Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1988, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988. 31 Lífsstfll Heimilið Gulur, rauður, grænn ogblár Ef blár litur er blandaður með grænu nást fram kaldari einkenni hans. Sé hann hins vegar blandað- ur með rauðu nást fram hlýrri áhrif - meira róandi. Bláa Utinn er í raúninni hægt að nota í öll her- bergi. í eldhúsi undirstrikar hann hreinleika, í svefnherbergi er hann frískandi og framkallar rómantík og á baðherbergi táknar hann vatn og ferskleika. - Grænt er ferskt og lýsir bjartsýni og léttum anda. Græni liturinn passar prýðilega vel við aðra liti, bæði sem andstæða og bakgrunn- ur. Þessi htur framkahar þægindi og ró og notast því gjarnan í vinnu- herbergjum og í svefnherbergjum. Með réttri blöndu má vel fá fram eins eða mjög svipuðan lit á vegg og er á húsgögnum. Græni og guli liturinn eru skyldir og sóma sér vel saman. í híbýlum er best að hafa rauðan Ut þar sem hann getur verið ríkj- andi. Þetta er Utur sem skapar hlýju - heppilegt er að lýsa rauða Utinn til að skapa jafnvægi. Bleikur Utur tengist mjög þeim rauða en skapar nokkuð öðruvísi tilfinningu - rómantíska, er jafnvel tákn um velferð. En bleikt verður væmið sé það of mikið notað. Djúprauðir tón- ar notast oft sem bakgrunnur fyrir húsgögn með þungu yfirbragði en bleikt hentar vel í svefnherbergi, bæði h)á fuUorðnum og börnum. Náttúrulitir - svartur, hvítur og grár - Náttúrulegatóna þekkjum við úr umhverfi okkar. Þeir ná yfir aUt frá steinahtum og jarðUtum, til ljósrar furu, bómuUar og margvís- legum Utatónum sands. Náttúru- legir Utir henta mjög víða. Því má segja að þeir séu nokkuð öruggt Utaval. Hins vegar njóta þeir sín best ásamt öðrum tónum. - Grátt svart og hvítt eru Utir sem við þekkjum einna best. Þessir litir eru tákn um sorg og gleði - brúð- kaup, jarðarfór o.s.frv. Hvítt getur verið bæði kaldur Utur, sem minnir á stofnanir, en líka léttur og yndis- legur. í svarta Utnum er einnig ákveðið mótvægi. Hann getur í senn verið skuggalegur og ógnandi eða hlýr og móttækilegur. Grái Uturinn er eins konar milli- vegur svarts og hvíts - eiginlega skuggatónn á milU þeirra. Sá grái er oft notaður sem jafnvægisUtur við andstæðurnar eða bakgrunnur fyrir aðra liti. Gráir Utir eru gædd- ir glæsUeika og henta vel hús- gögnum með sterkt yfirbragð, eins og gler- og stálhúsgögnum. Með því móti njóta auðir, gráir fletir sín. Sami litur en mismunandi tónar Það fer mjög vel að nota sama Ut á málningarfleti en með mismun- ÁAur en litir eru valdir er ákaflega mikilvægt að gera sér grein fyrir því hve mismunandi eiginleikar þeirra eru með tilliti til birtu - raf- Ijósa, dagsbirtu, rökkurs o.s.frv. andi tónum - við „tónum til“ her- bergið. Með þessu móti er hægt að gefa sér ákveðinn „þema-Ut“ t.d. bláan. Þannig væri dökkur tónn notaöur á dyra- og gluggakarma en ljós tónn myndi þekja veggi - svona er hægt að leika sér með Utbrigðin. En það verður að gæta þess að þetta passi saman. Haldi maður sig við einn „þema- Ut“ er nokkuð öruggt að litir (tón- ar) passa saman þegar keyptir hafa verið nýir húsmunir. En þá veröur að hafa í huga að Ijósir tónar stækka, dökkir minnka, sterkir Ut- Einnig er möguleikf á að einn Ut- ur virki á móti andstæðu litunum - eða á móti hvítu eða svörtu yfir- bragði