Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1988, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1988. Fréttir Verðstöðvunm: Farið að hægjast um hjá Verðlagsstofnun „Það er farið að róast hjá okkur. Nú er aðaUega hringt út af einstökum atriöum eins og kaffiverði. Álagning á vörum í hinum ýmsu verslunum var mismunandi fyrir veröstöðvun- ina og við því getum við ekkert gert. Það er til dæmis ekki hægt að bera saman verð á kaffipakka úr stór- markaði og kvöldsölu sjoppanna. Eitthvað er þó um að fólk taki þann verðmismun sem brot á verðstöðv- uninni. Þó kvartanir geti verið bom- ar fram á röngum forsendum fóram við alltaf á staðinn og athugum hvað hæft er í þeim,“ sagði Steinunn Frið- riksdóttir hjá Verðlagsstofnun við DV. Sagði hún að fólk virtist almennt vera búið að átta sig á námskeiða- gjöldum,- raforkuverði og fleira sem mikið hefur verið spurt um ffá mán- aðamótum. Þeir sem borguðu nám- skeiðagjöld sín í september gætu sparaö með því nokkum pening þar sem gjaldið hækkaði eftir lok verð- stöðvunar í október. Tvær til þrjár manneskjur hafa sinnt símhringingum til stofnunar- innar að jafnaði en viðskiptafræðing- ar í hagdeild hafa mjög oft þurft að hlaupa undir bagga. í útideiid, þar sem yfirleitt hafa starfað 7 manns, starfa 17 meðan á verðstöðvuninni stendur. -hlh Samvinnuhreyfingin með nýlt greiðslukort Samkort hf. er nýtt greiðslukorta- fyrirtæki sem stofnað hefur verið á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Á stofnfundi 14. september gerðust 17 félög stofnaðilar en um 40 félögum, þar á meðal kaupfélögunum og sam- starfsfyrirtækjum Sambandsins, hefur verið boðin þátttaka í hinu nýja fyrirtæki. Hlutafé mun verða aÚt að 40 milljónir króna. Tilgangur með kortunum er meöal annars að nýta þau á öllum þeim sviðum sem samvinnuhreyfingin er með þjónustu á. Er tahö aö lánastarf- semi og stjómunarkostnaður muni þá minnka. Er stefna fyrirtækisins að veita korthöfum ávinning með möguleik- um á sértilboðum, afsláttarkjörum og jafnvel arði af viðskiptum með kortunum. Uppi era hugmyndir um aö hafa tvö greiðslutímabil, til hag- ræðis fyrir þá sem ekki fá greidd laun um mánaöamót. -hlh JÓH J6S880H 0055 6416-59 Góð matarkaup Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Slátrun er hafin lyá sláturhúsinu Höfn, Selfossi. Að sögn Péturs Hjalta- sonar skrifstofustjóra verður allt kjöt fryst þar til ákveðið verð kemur á nýja kjötið. Eina sem selt verður er slátur og hvert slátur með öllu til- heyrandi selt á 345 krónur, sem 'er sama verð og var í sumar þegar lambaslátran fór fram. Það era góð matarkaup í óðaverðbólgu og stjóm- leysi nútímans. Slátrun byrjar hjá Sláturfélagi Suðurlands 19. september, allt kjöt þar verðui einnig fryst eins og hjá sláturhúsinu Höfn og er greinilega sami hátturinn hafður á og hjá ríkis- stjóminni. Svínaslátrun er einnig í fullum gangi, slátrun tvisvar í viku og kost- ar hvert kg af svínakjöti 315 kr. ef keypt er í heilum eða hálfum skrokk- um. Það eru góð matarkaup þó lambakjötið sé alltaf best en það er orðið svo dýrt aö fólk hefur ekki leng- ur efni á aö kaupa það. Sláturfélag Suðurlands er frekar fátækt af fólki en menn gera sér vonir um að úr því rætist á síðustu stundu eins og und- anfarin ár. Reynir Aðalsteinsson, heimsmeistari í timmgangsgreinunum í Weistrach i Austurríki 1987, á Spóa ásamt Erlingi Sigurðssyni á Þrym. DV-mynd E.J. HM í hestaíþróttum: Einungis einn knapi krýndur á næsta móti íslenskir knapar munu keppa eftir breyttum reglum á heimsmeistaramót- inu í hestaíþróttum í Árósum í Dan- mörku næsta sumar. Á ársþingi Félags eigenda íslenskra hesta (FEIF), sem hald- iö var í Zúrich nýlega, var ýmsum reglum breytt og stigagjöf fýrir sýningar endur- bætt. Alls mættu 19 fulltrúar á ársþing FEIF í Ziirich og voru fulltrúar íslands þau Pétur Jökull Hákonarson og Ragnheiður Hall. Volkér Lederman, forseti FEIF, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi for- mennsku og var Marit Jonsson, fulltrúi Dana, kosin í hans stað. Fulltrúi íslands, Sigurður Ragnarsson, var kosinn vara- forseti FEIF og Þorgeir Guðlaugsson blaða- og upplýsingafulltrúi. Gangtegundaröð gefin frjáls íþróttanefnd FEIF hefur haldiö marga og stranga fundi í sumar og skilaði af sér tillögum á ársþingiö. Sú helsta var aö nú yrði knöpum frjálst að ákveða í