Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1988, Blaðsíða 42
58 Jarðarfarir Hafsteinn Sigurðsson, húsasmíða- meistari, Réttarheiði 23, Hveragerði, andaðist hinn 29. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ágúst Georg Erlendsson, Elliheimil- inu Grund, andaðist á Landakots- spítala 13. september. Jarðarforin fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudag- inn 20. september kl. 15. Jón Pálmi Jónasson, Arnarhrauni 8, Hafnarfirði, andaðist 10. septem- ber á Sólvangi. Jarðarforin hefur far- iö fram í kyrrþey. Margrét Jónsdóttir, fyrrverandi skipsþerna, Möðrufelli 13, sem lést í tLandakotsspítala 11. september, rerður jarösungin frá Langholts- kirkju í dag 19. september kl. 13.30. Útfór Sigríðar Einarsdóttur, áður til heimilis í Skaftahlíð 34, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 13.30. Ómar Örn Ólafsson, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju í dag 19. september kl. 15. Guðbergur Þorsteinsson, Álfaskeiði 29, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag- inn 20. september kl. 15. Kristjana Sveinsdóttir lést 10. sept- ember sl. Hún var fædd 2. júlí 1932, dóttir Sveins Sigurðssonar og Rósa- mundu Eyjólfsdóttur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Rúnar Guð- bergsson. Þau hjónin eignuðust sex börn. Útfór Kristjönu verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarflrði í dag kl. 15. Andlát Tilkyimingar Heiðurslaun Brunabóta- félagsíslands1989 í tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafélags íslands, 1. janúar 1982, stofnaði stjórn félagsins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heiUa fynr íslenskt samfélag hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfs- laun þess sem ráðinn er: „Heiðurslaun Brunabótafélags íslands". Stjórn B.í. veitir heiðurslaun þessi samkvæmt sér- stökum reglum og eftir umsóknum. Regl- umar fást á aðaiskrifstofu B.í. að Lauga- vegi 103 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðningu í stöðuna á árinu 1989 (að hluta til eða allt árið), þurfa að skila umsóknum til stjórnar fé- lagsins fyrir 1. október 1988. Vetrarstarf Þjóðdansa- félags Reykjavíkur Nú er að hefjast vetrarstarf Þjóðdansafé- lags Reykjavíkur. Á liðnu sumri fór hóp- ur frá félaginu á Norðurlandamót í Berg- en og var vel tekið þar. Á komandi stars- ári mun verða kennsla í barnadönsum nýjum og gömlum og gömludansanám- skeiö. Einnig verður námskeið í þjóðlaga- spili fyrir byrjendur og aðra. Aðáláhersl- an er lögð á fiöluspil en aðrir sem hafa áhuga á að spila þjóðlagatónlist, íslenska og erlenda, eru velkomnir. Námskeiðin munu hefjast í byrjun október. Þeir sem áhuga hafa á dansi frá ýmsum löndvun og kunna undirstöðuatriðin í gömlu dönsunum eru velkomnir á þjóðdansaæf- ingarnar sem verða á fimmtudagskvöld- um í vetur. Næsta sumar mun félagið halda Norðurlandamót með um 400 þátt- takendum frá öllum Norðurlöndum. Öll starfsemi félagsins fer fram að Sund- laugavegi 34. Egill Bachmann Hafliðason skreyt- ingameistari andaðist í Landspítal- anum 16. september. Matthías Þ. Guðmundsson, fyrrv. verkstjóri, Hvannalundi 12, Garðabæ, lést 16. september. Kjartan Guðmundsson tannlæknir lést í Landakotsspítala föstudaginn 16. september. Jóhanna Guðmundsdóttir, Hraunbæ 84, lést 16. september á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni lOb. Guðrún F. Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Sólheimum 22, Reykja- vík, andaðist að heimili sínu að morgni 17. september. Elin Geira Óladóttir lést á Vífils- staðaspítala 17. september. Ragnar Gisli Thorvaldsson lést 16. september. Fundir Kvennadeild Barðstrendingafélagsins heldiu- fund þriðjudaginn 20. september að Hallveigarstöðum (stærri sal). Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Gestur fund- arins verður frú Sigríður Ingimarsdóttir varaformaður kvenfélagasambanda fs- lands. Leikfiminámskeið félagsins verð- ur haldið í íþróttahúsi Kópavogsskóla, mánudaga og miðvikudaga kl. 19. Kenn- ari verður Sigrún Ingólfsdóttir. Hægt er að innrita sig hjá Önnu Bjamadóttur s. 40729. Uppeldismálaþing Dagana 24. september og 15. október nk. verða haidin uppeldismáiaþing á vegum Hins íslenska kennarafélags og Kennara- sambands íslands. Fyrra þingið verður haidið í Sjallanum á Akureyri og hið síð- ara í Borgartúni 6 í Reykjavík. Efni upp- eldismálaþinganna er skólaþróun og verða haldnir þrír fyrirlestrar: Hanna Kristín Stefánsdóttir kennari fjallar um hiut kennara í skólaþróun. Fyrirlestur Ingvars Sigurgeirssonar kennslufræð- ings ber heitið „Námsefni - þarfur þjónn eða harður húsbóndi", og loks flytur Húgó Þórisson sálfræðingur fyrirlestur um uppeldisþáttinn í skólastarfi. Á dag- skrá eru einnig 13 styttri erindi um kann- anir og nýbreytni í skólastarfi. Efni þingsins, skólaþróun, varðar alla kenn- ara á hvaða skólastigi sem þeir starfa, enda er markvisst starf að skólaþróun forsenda framfara í íslenskum skólum. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 25. september kl. 14. í aðalkeppninni verður þátttakendum skipt í flokka með hliðsjón af Eló-skák- stigum. Tefldar verða ellefu umferðir í öllum.flokkum. í efri flokkunum verða tólf keppendur, sem tefla allir við alla, en í neðsta flokki verður teflt eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða að jafnaði þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14 og miðvikudögum og fóstudögum kl. 19.30. Lokaskráning í keppnina verður á laug- ardag 24. sept. kl. 14-18. Skákkennsla og æfmgar fyrir unglinga eru á laugardög- um kl. 14-18. „15 mínútna mót“ eru á þriðjudögum kl. 20 (sjö umferðir Monrad). „10 mínútna mót“ eru á fimmtudögum kl. 20 (sjö umferðir Monrad). Lionessurnar Ýr klúbbmun Ýr í Kópavogi ganga í hús í selja heimilispoka Kópavogi og bjóða heimilispoka til sölu. Næstu daga munu konur úr Lionessu- Allur ágóði rennur til líknarstarfa. t Maðurínn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Egill Bachmann Hafliðason skreytingameistari, andaðist á Landspítalanum 16. september. Guðrún Ragnarsdóttir og börn MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1988. Menniiig Heppnir og glaðir Barokktónleikar La Fontana í Norræna húsinu Viö erum ýmsu góðu vön í bar- okkmúsík og köllum ekki allt ömmu okkar í þeim efnum. Þaö eru auðvitað Skálholtstónleikar síð- ustu 10 árin eða svo sem gefið hafa tóninn, þar sem unnið er markvisst að því að skapa grundvöll fyrir „réttan“ flutning á gömlu músík- inni meö „réttum“ hljóðfærum, fraseringum og skreytingum o.s.frv. Og hingað rekur alltaf ann- að slagið á fjörur fólk með sömu náttúru og er stundum að því óra- mikill fengur. Svoleiðis hópur var á ferðinni hér í bænum um helgina, kominn lang- an veg, úr Þýskalandi og