Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. Fréttir Sturlaugur Sturlaugsson kíkir á skjáinn viö stjórnborð flokkunarlínunnar ásamt starfsmanni Meyn sem sá um uppsetningu á tölvubúnaði. Endurskipulagning hjá Kaupfélagi Skagfírðinga: Öllu verslunarfólkinu sagt upp en boðin endurráðning Þórhailur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki; Vegna endurskipulagningar á rekstri Kaupfélags Skagfirðinga fengu allir starfsmenn verslana KS, um 80 aö tölu, uppsagnarbréf nú um mánaðamótin. Uppsögnin er samt ekki nema að forminu til þar sem í bréfinu var tekið fram að viðkomandi starfsmaður fái endurráðningu óski hann þess. Að sögn Jóns E. Friðrikssonar, deildarstjóra verslunarsviðs kaup- félagsins, þótti nauðsynlegt að gera þetta vegna ákvæða í kjarasamn- ingum. Endurskipuiagningin í versluninni er nú að hefjast og er stefnt aö því að henni verði lokið um næstu áramót. Hún þýðir trú- lega aö einhver færsla verður á fólki milli starfa, eftir því sem starfskraftar þeirra eru taldir nýt- ast best. Þessu var fólki gerð grein fyrir í bréfinu og einnig hafði áður verið farið á vinnustaðina og því kynnt þessi áform. Eins og áður segir var öllum sem uppsagnar- bréfið fengu boðin áfram vinna hjá kaupfélaginu. Flokkar fisk frá fimm grömmum upp í 5 kíló Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesú í síðustu viku var sett upp flokk- unarhna í frystihúsi Haraldar Böð- varssonar og Co. á Akranesi. Flokk- unarhna þessi getur flokkað allan fisk eða flök eftir þyngd og eru mörk- in allt frá 5 grömmum upp í 5 kg og afkastageta hennar er um 44 fiskar á mínútu. Samstæða þessi kemur frá hol- lenska fyrirtækinu Meyn en Plastco er umboðsaðili þeirra hér á landi. í samtah við DV sagði Benedikt Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Plastco, þetta vera mjög fullkomna línu. Jafn- vel væri um byltingu að ræða í flokk- un og vigtun á fiskafurðum. „Þetta er fyrsta samstæðan af þess- ari gerð hér á landi. Gífurlegur áhugi er fyrir henni og við munum setja 2-3 línur upp um eða eftir áramót," sagði Benedikt. Þeir hjá Plastco hafa upp á ýmislegt fleira að bjóða varð- andi fiskvinnslu og t.d. hafa verið settar upp roðflettivélar fyrir flatfisk á Stokkseyri, Eyrarbakka og Þor- lákshöfn. DV-mynd Sigurgeir Flokkunarlínan uppsett. Hrelndýrahjörð á Djúpavogi. DV-mynd Sigurður. Djúpivogur: Hreindýr í þorpinu Sigurður Ægisson, DV, Djúpavogú Sem kunnugt er má einungis skjóta hreindýr frá 1. ágúst til 15. september ár hvert og þá fá dýr hverju sinni. Að þessu sinni var leyft að fella 6 dýr í Búlandshreppi sem er heldur minna en í fyrra en þá mátti veiöa 8 dýr. Tahð er að dýrin í Búlandsdal séu sérstakur stofn, um 100 dýr. Venjulegast þurfa menn bæði að fara hátt og langt til þess að sækja þessi dýr meðan veiðitíminn stendur enda virðast þau skynja að þeim sé hollara að vera þá í sem mestri fjarölægð. Þegar skotveiði- tíminn er runninn út breytist viðmót þessara dýra og þau koma oft niður í byggð, gæf eins og lömb. Til skamms tíma hafa um 30 dýr haldið sig rétt fyrir innan Djúpavog og má komast nærri þeim án þess að þau styggist verulega. Þá eru víö- ar hér nálægt önnur dýr þessa stofns úr Búlandsdal og hefur tala þeirra farið upp í 83 þegar mest .var. Er mikil prýði að þeim hér enda dýralíf fábreytilegt um þessar mundir þegar farfuglarnir eru horfnir suður á bóg- inn. Hellissandur: Ný leiktæki á skólalóðinni Sparisjóður Mýrasýslu 75 ára Stefin Haialdsson, DV, Borgainesi; Sparisjóður Mýrasýslu átti 75 ára afmæh 1. október síðastliðinn og-af því tilefni ákvað stjóm sparisjóðsins að bjóöa öllum viöskiptavinum sín- um upp á veitingar í afgreiðslusal sparisjóðsins 4. nóvember. Fjöldi manns kom í heimsókn þennan dag, hvort sem var í viðskiptaerindum eða til að heilsa upp á starfsfólk og forráðamenn sparisjóðsins og þiggja glæsilegar veitingar af tilefni þessara tímamóta S.M. Stjóm sparisjóösins ákvað á fundi sínum 1. október sl. að gefa tvær