hvaða röð þeir sýna gangtegundir í fjórgangi og fimmgangi. Þeir þurfa að passa sig á því að sýna hálfan hring fet en heilan hring annarra gangtegunda. Þetta sýn- ingarkeríi svipar til íslenska gæðinga- sýnihgakerfisins sem erlendir knapar hafa hrifist af og notað á íþróttakeppnum í Austurriki, Sviss og Þýskalandi í sum- ar. Heitar umræður urðu um þetta mál. íslensku fulltiúarnir settu fram tillögu um að kannað yrði hvort ekki væri hægt að keppa í gæðingakeppni á heimsmeist- aramótum og mun nefnd kanna þá mögu- leika. Tillagan um breytinguna var sam- þykkt með 10 atkvæðum gegn níu. Full- trúar íslands, Belgíu, Danmerkur, Holl- ands og Svíþjóðar stóöu gegn tillögunni sem fulltrúar Austurríkis, Frakklands, Noregs, Sviss og Þýskalands samþykktu. Eftir næsta HM verður þessi regla endur- skoðuð og breytt ef þurfa þykir. Einn heimsmeistari krýndur á ný Nú var ákveöið og samþykkt aö hverfa til þess fyrirkomulags sem var notað á fyrstu Evrópumótunum er einungis einn lmapi var krýndur heimsmeistari. Á síð- ustu þremur mótum hafa verið krýndir tveir heimsmeistarar, annar fyrir fjór- gangsgreinar en hinn fyrir fimmgangs- greinar. Samhliða þessari breytingu með heimsmeistarann var stigaútreikningum breytt töluvert. Nú verða lögð saman stig úr þremur þrepum. I fyrsta þrepinu er tölt, öðru fjórgangur eða fimmgangur og þriðja aðrar greinar. Til að eiga mögu- leika á heimsmeistaratign þarf knapi að fá stig úr þremur greinum, einni grein úr hverju þrepi. Undantekning er ef hann nær ekki það mörgum stigum að hann sé fyrir ofan 60% árangur í sinni grein. Þetta virðist vera allflókið en sem dæmi má nefna fjórgangshest sem nær 92 punktum í tölti, 72 í fjórgangi og 25 í hlýðniæfmgum og því samanlagt 189 punktum. Ef árangurinn í hlýðniæfmg- unum er ekki innan 60% markanna fær hann einungis skráðan árangurinn í tölti og fjórgangi eða 164 stig. Ef 30 hestar keppa í grein þarf hesturinn aö vera meðal 18 stigahæstu til að fá árangurinn metinn en ef 40 hestar keppa í grein þarf hann að vera meðal 24 stigahæstu. Ef keppt hefði verið eftir þessum sti- gaútreikningi á HM1 Weistrach í Austur- ríki sumarið 1987 hefði austurríski knap- inn Peter Schröder orðið stigahæstur með hryssuna Astu og þvi einn heims- meistari. Samþykkt var að breyta stigaútreikn- ingum á þann veg að hámark fyrir tölt verði 120 stig sem fyrr en breytt hefur verið tímamörkum fyrir 250 metra skeið á þann veg að nú þarf hestur að liggja sprettinn á 21,0 sekúndu eða minna til að ná hámarki 120 stigum. Áður voru mörkin 22,0 sekúndur. Hámark í fjór- gangi, fimmgangi og gæðingaskeiði verða 100 stig en hámark fyrir viðavangshlaup 60 stig og hlýðnikeppni B 80 stig. Jafnframt var samþykkt að gera hlýðniæfmgarnar erfiöari og bæta við tveimur æftngum. Víðavangshlaupið. verður fijálsara en fyrr því að nú gildir einungis besti tími en ekki íþróttamanns- leg reið og stíll. Leyfilegt verður að hafa leður eða plast allt að 5 millimetrum undir skeifúm en einungis með skeifu- lagi, ekki botna. Ekki verður lengur leyfi- legt að senda unglinga á HM því að ald- urstakmark var ákveðið 16 ár. Ekki var samþykkt að banna íslenskar stangir. Þess í stað var samþykkt að nota megi einnig svokallaðar Pelham stangir, sem eru stuttar veltustangir, oft stýrt meö tveimur taumum. íslenskir knapar þurfa ekki mjög að hræðast þessar breytingar, þeir eru ýmsu vanir og flestir fjölhæfir með reynslu í keppni í íþróttamótum og gæðingakeppn- um. E.J. Nú fer sláturtíð í hönd og hag- sýnir heimilishaldarar gera magninnkaup. Frystiskápureða -kista er nauðsynlegt tæki til heimilissparnaðar. Neytendasíðan gerði verð- könnun á þessum tækjum og verður hún birt á morgun. Verð skiptir auðvitað máli en einnig það hvort plássið á heimilinu útheimtir kistu eða skáp. Allt um frystikistur og -skápa á Neytendasíðu. Nemendaskipti milli landa færast í vöxt. Nýverið var hópur danskra unglinga hér á ferð í heimsókn hjá pennavinum í Kópavogi. íslensku börnin fóru í ferð í sumartil Danmerkur. í Lífsstíl verður viðtal við nokkra krakka, bæði íslenska og danska. Þau segja frá vinskapnum og hvaða þýð- ingu þessi bréfaskipti hafa haftfyrir tungumálkunnáttu sína. Dönsku krakk- arnir segja frá því sem kom þeim mest á óvart á íslandi, eins og bílaeign lands- manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.