Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. 33 Lífsstm „Opið-lokað rými" 1 ?, -A ■ ■ J ffi ■ 'i Meö skilrúmi er sjónlína rofin að hluta til. Rýmiö er brotið upp og birtan nýtur sín að hluta til frá glugganum fjær. Tilfinningin fyrir öllu rýminu erfyrir hendi þó það sjáist ekki alit. Yfirsýn er meiri þegar staðið er heldur en þegar setið er. Gangvegur er takmarkaður en ákveðinn. Hér sést hvernig herbergi lítur út þegar skilrúm eru notuð. Þarna er hægt að loka og hindra hljóð og sjónlínu á milli herbergja. Birtan er aðeins frá einni hlið sé hurðin lokuð. Hér mætti gera ýmislegt til að fá þægilegt andrúmsloft inn í rúmgóða vistarveru. Þarna er gangvegur óskipulagður, birtan nýtur sín til fulls og sjónlína er óbrotin. Tilgangur með léttum veggj- um, sem skipta niður rými, er að gera stórt rými vistlegra og notalegra. Þannig er hægt að raða niður húsgögnum á þægi- legan hátt, þannig að t.d. setu- hom myndist. Ef um stórar stofur er að ræða má gjarna segi a að maður týnist í rýminu óskiptu. Ef skilveggur er hins vegar settur upp rofnar sjón- línan, a.m.k. að hluta til - þessu má stjóma að miklu leyti sjálf- ur.‘ Tilfinningin fyrir rýminu Skiptingu má útfæra með margs konar skilrúmum eða jafnvel með arni sem stendur þá einhvers staðar þar sem autt var. Þótt búið sé að hluta rými niður hefur maður samt alltaf tilfmningu fyrir rýminu, þó ekki sjáist það allt. Með því móti er þægilegra að „mubl- era“ upp hólf. Þetta fyrirkomu- iag er gjama kallað „opið- lokað“ rými. Sjónlína er opin frá ákveðnum sjónarhornum en er lokuð annars staðar frá. Tilfmningin er fyrir öllu rým- inu þó maður skynji það ekki aUt í einu eins og áður var. Sá sem innréttar stýrir lokuninni sjálfur. „Opið-lokad'' rými Möguleikar með þessu móti eru mjög margir. Hér ráða þarf- ir og hugmyndaflug einstakl- ingsins mestu - og sjálfsagt að vega þetta vel og meta. Heimilið Veggur getur t.d. verið hlað- inn eða smíðaður til hálfs og skreyttur með blómum. Blómin geta þannig skorið sjónlínu þrátt fyrir að sjáist í gegnum þau. Þetta fer auðvitað mikið eftir því hvort setið er eða stað- ið á viðkomandi stöðum. Samt er þetta veggur út af fyrir sig. Blómin gefa ákveðinn hlýleika og eru mjög mikUvæg heUdar- útUti rýmisins ásamt húsgögn- um og persónulegum munum. Ofan á hiaðinn vegg er hægt að setja rimla eina og sér eða með möguleikum fyrir hiUur, gler eða jafnvel spegla. Þarna má setja bækur, skrauthluti o.s.frv. Sé nú veggur settur sem lát- inn er ná aUa leið upp í loft þá breytist tilfmningin fyrir rým- inu gersamlega. Þannig má segja að rýminu hafi veriö al- gerlega skipt - rýmið minnkar og önnur tilfmning fæst. Sé gler hins vegar sett má segja að her- bergið virki stórt eftir sem áð- ur. Þá sér maður á miUi og skynjar rýmið á þann hátt en heyrir ekki. BirtuskUyrði hald- ast einnig nokkuð óbreytt. Þetta getur verið kostur í ýmsum til- fellum að sjá en ekki heyra. Gangvegir og glerveggir Gangvegum er stjómað að mestu leyti með veggjum og húsgögnum. Þegar búið er aö ákveða hvar skuh gengið skal ákveða hvar sé setið. Með því móti nýtist rýmið gjama betur. Glerveggir geta í vissum tU- feUum hentað á heimilum og víða í skrifstofuhúsnæði. Með strimlagardínum er að miklu leyti hægt að stjórna sjónlínu, rýmið opnast og lokast alger- lega með því móti aö það snert- irbæðibirtuogsjón. Svokallaðir skermveggir eru einnig notaðir sem skilrúm. Þeir em hafðir nægUega háir tU að sitjandi fólk sjái ekki hvert annað. Skermveggir em hljóðeinangrandi en þó ekki nema að hluta tU með tiUiti tíl heUdarrýmis. Sé staðið upp sést að miklu leyti á milh. Þama er fólk að vissu leyti stúkað af en það nýtur raunverulegra sam- vista við aðra með því að heyra í þeim. Þetta fyrirkomulag hentar t.d. þar sem nota skal birtu í afmörkuðu rými. Hér er einnig um „opið-lokað“ kerfi aðræða. -ÓTT. HAPPDRÆTTi 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregiö 7. októker. Heildarverömœti vinninga 16,5 milljón. fjftt/r/mark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.