milljónir króna í tilefni afmæhsins. Að stjómarfundi loknum afhenti stjórnaiformaður sparisjóðsins Safnahúsinu í Borgamesi og Dvalar- heimih aldraðra eina milljón króna hvora um sig. Við þessum höfðing- legu gjöfum tóku forsvarsmenn safnahússins og dvalarheimihsins. Að afhendingu lokinni bauð stjóm S.M. til kaffidrykkju í Hótel Borgar- nesi. Sþarisjóösstjóri er Friðjón Sveinbjömsson. Komin eru upp hin fínustu tæki á skólalóðinni á Hellissandi. Róbeit Jöigensen, DV, Stykkjshólmi: Ný og fín leiktæki voru nýlega sett upp á skólalóð Grannskóla Hellis- sands. Þama vom á ferðinni foreldr- ar og kennarar úr skólanum, undir stjórn Foreldra- og kennarafélags skólans. Aðspurður sagði Hákon Erlends- son skólastjóri að þetta hefði ekki tekið langan tíma, um eina helgi, en undirbúningur var góður. Hann sagði einnig að efniskostnaö- ur hefði verið htill en sveitarfélagið hefði greitt hann. „Það er ekkert vandamál með frí- mínútur núna. Þetta heldur nemend- um á einum stað ahar frímínútur,“ sagði Hákon. Sparisjóður Mýrasýslu í Borgarnesi. DV-mynd: Stefán Grindavík: Slökkvistöd byggð með hraði Ægir Már Kárason, DV, Suðumegum: „Það má segja aö það sé byggt fyrir framtíðina því að nýja slökkvistöðin er 450 fermetrar að stærð," sagöi Þorkell Guðmunds- son, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í samtah við DV. Stööin var byggð meö hraði. Framkvæmdir hófust í gær og húsið afhent 1. nóvemb- er. Það var mikil þörf á nýrri slökkvistöð í Grindavík. Gamla stöðin var 150 fermetrar, reyndar á tveimur stöðum í bænum. „Við erum að koma okkur fyrir í nýju stöðinni en það á eftir aö einangra húsið að innan. Við er- um með fimm bíla á staönum og 22 menn og alltaf er hægt að ná i tíu þeirra ef á þarf aö halda,“ sagði Þorkell. Selfoss: Þyriupailur fyrirhugaður við Sjúkrahús Suðuriands Regína Thoiarensen, DV, Setfossi.' Almannavaraanefnd Selfoss og nágrennis telur eitt brýnasta verkefni í almannavömum vera að reisa þyrlupall við Sjúkrahús Suðurlands. Nefhdin beitti sér fyrir hönnun þyrlupalls og hggur hún fyrir ásamt verklýsingu en framkvæmdin er talin hluti af seinni áfanga að Sjúkrahúsi Suð- urlands, sem enginn veit hvenær verður byggður í peningalausu þjóðfélagi. Fram að þessu hefur engin fjár- veiting verið veitt til hönnunar seinni áfangans og ekki er fyrir- sjáanlegt hvenær það verður svo framkvæmdir geti hafist Engu síður mun almannavamanefndin halda áfram að beita sér fyrir því að þyrlupallur rísi sem fyrst. Nefhdin hefur um 100 þúsund krónur til ráðstöfunar í verkefhiö og fengist hefhr samþykkt bæjar- ráðs Selfoss til að starfsmenn áhaldahússins leggi fram vinnu sem nemur svipaðri upphæð. Ef gjafapeningar fengjust i verkef- nið er möguleiki á hefja fyrsta áfanga þess, sem er að leggja veg frá Arvegi að fyrirhuguðura staö fyrir þyrlupallinn. Þetta er mikiö áhugamál hjá hinum unga bæjarstjóra, Karh Björnssyni, en hann er formaður aímannavamanefndarinnar. Hann hefur leitað stuðnings hjá fyrirtækjum og áhugafólki og fengiö góðar undirtektir. Áætlað- ur kostnaður er rúmar tvær milljónir króna. Djúpivogur: Engin ijúpa en byrjað að snjóa Siguröur Ægiason, DV, Djúpavogi: Lítið hefur borið á rjúpunni hér fyrir austan það sem af er enda hefur enginn snjór falhö að heitið geti. Ekki er gott að segja hvar fuglamir halda sig því að gangna- menn hafa lltiö séð i ferðum sín- um um heiöar og flöU. Þykir mönnum því hart að frétta veiði- sögumar norðan og vestan af landinu og geta ekkert gert í málinu hérna. Þeir sem mestu hafa náö hafa komið heim með þetta 5-10 ijúpur þegar best hefur látið. Era þessir fáu hænsnfuglar aukinheldur vitlausir í styggð og ekki bætir þaö úr skák. Um helgina spjóaöi hér í fyrsta skipti í vetur og héldu menn þá af stað með vopn sín. Aðeins gekk þeim skár eftir aö þessi snjókorn lögöust yfir og var dagsveiöi hvers um 20 fuglar. En það teldist varla mikiö fýrir vestan, eða hvaö?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.