Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1988, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1988. 29 Væri bókin eins góð og höfundurinn Magnús Sveinsson frá Hvitsstöðum: Á ýmsum leiðum heima og erlendis Æviþættir um menn og málefni Reykjavík 1988 Þjóðíeg fræði hvers konar hafa löngum verið landsmönnum hug- leikin og eru fyrir löngu orðin ein fyrirferðarmesta bókmenntagrein íslendinga. Kynstur af þessu efni eru færð í letur ár hvert í formi ævi- sagna, sjálfsævisagna, viðtalsbóka, sagnaþátta af einstökum mönnum, héraðssagna, sagna af hrakningum og lífsháska á hafi úti og heiðum uppi, sagna af hæglátu lífi og við- burðasnauðu, sagna um tvenna tíma, sem flest fólk af eldri kynslóð hefur upplifað, sagna um stökkið út úr miðaldamyrkri inn í miðja hringiðu samtímans. Um það leyti, sem þessi skriða sagnaritunar var að fara af stað, kom út Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar og er enn með merkustu ritverkum okkar í þessari grein. Hef- ur raunar verið endurútgefin, aukin og umbætt. Þórbergur Þórðarson tók sig þá til og skrifaði um hana langan og ítarlegan ritdóm: „einum kennt, öðrum bent“. Þar tók hann fyrir helstu ágalla þessarar upprennandi bókmenntagreinar frá þeim háa sjónarhóh, sem Homstrendingabók gaf honum tilefni til. Mörgum þótti Magnús Sveinsson frá Hvítsstöðum. Bókmeiuitir Ólafur Hannibalsson sá ritdómur óvæginn um skör fram, en öðrum hin þarfasta leiðsögn htt kunnugum um refilstigu ritvaharins. Einnig þessi ritgerð Þórbergs hefur síðan veriö margendurútgefm, þar á meðal í handhægu kiljuformi. Um árangurinn má taka undir með keh- ingunni, sem horfði á fjárrekstur fara fram hjá bæ sínum hausttíma: „Þarna er ég nú búin að horfa á þenn- an sama fjárrekstur rekinn um þess- ar sömu götur í þrjátíu ár og alltaf er sama óþekktin í ótætis lömbun- um.“ Magnús Sveinsson frá Hvítsstöð- um hefur áður út gefið þijár bækur á síðustu tuttugu árum: Mýra- mannaþætti, sögu Hvítárbakkaskóla og Konuna við fossinn, æviþætti. Ekki er ég kunnugur þessum fyrri bókum Magnúsar, en sú bók, sem hér er til umfjöllunar, heföi ekki haft verra af því að fyrrnefnd heil- ræði Þórbergs hefðu verið höfð til hhðsjónar viö samningu hennar. Þeir, sem þekkja til hins ágæta kenn- ara, Magnúsar Sveinssonar, vita að þar fer einstakt góðmenni, nánast vammiaus halur og vítalaus. Væri bókin eins góö og Magnús Sveinsson væri þetta góð bók. Því miður er hún það ekki. Hins vegar getur hún orðið mörg- um samferðamönnum Magnúsar um öldina til nokkurrar ánægju og er þá tilgangi höfundar sennilega náð. Ólafur Hannibalsson Forsetaembættið: Skýringar á aukaf járveitingum Reykjavík, 8. nóvember 1988 Til ritstjóra DV, Reykjavík. í tilefni af grein á bls. 5 í blaði yðar í dag með fyrirsögninni „Forsetinn fór mest fram úr fjárlögum" skal eft- irfarandi tekið fram: Fjárveitingar á fjárlögum ársins 1987 th embættis forseta íslands námu um 22,8 m. kr. Á árinu voru veittar aukafjárveitingar að upphæð um kr. 31,5 m. kr. Heildarútgjöld embættisins á árinu námu 65,4 m. kr. Meginástæða þess, að útgjöld urðu mun hærri en ráð haföi verið fyrir gert á fjárlögum er sú, að með sam- þykki fjármálaráðherra var varið 31,5 m. kr. umfram fjárveitingar til endurbyggingar Bessastaðastofu og fomleifarannsókna í því sambandi. Sá munur fjárheimilda og útgjalda, sem þá eftir stendur, eða um 11 m. kr„ er tíl kominn vegna uppsafnaðs rekstrarvanda embættisins, en fjár- veitingar th þess höfðu um nokkurt árabh verið talsvert lægri en raun- veruleg rekstrarfjárþörf, án þess þó að fram hefði komið vhji yfirvalda til að draga saman starfsemi embætt- isins. Virðingarfyllst Kornehus Sigmundsson forsetaritari Fréttir Vegna þeirra vina minna innan leikum mínum er meira en mitt íslenzku prestastéttarinnar og eigiö. íslenzk kirkja má ekki við kjörmanna, leikra, sem hafa spurt því, að val th æösta embættis henn- mig síðustu dægrin, hvort þeir ar verði notað th nafna auglýsinga, megi ekki nefna nafn mitt við þvi hvet ég öh prestlærð th þess næstu biskupskosningar, þá vh ég að fara að dæmi okkar prófessors taka fram, aö ég bið þá aö hugsa Björns Bjömssonar, sleppa okkar frekar inn hag kirkjunnar en heið- eigin vegsemd, sameinast í einingu ur minn. kærleikans, kjósa, ekki sem okkur Víst er ég þeim þakklátur fyrir sjálf kitiar, heldur sem kirkjunni traust þeirra og tryggð, hlýnar við er th styrktar og mests sóma. Öll- spumir þeirra um hjartað, stend um er okkur ljóst, kjósendum, ef mig meira að segja að því að velta við göngum frá speglinum, ræðum fyrir mér, hvemig ég tæki mig út við Guð okkar og samvizku, hvern- í skrúöanum fagra, en ég verð að ig það verður gert. benda þeim á, að áht þeirra á hæfí- Sig. Haukur Guðjónsson VERÐ FRÁ KR. 750.600,- JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 Opið virka daga 9-18 Laugardaga 13-17 MOTTURIMIKLU ÚRVAU £ 5 habitat LÁUGAVEGI 13, REYKJAVÍK SÍMI 91-625870 HAUSTGJALDDAGI HÚSNÆÐISLÁNA VAR1. NÓVEMBER SL. FORÐIST ÓÞARFA AUKAKOSTNAÐ VEGNA DRÁTTARVAXTA a 5 > C HÚSNÆÐISSTOFNUN RfKISINS LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.