að senda bolt- ann þvert fyrir markið og í markhomið flær, framhjá fjölda varnar- og sóknar- manna, 1-1. Einn besti leikur íslands Það er óhætt að fullyrða að leikurinn í gærkvöldi er einn sá besti hjá íslensku landsliði frá upphafi. Strax frá fyrstu mínútu lék hðið af krafti og ákveðni og náði sálrænum undirtökum með því aö skora mark þetta snemma. Mótlætið fór þá strax í skap sovésku leikmannanna, þeir fóru úr jafnvægi og náðu aldrei að leika þá knattspyrnu sem þeir eru fræg- ir fyrir. íslenska hðiö lék mjög skyn- samlega, varnarmenn og tenghiöir unnu frábærlega saman við aö loka öh- um svæðum á miðjunni þegar Sovét- menn voru með boltann og hvað eftir annað gafst færi á hættulegum skyndi- sóknum. Bjarni Sigurðsson var mjög öruggur í markinu, greip vel inn í leikinn og þurfti sjaldan að verja erfiö skot nema frá Protasöv í lokin. Spurning þó hvort Sovétmenn hefðu nokkuð skorað ef hann hefði leyft boltanum að fara aftur fyrir endamörk í stað þess að reyna að góma hann. Varnarþrenningin, Guðni, Sævar og Atli, hafði góð tök á sovésku sóknarmönnunum og gaf þeim nánast aldrei færi á að ógna Bjarna. Guðni sýndi í eitt skipti fyrir öll að hann er fær um að meðhöndla hættidega sóknar- menn, sama hverrar þjóðar þeir eru, og bjargaði oft málunum þegar mUdð lá við með hraða sínum og snerpu. Kantmennirnir, Gunnar Gíslason og Ólafur Þórðarson, skUuðu geysUega þýðingarmUdu varnarhlutverki, Sovét- menn náðu sjaldan að sigrast á þeim og brjóta sér leið upp kantana. Sigurður Jónsson var sömuleiðis mildll brim- bijótur framan við vörnina og Pétur Ormslev hefur sjaldan veriö jafnhjálp- samur á þeim slóðum. Asgeir lengi í gang Ásgeir Sigurvinsson var lengi í gang og náði sér lítið á strik í fyrri hálfleik. Eftir hlé var hann sem allur annar maður, í vörn sem sókn, og átti mikiö af góðum sendingum. Þá var hann virk- ari í að verjast en oft áður í landsleikj- um. Sigurður Grétarsson var frískur og hættulegur, hefur sennUega sjaldan eða aldrei verið betri en einmitt nú og var virkilega óheppinn að nýta ekki nema eitt af dauðafærunum þremur sem hann fékk. Arnór bestur á vellinum En þó alhr hafi komist vel frá leiknum fór ekki á milh mála hver var besti maður vaharins - Arnór Guöjohnsen. Hann átti einhvern sinn albesta lands- leik frá upphafi, skapaði hættu í hvert skipti sem hann fékk boltann á vallar- helmingi Sovétmanna, lagði glæsUega upp síðara dauðafæri Sigurðar Grétars- sonar og var óheppinn að gera ekki eitt mark sjálfur. Mistök hjá Held? En þrátt fyrir þessa góðu frammistöðu er ekki hægt annað en að setja spurn- ingarmerki við eitt. Hvers vegna Sigfri- ed Held skipti ekki um tvo leikmenn 15-20 mínútum fyrir leikslok. EðUlegast í þeirri stööu hefði verið að taka Sigurð Grétarsson og Pétur Ormslev út af. Þeir voru orönir þreyttir að sjá eftir gífur- lega keyrslu, Guðmundur Torfason hefði lífgað upp á sóknarleikinn og Ómar Torfason komið inn í leikinn á þýðingarmiklum tíma sem varnartengi- Uður. Guðmundur kom reyndar inn á undir lokin en of seint til að komast í gang. Þetta var möguleiki sem Held nýtti sér ekki. Hvort það réð úrsUtum um að ísland náði ekki að sigrast á rúss- neska biminum fáum við þó aldrei að vita. -VS „Þetta vora ekki óvænt úrslit“ - sagði Rínat Dasajev „Þetta voru