Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. Fréttir Smygl í Arfelli: Innsigluðu vömgám til að blekkja tollarana Við stikkprufuskoðun á gám um borö í Árfelli, leiguskipi Sambands- ins, fundu tollarar á dögunum 80 kassa af bjór, 10 flöskur af áfengi, 12 sígarettukarton og eitt mynd- bandstæki sem reynt var að smygla til landsins. MáUö leystist fljótlega og viöurkenndu 7 skipveijar eign sína á smyglvamingnum. Skip- stjóri og yfirvélstjóri Árfells eru þýskir og áttu ekki aðUd að smygl- inu. í gámnum voru vörur tU mis- munandi aðUa og var hann hvorki fullhlaðinn né innsiglaður við komuna um borð. Ákváðu 7 skip- verjanna á ÁrfelU því að nýta það pláss sem ónýtt var í gámnum und- ir smygUð og tíl aö slá ryki í augu tollaranna settu þeir innsigU á gáminn. Það bragð tókst hins vegar ekki. Ómar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri skipadeildar Sam- bandsins, sagði DV að mennimir hefðu haldið störfum sínum en fengið að vita að ekkert mætti út af bera svo þeir misstu ekki störf sín. Ef skipveijar hefðu hins vegar átt við innsigh, sem voru fyrir á gámum þegar þeir komu um borð, heföi máliö verið mun alvarlegra og mennirnir umsvifalust reknir. Væri innan við helmingur gám- anna um borö innsiglaður. Væri það annaðhvort sendandi vörunn- ar eða skipadeUdin sem innsiglaði þá. -hlh Sóðaskapur í Reykjavík Sóðaskap má því miður víða finna í Reykjavík sem og öðrum sveitarfélögum. Þessi ruslahaug- ur er í miðju iðnaðarhverfi, eða viö Eldhöfða á Ártúnshöfða. Þetta samsafn af drasli er öllum sem sök eiga á til háborinnar skammar. Það er verðugt verkefni i hreinsunarátaki borgarinn- ar aö hreinsa til á þessari lóö. DV-mynd GVA Leiöangur Áma Friðrikssonar til Grænlands: „Það hefur mátt skilja á mönnum hins vegar vera þvert á óskir um niðurstöðu þessa leiöangurs aö Grænlendinga. þar hafi ekkert fundist sem komi Niðurstaða þessa leiðangurs mönnum á óvart Það virðist engin breytir ekki því sem áður hefur loðna hafa fundist við austurströnd veriö haldið fram varðandi loönu- Grænlands eins og Grænlendingar göngur á miUi þessara landa. Hins þó hafa viljað halda fram,“ sagði vegar er of snemmt aö draga álykt- Jón B. Jónasson hjá sjávarútvegs- anir af einum leiðangri og hyggjast ráöuneytinu um niðurstöður úr Danir og Grænlendingar fara í leiðangri Áma Friörikssonar en fleiri rannsóknarleiðangra og haía skipiö er nýkomiö úr rannsóknar- falast eftir Áma Friörikssyni aö leiðangri við strendur Grænlands. ári. Stóð leiðangurinn frá 7. september Jón B. Jónasson sagöi aö þaö til 25. september. Það er græn- hefði greinilega komið fram í þess- lenska flskrannsóknastofnunin um leiðangri aö loðnan hefði verið sem leigði skipiö til þessa verkefnis að breyta um hegöun á síðustu og sáu danskir vísindamenn um tveim árum. Það hefði sést vel viö rannsóknimar. veiðamar aö undanfömu. Undir þetta tók Hjálmar Vilhjálmsson Grænlendingarhafalöngumhaldið fiskifræöingur sem sagði að nú því fi-am að loöna úr stofliinum væri greinilega ekki venjulegt milli íslands og Gtænlands haldi ástand. Hjálmar sagöi aö í ljós hefði sig mikiö inni á grænlenska land- komið aö sjórinn var mjög hlýr á grunninu. Þvi hafa þeir viljað fá vesturhluta svæðisins og það gæti stærri kvóta við útdeilingu .veiöi- hugsanlega skýrt hve lítiö væri af heimilda. Leiöangurinn nú átti aö loönu á svæðinu. styöja þetta en niöurstaöan virðist -SMJ í dag mælir Dagfari____________ Allirsigruðu Safnaöarstarfiö í Fríkirkjunni er enn í fréttum. Er það með hreinum ólíkindum hversu öflugt krikju- starf er unniö í þessum sjálfstæöa söfnuði og eins og Dagfari hefur margoft bent á gæti þjóökirkjan margt af þessu lært. Nú er þaö meira aö segja talin virk þátttaka í kirkjustarfinu aö mæta ekki til leiks þegar kosningar fara