Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1988. Fréttir Albert Guðmundsson: Forseti látinn vita af ann- arri minnihlutastjóm Hægri og vinstri blokk eltast við flokkana sem eru á milli „Viö samþykktum að láta forseta íslands vita aö það væru tveir mögu- leikar á myndun minnihlutastjómar sem báöir geta leitt til myndunar meirihlutastjórnar. Annars vegar er Framsóknarflokkur og Alþýöuflokk- ur, sem eru meö 23 þingmenn, og hins vegar Borgaraflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, sem eru með 25 þing- menn,“ sagöi Albert Guðmundsson eftir þingflokksfund Borgaraflokks- ins í gær þar sem fjallað var um stöð- una sem upp er komin. Albert hafði þá fyrr um daginn far- ið til fundar viö Þorstein Pálsson í Valhöll skömmu eftir að hann hafði rætt við Steingrím Hermannsson á heimili sínu. - Hvaða flokk sér Albert sem hugs- anlegan stuðningsflokk við minni- hlutastjórn Borgaraflokks og Sjálf- stæðisflokks? „Það eru sex flokkar á þingi og þetta spilast allt á milh þeirra. Ef við skiptum þessu í hægri og vinsti þá em tveir flokkar á milli Borgara- flokks og Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks hins vegar. Báðir þessir flokkar eru því að elta hina tvo,“ sagöiAlbert. -gse Steingrímur Hermannsson sótti Albert Guðmundsson heim upp úr hádegi í gær, borðaði konfekt og ræddi stöð- una. Stuttu eftir þennan fund fór Albert síðan í Valhöll og fundaði með Þorsteini Pálssyni. Niðurstaðan af þessum fundum er sú að Borgaraflokkurinn tekur þátt í viðræðum til beggja handa. DV-mynd GVA Viðræður Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks: Ekki sjátfgefið að Framsókn og kratar fari með sijóni landsins - segir Friðrik Sophusson „Við fórum mjög vandlega yfir aöra íslenska stjómmálaflokka.“ stjóm landsins á næstunni. Þeir stöðunaogþauatriöisemflokkana - Hvaða þriðja flokk hafið þið í verða aö taka tillit til þess sem greinir á um. Þetta starf miðar aö huga sem gæti annaðhvort tekiö gæti átt eftir að gerast." því aö fáera þessa tvo flokka nær þáttíríkisstjóraþessarafiokkaeða - Nú hefur Þorsteinn Pálsson hvor öðrum. Ef það tekst liggur í veitt stjóm þeirra stuöning eða kynnt þær tillögur sem hann lagöi augum uppi að Sjálfstæðisflokkur hlutleysi? fram í ríkisstjóm þannig að með og Borgaraflokkur hafa fleiri þing- „Okkur er Ijóst að það hlýtur að þeim hafi hann reynt aö teygja sig menn á bak viö sig en Framsóknar- vera reynt aö mynda meirihluta- eins langt og mögulegt var til móts flokkur og Alþýöuflokkur,“ sagði stjóm fyrst. Viö útilokum ekki viö samstarfsflokkana. Hvernig Friðrik Sophusson, varaformaöur neinn flokk í þvi sambandi. Þaö stendur á því að þiö mætið nú jil Sjálfstæðisflokksins, eftir fund -kemur til greina að tala við hvaöa stjórnarmyndunarviöræðna með hans með fulltrúum Borgara- flokk sem er.“ þessar sömu tillögur? flokksins í gær. - Má ekki útiloka Framsóknar- „Við lítum á þessi drög sem lögö - Er það markmiöiö með þessum flokk og Alþýðuflokk? vora fram í ríkisstjórn sem um- viðræðum að þessir flokkar myndi „Það held ég ekki. Það gerast ræðugrundvöll. Viö erum að sjálf- blokk sambærilega þeirri sem merkilegiratburðir ástuttumtima sögðu tilbúnir að semja um ýmis Framsókn og Alþýðuflokkur liafa í pólitík eins og viö höfum upplifað atriði. Ég minni á að þetta eru ekki myndað? á síöustu dögum. Ég held aö for- óskatillögur Sjálfstæðisflokksins. „Þaö er of snemmt að segja fyrir ystumenn’ Framsóknarflokks og Viö erum aö sjálfsögðu tilbúnir til um það. En þessar viöræður era Alþýöuflokks hljóti aö gera sér þess að breyta ýmsum_atriöum og byggöar á því aö hægt sé að ná grein fyrir því að þaö era til fleiri það munum við gera eins og kaup- samkomulagiumefhisatriðiámilli möguleikar en þeir hafa verið að in gerast á eyrinni," sagöi Friðrik þessara flokka. Þaö er kannski auð- vinna að. Það er ekki sjálfgefiö aö Sophusson. veldara fyrir þessa tvo flokka en þessirtveirflokkarfarisamanmeð -gse Framsókn og Alþýöuflokkur: Voru óviðbúnir þeirri stöðu sem komin er upp Nú virðist komin upp allt önnur staða í stjórnmálunum en forystu- menn Alþýðuflokks og Framsókn- ar bjuggust við. Þrátt fyrir að flokk- amir hafi náð samkomulagi um tillögur að efnahagsaðgerðum fór því fjarri að gleði ríkti í herbúðujn þeirra á þingflokksfundum í gær. Þá var orðið ljóst að hvorki Al- þýðubandalag né Borgaraflokkur ætluðu sér aö veita minnihluta- stjórn þessara flokka stuðning áð- ur en aðrir kostir hefðu verið reyndir. Það keyrði síðan um þver- bak þegar viðræður Borgaraflokks og Sjálfstæðisflokks urðu opin- berar. Samkomulag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks felur í sér launafrystingu, verðstöðvun, lækkun vaxta, hallalaus fjárlög og millifærslu. Til þess aö stoppa upp í fjárlagagatið er bæði aukið við skattheimtu og skorin niður ríkis- útgjöld. Tillaga Framsóknarflokks- ins um að láta aöstöðugjöld um- fram ákveðna upphæð á hvem íbúa sveitarfélaganna renna í framkvæmdasjóð er ekki í sam- komulaginu. En þrátt fyrir að flokkarnir hafi þetta samkomulag í höndunum blæs ekki byrlega fýrir að þeim takist að afla stuðnings aimarra þingflokka. Efdr yfirlýsingu Al- berts Guðmundssonar í gær varö ljóst að hann lagði meiri áherslu á viðræöur við Sjálfstæðisflokk. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hafnaði algjörlega stuöningi viö minnihlutastjóm og setti auk þess fram kröfu um aö verkalýðshreyf- ingin fengi aftur samningsrétt. Kvennalistinn hefur lýst því yfir aö hann hyggi ekki á stjórnarsam- starf án kosninga. Þeir kostir, sem bandalag Al- þýðuflokks og Framsóknar hefur til þess að tryggja sér stuöning meirihluta þings, eru viðræður við Alþýðubandalag og annað hvort Kvennalista eða Stefán Valgeirs- son. -gse Upp úr klukkan átta í gærkvöldi kom Ólafur Ragnar Grímsson heim til Jóns Baldvins Hannibalssonar og þáði lifur með spældu eggi og kartöflustöppu með fullum matarskatti hjá Bryndísi Schram. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.