Austur- ríki. Þetta var músíkhópurinn „Fontana Musicale“ sem saman- stendur af tveim blokkflautulei- kurum, Ulli Manernhofer og Gerd Lúnenburger, Marcy Jean Böller, sem leikur á gömbu, og semballeik- aranum Wolfgang Zerer. Þau léku undurfagurt 17du aldar prógramm eftir Castello, Froberger, Fontana, Rossi, Purcell og Marin Marals og einnig lag eftir enska kónginn og kvennabósann Hinrik áttunda í til- efni nýrrar flautu eftir gestgjafa Tónlist Leifur Þórarinsson hópsins, hljóðfærasmiðinn Adrian Brown. Þetta var næstum allt jafn- fallegt, því að þau fjórmenningarn- ir eru hljóðfæraleikarar í fyrsta klassa, tæknilegir snillingar öll- sömun og músíkölsk í meira lagi. Mikið var sónatan eftir Castelio leikin fallega, strax í upphafi, og það var gott að heyra sembalsvít- una með Lamente sopra eftir Fro- berger í meðförum Zerers, sem mun annars vera fyrst og fremst organleikari en lék hér stórglæsi- lega á sembalinn. Og ekki var þá Guitare eftir Marais neitt slor hjá gömbuleikaranum Bölli, þar fór saman söngvísi og öruggt vald á hljóðfæri. Og í lokin kom svo stór Svíta fyrir kvartettinn eftir Marais og líklega var það hápunktur tón- leikanna og ekki amalegt að halda út í sunnanveðrið með slíkt góð- gæti í sálartötrinu. Eitt var þó leið- inlegt við þessa samkomu; hvað margir misstu af henni. Eins og oft áður, virðist eitthvað hafa bilað í upplýsingaþjónustunni og það var mikill skaði. En þeir áheyrendur sem þarna sátu með opin augu og eyru voru auðvitað bæði heppnir og glaðir. LÞ Músíkhópurinn „Fontana Musicale” á æfingu. DV-mynd Brynjar Gauti Pípur og hass á skemmti- Jón L með betrí biðskák Jón L. Árnason á betri biðskák gegn Dolmatov, efsta manni mótsins í Sochi, en skák þeirra úr 11. umferð fór í bið. Helgi Ólafsson varð hins vegar að fá skák sinni frestaö vegna magakveisu. Hann er þó á batavegi. Dolmatov er efstur með 7 vinninga og biðskák en Jón L. er með 5 'A vinn- ing og biðskák. Helgi er með 5 vinn- inga og eina frestaða skák. Birgir ísleifur Gunnarsson bauö Inga Björn Albertsson velkominn í gær til fyrsta fundar Borgaraflokks og Sjálfstæðisflokks í tilraunum þeirra til að stilla saman strengina fyrir komandi stjórnarmyndunarviðræður. Auk þeirra sátu Friðrik Sophusson og Guðmundur Ágústsson fundinn. DV-mynd GVA Gunnar Pétursson. stað og í heimahúsi Skákmótiö í Sochi: -sme Ægir Mar Kárason, DV, KeÐavik: Lögreglan í Keflavík handtók þrjá menn fyrir að vera með og neyta hass á skemmtistaðnum Glaumbergi um helgina. Hasspípa og minni hátt- ar magn af hassi fannst í fórum mannanna. Þá fann lögreglan, hasspípur og hass við húsleit í heimahúsi í Kefla- vík. Þar voru nokkrir handteknir. Málin eru til rannsóknar hjá lögregl- unni í Keflavík. Hægt að fá gjaldeyri Gjaldeyrisdeildir bankanna voru ræddar eru nú í stjórnarmyndun- opnaðar í morgun þrátt fyrir að í arviðræðunum, sé gert ráð fyrir 6 tillögum sjálfstæðismanna, sem prósent gengisfellingu. -gse Tvö hassmál í Keflavík: Strokufanginn finnst ekki Lögreglan lýsir eftir Gunnari Pét- urssyni. Gunnar strauk frá Litla- Hrauni þriðjudaginn 13. september. Gunnar er 165 sentimetrar á hæð og dökkhærður. Þeir sem verða varir við Gunnar eru beðnir að láta lög- regluna vita. Lögreglan hefur Gunnar grunaðan um að hafa framið nokkur afbrot á þeim dögum sem hann hefur gengið laus. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.