fram í sókninni. Stuöningsmenn séra Gunnars vom nefnilega hvattir til að kjósa ekki í þeirri allsheijar- atkvæðagreiðslu sem stjómin efndi til um blessaðan prestinn, og þegar í Ijós kom að rétt tæplega þúsund manns kusu vom Gunnarsmenn fjótir til aö útskýra aö afgangurinn af söfnuöinum, það er rúm þijú þúsund, hefðu svarað kalhnu. Og með því aö sitja heima vom þeir orðnir virkir í atkvæöagreiöslunni og safnaðarstarfinu samkvæmt skilgreiningum prestsins sjálfs. Hér eftir mun séra Gunnar vænt- anlega telja það góða kirkjusókn þegar fámennt veröur í messunum þjá honum vegna þess að fjarveran lýsir áhuganum og vilja safnaöar- meðlima til að láta kirkjustarfið til sín taka. Ef menn vilja styðja prest- inn þá er sem sagt besta ráðiö að láta ekki sjá sig, hvorki í kosning- um né messum. Og presturinn mun leika á alls oddi ef og þegar messu- fall veröur sökum fámennis. Það verður hans stærsta stund. Annars er mikið gaman að þess- um átökum í Fríkirkjunni. Maður er eiginlega alveg miður sín yfir því að vera ekki meðlimur í söfnuö- inum. Þaö er líka sama hvorum megin maöur stendur. Meö því að vera á móti presti mætir maður og kýs gegn honum og vinnur stóran sigur því allir segja já við þeirri spurningu hvort reka eigi prestinn. En með því að vera með presti mætir maður ekki á kjörstað og hrósar sigri yfir því að þeir séu fleiri sem sitja heima heldur en hinir sem kjósa. Þetta er að vísu í fyrsta skipti sem kosningar vinnast með því að kjósa ekki en það stafar af þeirri sann- kristnu og einfóldu reglu að telja alla þá sem heima sitja til stuön- ingsmanna sinna. Það væru nú al- deilis sigrarnir hjá stjómmálafokk- unum ef þeir hvettu stuðnings- menn sína til aö taka ekki þátt í kosningum og lýsa svo yfir sigri með vísan til þeirra sem ekki ski- luöu sér á kjörstað. Sigrún forseta- frambjóöandi notaði að vísu þessa aöferð í forsetakosningunum í vor en þessi siguraðferð hefur ekki ver- ið viö lýði annars staðar og er vel þess virði að nýta sér hana í aukn- um mæli. Sérstaklega fyrir þá sem ekki eiga von í mörgum atkvæðum ef svo óheppilega vildi til, aö allir mættu á körstað. Leikar standa nú þannig í Frí- kirkjusöfnuöinum að báðar fylk- ingar lýsa yfir sigri. Þeir sem fengu öll atkvæöin og hinir sem fengu ekki atkvæðin. Það er til happs að stuðningsmenn séra Gunnars film- uðu alla kjósendur og vita núna upp á hár hveijir eru í hvorri fylk- ingu, enda er þaö nauðsynlegt fyrir klerkinn í framtíðinni að vita hveijir eru réttlátir og hveijir ranglátir. Hingað til hefur það háð öllu kirkjustarfi í landinu að prest- amir vita aldrei hveija þeir eiga að blessa og hveija ekki, en nú hefur Fríkirkjusöfnuðurinn og presturinn sjálfur enn og aftur fundið upp nýja leiö í kristnitö- kunni, og segi menn svo aö Frí- kirkjan sé ekki leiöandi afl í guðstr- únni! Af prestinum er það að segja aö hann er víst kominn út af sakra- mentinu þrátt fyrir sigur sinn í allsheijarkosningunni og nú er búið að taka bæði lyklana og laun- in af honum. Laun heimsins em vanþakklæti, sér í lagi þegar tillit er tekiö til þess, áð presturinn fékk ótvíræða traustsyfirlýsingu frá þeim sem ekki kusu. Og það eru einmitt þeir sem em virkir í safn- aðarstarfinu. Næst mun verða boðað til safnað- arfundar og þá má gera ráð fyrir því að andstæðingar prestsins láti þau boð út ganga að þeir mæti ekki til fundarins. Þá hljóta þeir að hafa meirihluta á fundinum því þeir eiga að ráöa sem ekki mæta og ekki taka þátt. Hvaö gerir klerkur þá? Þetta endar auðvitað með því að enginn safnaðarmeðhmurmæt- ir á fundi, greiöir atkvæði, né held- ur mætir til messu til að vera viss um að mark sé á honum tekiö og safnaöarstarfiö sé virkt. Þá fyrst verður Fríkirkjan öflug. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.