ekki óvænt úrslit. íslendingar hafa sannað að þeir eru mjög erfiðir heim að sækja. Þeir voru eins sterkir í þessum leik og ég átti von á. Við vorum nokkuð heppnir hér fyrir tveimur árum að ná jafntefli en nú máttum við þakka fyrir það. Að vísu fengum við gótt færi undir lokin og gátum þá tryggt okkur sigur en þeir fengu Uka sín færi. Ég vona bara að íslendingar taki stig af fleirum en okkur í þessari keppni," sagði Rínat Dasajev, einn besti markvörður heims, en hann var besti maður Sovétmanna í gærkvöldi og bjargaði sínum mönnum þegar hann varði tvisvar meistaralega frá Sigurði Grétars- syni. -RR Boltinn lak framhjá stónrtánni á mér - sagði Sævar Jónsson um mark Rússa „Ég var á fleygiferð inn á marklín- una og teygði mig eins og ég gat á eftir boltanum en horfði upp á hann renna hægt framhjá stórutánni á mér og leka í stöngina og þaðan í markið,“ sagði Sævar Jónsson um jöfnunarmark Sovétmanna í samtali við DV eftir leikinn. „Ég komst í veg fyrir Zavarov og ætlaði að senda boltann aftur fyrir endamörk. Bjarni kom á feröinni og hafði hendur á honum í loftinu en hélt honum ekki, heldur dró mjög úr ferð boltans. Protassov var síðan aðeins nokkra sentimetra frá enda- Ununni þegar hann skaut og það er ótrúleg heppni hjá honum að skora úr svona færi. Boltinn fór fyrir aftan hælana á varnarmönnunum sem voru á ferðinni inn á Ununa og það var bara tilviljun að enginn snerti hann og náöi að breyta stefnunni," sagði AtU Eðvaldsson, fyrirUði ís- lenska landsliðsins, um markið. Skorað eftir vafasamt atvik En það grátlegasta viö jöfnunar- mark Sovétmanna er kannski þaö að sókn þeirra hófst eftir að einn leik- maður þeirra hafði greinilega slegið boltann með hendi á eigin vallar- helmingi - beint fyrir framan nefið á öðrum línuverðinum. Það var langt frá því að vera eina brot Sovétmanna sem dómaratríóið norður-írska lét óátaUð - Alan Snoddy dómari sleppti því að dæma á mörg ljót brot þeirra og datt ekki í hug að lyfta spjaldi þótt íslensku leikmennirnir væru sparkaðir niður aftan frá eða hrein- lega dregnir niður eftir að hafa kom- istframhjámótherjumsínum. -VS • Asgeir Sigurvinsson lék injög vel i seinni hálfleík í gærkvöldi og hefur hér snúið á hinn snjalla Oleg Kútznezov. Takið eftir þvi að Ásgeir er með legghlífar, en hann varð að útvega sér slíkar i fyrsta skipti fyrir þennan leik þar sem nýjar reglur Alþjóða knattspyrnusambandsins kveða á um notkun þeirra! DV-mynd EJ Ísland-Sovébfkin 1-1 (1-0) 1-0 Sigurður Grétarsson (11. min.) 1-1 Oleg Protasov (74. mín.) Lið íslands: Bjarni Sigurösson, Guöni Bergsson, Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Ólafur Þórðarson, Siguröur Jónsson, Gunnar Gíslason, Pétur Ormslev, Asgeir Sigurvinsson, Arnór Guöjohnsen, Sigurður Grétarsson (Guömundur Torfason 85. mín.) Lið Sovétrikjanna: Rinat Dasgjev, Vladímír Bessonov (ígor Dobrovolskíj 60. mín.), Anatolíj Demjanenko, Oleg Kúznetsov, Vagíz Khidíatúllín, Gennadij Litovtsjenko, Sergej Alejnikov, Alexej Míkhajlítsjenko, Vasilij Rats, Alexandr Zavarov, Oleg Prptasov, Dómari: Alan Snoddy, Norður-írlandi, hafði litil tök á leiknum og bar of mikla virðingu fyrir sovésku sijörnunum. Gul spjöld: Vladímir Bessonov og Pétur Ormsiev. Ahorfendun 7,982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.