með því að „berjast um at- hygUna". Með tilUti til þessa óvissuþáttar er mikilvægt að kaup- andi taki með sér heim Utaprufu og máU jafnvel Utið svæði - og beri saman við húsgögn, gardínur eða veggi. í málningarvöruverslunum er hægt að velja um mjög mörg af- brigði hvers Utar. Þannig er hægt með hjálp litablöndunarvéla að ná fram nákvæmlega því afbrigði sem óskaö er eftir hveiju sinni. Unnið er út frá svoköUuðum stofnum þar sem Uturinn heitir ákveðnu nafni. Til fá fram réttan tón er visst morg- um einingum eða dropum blandaö út í. AUt er þetta gert á mjög ná- kvæman hátt. -ÓTT - Blár Utur er §valur, hreinn og fínlegur. Þennan Ut er heppilegt að nota þar sem ætlimin er aö ná fram fertku eða svölu andrúmslofti. Dimmur og hlýr Utur hentar fyrir basthúsgögn og hluti úr náttúru- legum efnum. Blátt er smekklegt sem bakgrunnur viö ómálað tré. Rauður og bleikur Utur fara vel saman við grænt, dæmi um þaö er hægt að taka úr náttúmnni þar sem stórir grænir fletir njóta sín með rauðum blómum. Noti maður gulan og appelsínugulan Ut með grænu næst fram sumartilfinning. Blátt og náttúrulitir gefa vissa svalatUfinningu með grænu og minna einnig á Utasamsetningar úr náttúrunni. Grænt hentar því í öU herbergi þar sem ná skal fram náttúruáhrifum. Með plöntum er þó mikfivægt að hafa í huga að láta veggUt vera ljósari svo ekki ríki samkeppni. - Guli Uturinn er tákn um eitthvað jákvætt og skapar jafnvel gleði - hann er ferskur og nær strax at- hygU okkar. Hann er stundum heimfærður á frið - þetta er hlýr Utur. Ef sá guU er ekki notaöur of mikið hefur hann róandi áhrif og gefur innblástur. Sé hann notaður á marga stóra fleti er heppilegast að hafa hann daufan. Rauður Utur passar vel viö gult. Grænt og gult blandað saman er ekki heppUegt á stóra fleti, hins vegar er frískandi að sjá þannig samsetningu á minni hlutum. Gult í húsgögnum, áklæði eöa gardínum fer vel með gulum vegght. Gult er gjarnan notað í bamaherbergi og þar sem sumarstemning á að ríkja. -Rauðihturinn er mjög kraftmikill Utur og gefur dirfsku, fram- kvæmdasemi og jafnvel ástríðu til kynna - þetta er Utur sjálfsöryggis og vekur ávaUt athygU. í náttúr- unni er rauður litur sjaldan í miklu magni, en stingm1 alltaf í augu þar sem hann sést. ir ná athygU en daufir Utir afvega- leiða. Sé hins vegar tónamismunur svo Utill að þaö vart sjáist getur herbergið fengið leiðinlegan svip - það vantar karakter. Þess vegna verða tónar að vera nógu ólíkir. TU að ná fram breytingum og frískleika er heppilegt að nota hvít- an Ut og/eða svartan eða þá að fara út í náttúrulega liti. Verði maður leiður á mismunandi tónum í sama lit er aUtaf hægt að breyta til og bæta við með skyldu litunum. Mikilvægt að vita þegar valið er Ekki fer aUt eins og ætlað var í fyrstu. Litir eru misjafnlega hlýir. Þess vegna er algengt að Utir á veggjum verði öðruvísi en til er ætlast. Orsökin er sú að litatil- færslur eiga sér stað. Liturinn sem vaUnn var í versluninni verður kannski allt öðruvisi í kvöldbirtu en í dagsljósi. Þannig er möguleiki á aö Uturinn fái áhrif frá öðrum nálægum Utum í Utahringnum. Náttúrlegir litir njóta sín vel með basthúsgögnum og hvers konar tré- verki. Stundum er talað um að náttúrulitir séu uppáhaldslitir arkitekta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.